Skessuhorn


Skessuhorn - 23.03.2022, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 23.03.2022, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 20228 Menningar- styrkir AKRANES: Akraneskaup­ staður hefur opnað fyrir styrk­ umsóknir til menningarverk­ efna. Við mat og afgreiðslu styrkja verður lögð sérstök áhersla á að styðja við verk­ efni og viðburðahald sem eru til þess fallin að efla bæjarand­ ann. Umsóknarfrestur er til og með 6. apríl. -vaks Aflatölur fyrir Vesturland 12.-18. mars Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes: 4 bátar. Heildarlöndun: 5.839.020 kg. Mestur afli: Venus NS: 2.497.385 kg í einni löndun. Arnarstapi: Engar landanir á tímabilinu. Grundarfjörður: 8 bátar. Heildarlöndun: 454.733 kg. Mestur afli: Brynjólfur VE: 97.598 kg í tveimur róðrum. Ólafsvík: 2 bátar. Heildarlöndun: 86.387 kg. Mestur afli: Steinunn SH: 47.104 kg í tveimur löndun­ um. Rif: 11 bátar. Heildarlöndun: 401.055 kg. Mestur afli: Bárður SH: 101.243 kg í fimm róðrum. Stykkishólmur: 3 bátar. Heildarlöndun: 281.086 kg. Mestur afli: Þórsnes SH: 275.116 kg í þremur löndun­ um. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Venus NS – AKR: 2.497.385 kg. 15. mars. 2. Víkingur AK – AKR: 2.199.784 kg. 13. mars. 3. Svanur RE – AKR: 1.028.121 kg. 14. mars. 4. Þórsnes SH – STY: 110.582 kg. 15. mars. 5. Svanur RE – AKR: 110.013 kg. 13. mars. -arg Í samráðsgátt stjórnvalda hafa nú verið birt drög að frumvarpi til laga um lífeyrismál. Efni þess er liður í stuðningi ríkisstjórnarinn­ ar við gerð lífskjarasamnings aðila vinnumarkaðarins frá árinu 2019. Frumvarp að mestu leyti um sama efni var lagt fram á Alþingi í apr­ íl 2021 en náði ekki fram að ganga. Í nefndaráliti efnahags­ og við­ skiptanefndar þingsins var lagt til að málinu yrði vísað aftur til ríkis­ stjórnarinnar til frekari vinnslu m.t.t. ábendinga í umsögnum. Fjár­ mála­ og efnahagsráðuneytið hefur nú lokið endurskoðun á málinu og leggur uppfærð drög fram til sam­ ráðs að nýju. Í frumvarpinu felast fimm megin­ breytingar. Í fyrsta lagi er lögbund­ in hækkun mótframlags launa­ greiðenda á almennum vinnumark­ aði til lífeyrissjóðs úr 8% í 11,5%. Í öðru lagi er lagt til að sjóðfélagar geti ráðstafað hækkun mótfram­ lagsins til þess er mun kallast til­ greind séreign, í stað þess að ráð­ stafa hækkuninni í samtryggingar­ deildir lífeyrissjóða. Í þriðja lagi eru tillögur að auknum heimildum til þess að nýta úrræði lífeyrissparnað­ ar til fyrstu kaupa á fasteign. Í fjórða lagi er lagt til að tilgreindur verði á skýran hátt sá hluti lífeyris­ sparnaðar sem kemur ekki til lækk­ unar við ákvörðun um ellilífeyri, tekjutryggingu og ráðstöfunar­ fé samkvæmt lögum um almanna­ trygginga. Í fimmta lagi er lagt til að verðlagsuppfærslur lífeyris­ greiðslna eigi sér stað einu sinni á ári í stað mánaðarlega eins og nú er. Í samráðsgáttinni er einnig birt glærukynning um meginefni frum­ varpsins auk ítarefnis. mm Venus NS, eitt af uppsjávarveiði­ skipum Brims, kom síðastliðinn miðvikudag til löndunar á Akra­ nesi í annað skipti með sama farm­ inn. Skipið kom mánudaginn áður en þurfti frá að hverfa um nóttina vegna súgs og óláta í Akraneshöfn. Venus þurfti að keyra skrúfur þegar reynt var að halda skipinu upp við bryggju, á meðan á dælingu stóð, en eftir um 200 tonna dælingu var hætt og skipinu siglt til Reykjavík­ ur aftur og beðið á meðan veður gengi niður. Í látunum aðfararnótt þriðjudags slitnaði m.a. upp land­ straumskassi af bryggjunni og allar sjósíur í vinnslunni fylltust af sandi, að sögn heimildarmanns Skessu­ horns. gsv Á tíunda tímanum síðastliðinn mið­ vikudagsmorgunn varð þriggja bíla árekstur á Vatnaleið á Snæfellsnesi. Dimm él voru á svæðinu og skyggni lítið. Hraði á bílunum var því ekki mikill. Engin slys urðu á fólki en bílarnir allir talsvert skemmdir og óökufærir eftir áreksturinn. þa Leggja til hækkun framlags launagreiðenda í lífeyrissjóði Venus kom að nýju með sama farminn Þriggja bíla árekstur á Vatnaleið

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.