Skessuhorn


Skessuhorn - 23.03.2022, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 23.03.2022, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 2022 23 Borgfirskt körfuboltafólk var sannarlega í eldlínunni í körfubolt­ anum um helgina. Bjartmar Þór Unnarsson frá Kleppjárnsreykjum og félagar hans í Fjölni kepptu til úrslita í Bikarkeppni KKÍ og enduðu með silfrið. Heiður Karlsdóttir frá Laugarvöllum varð bikarmeistari með Fjölni í unglingaflokki kvenna og Arnar Guðjónsson frá Reykholti varð þrefaldur bikarmeistari sem þjálfari; í meistaraflokki karla, 9. flokki kvenna og 10. flokki kvenna. mm/ Samsett mynd/GG Skagamenn léku á mánudaginn gegn Sindra í 1. deild karla í körfuknattleik í síðasta heimaleik liðsins í vetur. Leikurinn byrjaði rólega en síðan tóku gestirnir fljótt yfirhöndina og leiddu með ell­ efu stigum við lok fyrsta leikhluta, 15:26. Gestirnir gáfu síðan Skaga­ mönnum engin grið í öðrum leik­ hluta og voru komnir með 31 stigs forystu þegar flautað var til hálf­ leiks, 25:56. Áfram héldu Sindramenn að bæta við forskotið í þriðja leikhluta og hreint ótrúleg staða þegar bjallan gall við lok hans, staðan 37:91 fyr­ ir Sindra. Sindramenn stigu held­ ur ekkert af bensíngjöfinni í fjórða leikhlutanum og unnu að lokum stórsigur, 56:120. Stigahæstir hjá ÍA voru Cristoph­ er Clover með 24 stig, Lucien Christofis með 8 stig og Aron Elvar Dagsson með 6 stig. Hjá Sindra var Detrek Browning með 36 stig og 10 fráköst, Patrick Simon með 20 stig og Ismael Gonzalez með 14 stig. Næsti leikur Skagamanna og síð­ asti leikur þeirra á tímabilinu er gegn Fjölni föstudaginn 25. mars í Grafarvogi og hefst klukkan 19.15. vaks Snæfell og Breiðablik mættust síðastliðinn fimmtudag í undan­ úrslitum VÍS bikars kvenna í körfuknattleik og fór leikurinn fram í Smáranum í Kópavogi. Jafnt var á með liðunum fyrstu mínúturnar og staðan 8:10 fyrir Breiðablik eftir fimm mínútna leik. Úrvalsdeildarliðið úr Kópavogi var líklegra til afreka og leiddi með sjö stigum eftir fyrsta leikhluta. Í öðr­ um leikhluta jókst munurinn jafnt og þétt, reyndar náði Snæfell að minnka muninn í fimm stig, 30:35, þegar þær skoruðu tíu stig gegn tveimur um rúmlega miðjan leik­ hlutann en síðan gerði Breiðablik nánast slíkt hið sama og náði 13­2 áhlaupi, staðan í hálfleik 33:48. Í þriðja leikhluta var þetta á svipuðum nótum, Snæfellskonur reyndu hvað þær gátu en komust lítt áleiðis og Breiðablik hafði leik­ inn í höndum sér, staðan 46:71 fyrir síðasta fjórðunginn. Skondið atvik átti sér stað í byrjun fjórða leikhluta þegar leikmaður Breiðabliks virt­ ist vera eitthvað áttavillt þegar hún tók skot að sinni eigin körfu en hitti ekki og slapp við það að gera sjálfs­ körfu. Þetta sló Breiðablikskonur þó ekki út af laginu, Snæfell náði aðeins að skora fjögur stig á sjö mínútna kafla og heimakonur héldu áfram sína leið að úrslitaleiknum og unnu að lokum stórsigur, 55:89. Það sást í leiknum að það er mik­ ill getumunur á liðunum. Breiða­ blik er í sjötta sæti í Subway deildinni og Snæfell nýbúnar að missa af sæti í úrslitakeppni fyrstu deildar. Hið unga lið Snæfells er ekki með mikla breidd og það kom berlega í ljós þegar líða tók á leik­ inn. Þær mega þó eiga það að þær voru mættar í Smárann til að njóta augnabliksins og ljóst að þessi leik­ ur var eftirminnileg stund fyrir yngri leikmenn Snæfells sem munu taka við keflinu á næstu árum. Stigahæstar í liði Snæfells voru þær Preslava Koleva með 14 stig, Rebekka Rán Karlsdóttir var með 12 stig og Dagný Inga Magnús­ dóttir með 9 stig. Hjá Breiðabliki var Michaela Kelly með 20 stig, Isabella Ósk Sigurðardóttir með 19 stig og 17 fráköst og Birgit Ósk Snorradóttir með 15 stig. Snæfell hefur því lokið keppni þennan veturinn og upp­ byggingarferli þjálfarans Baldurs Þorleifssonar heldur áfram á næsta tímabili. Þessi vetur hefur verið lærdómsríkur fyrir leikmenn Snæ­ fells og ljóst að þær munu vafa­ laust mæta sterkari til leiks á næsta keppnistímabili. vaks Kári tók á móti KH í B deild karla í riðli 1 í Lengjubikarn­ um í knattspyrnu á laugardaginn. Magnús Óliver Axelsson kom KH yfir á 70. mínútu en Sveinn Þor­ kell Jónsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark fimm mínútum fyrir leikslok og jafna leikinn fyr­ ir Kára. Það var síðan annað sjálfs­ mark KH sem tryggði sigur Kára í leiknum þegar Daði Kárason varð einnig fyrir því óláni á 88. mínútu og lokastaðan 2­1 fyrir Kára. Arnar Már Guðjónsson lék sinn fyrsta leik fyrir Kára gegn KH en hann hefur ákveðið að taka slaginn með Kára í 3. deildinni í sumar og er eflaust mikill liðsstyrkur fyrir Kára. Víkingur Ólafsvík og Víðir léku á laugardaginn á Domusnova vellin­ um í Breiðholti í sama riðli og lauk leiknum með jafntefli 3­3. Ekki var komin leikskýrsla á vef KSÍ en mörk Víkings í leiknum skoruðu þeir Emmanuel Eli Keke, Kristófer Máni Atlason og Bjartur Bjarmi Barkarson. Reynir Hellissandi lék á Vivaldi vellinum á Seltjarnarnesi á laugar­ daginn í C deild í riðli 3 gegn liði Kríu og varð að sætta sig við stór­ tap. Kría skoraði sex mörk í fyrri hálfleik áður en Ingvar Freyr Þor­ steinsson skoraði fyrir Reyni á lokamínútu fyrri hálfleiks. Bene­ dikt Björn Ríkharðsson skoraði annað mark fyrir Reyni fljótlega í seinni hálfleik en síðan skoraði Kría fjögur mörk það sem eftir lifði leiks og lokastaðan 10­2 fyrir Kríu. Vil­ helm Bjarki Viðarsson, leikmaður Kríu, var í miklu stuði og á eldi því hann skoraði alls sjö mörk í leikn­ um. Skallagrímur tók á móti Stokks­ eyri í Akraneshöllinni á laugar­ daginn í C deild í riðli 5 og vann stórsigur. Pétur Lárusson kom Skallagrími yfir á 10. mínútu og Óttar Bergmann Kristinsson bætti við tveimur mörkum fyrir hálf­ leik. Snorri Kristleifsson, leikmað­ ur Skallagríms, fékk að líta rauða spjaldið fljótlega í seinni hálfleik en það kom ekki að sök. Hlöðver Már Pétursson og Viktor Ingi Jakobs­ son úr víti komu Skallagrími í 5­0 á 68. og 72. mínútu og skömmu síð­ ar missti Stokkseyri mann af velli með rautt spjald. Elís Dofri Gylfa­ son bætti við sjötta og síðasta marki heimamanna undir lokin og loka­ staðan 6­0 fyrir Skallagrími. vaks Íslandsmót einstaklinga í keilu fer fram þessa dagana í Egils­ höll í Reykjavík. Á mánudags­ kvöldið setti Ísak Birkir Sævars­ son úr Keilufélagi Akraness met í flokki 17 til 18 ára þegar hann náði 1423 pinnum í sex leikjum. Þetta átti sér stað í milliriðli en úrslitin fóru fram í gær. Þar átti ÍA tvo keppendur, Ísak Birki og Magnús Sigur jón Guðmundsson en keppni var ekki lokið þegar Skessuhorn fór í prentun. vaks Vesturlandsliðin léku í Lengjubikarnum um helgina Byrjunarlið Kára gegn KH á laugardaginn. Ljósm. af facebook síðu Kára. Liðið að leik loknum ásamt þjálfara sínum, Baldri Þorleifssyni. Ljósm. Þorsteinn Eyþórsson. Snæfell úr leik í VÍS bikarnum eftir tap gegn Breiðabliki Borgfirðingar í eldlínunni í körfu Ísak Birkir ánægður með metið. Ljósm. gs Ísak Birkir setti Íslandsmet í keilu Úr leik ÍA og Skallagríms á dögunum. Ljósm. vaks Skagamenn töpuðu stórt fyrir Sindra

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.