Skessuhorn


Skessuhorn - 22.06.2022, Qupperneq 10

Skessuhorn - 22.06.2022, Qupperneq 10
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 202210 „Við erum byrjaðir veiðar í Grímsá í Borgarfirði, en veiðin hófst í gær­ morgun og það komu fjórir lax­ ar á land,“ sagði Jón Þór Júlíusson hjá Hreggnasa við Grímsá í sam­ tali við Skessuhorn á laugardaginn. Það voru erlendir veiðimenn sem hófu veiðar í ánni þetta árið og það er rúmt um þá, en aðeins er veitt á fjórar stangir í byrjun. „Þeir veiða bara á fjórar stangir núna í ánni þessir erlendu veiði­ menn. Tveir af þessum löxum voru tveggja ára fiskar en hinir minni, smálaxinn er greinilega að mæta í byrjun og þetta lítur bara vel út. Síðan opnum við næst Laxá í Döl­ um og þar hafa sést laxar fyrir nokkru,“ bætti Jón Þór við. ,,Norðurá var fyrir helgina kom­ in í 80 laxa og laxar að ganga,“ sagði Brynjar Þór Hreggviðsson við Norðurá, en Þverá hefur gef­ ið aðeins færri laxa. 104 sentimetra bolti veiddist í Þverá fyrir síðustu helgi, en hann veiddi Snorri Arnar Viðarsson. gb Til að gæta að viðnámsþrótti lán­ takenda og lánveitenda hefur fjár­ málastöðugleikanefnd Seðlabank­ ans ákveðið að lækka hámark veð­ setningarhlutfalls fasteignalána fyr­ ir fyrstu kaupendur úr 90% í 85%. Hlutfallið fyrir aðra kaupendur verður óbreytt, eða 80%. „Nefndin hefur jafnframt ákveðið að setja viðmið um vexti við útreikning greiðslubyrðar í reglum um hámark greiðslubyrðar fasteignalána til neytenda. Viðmið­ ið verður að lágmarki 3% fyrir vexti verðtryggðra íbúðalána og 5,5% fyrir vexti óverðtryggðra íbúða­ lána. Aukinheldur hefur nefndin ákveðið að stytta hámarkslánstíma við útreikning greiðslubyrðar fyr­ ir verðtryggð lán og miða þar við 25 ár. Breytingum á greiðslu­ byrðarhlutfalli er ætlað að efla áhættuvitund lántakenda við val þeirra milli lánsforma en greiðslu­ byrði verðtryggðra lána er hlut­ fallslega léttari í upphafi en þyngri eftir því sem líður á lánstímann. Markmið framangreindra aðgerða er að takmarka uppsöfnun kerfis­ áhættu í fjármálakerfinu,“ segir í tilkynningu frá nefndinni. mm Síðastliðinn mánudag fór sumar­ fundur EFTA fram í Borgarnesi, en dagskrá fundarins var bæði í Menntaskóla Borgarfjarðar og í Englendingavík. „Áskoranir sem alþjóðaviðskiptakerfið stend­ ur frammi fyrir vegna afleiðinga heimsfaraldursins og innrásar Rússlands í Úkraínu og yfirstand­ andi fríverslunarviðræður EFTA­ ­ríkjanna voru til umfjöllunar á ráðherrafundi EFTA. Þá var frí­ verslunarviðræðum við Taíland og Kósovó ýtt úr vör,“ segir í tilkynn­ ingu frá utanríkisráðuneytinu. Þór­ dís Kolbrún R Gylfadóttir utan­ ríkisráðherra stýrði fundinum sem markar lok eins árs formennsku Íslands í EFTA samstarfinu. Auk Þórdísar Kolbrúnar sátu fundinn; Dominique Hasler, utanríkisráðherra Liechtenstein, Janicke Andreassen, aðstoðar við­ skipta­ og iðnaðarráðherra Nor­ egs, og Marie­Gabrielle Ineichen­ ­Fleisch, ráðuneytisstjóri í efna­ hagsmálaráðuneyti Sviss. Ráðherrarnir fordæmdu inn­ rás Rússlands í Úkraínu og lýstu yfir áhyggjum af áhrifum hennar á fæðuöryggi í heiminum. Komu þeir sér saman um að leita leiða til að styðja Úkraínu, meðal annars með þátttöku í refsiaðgerðum gegn Rússlandi. Utanríkisráðherra gerði grein fyrir ákvörðun ríkisstjórnar­ innar við að fella niður tolla á vör­ um frá Úkraínu í eitt ár en Alþingi samþykkti frumvarp þess efnis í síð­ ustu viku. mm Í byrjun mánaðarins fór fram úthlutun úr Sprotasjóði mennta­ og barnamálaráðuneytisins fyr­ ir árið 2022. Umsóknir voru alls 58. Samanlagðar fjárbeiðnir námu 151,3 milljón króna en til ráð­ stöfunar voru 56 milljónir króna. Stjórn Sprotasjóðs ákvað að veita styrki til 36 verkefna. Þar af fengu tvær skólastofnanir á Vesturlandi umsóknir samþykktar. Annars vegar fékk Fjölbrautaskóli Snæfell­ inga úthlutað einni milljón króna til verkefnis sem nefnist Lifum, lærum, leikum. Hins vegar fékk leikskólinn Ugluklettur í Borgarnesi úthlut­ að 1.250.000 krónum vegna verk­ efnisins Lýðræðislegt innra mat í leikskólanum Uglukletti. Er það í þriðja skipti sem Ugluklettur fær úthlutað úr sjóðnum. Markmið verkefnisins er að þróa markvisst og kerfisbundið innra mat leikskól­ ans með þátttöku barna, foreldra og starfsfólks, innleiða aðferðir innra mats og umgjörð sem taka mið af virku nemendalýðræði auk þess að samræmast aðalnámskrá leikskóla og skólanámskrá Uglukletts. Hlutverk Sprotasjóðsins er að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi og er hann sameigin­ legur fyrir leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla á Íslandi. Áherslu­ svið sjóðsins þetta árið eru virkt nemendalýðræði, gagnrýnin hugs­ un, sköpun og skilningur með áherslu á læsi og nemendur með fjölbreyttan tungumála­ og menn­ ingarbakgrunn. mm Hafrannsóknastofnun ráðlegg­ ur 6% lækkun aflamarks í þorski fyrir næsta fiskveiðiár. Byggir sú ráðgjöf á aflareglu stjórnvalda. Því lækkar ráðlagður heildarafli úr 222 .373 tonnum á yfirstand­ andi fiskveiðiári í 208. 846 tonn á því næsta. Lækkunina nú má rekja til lækkunar á mati á viðmiðunar­ stofni í fyrra miðað við undanfar­ in ár og innbyggðrar sveiflujöfnun­ ar í aflareglu. „Gert er ráð fyrir að viðmiðunarstofn þorsks fari hægt vaxandi næstu tvö til þrjú ár þegar árgangarnir frá 2019 og 2020 koma inn í viðmiðunarstofninn þar sem þeir eru nú metnir yfir meðallagi,“ segir í tilkynningu frá Hafró. Samkvæmt aflareglu verður afla­ mark ýsu 62. 219 tonn sem er 23% hækkun frá yfirstandandi fiskveiði­ ári. Áætlað er að viðmiðunarstofn­ inn muni stækka næstu tvö árin vegna góðrar nýliðunar frá 2019 og 2020. Ráðgjöf fyrir ufsa samkvæmt aflareglu lækkar um 8% frá yfir­ standandi fiskveiðiári og er 71.300 tonn. Samkvæmt aflareglu verður heildaraflamark gullkarfa 25.545 tonn, 20% lægra en á yfirstand­ andi fiskveiðiári. Ráðgjöf fyrir grá­ lúðu stendur í stað frá fyrra ári og er 26 .710 tonn. SFS styður ráðgjöfina Í tilkynningu sem Fyrirtæki í sjávar útvegi (SFS) sendu frá sér vegna þessarar ráðgjafar Hafró seg­ ir að öflugar og vandaðar hafrann­ sóknir séu grunnforsenda þess að unnt sé að skapa verðmæti úr fisk­ veiðiauðlind. „SFS hafa um langa hríð lýst áhyggjum af stöðu haf­ rannsókna hér á landi. Breytt umhverfisskilyrði í hafi og auknar kröfur á mörkuðum hafa síst dreg­ ið úr þessum áhyggjum. Sá mikli niðurskurður sem orðið hefur á vöktun nytjastofna á undanförnum árum er jafnframt umhugsunarefni. Slíkur sparnaður mun auka óvissu um afrakstursgetu stofna og leiða þar með til varkárari nýtingar en ella væri hægt að viðhafa. Sú niður­ staða, sem kynnt var í dag, er stað­ festing þess að áhyggjur SFS eru réttmætar og brýnt er að bæta úr. Fyrirtæki í sjávarútvegi munu þurfa að bregðast við samdrætti í veiðum og ákvarðanir sem taka þarf verða ekki léttvægar. Það er hins vegar ljóst að best hefur reynst að byggja ákvarðanir um nýtingu á niðurstöðum vísinda og sagan seg­ ir jafnframt að ekki sé skynsamlegt að fresta því að takast á við vand­ ann. Að því sögðu þá eru það lang­ tímahagsmunir atvinnugreinar­ innar að stundaðar séu sjálfbærar fiskveiðar hér við land og því ekki annað ráðlegt en að fylgja ráðgjöf vísindanna,“ segir í tilkynningu frá SFS. mm Fyrstu laxarnir komnir úr Grímsá Lækkað lánshlutfall við fyrstu fasteignakaup Veiðiráðgjöf lækkuð um 6% í þorski en hækkuð um 23% í ýsu Á þorskveiðum á Flákahorninu. Pétur Pétursson skipstjóri á Bárði SH. Ljósm. af Á pallinum framan við gömlu kaupfélagshúsin í Englendingavík. F.v. Marie- -Gabrielle Ineichen-Fleisch, Dominique Hasler, Jurin Laksanawisit, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Janicke Andreassen og Henri Getaz. Ljósm. EFTA. Sumarfundur EFTA ríkjanna var haldinn í Borgarnesi Úr leikskólanum Uglukletti í Borgarnesi. Ljósm úr safni. Ugluklettur og FSN hlutu styrki úr Sprotasjóði

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.