Skessuhorn


Skessuhorn - 22.06.2022, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 22.06.2022, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 25. tbl. 25. árg. 22. júní 2022 - kr. 950 í lausasölu Ert þú í áskrift? Sími 433 5500 www.skessuhorn.is 699 3444 molby@fastlind.is Löggiltur fasteignasali ÁRALÖNG ÞEKKING OG REYNSLA AF FASTEIGNAMARKAÐI Á VESTURLANDI BOGI MOLBY Allir kaupendur og seljendur fá Vildarkort Lindar hjá fjölmörgum fyrirtækjum sem veitir 30% afslátt Sú hefð hefur í áratugi verið í Borgarfirði að riðið er til messu í Reykholti klukkan 11 á þjóðhátíðardaginn. Hópurinn leggur í hann frá þremur stöðum í sveitinni og sam- einast svo í Snorragarði þaðan sem riðið er fylktu liði til kirkju. Að þessu sinni fór Helga Jónsdóttir fánaberi í broddi fylkingar. Sjá svipmyndir frá fleiri stöðum á 17. júní í blaðinu í dag. Ljósm. mm. Síðastliðinn laugardagsmorgun kom upp bilun í gír í Breiðafjarðarferj­ unni Baldri þegar ferjan var nýlögð af stað frá Stykkishólmi klukkan 9. Um borð í skipinu voru 102 farþegar og níu manna áhöfn. Björgunaraðil­ ar voru ræstir út á hæsta forgangi og þyrla Landhelgisgæslunnar flaug í Stykkishólm. Mildi þykir að veður var gott þegar óhappið varð og var skipið þá statt rétt utan við Súgandis­ ey, einungis um 300 metra frá landi, eins og sést á meðfylgjandi mynd. Um fimm tímum eftir óhappið var Baldur kominn að bryggju aftur með aðstoð björgunarbátsins Bjargar úr Rifi sem siglt hafði í Stykkishólm í flýti með fimm manna áhöfn. Nokk­ ur töf var á heimsiglingunni þar sem erfiðlega gekk að losa ankeri skipsins. Strax um morguninn var farþegabát­ urinn Særún kominn að skipshlið Baldurs og var um tíma til athugunar að farþegar færu þar um borð. Af því varð þó ekki og þurftu því farþegarn­ ir að bíða í skipinu í fimm tíma eins og fyrr segir, við litla ánægju. Í við­ tali sem tekið var við nokkra þeirra, og birt í kvöldfréttum RÚV á laugar­ daginn, spöruðu þeir ekki stóru orðin þegar þeir loks voru komn­ ir í land. Kona sem notar ferjuna reglulega lýsir henni sem gömlum afdaladalli. Skjöldur Pálsson, farþegi um borð sagði þetta óboðlegt ástand á skipinu: „Getur ekki gengið svona lengur. Ég held að þetta sé fullreynt,“ sagði hann. Bæjarstjórn Vesturbyggðar og sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps sendu frá sér harðorða yfirlýsingu strax á laugardaginn þar sem segir að verið sé að leggja líf fólks í hættu með því að sigla skipinu og að stjórnvöld verði að bregðast við með tafarlaus­ um úrbótum. Baldur sigldi svo seinni ferð dags­ ins á sunnudaginn með viðkomu í Flatey. Í tilkynningu frá Sæferðum sagði að vélstjórar Baldurs hafi ásamt sérfræðingi unnið að viðgerð fram á sunnudagsnótt. Búið væri að taka prufusiglingu og fleiri prófanir gerð­ ar sem sýni að allt virki eins og það eigi að gera. Síðdegisferðin á sunnu­ daginn gekk að óskum. mm Björgunarbáturinn Björg frá Rifi kom Baldri til aðstoðar og er hér að fylgja skipinu síðasta spölinn að bryggju. Ljósm. sá Baldur bilaði skammt frá Stykkishólmi Þinn árangur Arion

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.