Skessuhorn


Skessuhorn - 22.06.2022, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 22.06.2022, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2022 15 Við höfum aðstoðað tugi fyrirtækja og sótt styrki yfir 100 milljónir Umsóknartímabil: Ágúst 2021 – Mars 2022 Umsóknarfrestur: Júní 2022 Hafðu samband og við könnum rétt þinn Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur S: 554 5414 | upplysingar@ferdavefir.is | ferdavefir.is C M Y CM MY CY CMY K vidspyrnustyrkir_loka copy.pdf 1 22.4.2022 16:49 Nýverið var Stefáni Vagni Stefáns­ syni 1. þingmanni Norðvesturkjör­ dæmis afhentur undirskriftalisti nær allra íbúa sem búa við Klofningsveg nr. 590, sem liggur um Fellsströnd og Skarðsströnd í Dölum. Þar er mótmælt þeirri ákvörðun að taka 300 milljónir króna af tengivega­ fé til lagningar á bundnu slitlagi í Ólafsdal, þar sem er engin föst búseta. Á sama tíma þurfi íbúar með fasta búsetu og atvinnurekstur að búa við algjörlega óviðun­ andi aðstæður í samgöngumálum eins og fram kemur í ályktuninni. „Nauðsynlegt er að til verkefnis­ ins í Ólafsdal verði fengið sérstakt fjármagn, þannig að ekki þurfi að hægja á þeirri framvindu við lagn­ ingu vega á ofangreindu svæði sem fyrirhuguð var, eins og nú stefnir í,“ segir í áskoruninni til þingmanna. Þá segir að ennfremur sé verið að vekja athygli á ástandi annarra lykil­ innviða á svæðinu. „Þess er vænst að alþingismenn svæðisins leggist á eitt með að fá þær úrbætur á innvið­ um svæðisins þannig að þeir þjóni a.m.k. lágmarkskröfum sem gerð­ ar eru til þessara þátta í dag. Þar er bæði hægt að benda á óviðunandi ástand fjarskiptamála, símasam­ bandsleysi þegar rafmagn dettur út, sem gerist mjög oft og vöntun á þriggja fasa rafmagni sem heft­ ir atvinnuuppbyggingu á svæðinu.“ Sveitarstjórn ályktaði Fjölmargir að ir hafa bent á nauðsyn þess að vegur fyrir Klofn­ ing verði endurbyggður. Sveitar­ stjórn Dalabyggðar samþykkti m.a. samhljóða í apríl á síðasta ári áskor­ un þessa efnis. Þar skoraði hún á Vegagerðina að hefja hönnun og framkvæmdir við endurbæt­ ur á Klofningsvegi nr. 590 01 (Vestfjarðavegur ­ Hafnará 11,2 km ) 02 ( Hafnará ­ Orrahólsvegur 10,55 km,) sem í daglegu tali kallast að fara fyrir strandir, strax þá um sumarið. „Vegur fyrir strandir ligg­ ur um skilgreint landbúnaðarsvæði sem hefur átt undir högg að sækja og var nú nýverið skilgreindur sem partur af hringvegi um Vestfirði þar sem ferðamálasamtök kynna nýja ferðamöguleika vegna bættra sam­ gangna á Vestfjörðum með nýjum tengingum svo sem Dýrafjarðar­ gangna og fl. Stendur atvinnuþróun fyrir þrifum Á undanförnum misserum hef­ ur málinu verið fylgt eftir og ýtt á stjórnvöld og Vegagerðina að flýta sem kostur er hönnun þannig að framkvæmdir geti hafist sem fyrst. Ólafur Sveinsson, Sigurður Rún­ ar Friðjónsson og tengdadótt­ ir hans, Sigrún Hanna Sigurðar­ dóttir á Lyngbrekku, hafa meðal annars beitt sér í málinu. Í saman­ tekt sem þau Sigrún Hanna og Ólaf­ ur Sveinsson unnu nýverið kem­ ur fram að á Lyngbrekku sé rekið eitt af afurðahæstu kúabúum lands­ ins, en búið er í dag í þeirri stöðu að ógerlegt er að þróa reksturinn þannig að hann standist kröfur og fylgi eftir þeirri þróun sem á sér stað í atvinnugreininni. Benda þau á að þar fari saman skortur á þriggja fasa rafmagni, símasambandi sé veru­ lega ábótavant og vegurinn óviðun­ andi. Bent er á að á þessum vegi séu tvær brýr yfir Laxá í Hvamms­ sveit og Hvammsá sem báðar verða að teljast ónýtar, skert burðargeta þeirra er með þeim hætti að ekki er hægt að koma sértækum vinnuvél­ um og þungaumferð um veginn. Ef halda á áfram þróun atvinnustarf­ semi á svæðinu segja þau nauðsyn­ legt að bæta innviði. Benda einnig á að börnum á svæðinu hefur fjölg­ að og þar af leiðir að umferð skóla­ aksturs hefur aukist. Loks segir að fyrirtæki eins og rekið er í Lyngbrekku sé ein af meginstoðum samfélags eins og er í Dalasýslu. „Það yrði öllu samfé­ laginu gríðarlegt högg ef hætt yrði við uppbyggingu sem þar er fyrir­ huguð, en verið er að þróa þessa starfsemi í takt við tímann og ítr­ ustu kröfur um tækni, vinnuaðstöðu og gæði. Á svæðinu eru einnig önn­ ur öflug bú, samvinna mikil á milli þeirra og þróun til framtíðar.“ Í samantekt Sigrúnar Hönnu og Ólafs er þeirri beiðni komið á framfæri að kannað verði með að flýta hönnun og framkvæmdum á Klofningsvegi nr. 590 eins og kostur er. mm Lyngbrekka á Fellsströnd. Jörðin Svínaskógur er fjær á myndinni og nytjuð af bændum á Lyngbrekku. Ljósm. aðsend. Skora á þingmenn að bæta innviði sveitanna við Klofningsveg

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.