Skessuhorn


Skessuhorn - 22.06.2022, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 22.06.2022, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 202216 Síðastliðinn miðvikudag hélt Rarik upp á 75 ára afmæli fyrir­ tækisins. Opið hús var á völd­ um starfsstöðvum víðs vegar um landið. Starfsmenn Rarik tóku á móti gestum og kynntu aðstöðu og starfsemi fyrirtækisins á hverj­ um stað. Boðið var upp á kaffi, afmælistertu og aðrar veitingar auk þess sem afmælisfáni var dreg­ inn að húni. Hér á Vesturlandi var opið á starfsstöðvum fyrirtækis­ ins í Borgarnesi og Stykkishólmi. Auk þess var opið hús á Blöndu­ ósi, Sauðárkróki, Akureyri, Þórs­ höfn, Egilsstöðum, Fáskrúðsfirði, Hornafirði og á Hvolsvelli. mm Gestir á leið í opið hús við Sólbakka í Borgarnesi. Ljósm. Rarik. Opið hús hjá Rarik Svipmynd úr Stykkishólmi. Hér má sjá þá Halldór Árnason, Björn Sverrisson og Jakob Björgvin Jakobsson. Ljósm. sá. Um næstu helgi verður haldið Landsmót 50+ í Borgarnesi á vegum UMFÍ. Þar verður keppt í hinum ýmsu íþróttagreinum. Keppt verður í hefðbundum íþróttagreinum auk óvenjulegra greina eins og pönnu­ kökubakstri og stígvélakasti. Blaða­ maður Skessuhorns hitti að máli Sigurð Guðmundsson frá Hvann­ eyri sem er nú í óða önn að skipu­ leggja mótið fyrir hönd UMSB og UMFÍ. Sigurður er reyndur móts­ haldari en hann hefur skipulagt Landsmót 50+ nokkrum sinnum. Mótinu aflýst í tvígang ,,Ég byrjaði að vinna hjá UMFÍ árið 2008 en árið 2014 var fyrsta 50+ mótið haldið á Hvammstanga og ég hélt utan um það ferli. Svo hélt ég utan um 50+ mótið í nokk­ uð mörg ár eftir það. UMFÍ er sem sagt að halda þetta mót í samstarfi við UMSB og Borgarbyggð. Það er pínulítið skrítið að koma þessu í gang núna vegna þess við höf­ um þurft að fresta mótinu núna í síðustu tvö skipti. Síðasta mót var í Neskaupstað 2018 en mótið er haldið annað hvert ár. Við vor­ um búin að undirbúa mótið 2020 þegar við þurftum að aflýsa því og sama gerðist svo aftur 2021 en í bæði skiptin var allt klárt. Nú lítur loksins út fyrir að þetta náist. Þetta verður rosalega gaman.“ Covid ennþá að hafa áhrif Sigurður segir að ennþá sé að skýr­ ast hversu margir komi til með að keppa þar sem enn eru að tínast inn skráningar en útlit sé fyrir að ein­ hverjar greinar verði felldar nið­ ur. „Við erum ennþá að bíða eftir skráningu en fólk er svolítið gjarnt á að skrá sig á síðustu stundu. Það er greinilegt að Covid er ennþá að hafa áhrif á okkur. Þessir föstu hóp­ ar sem hafa verið starfandi víðs vegar um landið eru greinilega ekki alveg komnir af stað þannig ég von­ ast til að þetta geti verið svona svo­ lítið byrjunin á því að fólk fari svo loksins að hreyfa sig og komist af stað í sínum íþróttagreinum. Fólk í þessum aldurshópi er kannski bara pínulítið hrætt líka því fólk er enn­ þá að greinast með þessa blessuðu veiru. En þegar fólk er komið á þennan aldur og hættir að hreyfa sig er ennþá erfiðara að koma sér aft­ ur í gang.“ Nýjar keppnisgreinar sem henta öllum Mótið er fyrir fimmtíu ára og eldri svo keppendur eru á breiðu aldurs­ Landsmót 50+ verður í Borgarnesi um helgina bili. Reynt er að búa til greinar sem henta flestum auk þess sem ein­ hverjar opnar keppnisgreinar eru í boði óháðar aldri. „Í dag er fimm­ tugt enginn aldur, en þetta er nátt­ úrulega fyrir fimmtíu ára og eldri. Það eru t.d. ekki mörg ár í að ég geti sjálfur farið að taka þátt á þessu móti. Við erum að reyna að horfa til þessa aldursbils og erum með nýjar greinar í ár. Ringo t.d. sem er eins og blak nema með hringjum sem er kastað á milli liða og ekki þetta skutl, hopp og læti sem er í blaki. Við erum með körfubolta sem verð­ ur svona „street ball“ körfubolti þar sem þrír spila á móti þremur og bara á eina körfu inni í íþrótta­ húsi. Þá verða ekki þessi hlaup sem vanalega eru í körfubolta. Svo erum við með göngufótbolta en þar er bannað að hlaupa. Þetta er ný grein sem er aðeins að kom­ ast af stað á landinu en það hefur ekki verið mikið keppt í þessu. Ég á von á gömlum fótboltakempum sem munu bara rölta svolítið hratt og verða þá ekki í neinum skriðtæk­ lingum eða að togna aftan í læri eða eitthvað slíkt. Maður þarf kannski aðeins að stilla sér í hóf þegar mað­ ur er komin yfir fimmtugt en þetta verður mjög skemmtilegt. Við höf­ um svo oftast boðið upp á greinar þar sem allir geta tekið þátt óháð aldri. Þannig við verðum með svo­ kallaðan Flandrasprett innanbæjar hér í Borgarnesi sem er 5 km hlaup og opið öllum aldri. Svo verðum við með utanvega hjólreiðakeppni og er sú keppni einnig opin fyrir alla.“ Sérstakar keppnis- greinar eru í boði Sérkennilegar keppnisgreinar eru á dagskrá eins og pönnukökubakstur og stígvélakast. „Pönnuköku­ baksturinn er bara rótgróinn frá því í gamla daga. Við höfum haldið honum inni fyrir skemmtanagildið þó það séu ekkert rosalega margir keppendur í greininni en þetta er mjög áhorfendavænt. Fólki finnst þetta skemmtilegt, þetta er öðruvísi og við viljum halda þessum starfs­ greinum inni sem lifa frá því í gamla daga. Þá var líka keppt í að leggja á borð og í dráttarvélaakstri, það hef­ ur stundum verið keppt í dráttavéla­ akstri á landsmótinu en núna ætlum við að vera bara með pönnuköku­ baksturinn sem verður í Hjálma­ kletti.“ Að dæma pönnukökubakstur Blaðamanni lá forvitni á að vita hvaða þættir eru dæmdir í pönnu­ kökubakstri. „Ég næ eiginlega alltaf að troða mér inn sem dómari í pönnukökubakstrinum. Þú fram­ leiðir ákveðið magn sem beðið er um, svo er dæmt hvernig þú berð þig að og hvort það sé snyrtilegt í kringum þig. Svo er auðvitað bragðið, áferðin á pönnukökunum og hvernig þær eru brotnar saman. Þú átt að rúlla ákveðið mörgum pönnukökum upp og brjóta ákveðið margar saman eins og það sé rjómi í þeim en það er reyndar ekki rjómi. Svo eru sumir keppendur að nota eitthvað leyni innihald eins og sítrónudropa eða kardimommu­ dropa. Það er oft þannig að sá sem er með frumlegasta leyni innihaldið vinnur. Það eru komnar einhverj­ ar skráningar í þetta svo það verður spennandi að sjá hvernig þetta fer.“ Lítið tjaldsvæði en gott veður Brákarhátíð er einnig haldin í Borgar nesi um næstu helgi svo búist er við mannfjölda í bænum þessa helgi. Í Borgarnesi eru þrjú stór hótel, nokkur minni og gott úrval er af gististöðum víðs vegar í Borgarfirðinum. Sigurður telur gistimöguleika þess vegna góða en tjaldsvæðið í Borgarnesi er frekar lítið. „Við krossum fingur með tjaldsvæðið. Ef það springur, sem ég vona að gerist, þá eru tjaldsvæði annars staðar í Borgarfirði sem fólki verður þá bara bent á. Það verður rosalega gott veður þessa helgi, það er búið að ákveða það. Það verður bongóblíða eins og er alltaf þegar 50+ er haldið. Fólk verður hérna á stuttbuxum og stuttermabolum og skemmtir sér frá morgni til kvölds,“ segir Sigurður öruggur með gott veður. Félagslegi hlutinn stærstur Sigurður segir Landsmótið ekki síður hafa félagslegan tilgang en íþróttirnar séu til að hafa gaman af. Kótelettukvöld verður svo í Hjálma­ kletti á laugardagskvöldinu sem er opið öllum. „Fólk sem er komið á þennan aldur er alveg með keppnis­ skap en stærsti hlutinn af þessu er bara að hafa gaman. Á laugardags­ kvöldinu er hátíð í Hjálmakletti þar sem fólk getur skráð sig í kótelettu­ veislu og skemmtiatriði verða í boði. Það er hefð á 50+ mótunum að það sé flott samkvæmi þar sem allir keppendur og gestir geta skráð sig og verið með. Þannig það er ótrúlega skemmtileg viðbót á þess­ um mótum en það verður svo dans­ að og tjúttað fram á kvöld.“ Keppnisgreinum dreift um bæinn Mótið verður að mestu haldið við íþróttamiðstöðina í Borgarnesi en einnig verður keppt í golfi á gólfvell­ inum við Hamar og Hjálmaklettur nýttur undir pönnukökubakstur, bridds og skák. „Við erum ekki að dreifa mótinu mikið. Á íþróttavell­ inum verður frjálsíþróttamótið og fótboltinn. Sundið verður í sund­ lauginni. Ringo, körfubolti og bot­ sía verður í íþróttahúsinu. Yngri hópurinn er svolítið í boltaíþrótt­ unum, sundi og golfinu en eldri hópurinn í pútti og ringo. Gam­ an er að segja frá því hvað púttið er stórt í Borgarbyggð. Ótrúlega stór hópur sem hefur staðið sig vel og náði að halda sér í gangi þrátt fyrir Covid. Aðrir hópar á landinu duttu bara niður en hérna náði hópurinn einhvern veginn að halda dampi. Þau hafa verið að keyra til Mos­ fellsbæjar til að æfa sig. Það er svo mikil vægt að halda dagskránni á þessum aldri, annars er svo erfitt að ná sér af stað aftur.“ Frábær íþróttaaðstaða í Borgarnesi Sigurður segir Borgarnes vanta bætta íþróttaaðstöðu en aðstaðan henti engu að síður vel fyrir mót af þessari stærð. „Aðstaðan hérna í Borgarnesi er náttúrulega bara frábær til að halda svona mót. Það passar bara allt, hér er allt til alls og öll aðstaða er til fyrirmyndar. Við þurftum að vísu að útbúa púttvöll. Þannig að það var rosalega flottur púttvöllur útbúinn á Hamarsvelli. Það er kannski eina viðbótin sem þurfti að fara í. En annars erum við bara að nota sömu aðstöðu og var notuð árið 1997 hér. Þó við vilj­ um bætta íþróttaaðstöðu þá hent­ ar þessi aðstaða vel undir þetta mót. Vinnuskólinn og áhaldahúsið hjá Borgarbyggð hafa verið að snyrta bæinn fyrir 17. júní, Brákarhátíð og 50+ mótið svo bærinn mun glansa og skarta sínu fegursta þessa helgi,“ segir Sigurður sannfærður um að vel snyrtur bærinn muni iða af lífi í fallegu veðri um næstu helgi. sþ Hluti púttara í Borgarnesi mætti í húsakynni UMSB til að skrá sig á mótið þegar blaðamaður ræddi við Sigurð. Púttið er vinsæl íþrótt í Borgarbyggð og margir af fremstu pútturum landsins þar að finna. Sigurður Guðmundsson, fyrrum framkvæmdastjóri UMSB, skipuleggur mótið. Hér stendur hann við minnisvarða þeirra landsmóta sem haldin hafa verið í Borgarnesi. Kominn er nýr, auður minnisvarði sem merktur verður Landsmóti 50+ 2022.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.