Skessuhorn


Skessuhorn - 22.06.2022, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 22.06.2022, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2022 9 Landsmót harmonikuunnenda í Stykkishólmi Fjórtánda Landsmót Sambands íslenskra harmonikuunnenda fer fram í Stykkishólmi dagana 30. júní til 3. júlí nk. í boði Félags harmonikuunnenda í Reykjavík Mótið, sem verður tileinkað Hafsteini Sigurðssyni harmonikuleikara og tónlistarkennara í Hólminum. Það verður formlega sett í íþróttahúsinu í Stykkishólmi klukkan 13:30 föstudaginn 1. júlí. Að því loknu taka við tónleikar aðildarfélaga, sem standa til kl. 17:30. Klukkan 20:00 hefst svo dansleikur í íþróttahúsinu, sem stendur til miðnættis. Dagskrá laugardagsins hefst með tónleikum klukkan 13:30 og er áætlað að þeim ljúki kl. 15:30. Klukkan 16:00 fara fram sérstakir hátíðartónleikar Ástu Soffíu Þorgeirsdóttur, Kristinu Farstad Björdal og Mariusar Berglund. Stórdansleikur síðan í íþróttahúsinu um kvöldið frá klukkan 20:00 til 01:00 eftir miðnætti. Aðgangseyrir með armbandi er kr. 10.000 á alla viðburði mótsins, þrenna tónleika og tvo dansleiki. Á staka viðburði: Föstudagsdansleikur kr. 3000, laugardagsdansleikur kr. 4000, tónleikar kr. 1500 og hátíðartónleikar kr. 2000. Kynnir landsmótsins verður Ellert Kristinsson. Af þessu tilefni hafa harmonikuunnendur fengið tjaldsvæði úthlutað næst íþróttahúsinu, meðan það endist, en aðeins íþróttavöllurinn er á milli. Greið gönguleið er að íþróttahúsinu. Tjaldsvæðið er hins vegar mun stærra. Tilboð til harmonikuunnenda verður í boði, sem þýðir að sé dvölin þrjár nætur eða fleiri kostar nóttin kr. 1000 – 1060 á mann. Ekki verður rukkað fyrir rafmagn í þeim tilvikum. Byggingarfélagið Bestla er um þessar mundir með tvö fjölbýlis­ hús í byggingu við Þjóðbraut 3 og Þjóðbraut 5 á Akranesi. Sigur­ björn Hallsson, eða Silli eins og hann er kallaður, er staðarstjóri Bestlu á Akranesi en hann hóf störf þar í október síðastliðnum. Blaða­ maður Skessuhorns heimsótti Silla í lok síðustu viku á vinnustaðinn til að forvitnast um framkvæmd­ irnar. Hann segir að ekki sé langt í að fyrir tækið ljúki við fjölbýlis­ húsið við Þjóðbraut 3, uppsteyp­ an sé búin og búið að setja inn­ réttingar á fyrstu tvær hæðirnar og verið að vinna í þeirri þriðju. „Í vik­ unni verða síðustu gólfin flotuð á fimmtu hæðinni í stigaganginum og lyftan sett í. Það er búið að mála allt nema lokaumferðina á allar íbúðirnar í blokkinni þannig að við erum á síðustu metrunum að ná að ljúka við fyrstu þrjár hæðirnar. Svo er verið að klára garðinn og frágang úti í kringum Þjóðbraut 3 og í ágúst aðskiljum við svæðin tvö.“ Nokkur tilboð þegar komin En hvenær verður Þjóðbraut 3 til­ búin til sölu? „Hún fer í söluferli í vikunni en fór í óformlega sölu í þar síðustu viku. Það var fyrir fólk sem var búið að skoða og setja sig á biðlista og bjóða í eignir. Það verða þrjár fasteignasölur með eignirn­ ar á sölu hjá sér, ein af Skaganum og tvær í bænum. Miðað við undir­ tektir er ég mjög bjartsýnn á að þetta seljist hratt og vel enda þó nokkur tilboð komin.“ Alls eru 38 íbúðir í hvorri blokk fyrir sig og gengur allt samkvæmt áætlun. Á Þjóðbraut 5 er kominn bílakjallari og fyrstu tvær hæðirn­ ar uppsteyptar og verið að byrja á að setja gólfplötur á þriðju hæð­ inni. Reiknað er með að lokið verði við uppsteypu í október og síðan klæðningarvinnu og annað í kjöl­ farið. Gert er ráð fyrir að verkinu ljúki næsta vor ef allt gengur eftir. Garðabraut 1 í undirbúningi Þegar lokið hefur verið við þessar tvær byggingar er ætlunin, ef það fær samþykki, að hefja framkvæmd­ ir á Garðabraut 1 þar sem byggja á fjölbýlishús. Form byggingarinn­ ar verður vinkillaga með stíganda í hæðinni, frá sjö hæðum á horni og lækkar síðan í fjórar og fimm hæð­ ir. Stefnt er að því að byggðar verði íbúðir með góðu aðgengi, þ.e. bíla­ geymslu og lyftu og verða flestar íbúðir tveggja eða þriggja herbergja og áhersla lögð á góða nýtingu fer­ metra. Stefna á aukin umsvif Silli segir að lokum að ef þeir fái framkvæmdaleyfi í sumar þá byrji framkvæmdir við Garðabraut 1 í haust; „Við byrjum kannski niður­ rifið fyrr en við tökum enga áhættu og byrjum ekki fyrr en öll leyfi eru komin. Það væri gott ef við gætum fært steypuvinnuna þegar henni lýkur frá Þjóðbraut 5 yfir á Garða­ braut en þetta á allt eftir að koma í ljós. Engin fleiri verkefni eru framundan hjá okkur eftir að þess­ um lýkur en við erum opnir fyrir öllu og ætlum að auka umsvif okk­ ar á Akranesi. Við ætlum að fara meira í það að gera hlutina sjálf­ ir og minnka undirverktakana. Við erum nú þegar komnir með 16 starfsmenn hér á Skaganum og ætl­ um að bæta við okkur enn frekar. Við erum nýlega búnir að ráða þrjá Úkraínumenn til starfa og einn af þeim er verkfræðingur. Við erum opnir fyrir öllum tækifærum og bjartsýnir fyrir komandi árum,“ segir Silli að lokum. vaks Líklega verður Þjóðbraut 5 tilbúin næsta vor, en búið er að steypa upp bílakjallara og fyrstu tvær hæðirnar. Vel gengur með fjölbýlishúsin við Þjóðbraut Sigurbjörn Hallsson staðarstjóri Bestlu á Akranesi. Þjóðbraut 3 fer í söluferli í vikunni. Fjær sést glitta í Dalbraut 4 sem fyrirtækið byggði einnig.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.