Skessuhorn


Skessuhorn - 22.06.2022, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 22.06.2022, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 202222 Áttu gæludýr? Spurning vikunnar (Spurt á Leikskólanum Hraunborg á Bifröst) Haukur Axel Ólafsson, 4ra ára. ,,Nei en ég á lömb og hesta! Og gemlinga og kindur og hrúta en það er búið að klippa hornin á hrútunum.“ Maron Veigar Franklínsson, 6 ára. ,,Já ég á kisu, hún heitir Rjómi.“ Jóhann Storm Bernharðsson, 3ja ára. ,,Jább! Bellu.“ Mariana Areias Rocha, 5 ára. ,,Mig langar í svarta kisu og kan­ ínu.“ Embla Adamsdóttir, 3ja ára. ,,Já! Ég á voffa!“ Íþróttamaður vikunnar Í þessum lið í blaðinu leggjum við fyrir tíu spurningar til íþrótta­ manna úr alls konar íþróttum á öll­ um aldri á Vesturlandi. Íþrótta­ maður vikunnar að þessu sinni er knattspyrnumaðurinn Grétar Jónatan frá Búðardal. Nafn: Grétar Jónatan Pálmason Fjölskylduhagir? Bý í Búðar­ dal með foreldrum mínum Pálma Jóhannssyni og Önnu Sigríði Grétars dóttur og systkinum mín­ um þeim Jóhönnu Vigdísi og Dalmari Loga. Hver eru þín helstu áhugamál? Fótbolti og vinir mínir.Hvernig er venjulegur dagur hjá þér um þessar mundir? Þeir eru mismun­ andi, stundum vakna ég snemma og fer og rukka tjaldsvæðin, stund­ um sef ég út. Fer á Akranes á fót­ boltaæfingu, rukka tjaldsvæðin á kvöldin og/eða vinn á pizzastaðn­ um. Fer í körfubolta eða fótbolta með krökkunum á kvöldin. Enginn dagur er eins. Hverjir eru þínir helstu kost- ir og gallar? Ég er yfirleitt frekar hress og kátur en get verið latur að ganga frá. Hversu oft æfir þú í viku? Við erum þrír héðan úr Búðardal að fara á æfingar á Akranes og við reynum að fara tvisvar til þrisvar í viku. En svo eru æfingar líka hérna sem við mætum á þannig að kannski eru þetta þrjú til fimm skipti í viku. Hver er þín fyrirmynd í íþrótt- um? Christiano Ronaldo. Af hverju valdir þú knattspyrnu? Því það er besta íþróttin. Hver er fyndnastur af þeim sem þú þekkir? Pabbi minn. Hvað er skemmtilegast og leiðinlegast við þína íþrótt? Skemmtilegast að spila en upp­ hitunin er leiðinlegust. Yfirleitt frekar hress og kátur Sumarmót Sundsambands Íslands fór fram í Ásvallalaug í Hafnar­ firði um helgina. Þar mætti besta sundfólk Íslands til keppni. Mótið eru fyrir stelpur 15 ára og eldri og stráka 16 ára og eldri. Sundfélag Akraness var með tíu keppendur á mótinu sem allir syntu vel og urðu í fjórða sæti í stigakeppninni. Fimm Akranesmet féllu um helgina; tvenn gullverðlaun, fimm silfur, eitt brons og 19 persónuleg met var uppskera helgarinnar. Einar Margeir varð annar stiga­ hæsti sundmaðurinn í unglinga­ flokki á mótinu, Enrique Snær fimmti í fullorðins flokki og Guð­ björg Bjartey fjórða í unglinga­ flokki kvenna. Enrique Snær hlaut gullverðlaun í 200m og 400m fjór­ sundi og silfur í 400m skriðsundi. Einar varð annar í 200m fjórsundi, 50m bringusundi og 100m flug­ sundi. Guðbjörg Bjartey hlaut silf­ ur í 100m flugsundi. Guðbjarni var þriðji í 200m skriðsundi. Akranesmet féllu Enrique Snær bætti Akranesmet í 200m fjórsundi sem hann sjálfur átti frá því í fyrra um 2 sekúndur, Körfuknattleiksdeild ÍA hef­ ur gert tveggja ára samning við Nebosja Knezevic sem þjálfara meistaraflokks karla og mun hann stýra liðinu í 2. deildinni á kom­ andi tímabili. Ásamt því að þjálfa meistaraflokk karla mun Nebosja einnig sjá um yngri flokka þjálf­ un. Nebosja kemur til ÍA frá Skallagrími þar sem hann þjálfaði meðal annars meistaraflokk kvenna áður en liðið var lagt niður á miðju tímabili síðasta vetur. Þar á undan þjálfaði hann yngri flokka á Ísafirði í fimm ár með afar góðum árangri. Í frétt á FB síðu Körfuknattleiks­ félags ÍA segir að stjórn deildarinn­ ar beri miklar væntingar til sam­ starfsins við Nebosja og að reynsla hans og metnaður muni skila lið­ um ÍA aftur í fremstu röð á næstu árum. vaks Saga Traustadóttir úr GKG og Sig­ urður Bjarki Blumenstein úr GR eru Íslandsmeistarar í holukeppni í golfi. Úrslitin réðust á sunnudaginn á Hlíðavelli í Mosfellsbæ. Þetta er í annað sinn sem Saga fagnar þessum titli en fyrsti titill Sigurðar Bjarka á GSÍ mótaröðinni. Pamela Ósk Hjaltadóttir GM varð önnur í kvennaflokknum og Hafdís Alda Jóhannsdóttir GK varð þriðja. Kristófer Orri Þórðar­ son GKG varð annar í karlaflokkn­ um og Kristján Þór Einarsson GM varð þriðji. mm/ Ljósm. Golfsamband Íslands Nebosja Knezevic ásamt Birki Guðjónssyni stjórnarmanni. Ljósm. af FB síðu Körfuknattleiksfélags ÍA. ÍA gerir samning við nýjan þjálfara í körfunni Íslandsmeistarar í holukeppni Tóku þátt í Sumarmóti SSÍ nýja metið er 2.11.13. Einar Mar­ geir setti nýtt Akranesmet í 200m fjórsundi í piltaflokki á tímanum 2.13.00 en gamla metið átti Hrafn Traustason á 2.14.77 frá 2009. Hann bætti líka metið í sama flokki í 100m flugsundi um rúma sekúndu þegar hann synti á 59.83, hann átti sjálfur metið frá því fyrr á árinu. Guðbjarni bætti svo metið í 200m skriðsundi í piltaflokki (15­17 ára) á tímanum 2.02.07. Gamla metið átti Einar Margeir á 2.02.44 frá því í mars. Í 4x100m skriðsundi í blönduð­ um flokki bætti svo Einar Mar geir, Guðbjarni, Guðbjörg Bjartey og Ingibjörg metið í bæði fullorðins­ flokki og unglingaflokki þegar þau syntu á 3.58.66. Gamla metið áttu þau Atli Vikar, Una Lára, Júl­ ía Björk og Ágúst frá árinu 2014 á 4.05.12. kw Guðbjarni varð þriðji í 200m skrið- sundi. Einar og Enrique í efstu sætum í 200m fjórsundi. Guðbjörg Bjartey vann til silfurverðlauna í 100m flugsundi. Lína Ósk Traustadóttir, 5 ára. ,,Já hundurinn minn heitir Gloria, hún er svört og hvít.“

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.