Skessuhorn


Skessuhorn - 22.06.2022, Page 13

Skessuhorn - 22.06.2022, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2022 13 Við höfum aðstoðað tugi fyrirtækja og sótt styrki yfir 100 milljónir Við höfum aðstoðað tugi fyrirtækja og sótt styrki yfir 100 milljónir Rekstraraðilar veitingarstaða eiga rétt á styrk fyrir tímabilið Desember 2021 – Mars 2022 samanborið við sama tímabil 2019 hafi tekjufall verið 20% eða meira. Umsóknarfrestur: Júní 2022 Hafðu samband og við könnum rétt þinn Á þinn veitingastaður rétt á styrk vegna COVID-19? S: 554 5414 | upplysingar@ferdavefir.is | ferdavefir.is Umsóknarfrestur: Júní 2022 C M Y CM MY CY CMY K veitingastyrkir_loka copy.pdf 4 22.4.2022 16:50 Hátíðardagskráin í Stykkishólmi fór að þessu sinni fram í mígandi rigningu en Hólmarar létu það ekki á sig fá. Anna Margrét Ólafsdóttir var ræðumaður dagsins og það var svo ung og efnileg söngkona, Embla Rós Elvarsdóttir, sem slúttaði dagskráinni með laginu Halleluja eftir Leonard Cohen. Royal Rangers Hvítasunnu- skátar voru svo með Karnival stemningu á túninu bakvið Árnasetur fyrir ungu kynslóðina ásamt því að hestamenn teymdu undir börnum og tunnulestin ók um miðbæinn með brosandi kátum börnum. Þrátt fyrir rigningu og rok þá var Kubb keppni, sykurpúðagrill og fjör í Hólmgarðinum um kvöldið. Fjallkonan í Stykkis- hólmi var Klaudia Sylwia Gunnarsdóttir. Með henni á myndinni eru dætur hennar Elín Margrét Sigurðardóttir og Kristín Ósk Sigurðardóttir. Fjallkonan las ljóðið Landið sem flokkar ekki fólk og er eftir Bubba Morthens. Nýstúdentar á myndinni eru Símon Ernst og Lárus en þeir útskrifuðust af starfsbraut FSN. Ljósm. sá Nýstúdentinn Þórunn Sara Arnars- dóttir var fjallkonan í Borgarnesi þetta árið. Ljósm. aðsend. Tvíburarnir Unnur Katrín og Kristín Anna Guðmundsdætur eru níu ára. Þarna voru þær prúðbúnar að koma af hestbaki á Safnasvæðinu í Görðum á Akranesi. Ljósm. ki. Hefðbundin hátíðarhöld voru í Grundarfirði á þjóðhátíðardaginn. Grundar- og Kvernárhlaupið fóru fram um morguninn ásamt sundmóti á vegum Umf. Grundarfjarðar. Að því loknu var uppskeruhátíð Ungmennafélagsins haldin þar sem boðið var upp á grillaðar pylsur. Svo var skrúðganga upp á hátíðarsvæðið þar sem fjölþjóðleg hátíðarræða var flutt og fjallkonan steig á svið. Hér eru þær Sigurborg Kr. Hannesdóttir, Paulina Kolenderska, Anne Desse og Magatte Gueye, en þær Sigur borg, Paulina og Anne voru ræðumenn dagsins en þær eru frá Íslandi, Póllandi og Frakklandi. Magatte Gueye, sem fékk íslenskan ríkisborgararétt í jan- úar 2021, var fjallkona þetta árið og flutti hún ljóðið „Hver á sér fegra föðurland“ af mikilli prýði. Ljósm. tfk. Hestamannafélagið í Grundarfirði leyfðu öllum áhugasömum að skreppa á bak. Ljósm. tfk. Ungmennafélag Grundarfjarðar gaf öllum iðkendum flugdiska til að nota á nýja folfvellinum sem er fyrir ofan byggðina í Grundarfirði. Ljósm. tfk. Að venju var 17. júní fagnað í Skjólbeltunum á Hvanneyri. Ljósm. Hvanneyri á FB.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.