Skessuhorn


Skessuhorn - 22.06.2022, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 22.06.2022, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 20222 Útgáfan í sumar SKESSUHORN: Nokkur er spurt um útgáfudaga Skessu­ horns í sumar. Það skal upp­ lýst að blaðið kemur út alla miðvikudaga í sumar, utan eins. Það kemur ekki út blað vikuna eftir verslunarmanna­ helgi, miðvikudaginn 3. ágúst. Starfsfólk á ritstjórn verður í sumarleyfi frá 27. júlí til og með 2. ágúst. -mm Féll af hesti SNÆFELLSNES: Erlend ferðakona féll af hesti um kvöldmatarleytið síðasta laugardag í grennd við Hót­ el Búðir. Kvartaði hún um eymsli, var með áverka á höfði og á baki og var illa áttuð eft­ ir höfuðhögg. Konan var flutt á HVE á Akranesi til nánari skoðunar. -vaks Fauk af nýbyggingu GRUNDARFJ: Í rokinu síð­ asta sunnudag fauk byggingar­ efni af nýbyggingu við Grundargötu. Óskað var eft­ ir aðstoð og kom björgunar­ sveitin Klakkur á vettvang til að hjálpa til við að koma í veg fyrir frekara fok. -vaks Þrír árekstrar sama dag HVALFJ.SV: Síðasta sunnu­ dag gekk mikið á í Hval­ fjarðargöngunum en alls urðu þrír árekstar þennan dag. Fjögurra bíla árekstur var rétt fyrir klukkan fimm þar sem tveir bílar voru óökufær­ ir og voru þeir dregnir á brott með dráttarbíl. Skömmu síð­ ar var þriggja bíla árekstur þegar einn bílstjóri var að reyna að forða sér frá aftaná­ keyrslu og fór utan í annan bíl á leið í sömu átt. Var göngun­ um lokað í tvígang með stuttu millibili í þó nokkurn tíma vegna óhappanna og mynduð­ ust miklar bílaraðir í kjölfar­ ið. Seinna um kvöldið um kl. hálf níu var svo aftanákeyrsla í göngunum. Slys á fólki var minni háttar þennan dag en nokkrir voru þó færðir til aðhlynningar á HVE á Akra­ nesi. -vaks Breytt hjúskaparlög LANDIÐ Frumvarp dóms­ málaráðherra um breytingar á hjúskaparlögum nr. 31/1993 var nýlega samþykkt á Alþingi. Gerðar voru breytingar á ýms­ um ákvæðum hjúskaparlaga svo sem varðandi undanþágu­ heimild vegna lágmarksaldurs til þess að stofna til hjúskapar, könnun hjónavígsluskilyrða og lögsögu í hjónaskilnaðar­ málum, auk þess sem gerð­ ar voru breytingar sem snúa að því að færa tiltekin verk­ efni frá ráðuneytinu til sýslu­ manna. -mm Landinn er út um allar trissur út um allt land þessa dagana í sumar- fríi ýmist í bústöðum eða á ferðinni með tjaldið, tjaldvagninn, fellihýs- ið, hjólhýsið eða húsbílinn hvað sem þetta heitir nú allt saman. Þó er eitt sem skemmir upplifun margra á ferð sinni um landið en það er fjandans lúsmýin sem hrellir ferðalangana eins og hún kemst upp með. Blaða- maður lenti í lúsmýi á dögunum og segir ekki farir sínar sléttar af þessum bölvuðu agnarsmáu mýflugum af lúsmýsætt sem eru afar fíngerðar og illa sýnilegar nema helst þegar þær safnast margar saman á ljósa og hár- litla húð manna til að taka úr þeim blóð. Megi þær fara fjandans til! Á fimmtudag má búast við norð- lægri átt 8-13 m/s, en austlægari syðst. Skýjað á landinu og rigning á köflum, en þurrt að kalla á Vestur- landi. Hiti 5 til 10 stig. Á föstudag er útlit fyrir norðan 5-10 með súld eða rigningu á norðurhelmingi lands- ins. Skýjað með köflum sunnan til og stöku skúrir. Hiti frá 4 stigum fyr- ir norðan, upp í 12 stig á Suðurlandi. Á laugardag og sunnudag er gert ráð fyrir norðlægri átt 3-8, en 8-13 með austurströndinni. Skýjað að mestu og þurrt að kalla á Norður- og Austurlandi, en yfirleitt bjart sunn- an heiða. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast á Suðurlandi. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns: „Til hvaða landshluta langar þig helst að ferðast í sumar?“ 36% sögðu Vestfirðir, 24% sögðu Austur land, 13% sögðu Vestur- land, 10% sögðu Norðurland, 7% sögðu Hálendið, 4% völdu Annað, 4% sögðu Suðurland og 2% sögðu höfuð borgarsvæðið. Í næstu viku er spurt: Hefur þú fengið hraðasekt? Um næstu helgi verður haldið Landsmót 50+ í Borgarnesi á veg- um UMFÍ. Sigurður Guðmundsson frá Hvanneyri skipuleggur mótið fyr- ir hönd UMSB og UMFÍ. Sigurður er reyndur mótshaldari en hann hef- ur skipulagt Landsmót 50+ nokkrum sinnum. Sigurður er Vestlendingur vikunnar að þessu sinni. Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar Veðurhorfur Útbreiðsla Covid­19 er nú vaxandi hér á landi að nýju og vísbendingar um að ný afbrigði veirunnar komi með fjölda ferðamanna til lands­ ins. Nú greinast opinberlega um og yfir 200 manns á dag hér á landi en líklega er fjöldinn meiri því margir greinast með heimaprófi og fá ekki greininguna staðfesta með opinberu prófi. Flestir sem greinast hafa ekki fengið Covid­19 áður en endursmit eru undir 10% af daglegum greind­ um smitum. Innlögnum vegna Covid­19 tók að fjölga hratt í síðustu viku og um helgina létust tveir með sjúkdóminn á Landspítalanum. 34 einstaklingar lágu á spítalanum á mánudaginn, enginn þó á gjörgæslu. Staðan var engu að síður metin alvarleg, ekki síst vegna mikils mönnunarvanda í heilbrigðisstörf. Flestir inniliggj­ Sú hefð hefur verið á Akranesi um nokkurt skeið að útnefna bæjar­ listamann á Þjóðhátíðardaginn 17. júní. Þá nafnbót hefur undanfar­ ið ár borið Valgerður Jónsdóttir tónlistarkona sem nýverið þakkaði fyrir sig með tónleikum. Að þessu ákvað menningar­ og safnanefnd Akraneskaupstaðar að útnefna Hallgrím Ólafsson bæjarlistamann fyrir árið 2022. Hallgrímur, oftast kallaður Halli Melló, er fæddur og uppalinn á Akranesi. Hann gekk í Grundaskóla á æskuárunum og fór þaðan í Fjölbrautaskóla Vestur­ lands; „en var rekinn þaðan fyrir einstaka hæfileika í að eyða tíma í skipulagningu viðburða nemenda­ félagsins á skólatíma,“ eins og segir í umsögn nefndarinnar. „Þrátt fyrir brösótt gengi í FVA lauk hann prófi í leiklist frá Listaháskóla Íslands 2007 og vann síðan með leikfélagi Akureyrar 2007­2008 og í Borgar­ leikhúsinu 2008­2014. Hallgrímur hefur síðan starfað hjá Þjóðleikhús­ inu. Á leikferlinum frá útskrift hef­ ur hann leikið í hátt í 40 leiksýning­ um en einnig tekið þátt í ótal sjón­ varpsþáttum og bíómyndum og fékk tilnefningu til Eddunnar fyrir leik sinn í Gullregni. Sem tónlistarmaður hefur Hall­ grímur komið fram undir lista­ mannsnafninu Halli Melló og honum til heiðurs hefur Leik­ listarklúbbur FVA fengið nafnið „Melló,“ þar sem hann hef­ ur margoft sinnt leikstjórn m.a. á sýningunum Draumnum, Grea­ se, Gauragangi og fleirum. „Hall­ grímur er stoltur Skagamaður og hefur alltaf verið tilbúinn að koma í sinn gamla heimabæ til að sinna ýmsum verkefnum svo sem að vera viðburðastjóri Írskra daga og að koma fram við hin ýmsu tækifæri.“ Loks segir í umsögn menningar­ og safnanefndar: „Það er óhætt að segja að hann hafi lagt sitt á vogar­ skálina fyrir menningu og listir á Akranesi og er því vel að þessari nafnbót kominn.“ mm Veitur hafa tilkynnt að fyr­ ir dyrum standi umfangs­ miklar framkvæmd­ ir á hluta Borgar brautar í Borgarnesi, stofngötu bæjarins. Ásamt Veitum koma að framkvæmdun­ um Rarik, Vegagerðin og Borgar byggð. Verk­ ið felst í endurnýjun frá­ veitulagna, hitaveitu­ og vatnslagna ásamt endur­ nýjun yfirborðs götu og gangstíga á um 550 metra kafla Borgarbrautar, milli Böðvarsgötu og Egils­ götu. Verkefninu verður skipt upp í þrjá áfanga: Fyrsti áfangi verður í sumar og nær yfir Borgarbraut, frá Egilsgötu að Skallagrímsgötu, og eru áætluð verklok 1. október 2022. Í áföngum tvö og þrjú verð­ ur Borgar braut, frá Skallagríms­ götu að Böðvarsgötu lokað. Fram­ kvæmdir við áfanga tvö eiga að hefj­ ast vorið 2023 og að þeim loknum verður unnið í áfanga þrjú. Gert er ráð fyrir að vinna við áfanga 2 og 3 standi yfir frá 1. apríl til 15. október 2023. Framkvæmdirnar munu hafa umtalsverð áhrif á umferð á svæð­ inu en settar verða upp viðeigandi merkingar um hjáleiðir. Gera má ráð fyrir aukinni umferð vinnuvéla og öðru raski á verktímanum. Íbúar og fyrirtæki í bænum mega því búast við einstaka lok­ unum á rafmagni, hita­ veitu og/eða vatnsveitu á verktímanum og verður upplýst um þær með eins góðum fyrirvara og hægt er hverju sinni, segir í til­ kynningu frá Veitum. Vegna framkvæmdanna í sumar verður götunni lokað frá Böðvarsgötu í norðri að Egilsgötu í suðri. Allri umferð verður beint um íbúðargöturnar Böðvars­ götu, Þórólfsgötu og Sæunnargötu og loks um Bjarnarbraut. Þannig munu hópferðabílar sem aka þurfa með fólk t.d. í Landnámssetrið og á Hótel Borgarnes, sem og aðrir stærri bílar, að fara um fyrrnefndar íbúðargötur. mm Fjölgun alvarlegra veika af Covid-19 andi sjúklinga eru eldri en 70 ára en alvarleg veikindi sjást aðallega hjá þeim sem hafa fengið þrjár eða færri bólusetningar. Þetta er í sam­ ræmi við niðurstöðu erlendra rann­ sókna um að fjórði bólusetningar­ skammtur minnkar verulega lík­ ur á alvarlegum veikindum vegna Covid­19. Í tilkynningu frá Almannavörn­ um segir að fólk sé hvatt til að gæta að sínum sóttvörnum; forð­ ast fjölmenni, halda fjarlægð, þvo og spritta hendur og nota andlits­ grímu þegar sóttvörnum verður ekki viðkomið. Þessum tilmælum er sérstaklega beint að þeim sem eru 80 ára og eldri og fólki með undir­ liggjandi sjúkdóma. Þá er óbólusett fólk hvatt til að þiggja bólusetn­ ingu. Eldra fólk og heimilisfólk á hjúkrunarheimilum er hvatt til að þiggja þriðja skammt bólusetningar, sömuleiðis yngra fólk sem getur verið viðkvæmt fyrir Covid. mm Hallgrímur Ólafsson valinn bæjarlistamaður Guðríður Sigurjónsdóttir, formaður menningar- og safnanefndar Akraneskaup- staðar, Hallgrímur Ólafsson bæjarlistamaður Akraness 2022 og Valgarður Lyngdal Jónsson forseti bæjarstjórnar. Ljósm. akranes.is Skjáskot af korti en grænlitaði hluti Borgarbrautar sýnir áfanga eitt í verkefninu og verður gatan lokuð frá Egilsgötu að Skallagrímsgötu í sumar. Ljósm. þg Hluta Borgarbrautar í Borgarnesi verður lokað í sumar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.