Skessuhorn


Skessuhorn - 22.06.2022, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 22.06.2022, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 202214 Hreppslaug er sundlaug í Skorra­ dal sem byggð var á þriðja ára­ tug liðinnar aldar. Laugin hefur í áratugi verið notuð fyrir skóla­ sund barna af Hvanneyri og úr nágrannasveitunum; Andakíl og Skorradal. Hefð er svo fyrir að opna laugina fyrir almenning um hvíta­ sunnuhelgi ár hvert og stendur hún opin yfir sumar tímann. Hrepps­ laug nýtur mikilla vinsælda á sumr­ in en meðalfjöldi gesta er um 5000 manns yfir sumar mánuðina. Síðast­ liðin tvö ár hefur sundlaugin hins vegar verið lokuð. Ákveðið var að loka henni sumarið 2020 og endur­ byggja aðstöðuna við laugina. Á næstu dögum mun svo verða opn­ uð ný og endurbætt aðstaða við Hreppslaug. Byggt var nýtt hús í staðinn fyrir gamla laugarhúsið. Blaðamaður hitti að máli Gunn­ ar Örn Kárason, gjaldkera Ung­ mennafélagsins Íslendings, en félagið stendur fyrir framkvæmd­ unum við laugina. Tvöföld stærð gamla hússins ,,Við tókum ákvörðun árið 2020 þegar Covid skall á að loka snemma og rífa laugarhúsið sem var hérna. Gamla húsið var byggt upp úr 1960 ef ég man rétt. Það var bara orðið barn síns tíma en það var rennandi vatn undir því svo húsið hélt ekki málningu og var orðið býsna lélegt; lítið og þröngt. Við fengum styrk frá Skorradalshreppi til að byggja nýtt hús. Hér erum við komin í dag með 160 fermetra hús sem er tvö­ falt að stærð miðað við gamla hús­ ið. Við erum þá með stærri aðstöðu og stærri búningsklefa sem uppfylla nútíma byggingareglugerð en þetta er einingahús frá Steypustöðinni,“ segir Gunnar um nýbygginguna. Smiðir voru í óða önn að ljúka framkvæmdum þegar blaðamann bar að garði. Laugin var byggð 1928 og er friðuð í dag Bætt aðkoma er að húsinu og ekki skemmir fyrir fallegt útsýni út yfir laugina og nágrennið þegar geng­ ið er inn um aðalinngang hússins. Klefarnir eru stærri og í sama gamla stílnum með snögum en fram­ kvæmdaraðilar vildu halda í gamla stílinn sem í dag er ekki algengur í nýbyggingum laugarhúsa. ,,Hús­ ið er orðið aðgengilegt öllum en laugin ekki enn, verkefni sem við þurfum að leysa. Laugin er byggð 1928 en hún var friðuð 2013 ef ég man rétt. Þá komum við henni sem sagt inn í friðun sem opnaði t.d. á smá fjármagn til að halda henni við. En núna máluðum við hana upp á nýtt samhliða þessum fram­ kvæmdum og þá getum við fengið styrk frá Minjastofnun. Laugin er friðuð sem menningarminjar um sundstarf ungmennafélaga á þess­ um tíma en hún er byggð af ung­ mennafélögum 1928. Hún er því 94 ára í ár.“ Söfnuðu fyrir nýjum heitum pottum Auk þess að byggja nýtt hús og mála laugina sjálfa voru hannað­ ir og steyptir tveir nýir heitir pott­ ar en þeir voru byggðir af sömu byggingaraðilum og byggðu pott­ ana í Kraumu við Deildartungu­ hver. ,,Það er einn lítill uppruna­ legur pottur hérna. En hérna voru tveir skelpottar sem við rifum. Við fórum í að safna á okkar félagssvæði fyrir þessum nýju pottum, söfnuð­ um flöskum og fleiru og svo styrkti Borgarbyggð okkur einnig með þennan hluta framkvæmdanna. En okkur tókst sem sagt að láta hanna fyrir okkur nýja potta sem við steyptum og eru þeir í sama stíl og sundlaugin.“ Opnuð á næstu dögum Gunnar segir framkvæmdirnar ganga vel en mikil keyrsla er búin að vera á framkvæmdum síðan um áramótin. Stefnt er á að opna laugina sem fyrst en opnunarpartý verður síðar í sumar. ,,Það er ekki komin nákvæm dagsetning á opn­ unina en það gengur mjög vel og við ættum að geta opnað á næstu dögum. Við munum líklega bara opna venjulega fyrstu dagana og prufukeyra aðeins nýju aðstöðuna. En svo munum við líklega vera með smá opnunarpartý seinna. Við þor­ um ekki alveg að gera það á fyrsta degi,“ segir Gunnar að lokum. sþ Sveinbjörn Reyr Hjaltason slas­ aðist alvarlega fyrir tveimur árum síðan þegar hann var við akstur í motocross brautinni á Akranesi. Í maí á síðasta ári var áheitaverkefnið Stokkið fyrir Svenna þar sem náð­ ist að safna fyrir sérsmíðuðu hand­ knúnu fjallahjóli handa Svenna. Á dögunum fékk Svenni loksins nýja hjólið til sín en þá kom í ljós að um rangt hjól var að ræða og var það sent til baka. Að sögn Svenna á hann von á græna hjólinu sínu eft­ ir nokkrar vikur og bíður spenntur eftir að það komi til landsins. Í millitíðinni hefur hann síðustu daga hjólað á lánshjóli út um allar trissur en hann fékk það lánað hjá Arnari Helga Lárussyni formanni SEM (Samtök endurhæfðra mænu­ skaddaðra), sem safnaði á sínum tíma fyrir fjórum samskonar raf­ magns fjallahjólum fyrir hreyfi­ hamlaða. vaks Svenni á lánshjólinu sem hann hefur verið að prófa undanfarið. Ljósm. ki. Svenni kominn á ferðina Hreppslaug verður opnuð á næstu dögum Nýtt laugarhús hefur verið byggt og nýir heitir pottar steyptir Við inngang má sjá afgreiðsluborð til vinstri og horft er beint út í laugina. Smiðir voru í óða önn að leggja lokahönd á framkvæmdir þegar blaðamann bar að garði. Gunnar Örn Kárason við Hreppslaug með nýbyggt laugarhúsið í baksýn. Búningsklefar eru hannaðir í gömlum stíl með snögum, en mun rúmbetri en í gamla laugarhúsinu. Aðkoma að húsinu er greið fyrir gangandi og hjólastóla.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.