Skessuhorn


Skessuhorn - 22.06.2022, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 22.06.2022, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 202218 Pennagrein Brúin starfshópur um forvarnir, mennta,­ og menningarsvið og vel­ ferðar­ og mannréttindasvið Akra­ neskaupstaðar vill brýna fyrir for­ eldrum og þeim sem fara með for­ sjá barna mikilvægi aðhalds yfir sumartímann. Forvarnarhlutverk for- eldra og forsjáraðila Þá er enn einu skólaárinu að ljúka. Skólaárið einkenndist af samkomu­ takmörkunum vegna Covid fram­ an af en á vorönn hefur skóla­ og frístundastarfið verið að komast í fyrra horf. Rannsókn sem börn og unglingar í 8.­10. bekk grunnskól­ anna á Akranesi svöruðu í febrúar 2022 bendir til þess að þau séu að standa sig afar vel á flestum svið­ um þrátt fyrir óvenjulegar aðstæð­ ur. Góður árangur í heilsuefl­ ingar­ og forvarnarstarfi síðustu áratuga hefur meðal annars náðst með samstöðu foreldra. Nú eft­ ir að samkomutakmörkunum hef­ ur verið aflétt er mikilvægt að halda vel utan um börnin og foreldrar og aðrir umönnunaraðilar myndi þétt net. Við viljum brýna foreldra/for­ sjáraðila leik­ og grunnskólabarna á Akranesi í mikilvægu forvarnarhlut­ verki sínu. Það eru ýmsar hættur sem geta fylgt ævintýrum sumarsins þegar börn og unglingar hafa jafn­ an aukinn frítíma. Mikilvægt er að foreldrar leikskólabarna og barna í yngri bekkjum grunnskóla kynni sér verndandi þætti í lífi barna og unglinga, ekki síður en foreldrar eldri barna. Hér viljum við benda á mikil­ væga verndandi þætti: • Samvera foreldra og barna. • Nægur svefn. • Foreldrar sýni umhyggju og setji skýr mörk. • Foreldrar þekki vini barna sinna og foreldra þeirra. • Þátttaka barna í skipulögðu frístundastarfi. • Virða útivistartíma. • Skýr afstaða gegn neyslu áfengis, vímuefna, tóbaks, nikótínpúða, rafretta og koffín drykkja. • Samstarf, traust og þátttaka í foreldrastarfi, t.d. bekkjar­ samningum, foreldraráðum og foreldrarölti. • Þetta eru þættir sem foreldrar þurfa að hafa í heiðri í uppeldi barna á öllum aldri. Rannsóknir sýna að helstu áskor­ anir sem við stöndum frammi fyrir eru til að mynda útivera barna eftir að lögbundnum útivistartíma lýk­ ur og að færri börn meta andlega heilsu sína góða eða mjög góða. Börnum fjölgar sem telja sig ekki fá nægan svefn og mikilvægt er að fylgja eftir reglum og koma sér saman um viðmið um snjall tækja­ og tölvunotkun barna. Það er sam­ merkt öllum samfélagsmiðlum að aldurstakmark er að minnsta kosti 13 ár. Mikilvægt er að virða þau aldurstakmörk og koma þannig í veg fyrir að börnin okkar séu í heimi sem þau hafa hvorki þroska né aldur til. Leyfum börnunum á öllum aldri að taka þátt í ævintýr­ um sumarsins með okkur, ræðum við þau og takmörkum skjánotkun. Ölvun unglinga í 10. bekk hefur minnkað töluvert frá því í febrúar 2021 og kannabisneysla sömuleiðis. Niðurstöður rannsókna R&G sýna að neysla á nikótínpúðum og orku­ drykkjum sem innihalda koffín er of mikil sem er áhyggjuefni. Rannsóknir sýna jafnframt að töluvert er um klámáhorf barna sem og nektarmyndasendingar og mikilvægt er að spyrna gegn þessu með öllum ráðum. Rannsóknir sýna að með vernd­ andi þættina að leiðarljósi þá getum við í sameiningu tekist á við stórar áskoranir með góðum árangri. Með sumarkveðju, Brúin, starfshópur um forvarnir, mennta,- og menningarsvið og vel- ferðar- og mannréttindasvið Akraneskaupstaðar. Verndum börnin og unglingana okkar í sumar Nemendur í Grunnskóla Borgar­ fjarðar, Hvanneyrardeild, héldu fjáröflun og buðu flóttafólki frá Úkraínu, sem nú heldur til á Bif­ röst, á hestbak í síðustu viku. Á hverju ári standa nemendur fyr­ ir slíku verkefni þar sem þeir selja m.a. jólakort og rennur ágóðinn til styrktar góðu málefni í samfé­ laginu. Í ár völdu krakkarnir að styrkja fólkið frá Úkrainu á Bifröst. Tókst krökkunum að safna góðum pening en í heildina söfnuðust um 100 þúsund krónur. Í samstarfi við Guðrúnu Fjeldsted á Ölvaldsstöð­ um í Borgarhrepp tókst að bjóða 60 manns á hestbak. Guðrún, eða Gunna eins og hún er oftast köll­ uð, segir þetta yndislegt verkefni og gaman að upplifa þakklætið sem skín af úkraínska fólkinu. 60 manns vilja komast á hestbak hjá Gunnu ,,Þetta er hópur númer tvö núna og ég tek tíu manns í einu. Ég dreifi þeim á þá daga sem ég er ekki upp­ tekin og er að vinna í því núna að koma þeim öllum að í rólegheitum. Það verður sér hópur fyrir krakk­ ana þar sem verður kannski meira teymt undir og svona. Krakkarnir á Hvanneyri söfnuðu þessum hund­ rað þúsund krónum og Heiðrún, verkefnisstjóri hjá Borgarbyggð, hringdi í mig og spurði hvort ég myndi gera þetta fyrir þann pening sem ég sagðist að sjálfsögðu myndi gera. Það er bara æðislega gaman að gera þetta fyrir þetta fólk. Ég sé hvað það er mikil upplifun fyr­ ir þau og ánægja hjá þeim að fara út í ána og ríða yfir vatnið, horfa yfir til Hvanneyrar og umgangast skepnur. Sumir virðast samt vanari skepnum en aðrir. Eina sem er að það er svolítið erfitt að tala við þau, en allir gera sitt besta. Okkur tekst þetta öllum saman,“ segir Gunna. Fórum óörugg af stað Blaðamaður talaði við úkraínska hópinn, með aðstoð túlks úr hópn­ um, en öll voru þau hæstánægð með reiðtúrinn og greinilegt að vatnið stóð upp úr, eins og Gunna sagði. ,,Okkur fannst þetta öllum gaman að sjálfsögðu. Þetta var bara yndislegt, alveg frábært og sérstak­ lega í þessu landslagi. Sum okkar hafa farið á hestbak í Úkraínu og eru vön hestum en flest erum við óvön því að umgangast hross. Það sem stóð upp úr var þegar við fór­ um yfir ána, það var æðislegt. Við stoppuðum svolítið þar til að taka myndir.“ Ekkert þeirra sagðist hafa verið hrætt við að detta af baki nema kannski einn og einn fyrst þegar haldið var af stað. Hlægjandi sögðust þau svo hafa komið til baka eins og atvinnumenn á hestbaki. Reiðskólinn fullsetinn í sumar Gunna rekur reiðskóla á Ölvalds­ stöðum og hefur gert í fjölmörg ár. Hún segir mikla aðsókn í reiðskól­ ann í sumar. ,,Reiðskólinn er full­ ur í sumar. Ég verð með sirka átta námskeið yfir sumarmánuðina. Ég er farin að taka tvær vikur í einu fyrir reiðnámskeiðin og svo tek ég mér frí í eina viku á milli nám­ skeiða. Ég er búin að klára eitt námskeið þetta sumarið og fæ til mín krakka alls staðar að. Ég er með um 18 hross sem ég nýti í þetta sem eru þæg og góð. Í hópa eins og þennan frá Úkraínu er ég bara með mína bestu og þægustu hesta. Svo er líka svolítið af hóp­ um með vanari mannskap. Ég fæ til dæmis til mín hópa í sum­ ar þar sem eldra fólk með barna­ börn kemur og það eru fjórar svo­ leiðis ferðir sem koma í sum­ ar, 22 í hverjum hóp. Það eru til dæmis ömmur og afar sem búa kannski annars staðar í heiminum en barnabörnin og hafa aldrei var­ ið tíma með afkomendum sínum. Þessir hópar hafa komið til mín áður og það eru mjög rólegir og yndislegir hópar, bara eldra fólk að njóta lífsins með barnabörnunum sínum,“ segir Gunna. sþ Nemendur í Hvanneyradeild GBF buðu fólki frá Úkraínu á hestbak Riðið heim í hlað eftir vel heppnaðan reiðtúr. Guðrún Fjeldsted. Vinsælt var að mynda sig með hestunum. Hópurinn kátur með Gunnu fyrir miðju. Gunna gaf hópnum bækling um íslenska hestinn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.