Skessuhorn


Skessuhorn - 22.06.2022, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 22.06.2022, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2022 11 Alþingi samþykkti í liðinni viku frumvarp heilbrigðisráðherra um breytingu á lögum nr. 87/2018 sem felur í sér að nikótínvörur eru felld­ ar undir lög um rafrettur þannig að í meginatriðum gilda þar með sömu reglur um þennan varning. Megin­ markmiðið er að tryggja gæði og öryggi nikótínvara og tryggja með tiltækum ráðstöfunum að börn kaupi hvorki né noti nikótínvör­ ur og rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur. Nikótínvara telst sú vara sem inniheldur nikótín, hvort sem nikó­ tínið er unnið úr tóbaki eða ekki og varan inniheldur að öðru leyti ekki önnur efni sem unnin eru úr tóbaki. Dæmi um nikótínvöru eru nikótín­ púðar. mm Laugardaginn 11. júní gekk vaskur hópur fólks á Helgrindur fyrir ofan Grundarfjörð. Helgrindur er fjall­ garður sem myndar meginfjöll í fjall­ garðinum á Snæfellsnesi. Vindasamt getur verið þar uppi og í hvassviðri hvín svo hátt í Helgrindum, að heyr­ ist sem væl niður í byggð. Algengara er að ganga á Helgrindur að sunnan­ verðu en þá er gengið frá bænum Kálfárvöllum rétt áður en komið er að Búðum. Í þetta sinn var gengið norðanmegin frá og hófst og endaði gangan í Grundarfirði. Gangan hófst rétt við tjaldsvæð­ ið í Grundarfirði og var farið upp Egilsskarð í blíðskaparveðri. Skyggni var gott og hiti þokkalegur en mik­ ill þokubakki lá yfir fjallgarðinum en göngumenn vonuðust til að það myndi rofa til. Fyrst var gengið upp grösugar brekkur en eftir því sem ofar dró varð undirlendið stórgrýtt­ ara og loks var gengið í snjó. Þegar upp var komið hafði aðeins rof­ að til en veðrið var heldur verra en niðri í byggð; hvasst og kalt. Útsýni var ágætt yfir sunnanvert Snæfells­ nes og út á Faxaflóa og aðeins sást glitta í Snæfellsjökul. Ekki var geng­ ið á hæstu tinda Helgrinda sem eru Tröllkerling (891 m), Böðvarskúla (988 m) og Kaldnasi (986 m), held­ ur var rétt stoppað til að taka myndir og svo var haldið niður í Grundar­ fjörð um Langahrygg með Kirkju­ fell og nærliggjandi fjöll fyrir augum. Gengnir voru 14,3 kílómetrar og tók ferðin um átta klukkustundir. Fararstjórinn í ferðinni var heima­ maðurinn Gunnar Njálsson frá Ferðafélagi Snæfellinga og stjórnaði hann ferðinni og göngufólki af miklu öryggi. Þorsteinn Eyþórsson Á meðfylgjandi mynd er væntanlegt veiðihús fyrir Reykjadalsá í Borgar­ firði sem Fiskræktar­ og veiðifé­ lag Reykjadalsár lætur byggja. Nýja húsið verður um 130 fm að stærð með þremur svefnherbergjum og svefnplássi fyrir sex. Það mun leysa af hólmi eldra veiðihús, A bústað, í landi Kjalvararstaða sem þykir ekki lengur standast kröfur um aðbún­ að. Húsið er suðvestan við þéttbýl­ ið í Reykholtslandi. mm/ Ljósm. bhs Nú eru skemmtiferðaskipin farin að koma í röðum til Grundarfjarð­ ar og fara flestir farþegarnir í land og taka gönguferð um bæinn eða fara upp í rútur í skoðunarferðir um svæðið. Hann blés hressilega að sunnan þegar farþegarnir af Costa Fortuna komu í land sunnudaginn 19. júní síðastliðinn en þeir létu það ekki á sig fá og sveipuðu sig regn­ stökkum eða öðrum vatnsheldum fatnaði áður en komið var í land. Costa Fortuna er næst­stærsta skip­ ið sem kemur til Grundarfjarðar í ár en skipið er 102.669 brúttótonn og er 272 metrar að lengd. Skipið hefur pláss fyrir 3.500 farþega. tfk Frumvarp um nikótínvörur orðið að lögum Veiðihús fyrir Reykjadalsá tekið að rísa Gengið á Helgrindur Stíf sunnanátt þegar Costa Fortuna kom til Grundarfjarðar Séð yfir Grundarfjörð, Klakk og Eyrarfjall. Göngumenn við Örninn. Helgrindur. Gengið niður. Kirkjufell skartaði sínu fegursta. Hópmynd.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.