Skessuhorn


Skessuhorn - 29.07.2022, Side 12

Skessuhorn - 29.07.2022, Side 12
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 202212 Starf í björgunarsveitum er mikil- vægt og ýmis minni byggðarlög gætu einfaldlega ekki virkað eins og þau gera, ef ekki væri fyrir hóp fólks sem er tilbúið til að henda öllu frá sér þegar kallið kemur. Einar Þór Strand gekk ungur í skátana og þaðan lá leiðin í Hjálparsveit skáta. Eftir að hann flutti í Stykkishólm gekk hann í björgunarsveitina og starfar þar enn. Hann er formaður Svæðisstjórnar Landsbjargar á Snæfellsnesi, keyrir sjúkrabílinn og er slökkviliðsstjóri í 20% starfi, en starfar samhliða sem kerfisstjóri hjá bænum. Þá er hann í landsstjórn björgunarsveita. „Það sem dró mig upphaflega í björgunarsveit var að ég var í skát- unum og fór þaðan áfram í hjálpar- sveitina. Eins og ég segi, þá er það að nálgast 50 ár sem hef ég verið í þessu. Aldrei hef ég misst úr heilt ár, alltaf kom maður allavega heim í flugelda- sölu ef maður var erlendis. Þetta er ákveðinn lífsstíll.“ Hætta á ofverndun Einar segir að í dag sé fólk að byrja eldra í björgunarsveit en áður var. Það vanti fleira ungt fólk sem hægt sé að etja út á foraðið. „Svo má líka segja það að við vefj- um börnin okkar öll í bómull. Þau læra aldrei að takast á við lífið. Segj- um við börnunum okkar frá því að það sé nú mjög líklegt að afi og amma muni deyja einhvern tímann? Ræðum við það einhvern tímann? Þetta þurfum við að ræða. Við erum búin að kenna fólki að þjóðfélagið sé svo áfallalaust og þegar það kemur áfall, þá fer bara allt í rusl. Stundum þarf maður bara að kreppa hnefann og standa í lappirnar.“ Sem dæmi segir Einar sögu af dóttur hans, sem var sex ára þegar afi hennar, faðir Einars, dó. Eftir kveðjustund við dánarbeðinn bað sú stutta um að fá að sjá afa aftur. „Ég segi já já og hún fer inn, nær sér í stól, klifrar upp og leggur höndina ofan á hann og segir: „Nei, afi er ekki hér.“ Þá var hún um sex ára gömul. Þar með var það búið. Börnin þurfa að fá að kveðja á sinn hátt. Við þurfum að skilja það, þau eru sjálfstæðir einstaklingar.“ Að þora að tala Björgunarsveitarfólk og aðrir við- bragðsaðilar geta lent í ýmsu í útköllum. Eitt það mikilvægasta sem fólk þarf að læra er að þekkja eigin mörk og fara ekki út fyrir þau. Hver og einn þarf að segja til hvort hann sé reiðubúinn að fara í útkall eða ekki. Einar tekur sem dæmi snjóflóðin í Súðavík og á Flateyri, en hann bjó í Reykjavík þegar þau féllu. Hann fór í það fyrrnefnda og upplifði ýmislegt þar. Þegar kallið kom aftur, nú vegna flóðs á Flateyri, var nægur mann- skapur til staðar í Reykjavík og hann ákvað að fara ekki, hann hefði jú far- ið síðast. „Einhverjir fóru í bæði útköll og sumir þeirra sögðu síðar við mig að þeir hefðu átt að gera eins og ég og sleppa að fara í þessa ferð, því hitt hefði verið alveg meira en nóg. Björgunarsveitarmenn þurfa nefni- lega að vinna í sjálfum sér. Það sem brennir fólk út, er að það verður að kunna að vinna í þessu sjálft. Maður lærir það kannski á langri ævi. Mað- ur verður að þora að tala um hvern- ig manni líður við einhvern. Það þarf ekki að vera fagaðili, það getur verið maki eða félagi eða einhver, bara ein- hver sem er tilbúinn að tala við þig. Sumt sem maður verður vitni að fylgir manni alla ævi. Ótrúlegt en satt, þá er besta áfallahjálp sem ég hef fengið eftir mjög slæmt slys þegar ég var norður á Akureyri að leysa af í slökkviliðinu. Það var eldri maður sem lagði höndina á öxlina á mér þegar við vorum búnir og sagði: „Einar minn. Heyrðu, nú er bara eitt í stöðunni og það er að bíta á jaxl- inn.“ Það var ekki hvað hann sagði, heldur var hann að benda mér á að þetta væri svakalegt. En það fer ekki neitt, við verðum bara að lifa með því.“ Að vinna úr áföllum Enginn tekur þátt í starfi björg- unarsveita í tæpa hálfa öld án þess að upplifa ýmis áföll. Einar segir að starfið hafi haft áhrif á hann og líka hans nánustu. Sonur hans get- ur til dæmis ekki hugsað sér að fara í björgunarsveit. „Hann þolir ekki gömlu SOS- hring inguna úr Nokia-farsímanum. Þessi hringing þýddi það að pabbi var farinn út um dyrnar, það skipti engu máli hvað var í gangi. Pabbi fór og hann var kannski ekki alltaf í jafnvægi þegar hann kom til baka, þó hann héldi það sjálfur. Maður gleymir því nefnilega oft að við hér úti á landi erum ekkert að fara í útköll að sinna einhverjum Jóni úti í bæ. Við erum að fara að sinna Jóni sem við þekkjum alveg ágætlega. Höldum utan um fólkið okkar sem er að gefa sig í þetta.“ Skortir á það? Einar verður hugsi við spurninguna og segist kannski ekki bestur til þess að meta hvort svo sé eða ekki, hann sé tiltölulega sjálfbjarga í því að halda utan um sig. Hann hefur þó leitað aðstoðar fagaðila og farið til geðlækna til að létta á sér. „Ég hef hitt menn sem er miklu betra að tala við heldur en lærð- ir menn, bara af því að þeir eru betri í að tala við fólk. En svo hef ég líka hitt frábært fagfólk, til dæm- is Ingólf Sveinsson geðlækni. Hann var orðinn eldri maður þegar ég hitt á hann. Hann náði mér alveg á fyrsta fundi með því að segja: „Ef þú þarft að koma til mín mik- ið meira en tíu sinnum, þá skulum við athuga hvort ég sé rétti maður- inn fyrir þig.“ Það gleymist nefni- lega oft að menn geta verið alveg frábærir sérfræðingar og frábærir í sínu fagi, en við myndum kannski ekki þau tengsl sem þarf. Þetta gerði það að verkum að hann opnaði á mig, mér fannst ég vera kominn með mann sem skildi hvað við erum að fara út í. Við átt- um einn tveggja tíma fund og svo aldrei meir. Hann sagði við mig: „Ég held að þú gerir þetta svona,“ og svo lýsti hann þessu fyrir mér. Ég hafði aldrei sett það niður fyr- ir mig hvernig ég vinn úr mínum áföllum.“ Afrit af góðri mynd Einar hafði ómeðvitað notað þá aðferð til að vinna úr áföllum að sækja sér góða minningu. Rifja upp góða staðinn sinn, eitthvað sem lét honum líða vel, og nota til að eyða leiðinlegu minningunum sem stundum sóttu á hann. Ingólf- ur listaði þetta upp fyrir honum og sagðist ætla að kenna honum smá- vegis varðandi þetta. „Leiðinlega minningin sem sæk- ir á þig kemur oftast fram sem mynd. Þá tekur maður hana og færir hana til hliðar,“ segir Einar og sýnir með höndunum hvern- ig hann færir myndina til annarr- ar hvorrar áttar. „Síðan sest mað- ur niður og sækir sér myndina þar Sumt fylgir manni alla ævi Rætt við Einar Þór Strand um líf og björgun og hvernig við vinnum úr áföllum Einar Þór Strand hefur upplifað ýmislegt á tæplegra hálfri öld í björgunarsveit. Hann er einnig slökkviliðsstjóri í Stykkishólmi og stendur hér við Stykkisbrúna.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.