Skessuhorn


Skessuhorn - 29.07.2022, Side 18

Skessuhorn - 29.07.2022, Side 18
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 202218 Í júlí í fyrra var í fyrsta skipti haldin Hinseginhátíð Vesturlands og var hún haldin með pompi og prakt í Borgarnesi. Þetta árið verður fjörið í Snæfellsbæ og aðalatriði helgarinnar verður Gleðigangan laugardaginn 23. júlí klukkan 14 í Ólafsvík þar sem fjölbreytileikan- um verður fagnað til að styðja við réttindabaráttu hinsegin fólks á Vesturlandi. Hátíðin hefst á föstudaginn þar sem samfélagsmiðlar af Vestur- landi verða skreyttir í regnboga- litunum með myllumerkjunum #hinseginvest #hinseginvest22. Systur halda sína fyrstu opinberu tónleika frá því að þær tóku þátt í Eurovision í Frystiklefanum á Rifi klukkan 20.30 og kvöldinu lýkur með Pallaballi í Grundarfirði. Laugardagurinn hefst með Regnbogakrossfiti á Smiðjugötu 5 á Rifi klukkan 10 og sjálf Gleði- gangan fer síðan af stað klukkan 14 móts við Ólafsbraut 66, síðan er gengið eftir Ólafsbraut, hring upp Kirkjutún og endað í Sjómanna- garðinum. Skemmtidagskrá verð- ur í garðinum eftir göngu þar sem kynnir verður dragdrottningin Miss Agatha P. Meðal þeirra sem koma fram eru Systur, hljómsveitin Eva, Bolli og Bjalla úr Stund- inni okkar, Fævý Blær Þórdísar og Guðrún Steinunn Guðbrandsdótt- ir forseti Hinsegin Vesturlands. Hoppukastalar verða á svæðinu og Regnbogabúð og sjoppa Hinseg- in Vesturlands. DJ AlexanderAr- on verður síðan með Queer AF diskó á rekS frá klukkan 22 til 01 á laugardagskvöldinu og hátíðinni lýkur síðan á sunnudeginum með Regnbogasundlaugardiskói fyrir alla fjölskylduna í Sundlaug Snæ- fellsbæjar í Ólafsvík milli klukkan 13 og 14. Sól og blíða og fjör Skessuhorn heyrði í Guðrúnu Steinunni Guðbrandsdóttur og segir hún að undirbúningurinn fyrir hátíðina hafi gengið mjög vel. Hann hófst fljótlega eftir áramótin en síðan hefur allt farið á fullt á síðustu vikum. Að sögn eru þau í mjög góðu samstarfi við Snæfells- bæ og dagskráin verði á svipuð- um nótum og í fyrra. „Við verðum með þekkta tónlistarmenn og lítt þekktari af Vesturlandi og einnig fjölbreytt skemmtiatriði af ýmsum toga. Við vonumst eftir fjölmenni um helgina, við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð og miðað við undanfarna atburði eins og í Osló nýverið þá vill fólk koma saman og sýna stuðning og baráttuvilja.“ Gunna, eins og hún er jafnan köll- uð, lofar góðri skemmtun í Snæ- fellsbæ um helgina og segir að það verði sól og blíða og fjör, það sé stefnan og hún segir einnig að á hátíðinni verði tilkynnt hvar næsta Hinsegin hátíð Vesturlands verði á nýju ári. „Við erum annars rosa spennt fyrir helginni, þetta verður megastuð frá föstudegi til sunnu- dags. Endilega að koma og fagna fjölbreytileikanum og styðja jafn- réttisbaráttu og mæta með gleðina að vopni,“ sagði Gunna að lokum, ofurspennt fyrir helginni. vaks Reykholtshátíð er ein elsta og virtasta tónlistarhátíð landsins og er haldin í júlí á hverju ári í Reyk- holti í Borgarfirði. Hátíðin var fyrst 1997 og telst því til elstu tónlistar- hátíða landsins. Hátíðin í ár fer fram um næstu helgi, hefst föstu- daginn 22. júlí og lýkur sunnu- daginn 24. júlí. Erlendu gestir hátíðarinnar að þessu sinni verða víóluleikar- inn Rita Porfiris og fiðluleikarinn Anton Miller en saman skipa þau Miller-Porfiris Duo. Farfuglarn- ir í ár eru fiðluleikarinn Ari Þór Vilhjálmsson og barintónsöngvar- inn Oddur Arnþór Jónsson. Ari er búsettur í Tel Aviv þar sem hann starfar með Fílharmóníusveitinni í Ísrael og Oddur er búsettur í Salzburg. Nína Margrét Gríms- dóttir píanóleikari mun leika bæði kammer tónlist og með Oddi Arn- þóri á hátíðinni. Sellóleikarinn Sigurgeir Agnars- son og flautuleikarinn Berglind Stefánsdóttir eru tónleikagestum Reykholtshátíðar að góðu kunn en Sigurgeir var listrænn stjórnandi hátíðarinnar í átta ár. Þau snúa nú aftur til að spila í kirkjunni. List- rænir stjórnendur hátíðarinnar, víóluleikarinn Þórunn Ósk Mar- inósdóttir og sellóleikarinn Sig- urður Bjarki Gunnarsson, leika einnig á hátíðinni. Á efnisskránni verða verk eftir Mozart, Karólínu Eiríksdóttur, Schumann, Errolynn Wallen, Weber, Malnborg Ward, Dvorak, Jón Leifs, Strauss, Jór- unni Viðar, Rossini, Huga Guð- mundsson, Atla Heimi Sveinsson og Beethoven. Nánari upplýsingar um flytjend- ur og dagskrá má nálgast á heima- síðu hátíðarinnar reykholtshatid.is og miðasala er á tix.is vaks Hátíðin Á góðri stundu er vina- leg fjölskylduhátíð sem hugsuð er fyrir Grundfirðinga, innfædda, aðflutta og brottflutta, vini þeirra og vandamenn og aðra gesti sem eiga leið í bæjarfélagið. Í ár verð- ur hátíðin í þeim anda sem var árið 2019, stór þriggja daga hátíð með skreytingum og mörgum atriðum. Eins og fyrr er áhersla lögð á að þetta sé fjölskylduhátíð og einnig sköpuð umgjörð fyrir þjónustu og veitingaaðila til að sýna gest- um hversu mikið bærinn hefur upp á að bjóða og því verður mikið af viðburðum gerðir af heimafólki. Í vikunni fyrir hátíðina taka hverfin í bænum boltann og skreyta sem aldrei fyrr til að gera vel sjáanlegt að hátíðin sé að renna í garð og heyra svo á gestum hversu fallega bærinn er skreyttur. Fjörið hefst á morgun, fimmtu- dag, með krakkaþjófstarti á Græna og seinna um kvöldið skemmta í hátíðartjaldinu Bjartmar Guð- laugs, Karlakórinn Kári, Bryn- dís Ásmunds, Rokkpiltarnir og Söngdívur. Á föstudaginn býð- ur Páll Óskar ungu kynslóðinni á skemmtun í hátíðartjaldi, Kjörbúð- in býður í grill, BMX Brós hjóla- strákar verða á svæðinu, Íþrótta- álfurinn, Brekkusöngur verður með Sylvíu Rún og leynigestum, Ung- mennaball og Páll Óskar verður síðan með stórdansleik um kvöldið. Á laugardaginn verða alls kyns uppákomur, sýningar, söng- skemmtanir, sérstakar hátíðar- veitingar, eldfimi, froðugaman, listsýningar, fróðleikur og erindi. Keppnin Hvaða fjölskylda eru snillingar Grundarfjarðar verður um allan bæ, skrúðganga, tónleik- ar og skemmtun á hátíðarsvæði, pop up gleði og skemmtun hingað og þangað eins og segir á FB síðu hátíðarinnar. „Við höfum lagt okkur fram við að skipuleggja hátíð þar sem fjöl- skyldan getur unnið og skemmt sér saman og að það séu atriði og skemmtun fyrir alla aldurshópa og það er trú okkar að það líti vel út. Það er alveg sama hvað við skipu- leggjum og reynum að leggja okk- ur fram, það verður engin hátíð án þess að Grundfirðingar taki þátt og ykkar framlag er mikilvægast. Grundfirðingar taka þátt með því að skreyta hverfin og hús sín og koma á viðburði full af gleði og stolti yfir þessum einstaka bæ sem býr yfir miklum fjölda af hæfileika- ríku fólki. Það er von okkar að þið takið þátt og gerið hátíðina 2022 ógleymanlega.“ vaks Hinseginhátíð Vesturlands í Snæfellsbæ um helgina Regnbogagatan í Ólafsvík er nú tilbúin, en hún verður lokuð fyrir bílaumferð fram yfir hátíðina. Ljósm. Snæfellsbær Reykholtshátíð haldin um næstu helgi Á góðri stundu árið 2006. Ljósm úr safni. Á góðri stundu í Grundarfirði hefst á morgun

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.