Vesturbæjarblaðið - Dec 2021, Page 5

Vesturbæjarblaðið - Dec 2021, Page 5
að þessu í ein þrjú ár. Aldrei var mikill gróði af þeirri útgáfu. Einkum var erfitt að innheimt söluna sem fór að mestu fram í sjoppum. Þar fór umtalsverð vinna fyrir litið. En maður var alltaf eitthvað að bauka meðfram starfinu í leikhúsinu.“ Borgarleikhúsið breytti miklu En víkjum aftur að leikhúsinu. Hófust ekki nýir tímar í leikshús­ sögunni með tilkomu Borgarleik­ hússins. „Borgar leikhúsið breytti miklu og segja má að þegar það kom til sögunnar hafi verið slegið í klárinn. Settar voru upp skemmtanir og það á meðal ein sem byggðist á leikhússögu. Kjartan Ragnarsson sá um þá skemmtun og við fylltum Laugar­ dals höllina. Þarna var bæði flutt heimafengið leikhúsefni og einnig voru fengnir söngvar frá finnsku leikhúsi. Við sömdum síðan texta við finnsku lögin. Já – það var ýmislegt lagt á sig fyrir Borgarleikhúsið.“ Orti fyrst í Kennaraskólanum Hvenær fór ljóðagerðin að sækja að Jóni. „Ég orti litið framan af. En þegar ég var í Kennaraskólanum orti ég ljóð og birti i skólablaðinu. Broddi skólastjóri varð hrifinn af ljóðinu. Svo týndist ég meira og minna í tækifærisefni og hið alvarlega varð að bíða. Ég skrifaði nokkrar barnabækur. Ein hét Auga í fjallinu og kom út fyrir nokkrum árum. Hún seldist ekki mikið og ég hugsaði um að nú ætti ég að fara að hætta þessu og snúa mér að ljóðagerðinni. Þá varð ég að byrja aðeins upp á nýtt. Móta hér nýtt upphaf sem alvarlegt ljóðskáld. Ég byrjaði og hugsaði að ég gæti bara gefið þetta út sjálfur ef enginn vildi sinna því. Forlagið tók þetta svo upp á sína arma, sem var svo óvænt ævintýri sem endaði með verðlaunum Tómasar Guðmundssonar.” Rímið er aldrei langt undan Jón gefur sér tíma til að hugleiða skáldskapinn. Kveðst ætíð hafa verið aldamóta skáld­ un um þakklátur sem frelsuðu okkur undan þessum föstu skorðum ríms og stuðla sem íslensk ljóðagerð sat föst í. Það tók dálítinn tíma að hverfa frá þessu eldra formi þótt það hafi alltaf ákveðin sjarma. Ýmsir höfundar halda þó í það alla vega að hluta. Ég get nefnt Þórarinn Eldjárn. Hann hefur gott vald á rímnakveðskap og notar hann töluvert. En það má finna við lestur ljóða hversu sumir áttu erfitt með að sleppa stuðlunum. Ég finn hjá sjálfum mér þegar ég er að setja órímuð ljóð saman að gleyma mér ekki að sækja í gamla formið. Og til þess að brjóta regluna þarf að kunna hana. Þetta er sterkt í menningunni.” Talið berst að Sigurði Breiðafjörð einu helsta rímnaskáldi Íslendinga og grein sem Jónas Hallgrímsson skrifaði um hann og reyndi að gera út af við rímnakveðskapinn. “Ég hef alltaf haft nokkurt uppáhald á Sigurði og finnst að Jónas hafi verið helst til hvassyrtur. En hvernig sem Jónas orti þá fór hann aldrei langt frá hefðinni þótt hann væri ekki að skrifa rímur að hætti Sigurðar.” Og Jón gerði það ekki endasleppt. “Það er ákveðinn hrynjandi í Gunnarshólma,” segir hann og fór síðan með fyrstu erindin. Flutti þau með áherslum leikarans á Kaffihúsinu. “Þarna heyrirðu. Það er hrynjandi í þessu.” Innblásin á gönguferðum “Mér finnst skemmtilegt að sitja hér á Örnu og tengja þetta spjall Seltjarnarnesi. Ég var lengi félagi í trimmklúbb Seltjarnarness. Allt til að ég var orðinn slæmur í fótum og varð að slaka á að þessu leyti. Ég hef alltaf haft gaman af útivist og hef jafnan farið í fimm daga gönguferð um efri byggðir og hálendið. Ég er í hóp með 40 til 50 manns og við erum búin að fara víða. Nýja bókin mín heitir Troðningar og nafnið er komið úr þessum ferðum. Bókin er um margt innblásin af hugsunum manns í þessum ferðum. Maður hugsar margt á göngu. Þessar hugsanir sitja í manni og svo fer maður að vinna úr þeim.” Á barnaláni að fagna Jón á barnaláni að fagna. Afkomendur hans hafa valið að fara svipaða slóð og hann sjálfur. “Elsta dóttir mín Helga Braga fór snemma að stunda leiklistina og er þekkt leikkona og skemmtikraftur í dag. Hin dóttirin heitir Ingveldur Ýr er óperusöngkona. Sonur minn Hjörtur Jóhann er leikari og starfar við Borgarleikhúsið og sú yngsta er að ljúka meistaranámi í leiklist. Þetta snýr allt að menningunni. Trúlega hafa þau þetta í genunum en þau eru einnig alin upp í þessu andrúmslofti.” Kaffið er löngu búið. Fyrir utan gluggann eru snjókorn tekin að falla. Þau fyrstu á þessu hausti. Viðmælandi minn á sinn þátt í þeirri endurreisn ljóðsins sem hefur orðið. Við héldum út í mugguna. 5VesturbæjarblaðiðDESEMBER 2021 Jón Hjartarson rithöfundur og leikari hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2021 fyrir handrit sitt að ljóðabókinni Troðningar. VIÐ SUÐURSTRÖND FUGLADAGBÓKIN 2022 Bókaútgáfan Hólar holabok.is / holar@holabok.is Glæsileg dagbók, prýdd einni fuglamynd fyrir hverja viku og fróðleik um viðkomandi fugl. Algjör gersemi!

x

Vesturbæjarblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.