Vesturbæjarblaðið - Dec 2021, Page 13

Vesturbæjarblaðið - Dec 2021, Page 13
króna í lífeyri frá Íslandi í tíu ár eftir að hún lést í Bandaríkjunum. Ekkert dánarvottorð barst hingað til lands. Þetta mun ekki eina tilfellið þar sem þetta gerðist. Þjóðskrá Íslands fylgist ekki með afdrifum Íslendinga sem bjuggu um langan aldur erlendis. Haukur Ingibergsson, fyrrverandi forstjóri Þjóðskrár, sagði að eftir því sem ævin lengdist, og fleiri og fleiri flyttu milli landa, þeim mun erfiðara væri að fylgjast með örlögum og ævilokum Íslendinga, líkt og þeirra sem eiga einhver réttindi hér á landi sem geta varað um áratuga skeið. Ameríka á Holtinu Líf Steinþóru eða Lólóar endurspeglaði að nokkru lífið í húsinu á Grímstaðaholti. Það var einskonar Ameríka á Holtinu. Lóló kom stundum til Íslands til þess að vitja ættingja sinna. Hún sendi líka ýmsar vörur heim til fjölskyldunnar sem ekki fengust hér á landi. Það komu pakkar merktir US Mail á Grímstaðaholtið. Líf gert ódauðlegt Einn sona Lólóar gerði garðinn á Grímstaðaholtinu frægari en aðrir. Hann hér Halldór Horset. Faðir hans var í upphafi talinn franskur en síðar mun hafa komið í ljós að Horest nafnið væri komið frá Belgíu. Lóló lét jafnan vera að spyrja um þjóðerni þegar hún átti erindi við menn sem gátu með henni börn. Halldór yngri var aldrei kallaður annað en Bóbó eða Bóbó á Holtinu. Bóbó er fyrirmynd Einars Kárasonar rithöfundar og sagnaskálds í sögunum af Grímstaðaholti, Djöflaeyjunni, Gulleyjunni og Fyrirheitna landinu. Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðarmaður gerði síðan kvikmynd eftir Djöflaeyjunni einni af sögum Einars. Saman gerðu þeir Halldór Horset eða Bóbó og lífið í gamla húsi þeirra Halldórs eldra og Jósefínu ódauðlegt. Bóhemska úr báðum ættum Líf Lólóar í Ameríku varð þess valdandi að vestræn áhrif urðu áberandi á heimilinu á Holtinu. Bóbó kippti líka í sitt kyn. Honum var ævintýramennska eða kannski frekar bóhemska í blóð borin. Gæti hafa erfst honum úr báðum ættum. En áhrifin frá móður hans voru augljós þótt Atlantshafið skildi þau löngum að. Hann þótti með afbrigðum myndarlegur og ýmislegt til lista lagt þótt það nýttist honum að takmörkuðu eða litlu leyti. Hann þótti handlaginn þegar hann brá sér í byggingarvinnu. Vann þá eins og berserkur en stóð jafnan stutt við. Hann fór stundum túr og túr á togara en mun annars lítið hafa verið fyrir fasta vinnu. Allt í ökla og eyra og ekkert þar milli Bóbó varð ungur uppnumin af tónlist sjötta áratugarins. Eftir Ameríkuferð varð Elvis Presley hans maður. Þótt hann lifði langt fram á Bítlaöldina skyldi hann aldrei við átrúnaðargoð sitt. Hann hlustaði á Elvis, horfði á kanasjónvarpið, reykti kamel, lá upp í sófa og slakaði á. Jósefína dýrkaði þennan dótturson sinn umfram allt annað. Eins og jafnan þegar hún átti í hlut var allt í ökla eða eyra og ekkert þar á milli. Ekki heldur ástin á Bóbó og fjölskyldan leit öll á hann í dýrðarljóma með augum Jósefínu. Bóbó var hátt skrifaður á vinsældalista ýmsra sem umgengust hann. Í augum Jósefínu var hann þó aðeins saklaus drengur, sem félagarnir skemmdu. Sú gamla átti til að standa eins og dyravörður á næturklúbbi þegar hann kom heim með félagana hvort sem þeir komu af sjónum eða úr skúmaskotum mannlífsins í borginni. Bóbó átti löngum við alkohólisma að stríða. Hann ágerðist með árunum og strætið tók við Bóbó og loks Gunnarsholt sem var drykkjumannahæli. Suðræn gen Saga Jósefínu í Nauthól eins og hún var oftast kölluð er um margt merkileg. Einkum fyrir hversu sérstæð manneskja hún var. Ýmislegt gefið en margt féll þó ekki að íslenskum veruleika. Sumt hefur eflaust mátt rekja til eðlis, en annað til erlendra áhrifa sem bárust hingað til lands vestan um haf á stríðsárunum og í lok þeirra. Ef til vill hefur suðrænna áhrifa gætt í persónu hennar. Vera má að Þorvaldur Gylfason hafi hitt naglann á höfuðið þegar hann líkti henni við konur af rómönskum ættum sem hann sá í Albaníuferð. Hvað sem uppruna fólks líður og ættfræði má nokkuð ljóst vera að suðræn gen hafa slæðst hingað með sjómönnum og þá trúlega einkum frönskum og fest rætur í íslenskri manngerð. Hvort Jósefína hafi borið slík gen er þó tilgáta en ekki fullyrðing. 13VesturbæjarblaðiðDESEMBER 2021 Á þessum stað er talið að Nauthóll hafi staðið. BÍLAVIÐGERÐIR GRANDA FISKISLÓÐ 83 - 101 REYKJAVÍK S: 562 5999 S: 669 5999 Afgreiðslutími: Mán: 11-16 Þri-fös: 11-18 Lau: 11-16 ÓÐINSGÖTU 1, REYKJAVÍK systrasamlagid.is @systrasamlagid Sími: 511 6367 Kósý jól og vellíðan Baðdekur af bestu gerð Húðburstar, hanskar, naglaburstar, augnhvílur. Hydréa london er leiðandi í baðdekri í heiminum í dag. Kristalsvantsflöskur eru sígildar. nú getur þú bætt þínum eigin kristöllum við. vinalegasta vinagjöfin Möntruskartið er vinalegasta gjöf systrasamlagsins undanfarin ár. Mögnuð ítölsk kerti. ný senDIng. Umhverfisvæn kerti að fornum ítöls- kum sið. jógadýnur og fylgihlutir asanas og Manduka. Bara gæði. jóga-og kósýföt lífrænn, umhverfisvænn dásemdar fatnaður sem þú vilt verja tíma þínum í. Ripple, spiritual gangster, Bysirrý

x

Vesturbæjarblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.