Vesturbæjarblaðið - Dec 2021, Page 15

Vesturbæjarblaðið - Dec 2021, Page 15
15VesturbæjarblaðiðDESEMBER 2021 Sendum viðskiptavinum okkar óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár, með kærri þökk fyrir viðskiptin á árinu. Afgreiðslutími um jólin: 24. desember, Aðfangadagur 09.00 - 17.00 25. desember, Jóladagur 12.00 - 17.00 26. desember, Annar í jólum 10.00 - 22.00 31. desember, Gamlársdagur 09.00 - 17.00 1. janúar, Nýársdagur 12.00 - 17.00 Ránargötu 15 Út er komin bókin Nýja Reykjavík Umbreytingar í ungri borg. Höfundur bókarinnar er Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Nýmæli er að borgarstjóri í Reykjavík fjalli um uppvöxt sinn í borginni og þróun hennar frá því hann var strákur í Árbænum til dagsins í dag þegar hann er að ná átta árum í starfi borgstjóra og um tveimur áratugum í starfi að borgarmálum. Í upphafi bókarinnar segir hann frá því hvernig það bar til að hann fór að hafa afskipti af borgarmálum. Hann kom inn í starf Reykjavíkurlistans árið 2002 sem var síðasta árið sem hann bauð fram. Hann fjallar síðan um þau verkefni sem unnin voru á tímum R-listans. Dagur fjallar nokkuð um skipulagsmál í borginni sem voru að taka miklum breytingum þegar hann kemur að borgarmálum og sér víða stað í borginni í dag. Ringulreið og Bestiflokkur Dagur fer því næst yfir tímabilið eftir að Reykjavíkurlistinn hætti og ringulreið sem þá tók við og of langt yrði að rekja á þessum vettvangi. Tímabil þar sem fjórir borgarstjórar sátu á einu og sama kjörtímabilinu. Dagur segir að skipulagsmál hafi stöðugt sett nokkurt mark á borgarmálin og þegar Sjálfstæðisflokkurinn komst aftur til valda hafi úthverfastefnan verið endurvakin og þá með áherslu á sérbýlabyggð í Úlfarsárdal. En skjótt skipast veður í lofti og með óvæntum sigri Bestaflokks Jóns Gnarr og setu hans í stóli borgarstjóra hófust nýir tímar. Dagur fjallar ýtarlega um tíma Jóns en þeir störfuðu náið saman þau fjögur ár sem Besti flokkurinn átti aðild að borgarstjórninni. Dagur segir frá fjárhagslegum vanda Orkuveitunnar í kjölfar hrunsins og þeirri björgunaráætlun sem var sett saman og unnið efir. Dagur segist hafa komist á þá skoðun að Ísland ætti vannýtt tækifæri á sviði loftslagamála. Hann segir að þar hafi verið við erfiðað etja. Þessi málaflokkur hafi heyr undir marga aðila í stjórnkerfinu og áhugaleysi á honum hvarvetna verið áberandi. Hin afskiptu úthverfi Hér er aðeins stungið á örfáum atriðum sem Dagur fjallar um í 350 blaðsíðna bók sinni. Inn í frásögn af málefni Reykjavíkurborgar fléttar hann hluta lífssögu sinnar og hvernig húm tengist stjórnmálastarfi og rekstri Reykjavíkurborgar. Hann fjallar til dæmis um úthverfin tvö, Árbæ og Breiðholt sem hann kallar hin afskiptu úthverfi æsku sinnar, stór hverfi sem byggð voru á skömmum tíma en siðan lítið sinnt um árum saman. Dæmigert hafi verið fyrir Jón Gnarr að kynna borgarstjórnarmeirihluta sinn af þaki blokkar í Asparfelli. Með því hafi verið lögð áhersla á að þetta væri hluti Reykjavíkur. Dagur segir ýtarlega frá vinnu við að endurskipuleggja húsnæðismálin og samstarfi við forystu Alþýðusambandsins nokkuð sem farið er að skila árangri í dag nokkuð löngu síðar en þegar til þess var stofnað. Í lokakafla bókarinnar fjallar Dagur meðal annars um baráttu við Kórónaveiruna um Græna planið sem unnið hefur verið fyrir framtíðarstefnu borgarinnar. Mikill fengur er að þessari bók. Þar er ekki aðeins verið að segja sögu borgarmála og þróun Reykjavíkurborgar undanfarna áratugi heldur einni frá persónulegri upplifun og reynslu þess sem staðið hefur í miðju hinna daglegu mála í tvo áratugi. Hér er á ferð mjög áhugaverð lesning. Nýja Reykjavík - Dagur B. Eggertsson fjallar ýtarlega um tímann í borgarmálunum Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Sunnudagur 19. desember Guðþjónusta kl. 11.00. Séra Elínborg Sturludóttir. Æðruleysismessa kl. 20.00 Séra Díana Ósk Óskarsdóttir, séra Elínborg Sturludóttir og séra Fritz Már Jörgensson. Kristján Hrannar Pálsson leikur á flygilinn. Þriðjudagur 21.desember Bæna-og kyrrðarstund kl. 12.00. Bach tónleikar Ólafs Elíassonar kl. 20.30- 21.00. Miðvikudagur 22. desember Mozart við kertaljós kl. 21.00. Kammerhópurinn Camerartica heldur sína árlegu kertaljósatónleika. Að venju lýkur tónleikunum á jólasálminum Í dag er glatt í döprum hjörtum. Aðfangadagur jóla 24. desember Dönsk messa kl. 15.00. Séra Ragnheiður Jónsdóttir og Hafsteinn Þórólfsson einsöngvari. Aftansöngur á aðfangadegi jóla kl. 18.00. Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og séra Elínborg Sturludóttir þjónar. Samkvæmt nýjustu sóttvarnareglum þurfa allir gestir fæddir árið 2015 eða fyrr að framvísa neikvæðu hraðprófi, Neikvæð PCR-próf mega ekki vera eldri en 48 klukkustunda. Athugið að heimapróf og bólusetningarvottorð gilda ekki. Gestir eru vinsamlega beðnir um að virða grímuskyldu og hafa QR kóða tilbúna í símum þegar mætt er á aftansönginn. Jóladagur 25. desember Hátíðarmessa klukkan 11.00 Biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir prédikar og séra Sveinn Valgeirsson þjónar. 26. desember Guðþjónusta kl. 11.00. Séra Elínborg Sturludóttir. 28. desember Bach tónleikar Ólafs Elíassonar kl. 20.30-21.00. Gamlársdagur 31. desember Aftansöngur kl. 18.00 Séra Elínborg Sturludóttir prédikar og séra Sveinn Valgeirsson þjónar. Nýársdagur 1. janúar Hátíðarguðþjónusta Kl.11.00. Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar og séra Elínborg Sturludóttir þjónar fyrir altari. 2. janúar Barna og fjölskyldumessa kl.11.00 Séra Elínborg Sturludóttir. Dómkórinn syngur við allar athafnir og Kári Þormar dómorganisti leikur á orgelið. Helgihald í Dómkirkjunni um jól og áramót   Starfsfólk og sóknarnefnd Dómkirkjunnar óska sóknarbörnum og landsmönnum öllum gleðiríkra jóla og Guðs blessunar á nýju ári.

x

Vesturbæjarblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.