Vesturbæjarblaðið - Dec 2021, Page 20

Vesturbæjarblaðið - Dec 2021, Page 20
20 Vesturbæjarblaðið DESEMBER 2021 Mannréttinda- dagur barna í Landakotsskóla Haldið upp á dag mannréttinda barna í matsal Landakotsskólaskóla með barnaþingi en sá dagur er haldinn 20. nóvember ár hvert. Tveir fulltrúar úr fyrsta til tíunda bekk fluttu sitt hvora tillöguna frá sínum bekk og svöruðu með þeim spurningunni; Hvað getum við nemendur sjálfir gert svo okkur líði vel í skólanum? Hver bekkur ræddi með umsjónarkennara sínum ólíkar hugmyndir og var svo kosið í bekkjunum um það sem nemendum þótti mikilvægast. Viðstaddir barnaþingið voru þeir kennarar sem sjá um bekkjarráð á yngsta, mið- og unglingastigi; Hera Sigurðardóttir, Hulda Signý Gylfadóttir og Orri Erlingsson og formaður foreldrafélagsins Anna Lísa Björnsdóttir, ásamt Solveigu Shima sem heldur utan um Unesco verkefni skólans sem þetta telst til. Tillögur nemenda eru til sýnis á vegg við matsal og verður unnið áfram með þær í nemendaráðum hvers stigs og skoðað hvernig megi koma þeim í framkvæmd eða gera hugmyndir sýnilegar – okkur öllum til áminningar. Meðal tillagna voru: - Að bjóða þeim að leika sem langar að vera með en þora ekki að spyrja. - Að passa að dömubindi séu aðgengileg. - Að passa upp á skólann og að hann sé snyrtilegur. - Ekki sóa mat. - Að vera góð hvort við annað. - Að setja upp box þar sem nemendur gætu sett nafnlausar ábendingar ef þeir halda að einhverjum líði illa og að setja líka ábendingu um eitthvað sem má laga. Frá barnaþingi í Landakotsskóla. Kvennaathvarfið hefur tekið í notkun 18 leigu íbúðir í nýju áfangaheimili í miðborg Reykja vík ur. Íbúðirn ar eru 27 til 75 metr ar að flat ar máli og hugsaðar sem úrræði fyr ir kon ur sem dval ist hafa áður í neyðar at hvarfi og geta ekki farið aft ur á sitt fyrra heim ili. Þegar er komið fólk í fimm íbúðir og fjölg ar á næstu mánuðum. Leiga í íbúðunum verður í lágmarki auk þess sem kon un um mun bjóðast marg vís leg ur fé lags leg ur stuðning ur til betra lífs. Leigu samn ing ar verða til eins árs og við und ir rit un þeirra gera leigu- tak ar og ráðgjaf ar Kvenna at hvarfs ins áætl un um hvernig árið skuli notað á upp byggi leg an máta; svo sem í námi, starfi eða öðru sem hverj um og ein- um hent ar. Að þeim tíma liðnum skal viðmiðið vera að kon urn ar fari út í lífið og þá í hús næði á al menn um markaði. Áfanga heim ilið er á þrem ur hæðum um 680 fer metr ar að flat ar máli. Und ir bún ing ur fram kvæmda hófst árið 2017 og fram kvæmd ir snemma árs í fyrra. Sam an lagður bygg ing ar kostnaður er um 480 millj ón ir króna. Um þriðjung ur þeirr ar upp hæðar var stuðning ur frá ríki og borg en ýmis samtök lögðu byggingunni einnig lið. Átján nýjar leiguíbúðir í Vesturbænum Hið nýja hús Kvennaathvarfsins í Vesturbænum. Kvennaathvarfið D óttursonur minn, orkubolti á þriðja ári, hélt lukkulegur á dagatalinu eftir að hafa, lögum og venju samkvæmt, fengið að opna fyrsta reitinn af 24. Súkkulaðið hafði fyrirsjáanleg áhrif. Andlitið ljómaði af brúnu brosi og óðara seildust litlir fingur í hina rammana sem voru enn óhreyfðir. Móðir hans þurfti að hafa sig alla við til að fá hann til að losa takið og að útskýra fyrir smábarninu hvernig málum væri háttað með þessi dagatöl: Aðeins má opna einn reit á dag. Hún sagði okkur svo í óspurðum fréttum að þessa ásælni hefði hann trúlega fengið í arf úr föðurættinni, hversu líklegt sem það kann nú að vera. D agatöl skipa stóran þátt í lífi fjölskyldna á aðventunni. Um leið og barnsaugun opnast að morgni dags leitar hugurinn til þessara litríku spjalda. Þau fanga líka ákveðna þætti aðventunnar, eða jólaföstunnar eins og við í kirkjunni köllum hana líka. Við getum sagt að þau færi föstuna – meinlætið – í nútímabúning. Dagatöl eru samspil neyslu og aðhalds. Það að þurfa að neita sér um að opna öll súkkulaðifylltu hólfin krefst sjálfsaga. Þetta eina sem barnið hefur aðgang að, að því gefnu að dagatölin séu ekki mörg, eykur fljótt á löngunina í að frelsa alla hina molana, en það er auðvitað bannað. Það þarf að halda aftur af sér. Þ etta er ekki ósvipað hlutskipti sam- viskubitinna neytenda. Við reynum velja þessar svo kölluðu „vistvænu“ vörur úr hillum verslana. Þeim fylgja engu að síður kolefnisspor en um leið eru hinar látnar óhreyfðar, þær sem mögulega fara jafnvel enn ver náttúruna en þessar „umhverfisvænu“. Og þannig er tilveran á svo mörgum öðrum sviðum. Það er eins og lífið sé ævilöng jafnvægisþraut þar sem við látum eitthvað eftir okkur en neitum okkur um annað. Um leið dynja á okkur tíðindin um að lífsmáti þessi sé ekki sjálfbær. Við klárum auðlindir jarðar of ört. S tundum læðist að manni sá grunur að rétt eins og dagatölin tilheyra ákveðnu skeiði ævinnar, þá verði þessi línudans neytandans einnig kenndur við tímabil í sögunni. Mögulega munu kynslóðir dóttursonar míns horfa til okkar með vorkunnsemi. Eða hvað er hægt að segja um kynslóðir sem breyta sífellt andstætt betri vitund? Það góða sem við viljum, gerum við ekki – eins og Páll postuli komst að orði á sínum tíma. Þ egar svo allir gluggar dagatalsins hafa verið opnaðir er runnin upp þessi hátíð sem allt snýst jú um. Jólin eru lýsandi dæmi um áhrifamátt hins fábrotna andstætt varningnum sem fyllir híbýli okkar og ísskápa. Jólaguðspjallið hefur staðist tímans tönn í öllum sínum einfaldleika. Við lesum um fátækt fólk og um kornabarnið, tákn jólanna. Í varnarleysi sínu og auðsæranleika fyllir það líf okkar tilgangi og merkingu. Þannig verða börnin okkur áminning um að búa þeim góðan heim þegar þau taka við keflinu af okkur. Þ essi er boðskapur jólanna og sú er sannfæring mín að heimsbyggðin hafi meiri not af honum nú en nokkru sinni fyrr. Dagatöl - Séra Skúli Ólafsson skrifar um boðskap jólanna „Vandvirkni og fræðileg úttekt Guðrúnar Ásu gerir lesendum nútímans unnt að njóta hins forna rits í hvívetna [...] Fróðleg og spennandi lesning.“ (Úr umsögn dómnefndar) HIÐ ÍSLENZKA FORNRITAFÉLAG Dreifing: HIÐ ÍSLENSKA BÓKMENNTAFÉLAG STURLUNGA SAGA I-III www.borgarblod.is Netverslun: systrasamlagid.is

x

Vesturbæjarblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.