Vesturbæjarblaðið - des. 2021, Síða 23

Vesturbæjarblaðið - des. 2021, Síða 23
23VesturbæjarblaðiðDESEMBER 2021 www.kr.is GETRAUNIR.IS 107 GETRAUNANÚMER KR Meistaraflokkur kvenna hjá KR vill sýna að lífið er ekki bara fótbolti og að á þessum erfiðu tímum sem við höfum gengið í gegnum þetta árið skiptir máli að standa saman, hjálpast að og reyna að gera heiminn örlítið betri. Með þá hugsjón tóku leikmenn s ig saman og sö fnuðu pening fyrir bókum, leikföngum og öðru nauðsynlegu dóti sem kemur sér vel fyrir Barnaspítala Hringsins. Þar fóru fulltrúar liðsins, Rebekka Sverrisdóttir og Laufey Björnsdóttir ásamt þjálfara kvennaliðsins, Christopher Harrington og Friðgeir Bergsteinssyni sem hjálpaði til með verkefnið í heimsókn inná Barnaspítala Hringsins, við Hringbraut. Barnaspítal inn tók fagnandi á móti gjöfunum og liðið fékk í staðinn viðurkenningarskjal sem er að mörgu leyti betra en nokkur annar bikar. Meistaraflokkur kvenna færði Barnaspítala Hringsins gjöf Kæru KR-ingar, Þann 1. nóvember á þessu ári tóku gildi ný lög. Þau fela í sér nýja heimild fyrir einstaklinga til að draga allt að 350 þúsund krónur á ári frá skattskyldum tekjum sínum utan atvinnurekstrar vegna framlaga til almannaheillastarfsemi. Þá er einnig kveðið á um tvöföldun á hlutfalli sem atvinnurekstraraðilar mega draga frá skattskyldum tekjum vegna slíkra framlaga og fer það úr 0,75% í 1,5%. Slík framlög hækkuðu um milljarð króna árið 2016, þegar hlutfallið var hækkað úr 0,5% í 0,75%. KR hefur nú þegar skráð sig í almannaheillaskrá hjá fyrirtækjaskrá Skattsins og geta því velunnarar KR skráð sig fyrir styrk. Ferlið er einfalt: 1. Þú millifærir upphæð að eigin vali á reikning 0137- 26-595 og kennitölu 510987-1449 og sendir tölvupóst með nafni, kennitölu, upphæð og greiðsludegi á skrifstofa@kr.is og verður móttökukvittun send til baka. 2. Að almanaksári loknu skilar KR upplýsingum um framlagið til Skattsins sem áritar frádrátt á framtal þitt. Nánar inn á heimasíðu KR: www.kr.is/einstakt-taekifaeri-til-thess-ad-styrkja-kr/ Kæru KR-ingar, nýtum tækifærið og látum gott af okkur leiða með því að styrkja enn frekar við innviði okkar góða starfs. Áfram KR! Einstakt tækifæri til þess að styrkja KR Með framlagi að lágmarki kr. 10.000 og hámarki kr. 350.000 í Framtíðarsjóð KR gefur einstaklingum skattaafslátt á næsta ári ef greitt fyrir áramót. Það þýðir að 10.000 kr. framlag lækkar skattana þína um allt að kr. 4.625 Við hvetjum KR-inga til að nýta sér þetta og stuðla um leið að bjartari framtíð fyrir KR. Bankareikningur sjóðsins er: 0137-15-381527, kt. 471210-0560. STYRKUR Í FRAMTÍÐARSJÓÐ KR GEFUR ÞÉR SKATTAAFSLÁTT Þú færð KR-vörurnar hjá okkur! Ármúli 36 • Reykjavík 108 S: 588 1560 Óskum KR-ingum og öllum Vesturbæingum gleðilegra jóla. B og C hópar hjá sunddeild KR skelltu sér í æfingaferð á Laugavatn í byrjun nóvember. Gist var í húsakynnum UMFÍ og synt í gömlu lauginni en búið er að fríska upp á hana þannig að hún er í flottu ástandi núna. Hópurinn fékk svo hádegis- og kvöldmat hjá honum Sverri í Héraðsskólanum á Laugavatni. Vel heppnuð æfingaferð

x

Vesturbæjarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.