Feykir


Feykir - 18.08.2021, Side 12

Feykir - 18.08.2021, Side 12
Á prestskaparárum séra Sigfúsar Jónssonar á Mælifelli [í Skagafirði] var það í smalamennsku að prestur vildi verða að liði í göngunum og fór í fyrirstöðu, líklega á Háubrekku eða hálsin- um milli Mælifellsdals og Hamraheiðar. Einhverra hluta vegna lenti allt í handaskolum hjá presti svo að féð streymdi fram hjá honum hvaðanæva og rann ýmsum smalamönnum í skap er þeir urðu þessa vísir. Guðni Guðnason á Mið- völlum var gangnastjóri og líkaði stórilla svo að hann fékk ekki orða bundist er hann hitti prest, gleymdi þó ekki formlegheitunum en sagði allæstur: ,,Þér standið yður skítt, séra Sigfús. /Byggðasaga Skagafjarðar 3. bindi Byggðasögumoli | palli@feykir.is Þér standið yður skítt, séra Sigfús Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 31 TBL 18. ágúst 2021 41. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Síðastliðna viku fóru Körfuboltabúðir Tindastóls fram á Sauðárkróki frá mánudegi til föstudags. Rúmlega 40 krakkar úr 14 félögum á aldrinum 12 til 16 ára sóttu búðirnar og stór hluti þeirra var í fullu fæði og húsnæði á Hótel Miklagarði. Helgi Freyr Margeirsson er yfirþjálfari körfuboltabúðanna og átti blaðamaður Feykis samtal við hann er hann heimsótti búðirnar í síðustu viku. „Markmiðið fyrst og fremst er að skapa gott umhverfi fyrir krakkana til þess að einbeita sér að körfubolta í heila viku, þetta er bara númer eitt, tvö og þrjú, þau eru að lifa atvinnumannalífi í raun. Þau eru að fá frábæra þjálfun og fá hana í toppumhverfi.“ Helgi stóð ekki einn að þjálfuninni því með honum var einvalalið þjálfara. Má þar nefna Ísak Óla Traustason, Árna Eggert Harðarson, Sigurð Gunnar Þorsteinsson, Söru Rún Hinriksdóttur, Friðrik Hrafn Jóhannsson, Örvar Frey Harðarson, Bjarka Ármann Oddsson og Snædísi Árnadóttur sem sér einnig um verkefnastjórn ásamt Evu Rún Dagsdóttur. „Fyrir okkur þjálfarana erum við að nýta okkar þekkingu og reynslu, læra hvert af öðru sem er líka mikilvægt fyrir okkur og svo fyrir klúbbinn og bæjarfélagið. Þetta er í rauninni bæði frumsýning og generalprufa fyrir framtíðina finnst mér, því þetta er eitthvað sem koma skal.“ Helgi segir að stefnt sé að því að halda búðirnar árlega héðan í frá. Hér sé allt til staðar á einum og sama blettinum og öll aðstaða eins og best verður á kosið. /SMH Körfuboltabúðir Tindastóls Krakkarnir fengu að lifa atvinnumannalífi í viku RÉTTIR food festival 2021- 10 daga matarhátíð á Norðurlandi vestra er hafin. Hátíðin var sett á laggirnar sumarið 2019 en þar sýna matvæla- framleiðeiðendur og veitingastaðir á svæðinu heimafólki og gestum sínar bestu hliðar í mat og drykk. Í ár fer hátíðin fram frá 13. til 22. ágúst með fjölda viðburða á öllu svæðinu. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála, dró fána hátíðarinnar að hún við veitingastaðinn Sjávarborg á Hvamms- tanga sl. fimmtudagskvöld. Hátíðin í ár er býsna fjölbreytt þar sem gestgjafar eru ýmist að hampa því, sem þeir eru að fást við dagsdaglega og þá jafnvel með einhverju nýju tvisti eða eru hreinlega að kynna eitthvað nýtt. Kynning á nýlegri ostavinnslu á Brúnastöðum í Fljótum eða námskeið í bruggun á Kombucha heilsudrykk vekja eflaust forvitni margra. En svo eiga „gamlir kunningjar“ eins og Bílakaffihlaðborðið í Stóragerði eða þriggja rétta seðillin „Brot af því besta“ hjá Sjávarborg á Hvammstanga eftir að gleðja marga bragðlaukana. Það er sérlegt ánægjuefni að tveir glænýir veit- ingastaðir, Retro mathús á Hofsósi og Harbour restaurant á Skagaströnd, taki þátt og verði með við- burði á hátíðinni. Uppleggið að hátíðinni er mjög nálægt upprun- anum, þrátt fyrir aðstæður, en gestgjafar eru spenntir að fá að sýna og sanna hversu vel Norðurland vestra býr þegar kemur að matvælum úr héraði og hugmyndaríkum veitingamönnum- og konum. Við ítrekum að allir gestgjafar eru mjög vakandi um að sinna öllum þeim ráðstöfunum, sem aðstæðurnar þessar vikurnar kalla á og við væntum þess að gestir sinni því á sama hátt. /Fréttatilkynning Verði ykkur að góðu! RÉTTIR hefjast Þáttakendur og þjálfarar í Körfuboltabúðum Tindastóls. MYNDIR: KÖRFUBOLTABÚÐIR TINDASTÓLS Menntun, skemmtun körfubolti á Króknum.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.