Morgunblaðið - 02.04.2022, Side 1
Hlusta á innri rödd
Ungur
bakari
Heimshornaflakkarinn Ari Másson hefur leitað víða að sannleikanum. Hann fylgdi innsæi
aðist um heiminn og fann sinn töfrastað á eyjuer
3. APRÍL 2022
SUNNUDAGUR
Vil komast
sem lengst
Elsa Santos
bakaði sjálf
fermingar-
tertuna
sem sló í
gegn.
Kjartan Holm flakkaði lengi umheiminn að spila en semur nú tón-list fyrir sjónvarp og kvikmyndir. 10
„Þar finn ég
sjálfan mig“
Jóhann Þ. Bjarnasonopnaði vinnustofu eftirað hann settist í helganstein og selur nú
margvíslega gripi. 8
02 | 04 | 2022L A U G A R D A G U R 2. A P R Í L 2 0 2 2
.Stofnað 1913 . 78. tölublað . 110. árgangur .
Vinsæli fjórhjóladrifni rafbíllinn
Audi e-tron 50 Pro-line Verð frá 9.690.000 kr.
Stillanleg loftpúðafjöðrun, íslenskt leiðsögukerfi og fjarhitun.
Búnaður bifreiða til sölu getur verið ólíkur þeirri sem sýnd er á mynd.
Laugavegi 172, 105 Rvk. www.hekla.is/audisalur
Eigum nokkra lausa til afhendingar strax
AFGREIDDI
COVID-19
Á 3 DÖGUM
NÓTTIN
ER TÍMI
LJÓÐSINS
NÆTURVERK SJÓNS 42GUÐNÝ 100 ÁRA 6
Utanríkisráðuneyti Rússlands setti í
gær á svartan lista embættismenn
sem tengjast Evrópusambandinu og
mega nú ekki heimsækja landið. Að-
gerðirnar eru gerðar til mótvægis
við viðskiptaþinganir ríkja Vestur-
landa gagnvart Rússum. Í gær var
sprengjuárás gerð á rússnesku borg-
ina Belgórod við landamæri Úkra-
ínu, en erlendir fjölmiðlar greindu
frá því að rýma hefði þurft götur í
grennd við olíutanka sem kviknaði í í
borginni og að tveir verkamenn
væru særðir. Yfirvöld í Belgórod
segja að úkra-
ínski herinn beri
ábyrgð á árásinni.
Í ávarpi sínu í
gær sagði Volo-
dimír Selenskí,
forseti Úkraínu,
að ástandið í suð-
urhluta landsins
og Donbas-héraði
í austri væri
slæmt. Úkraínsk-
ar hersveitir búi sig undir hörð átök
á umræddum svæðum. ,,Það eru bar-
dagar fram undan,“ sagði forsetinn
sem gefur lítið fyrir orð Rússa um að
þeir muni hlífa borgum á borð við
höfuðborgina Kænugarð. Selenskí
sagði rússneskar hersveitir hörfa
þaðan, þar sem Úkraínumönnum
hefur gengið vel að verjast þeim, en
þjarmi þess í stað að viðkvæmari
svæðum. Í því samhengi nefndi for-
setinn borgina Maríupol í suðurhluta
landsins, en nú er unnið að því að
flytja almenna borgara úr borginni.
Segja Úkraínumenn
hafa ráðist á Belgórod
- „Það eru bara bardagar fram undan,“ segir Selenskí
MSprengdu birgðastöð … »23
Volodimír
Selenskí
_ Yfir 56 þúsund börn þurftu að
sæta sóttkví í kórónuveirufaraldr-
inum. Þar af þurftu nærri 26 þús-
und börn að fara oftar en einu sinni
í sóttkví og nærri þúsund oftar en
fjórum sinnum. 35 þúsund börn
þurftu að sæta einangrun vegna
greiningar á Covid-19. Salvör Nor-
dal, umboðsmaður barna, kallar
eftir heildstæðu mati á áhrifum far-
aldursins á börn, sérstaklega sótt-
varnaaðgerðanna. »2
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Veiruvörn Börn voru bólusett í Höllinni.
56 þúsund börn
skikkuð í sóttkví
Vel á annað þúsund manns á landi og sjó taka þátt í sameig-
inlegu varnaræfingunni Norður-Víkingi sem hefst í dag og
stendur til 14. apríl. Herskip frá sjóherjum Bandaríkjanna,
Frakklands, Þýskalands, Bretlands og Noregs verða ýmist við
strendur eða í höfn á Íslandi á næstu tólf dögum. Áætlað er að
æfingin muni kosta íslenska ríkið í kringum 50 milljónir
króna. Breska flugmóðurskipið HMS Prince of Wales sem er
70 metrar á breidd og 280 metrar á lengd mun sigla fram hjá
Reykjavíkurhöfn á mánudagsmorgun.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Herskip í Sundahöfn vegna Norður-Víkings
_ Vinnslustöðin í
Vestmannaeyjum
er byrjuð að af-
henda loðnu-
afurðir til kaup-
anda í Úkraínu.
Um er að ræða
nokkra gáma af
hæng, sem höfðu
verið seldir áður
en innrás Rúss-
lands hófst. Þetta
segir Sigurgeir Brynjar Krist-
geirsson, framkvæmdastjóri
Vinnslustöðvarinnar, í viðtali um
loðnuvertíðina og stöðuna á mörk-
uðum.
„Þótt það sé stríð læra menn að
vinna undir því líka og finna leiðir.
Það eru engar líkur á að þetta verði
sterkur markaður,“ segir Sigurgeir
Brynjar í viðtali í sérblaði 200 mílna.
Sigurgeir Brynjar
Kristgeirsson
Byrjaðir að afhenda
loðnu til Úkraínu