Morgunblaðið - 02.04.2022, Blaðsíða 4
Morgunblaðið/Eggert
Vörumessa Það kenndi ýmissa grasa á Vörumessu sem haldin var í Smáralind í gær. Veislan heldur áfram í dag.
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Fjölmargar hugmyndir voru kynntar
á Vörumessu sem fram fer í Smára-
lind þessa dagana, hvar nemendur
keppast við að heilla dómara upp úr
skónum með hugmyndum sínum og
selja vörur í senn.
Veitt verða verðlaun í tíu flokkum,
þar af aðalverðlaun fyrir fyrirtæki
ársins en einnig verðlaun fyrir bestu
fjármálalausnina, bestu hönnunina
og umhverfisvænustu lausnina.
„Mörg fyrirtæki halda áfram og
verða alvörufyrirtæki seinna meir.
Það eru oft vinningsfyrirtækin sem
taka þetta alvarlega og halda áfram,“
segir Petra Bragadóttir, fram-
kvæmdastjóri Ungra frumkvöðla.
Umhverfið í brennidepli
Dómarar munu leggja áherslu á
ýmis atriði, þar á meðal hringrásar-
hagkerfið, deilihagkerfið og sam-
félagslega nýsköpun og munu um 30
fyrirtæki af þeim 124 sem taka þátt
komast í úrslit á uppskeruhátíð sem
haldin verður 29. apríl í höfuð-
stöðvum Arion banka. Keppnin er á
vegum JA Iceland, Ungra frum-
kvöðla, sem eru hluti af samtökunum
Junior Achievement (JA). Sigurveg-
ari keppninnar fær keppnisrétt í
Evrópukeppni Ungra frumkvöðla,
sem fer fram í Tallinn í Eistlandi í
sumar.
Það kenndi ýmissa grasa á Vöru-
messunni og var til að mynda ljóst að
margir keppendur vildu höfða til
dómaranna með umhverfisvænum
vörum en einnig var nokkuð um
snjallar lausnir sem einfalda lífið í
dagsins amstri.
„Umhverfið er undirþema og þess
vegna vilja þau vera umhverfisvæn.
Við erum með pínu uppeldi í gangi
líka,“ segir Petra.
Popp með taílenskum kryddum,
sósur, kerti og reykelsi voru á meðal
þess sem blasti við vegfarendum í
Smáralind í gær á fyrri degi Vöru-
messunnar en hinn síðari verður í
dag. Hefst kynningin klukkan 11 og
stendur til kl. 18.
Veittir verða verðlaunagripir
hannaðir af Jónasi Braga Jónassyni
glerlistamanni og að hljóta einn slík-
an er fyrir suma nemendur að vinna
Óskarinn, að sögn Petru. Hafa þeir
unnið að verkefninu síðan í janúar að
hennar sögn en einnig gætir breyt-
inga í ár þar sem faraldurinn litar
viðburðinn ekki á neinn hátt, líkt og á
síðasta ári, þar sem keppnin fór fram
rafrænt.
Hafsjór hugmynda til sýnis í Smáralind
- Nýsköpunarfyr-
irtæki spretta upp
- Kynningarnar
halda áfram í dag
Ísalín Eldfjöllin frá Ísalín eru mótuð úr leir og hönnuð fyrir
ilmandi reykelsi. Koma þau í svörtum, grænum og brúnum lit.
Einstakt Taupokar til styrktar einhverfum börnum voru á
meðal þess sem var til sölu í Smáralindinni í gær.
Flúra Krakkarnir hjá Flúra hönnuðu húðflúr sem endast í
tvær vikur, úr fallegu munstri eftir velmetna listamenn.
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2022
Efling-stéttarfélag • Guðrúnartún 1, 105 Reykjavík • Sími 510 7500
Aðalfundur
Eflingar 2022
Aðalfundur Eflingar-stéttarfélags 2022 verður haldinn
föstudaginn 8. apríl klukkan 20:00 á Grand hótel
Reykjavík í Gullteig.
Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf.
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar
2. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram
til afgreiðslu
3. Lýst kjöri stjórnar, trúnaðarráðs, stjórna sjóða
og skoðunarmanna reikninga
4. Lagabreytingar ef tillögur liggja fyrir
5. Ákvörðun félagsgjalds, ef tillaga um breytingu
liggur fyrir
6. Önnur mál
Eflingarfélagar eru vinsamlega beðnir að skrá sig á fundinn
á Mínum síðum á www.efling.is eigi síðar en 6. apríl.
Allir Eflingarfélagar eru hvattir til að mæta!
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Sumar neyðarlúgur fráveitukerfis
Veitna opnuðust tímabundið í mars-
mánuði, enda var þá metúrkoma í
höfuðborginni og
víðar. Allar
neyðarlúgur frá-
veitukerfisins í
höfuðborginni
voru lokaðar í
gær.
„Það hefur ver-
ið mikið álag á frá-
veitunni undan-
farið í þessari
miklu úrkomu og
leysingum. Eina
leiðin sem við höfum, líkt og aðrir
þéttbýlisstaðir sem hreinsa skólp, er
neyðarlosun í sjó þegar of mikið berst
af vatni í fráveitukerfið. Ef það er
ekki gert getur skólpið leitað upp um
niðurföll hjá fólki. Það vekti ekki
mikla ánægju,“ sagði Ólöf Snæhólm
Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi
Veitna. Hún segir að þegar meira
berst af ofanvatni, það er rigningar-
vatni og leysingavatni, en dælustöðv-
arnar ráða við opnist neyðarlúgurnar
og vatnið fari óhreinsað út í sjó.
„Sjórinn gengur hratt og vel frá líf-
rænu efnunum. Á þessum árstíma lifa
örverur ef til vill í 4-5 tíma í sjó og á
sumrin eru það 1-2 tímar,“ sagði Ólöf.
„Saurgerlarnir eru aðallega í skólp-
inu. Það er orðið mjög útþynnt þegar
það fer út í sjó, enda er stór hluti af
skólpinu hitaveituvatn sem er búið að
nýta. Þar til viðbótar kemur allt of-
anvatnið.
Það sem er hvimleitt er hins vegar
allt ruslið sem fólk er enn að henda í
klósettin. Sjórinn skilar því alltaf aft-
ur og oft upp í fjörur og það viljum við
ekki sjá.“
Blautklútar eru nokkuð stór hluti
af þessu drasli og notkun þeirra hefur
aukist mikið undanfarin ár. Eins má
nefna tannþræði, eyrnapinna, dömu-
bindi, smokka og ýmislegt fleira sem
fólk losar sig við í baðherbergjum.
Þrjár hreinsistöðvar eru í fráveitu-
kerfi Veitna í Reykjavík, það er á
Kjalarnesi, í Ánanaustum og Kletta-
görðum. Gera þurfti við stöðina í Ána-
naustum í fyrra og fór skólpið frá
henni þá óhreinsað út í sjó í nokkrar
vikur. Ólöf segir að þá hafi verið
fylgst mjög vel með örverumengun
við strandlengju borgarinnar. „Við
sáum þá að mengunin fór ekki suður
fyrir Seltjarnarnes og mældist ekki
við suðurströnd borgarinnar,“ sagði
Ólöf.
Neyðarlúgur opnuð-
ust í metúrkomu mars
- Mikið álag var á fráveitu Veitna vegna leysinga og úrkomu
Ljósmynd/Veitur-Atli Már Hafsteinsson
Frostaskjól Ein af dælustöðvum Veitna. Þegar mikið vatn berst að og dælu-
stöðvar hafa ekki undan opnast neyðarlúgur og óhreinsað skólp fer í sjó.
Ólöf Snæhólm
Baldursdóttir