Morgunblaðið - 02.04.2022, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.04.2022, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2022 UMHVERFISVÆN ÍSLENSK HÖNNUN ERUM FLUTT Á KLAPPARSTÍG 29 ASWEGROW.IS VIÐTAL Ólafur Bernódusson Skagaströnd Guðný Finnsdóttir er 100 ára á morgun, sunnudag. Hún býr á hjúkrunarheimilinu Sæborg á Skagaströnd og er þriðja konan þar sem nær þessum aldri á undan- förnum sex árum. Guðný, eða Gýja eins og hún er alltaf kölluð, fæddist í Skrapatungu í Laxárdal í Austur-Húnavatnssýslu 3. apríl 1922. Þar var hún svo skírð Guðný Sigríður 1. júlí 1922. Í Skrapatungu ólst hún upp í torfbæ, eins og þá var títt, hjá for- eldrum sínum, þremur systkinum og einni eldri fóstursystur. Gýja út- skrifaðist úr Kvennaskólanum á Blönduósi 4. maí 1945 en þá þótti nám í kvennaskóla töluvert mikil menntun. Hún giftist Kristni Ágúst Jó- hannssyni skipstjóra, hafnarstjóra og síðast starfsmanni Rarik í júlí 1948 og bjuggu þau allan sinn bú- skap á Skagaströnd. Saman eign- uðust þau svo fjögur börn á árunum 1948 – 1954. Kristinn lést í nóvember 2002 og eftir það bjó Gýja ein á heimili þeirra að Hólabraut 7. Eftir að börnin voru komin á legg starfaði hún í Rækjuvinnslunni og á sauma- stofunni Violu. Síðustu árin hefur hún búið á Sæborg. Fréttaritari hitti Gýju í vikunni í íbúð sinni, uppáklædda og fína eins og hún er alltaf. - Er eitthvað sérstakt sem þú þakkar að ná að verða 100 ára? „Nei, ég hef aldrei spáð í það. Aldurinn læðist aftan að manni án þess að maður sé eitthvað að spek- úlera í því. Svo er maður bara allt í einu orðinn 100 ára hvort sem manni líkar betur eða verr.“ - Þú reyktir aldrei eins og var þó algengt hjá fólki hér áður fyrr? „Nei, ekki get ég sagt það. Stöku sinnum fékk maður sér sígar- ettu á þorrablótum því það þótti svo fínt að hafa þetta milli fingranna. Mig langaði aldrei í þetta sem betur fer. Gerði það meira svona upp á punt.“ - Hvernig var að alast upp í torfbæ? Var ekki þröngt um ykkur? „Það var ágætt. Það voru rúm meðfram veggjunum beggja megin og borðið var undir glugganum á stafninum. Við krakkarnir sváfum andfætis í rúmunum. En svo var líka sofið í fremsta húsinu.“ - Var ekki búið á mörgum bæj- um í dalnum þegar þú varst þarna? „Jú jú, Það voru margir bæir og mikill samgangur og hjálp á milli bæja. Við vorum t.d. mikið saman systurnar þrjár og Björg á Bala- skarði. Hún var fimm árum yngri en bráðþroska og stór.“ - Hvernig var með böll þegar þú varst ung. Hvar voru þau haldin? „Ég man að ég fór á ball á Neðri-Mýrum og líka niðri á Sölva- bakka, heima hjá Jóni frænda mín- um. Pabbi og hann voru bræður. Það var bara dansað í stofunni.“ Með byssur en ósköp prúðir - Hvað tók við hjá þér þegar þú fórst svo að heiman? „Ég fór í Kvennaskólann á Blönduósi í eitt ár. En áður var ég í vist eða vinnukona í Reykjavík hjá Jóhanni Ólafssyni. Hann var ríkur. Þar passaði ég börn og vann önnur heimilisstörf eins og tími vannst til frá börnunum. Svo náttúrulega tók ég saman við Kidda minn og þá varð ég húsmóðir á eigin heimili. Ég man að ég átti saumavél, svona hand- snúna, og saumaði kjól og kjól fyrir mig og aðra. Ég saumaði líka dragtir og dragtarjakka. Við systurnar sáum jakka, skoðuðum hann í krók og kring til að sjá hvernig þeir væru gerðir, hvar maður þyrfti að byrja og hvernig. Þetta varð svo allt miklu auðveldara þegar tískublöðin fóru að koma. Þeim fylgdu snið sem maður gat farið eftir.“ - Ég hef heyrt að þú hafir verið sérlega góð prjónakona og prjónað peysur sem báru af öðrum? „Ég veit nú ekkert um það en ég prjónaði töluvert. Til dæmis peysur á barnabörnin mín. Hvort þær voru betri eða verri en aðrar veit ég ekki.“ - Manstu eitthvað eftir stríðs- árunum ? „Já, já. Það var fjöldi af her- mönnum á Blönduósi, alveg heilt hverfi af bröggum með hermönnum. Ég man að þrisvar sinnum kom hóp- ur af þeim, sjö held ég, labbandi heim að Tungu. Pabbi tók þeim vel og bauð þeim inn og það var hitað kaffi í stóra svarta katlinum. Það þurfti mikið kaffi. Ég man að þeir óðu yfir ána en fóru ekki úr sokk- unum eins og aðrir gerðu. Einn var reyndar í vaðstígvélum. Þeir voru með byssur greyin en ósköp prúðir. Ég heyrði aldrei neitt um stelpu- stand á hermönnunum sem voru hérna. Þeim hlýtur að hafa leiðst að hanga hérna yfir ekki neinu. Eitt- hvað voru þeir líka að labba hérna í Mánaskálarfjallinu hátt uppi. Sjálf- sagt eitthvað að æfa sig.“ Ekki undan neinu að kvarta - Þú veiktist af Covid um dag- inn, var það ekki? „Jú, það er víst. Ég var lasin í þrjá-fjóra daga. Ekkert mikið. En ég er bara hress núna.“ -Nú er sjónin þín nærri farin. Hlustar þú á hljóðbækur eða útvarp- ið? „Útvarpið. Samt ekki mikið. Bara svona ef maður veit að það er eitthvað skemmtileg í því.“ - Er eitthvað sérstakt sem þú saknar frá í gamla daga? „Nei. Ekki nema að fólk hittist miklu meira þá og spjallaði saman. Mér finnst gaman að fá gesti til að spjalla við. En þessi veiki hefur víst bannað fólki að hittast síðan hún byrjaði.“ - Gýja, burtséð frá sjónleysinu, ertu annars bara hress? „Já, ég hef ekki undan neinu að kvarta. Mér líður vel hérna og það er hugsað vel um mig.“ Aldurinn læðist aftan að manni - Guðný Finnsdóttir á Skagaströnd 100 ára á morgun - Lasin í þrjá daga með Covid-19 og orðin hress Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Afmæli Guðný Finnsdóttir á Skagaströnd fagnar aldarafmæli á morgun. Sýning Blaðaljósmyndarafélags Ís- lands Myndir ársins 2021 verður opnuð í Ljósmyndasafni Reykjavík- ur við Tryggvagötu í dag kl. 15. Í gær var unnið að uppsetningu hennar. Á sýningunni, sem er árleg, eru alls 102 myndir frá liðnu ári sem valdar voru af óháðri dómnefnd úr 789 innsendum myndum íslenskra blaðaljósmyndara. Myndunum er skipt í sjö flokka sem eru frétta- myndir, daglegt líf myndir, íþrótta- myndir, portrettmyndir, umhverf- ismyndir, tímaritamyndir og myndaraðir. Í hverjum flokki valdi dómnefndin bestu myndina eða myndaröðina. Ein mynd úr flokk- unum er svo valin sem mynd ársins. Ljósmyndir 2021 til sýnis Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.