Morgunblaðið - 02.04.2022, Page 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2022
Íslensk erfðagreining er leiðandi á
sínu sviði í heiminum og fyrirtækið
leggur meira af mörkum en nokkur
stofnun á þessu sviði í heiminum.
Þetta segir Kári Stefánsson, for-
stjóri Íslenskrar erfðagreiningar,
sem var gestur í Dagmálaþætti Páls
Magnússonar en þættir hans eru
sýndir alla laugardaga á mbl.is.
Í þættinum ræddu þeir meðal
annars um fyrirtækið Íslenska
erfðagreiningu og framtíð þess.
Slík fyrirtæki ólíkindatól
Aðspurður hvort svo kunni að fara
að Íslensk erfðagreining eða stór
hluti starfsemi fyrirtækisins verði
flutt úr landi þegar að því kemur að
hann hættir störfum, segir Kári:
„Ég held að það sé full ástæða til
þess að halda vöku sinni gagnvart
þeim möguleika en það er alveg frá-
bærlega hæfileikaríkt fólk sem vinn-
ur niður í Vatnsmýri,“ sagði Kári.
Fullt af fólki geti leitt þetta vísinda-
starf.
Líkt og hópíþrótt
Árið 2012 festi bandaríska líf-
tæknifyrirtækið Amgen kaup á Ís-
lenskri erfðagreiningu. Kári segir að
slík fyrirtæki séu ólíkindatól.
„Ég held að aðferðin til þess að sjá
til þess að þetta haldi áfram til lengri
tíma sé að vera sífellt að velta því
fyrir sér hvar það sem við erum að
gera passar inn annars staðar en
bara þar sem við erum núna því
heimurinn getur breyst.“
Páll spurði Kára hvort það starf
sem Íslensk erfðagreining sinnir
væri hægt að stunda á öðrum stað en
á Íslandi, og segir Kári að það sé
hægt að gera hvar sem er, en að
ástæðan fyrir því að Íslensk erfða-
greining sé þar sem hún er í dag sé
vegna þess afburðafólks sem starfar
niður í Vatnsmýri.
Slíkt teymi fyrirfinnst ekki annars
staðar í heiminum.
„Að mörgu leyti þegar maður
horfir á svona vinnu þá lýtur hún
sömu lögmálum og hópíþróttir. Þú
ert að draga saman fólk sem er með
allskonar hæfileika og býrð til úr því
eitt lið, og þetta lið niður í Vatnsmýri
er alveg ótrúlegt,“ segir hann.
Tveir einstaklingar gætu
tekið við þessu starfi
Þrátt fyrir ummæli Kára um
mögulegan flutning Íslenskrar
erfðagreiningar úr landi segir hann
að niður í Vatnsmýri starfi hópur
hæfileikaríks fólks sem gæti leitt
starfsemi Íslenskrar erfðagrein-
ingar að flestu leyti. Hann segir:
„Ég held að við eigum þann mögu-
leika að taka svona tvo einstaklinga
úr þessum hópi og láta þá taka við
því starfi sem ég hef verið að sinna
síðastliðin tuttugu og sex ár eða
svo.“
Þess er þó ekki að vænta að Kári
Stefánsson setjist í helgan stein í
bráð en hann segist ætla að vinna
eins lengi og fólk vill hafa hann í
vinnu. Segir hann jafnframt að sér
renni kalt vatn á milli skinns og hör-
unds þegar menn leggja það til að
hann taki sér frí, en honum finnst frí
skelfileg.
Ekkert sem bendir til að
veiran sé af mannavöldum
Kórónuveiran var á meðal þess
sem rætt var um í viðtali Páls við
Kára.
Ýmsar kenningar hafa verið uppi
um orsakir faraldurins, meðal ann-
ars að veiran sé af mannavöldum.
„Það er bara bull og vitleysa. Það
er ekkert sem bendir til þess, það er
erfitt að búa til svona veiru,“ segir
Kári. Að sögn Kára hafa menn einn-
ig velt fyrir sér hvort þetta hafi verið
veira sem hafi verið einangruð úr
leðurblökum á rannsóknarstofu og
hafi sloppið þaðan út, en mjög fátt
styðji við þá kenningu.
„Þetta hefur ósköp einfaldlega
verið veira sem stökkbreyttist og við
það hoppað úr leðurblöku eða líkri
skepnu og yfir í manninn,“ segir
hann.
ÍE er leiðandi á sínu sviði í heiminum
- Kári Stefánsson segir marga sem starfa hjá ÍE í Vatnsmýrinni geta leitt vísindastarfið - Full
ástæða sé samt til að halda vöku sinni gagnvart þeim möguleika að starfsemin verði flutt úr landi
Viðtal Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var gestur í Dagmálaþætti Páls Magnússonar.
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is • Opið mán.-fim. kl. 8-17, fös. kl. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið
Einnig getum við úvegað
startara og alternatora
í allskonar smávélar
frá Ameríku
Rafstilling ehf er sérhæft verkstæði
í alternator og startaraviðgerðum.
Við höfum áratuga reynslu í
viðgerðum fyrir einstaklinga
og fyrirtæki.
Verkstæðið er með öll nauðsynleg
tæki og tól til þessara verka.
Allir viðgerðir hlutir eru prófaðir í
prufubekk til að tryggja að allt sé
í lagi. Þeim er einnig skilað
hreinum og máluðum.
Áratuga
reynsla