Morgunblaðið - 02.04.2022, Síða 14
14 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2022
sagði Gunnar J. Óskarsson, formað-
ur Stangaveiðifélags Keflavíkur, þar
sem hann stóð á bakkanum og var að
aðstoða föður sinn á áttræðisaldri og
annan veiðimann, Óla B. Bjarnason,
sem var að halda upp á áttræð-
isafmælið og það með stæl, því hann
hafði þegar landað þremur vænum
sjóbirtingum.
„Við höfum veitt þessa fiska í Ár-
mótunum og erum nú komnir neðar
og erum enn að setja í fiska, þótt há-
degisbirtan sé ekki sú besta. Við
búmst við því að enn meira fari að
gerast þegar húmar,“ sagði Gunnar.
Stærsti sjóbirtingurinn var 83 cm,
annar 75 og þá sagði hann nokkra
kröftuga geldfiska líka hafa tekið.
„Þetta er alveg æðislegt,“ bætti
hann við.
Leiðsögumaður sem var með
veiðimenn við Hólaá í Laugardal
sagði mikið þar af urriða og tökur
grannar en nokkrir voru þó komnir
á land. „Það var skæni á hér í morg-
un en svo hefur hlýnað og þá er
meira líf,“ sagði hann. „Urriðinn er
að taka straumflugur en vatnið að
kalt og það þarf að veiða hægt og
djúpt – og þá koma tökurnar.“
Mjög flottir fiskar á milli
„Það eru fiskar víða, á flestum
hefðbundnum stöðum – það er kom-
ið vor og fínt veður, fjórar gráður,“
sagði Valgarður Ragnarsson, leigu-
taki Húseyjarkvíslar í Skagafirði,
lukkulegur eftir hádegi í gær, enda
höfðu þeir félagarnir, sem gjör-
þekkja ána, þá þegar veitt hátt í
tuttugu sjóbirtinga. „Og mjög flott-
ir fiskar eru inn á milli,“ bætti hann
við. „Ég er nú í þessum orðum
sögðum að horfa á félaga minn tog-
ast á við einn sem ég hugsa að sé
hátt í 80 cm langur, hann er líka erf-
iður!
Í morgun fengum við einn sem
var að veiðast í þriðja skipti. Hann
veiddist í opnun í fyrra, var þá 73
cm, veiddist svo aftur í fyrrahaust
og svo nú, orðinn 74 cm.“
„Þetta er búið að vera geggjað“
- Stangveiðitímabilið hófst í gær - Veitt á sjóbirtingsslóðum og í nokkrum ám og vötnum með
staðbundnum silungi - Fínasta byrjun víða, meðal annars í Geirlandsá og Húseyjarkvísl
Morgunblaðið/Eggert
Köstin æfð Nokkrir veiðimenn voru mættir í Vífilsstaðavatn í gær og byrjaðir að leggja flugur sínar fyrir silunginn.
STANGVEIÐI
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Stangveiðitímabilið hófst að vanda 1.
apríl, í gær, þegar veiðimenn tóku að
kasta flugum sínum fyrir silung í all-
nokkrum ám og stöðuvötnum víða
um land, ekki síst þar sem von er á
sjóbirtingi. Veiðimenn sem voru að
opna veiðisvæði á Suðurlandi voru
hæstánægðir með aðstæðurnar, þeg-
ar leið á morguninn voru skilyrðin
orðin eins og best verður þetta
snemma vors, hægur andvari og 6-7
stiga hiti. Enda var fiskur að taka
víða. Tíðindamenn sögðu til að
mynda fjórum hafa verið landað um
morguninn í Eldvatni, sá fyrsti úr
Ytri-Rangá þetta vorið var 71 cm
birtingur sem tók á Gunnugilsbreiðu,
og nokkrir tóku flugur í Tungulæk og
Tungufljóti. Og í Geirlandsá var
heldur betur líf, strax þegar veiði-
menn byrjuðu að kasta um hádeg-
isleytið. Um tveimur og hálfum tíma
seinna voru þeir búnir að landa 15 og
það í skjannabirtu sem er nú sjaldn-
ast besti veiðitími fyrir sjóbirting.
Birtingar í áttræðisafmæli
„Þetta er búið að vera geggjað og
við erum í æðislegu veðri hérna,“
Athafna- og
iðnaðarlóðir
Grundartanga
Faxaflóahafnir sf. óska eftir umsóknum um leigu á athafna- og iðnaðarlóðum
á Grundartanga í Hvalfjarðarsveit. Á Grundartanga eru aðstæður góðar
til uppbyggingar á fjölbreyttri athafna- og iðnaðarstarfsemi; úrval lóða,
iðnaðarhöfn, góðar samgöngur innan svæðis og góðar tengingar við Þjóðveg 1.
Atvinnustarfsemi á svæðinu þarf að falla vel að markmiðum græns hringrásargarðs
eins og lýst er á heimasíðu Grundartanga: www.grundartangi.is
Upplýsingar um stærðir lóða, staðsetningu og afhendingarskilmála
er hægt að nálgast á heimasíðu Faxaflóahafna sf.: www.faxafloahafnir.is
Umsóknarfrestur er til 22. apríl 2022
Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Sveitarfélaginu Árborg var sam-
þykktur á fjölmennum fundi á Hótel Selfossi sl. fimmtudag. Bragi Bjarna-
son, deildarstjóri í frístunda- og menningardeild Árborgar, leiðir listann. Í
öðru sæti er Fjóla St. Kristinsdóttir, viðskiptafræðingur og ráðgjafi, og
þriðja sætið skipar Kjartan Björnsson, rakari og bæjarfulltrúi.
Flokkurinn hélt prófkjör 19. mars sl. Um metþátttöku var að ræða hvort
sem litið er til fjölda frambjóðenda eða fjölda þeirra sem kusu. Alls tóku 18
þátt í prófkjörinu og um 1.400 félagsmenn af þeim 2.200 sem skráðir eru í
flokkinn kusu. Kjörsókn var því um 64%.
Í tilkynningu er haft eftir Braga oddvita að mikil stemning sé í hópnum
og frambjóðendur finni fyrir miklum meðbyr meðal íbúa sveitarfélagsins.
Hann hlakkar til næstu vikna og vonar að keppnin verði drengileg.
Árborg Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins tilbúnir í kosningaslaginn fyrir 14. maí.
Sjálfstæðismenn í Árborg ganga frá lista
Á félagsfundi
Vina Kópavogs í
fyrrakvöld var
framboðslisti til
sveitarstjórn-
arkosninga í vor
samþykktur. Mun
hann bera lista-
bókstafinn Y líkt
og gömlu bílnúm-
erin í Kópavogi.
Oddviti listans er
Helga Jónsdóttir, lögfræðingur og
fv. borgarritari í Reykjavík og bæj-
arstjóri í Fjarðabyggð. Í öðru sæti er
Kolbeinn Reginsson líffræðingur,
Thelma Bergmann Árnadóttir fjár-
málastjóri í þriðja sæti og fjórða sæt-
ið skipar Þórarinn Ævarsson, fram-
kvæmdastjóri og eigandi Spaðans.
Heiðurssætið, 22. sæti, skipar Mar-
grét Pála Ólafsdóttir, höfundur
Hjallastefnunnar. Þórólfur Matt-
híasson prófessor er í 21. sæti
listans.
Helga leiðir lista
Vina Kópavogs
Helga
Jónsdóttir
Framboðslisti
Vinstri hreyfing-
arinnar – græns
framboðs, VG, og
óháðra í Norð-
urþingi hefur
verið sam-
þykktur.
Aldey Unnar
Traustadóttir,
hjúkrunarfræð-
ingur á Húsavík
og núverandi forseti sveitar-
stjórnar, skipar fyrsta sæti listans
og í öðru sæti er Ingibjörg Bene-
diktsdóttir, verkefnastjóri á Húsa-
vík. Þriðja sætið skipar Jónas Þór
Viðarsson, húsasmiður, kennari og
bóndi í Kelduhverfi. Halldór Jón
Gíslason, aðstoðarskólameistari á
Húsavík, er í fjórða sæti og Kolbrún
Valbergsdóttir, rithöfundur á Rauf-
arhöfn, í því fimmta. Óli Hall-
dórsson, fv. bæjarfulltrúi í Norður-
þingi, er í sjötta sætinu.
VG og óháðir með
Aldeyju efsta á lista
Aldey Unnar
Traustadóttir
2022