Morgunblaðið - 02.04.2022, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 02.04.2022, Qupperneq 20
20 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2022 ÚR BÆJARLÍFINU Ólafur Bernódusson Skagaströnd Íbúum á Skagaströnd fjölgaði um 2,8% á síðasta ári. Það er nokkuð yf- ir landsmeðaltali sem er 2,0%. Þetta eru ánægjuleg tíðindi því fjölgunin á Norðurlandi vestra í heild var ekki nema 0,07% en það er sá landhluti þar sem fölgunin varð minnst á árinu. Þörfin fyrir aukið íbúðar- húsnæði er því sífellt meira knýjandi og þess vegna er í pípunum að ráð- ast í smíði sex nýrra íbúða á staðn- um. Tvær þeirra byggir sveitarfé- lagið í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, tvær verða byggðar af leigufélaginu Bríeti og tvær er áætlað að verktakinn byggi. Íbúðir sveitarfélagsins og Bríetar verða leiguíbúðir en verktakaíbúð- irnar verða til sölu. Líklega verður hér um þrjú parhús að ræða og þess- ar sex íbúðir ættu að leysa hluta húsnæðisvandans í bili. - - - Lárus Ægir Guðmundsson gaf nýlega út bókina Kaupmennirnir á Skagaströnd frá 1586. Þar fjallar hann um sögu kaupmanna á Skaga- strönd í rúmlega 400 ár eins og titill- inn ber með sér. Er þetta hin eigu- legasta bók, fróðleg og skemmtileg. Í henni rekur Lárus sögu verslunar á Skagaströnd allt frá 1586 eða svo langt aftur sem öruggar heimildir eru til um. Þó er talið að verslun hafi hafist fyrr, en heimildir um það eru óljósar. Bókin er ríkulega mynd- skreytt og allur frágangur hennar á besta máta. Þetta er reyndar tíunda bókin sem Lárus gefur út en allar fjalla þær á einn aða annan hátt um sögu Skagastrandar. Þar má t.d. finna ýtarlega bók um sjósókn og vélbáta frá Skagaströnd á árunum 1908 til 2010. Í henni eru m.a. mynd- ir af öllum vélbátum sem gerðir hafa verið út frá staðnum á þessu árabili ásamt ýmsum fróðleik um hvern bát. Í annarri bók rekur hann sögu kirkna á Skagaströnd og svo eru bækur um ýmis félög sem lengst hafa starfað á staðnum. Allar bæk- urnar eru mikill fengur í varðveislu sögu Skagastrandar. Lárus hefur sjálfur gefið allar bækurnar út á síð- ustu 12 árum. - - - Sveitarfélagið auglýsti nýlega eftir tilboðum í umsjón með æðar- varpi á ákveðnu svæði í sveitarfé- laginu. Þar hefur Ólafur Ingibjörns- son byggt upp töluvert varp með elju og yfirlegu á undanförnum ár- um. Hér er um talsverða hagsmuni að ræða því varpið hefur gefið af sér nokkrar og vaxandi tekjur árlega. Þrír aðilar buðu í umsjónina, þeirra á meðal var Ólafur og var samið við hann af sveitarstjórn eftir opnun til- boðanna. - - - Aðalskipulagi bæjarins 2019 – 2035 var breytt lítillega nú fyrr í vet- ur vegna fyrirhugaðra baðlóna á Hólanesinu. Áður höfðu sveitarstjóri og forstjóri Rarik skrifað undir samning um heitt vatn til baðanna. Samningurinn gerir ráð fyrir opnun þeirra 2024 og þá mun Rarik hafa nægt heitt vatn til reiðu. Til þess að geta staðið við það þarf fyrirtækið að vera búið að finna meira vatn því heitavatnsskortur er að verða til- finnanlegur þannig að veitan getur ekki útvegað heitt vatn í atvinnu- húsnæði á svæðinu fyrr en og ef meira finnst við boranir. - - - Fráveituframkvæmdir fyrir víkina og vestur fyrir hafnarmann- virkin voru boðnar út í byrjun febr- úar. Sjö aðilar fengu útboðsgögnin en 1. mars voru opnuð tilboð frá þeim tveimur aðilum sem skiluðu inn tilboðum. Kostnaðaráætlun var upp á tæplega 104 milljónir en bæði til- boðin voru langt yfir henni, annað upp á 140 milljónir en hitt 146 millj- ónir. Báðir tilboðgjafar eru með sama undirverktaka í pípulagna hlutanum. Vegna þessa var báðum tilboðunum hafnað á fundi hrepps- nefndarinnar 22. mars en sveitar- stjóra falið að kanna hugsanlegt áframhald verkefnisins með tilboðs- gjöfunum. - - - Krakkarnir í Höfðaskóla mega sannarlega vera ánægð með sig. Þeir sigruðu í keppni minni skóla í Samrómi með því að lesa flestar setningar á landinu, að vísu með hjálp foreldra og annarra í skóla- hverfinu. Fyrir það afhenti forseti Íslands fulltrúum nemenda skólans viðurkenningu á Bessastöðum á dögunum. Þá sungu þrjár ungar stúlkur sig áfram í úrslit í söng- keppninni NorðurOrg sem verður til þess að þær fá að syngja í sjónvarp- inu í stóru söngkeppni Samfés sem fram fer 30. apríl. Á dögunum kíkti svo sveitarstjórinn okkar, Alexandra Jóhannesdóttir, í heimsókn í skólann og skrifaði þar undir samning, í við- urvist yngstu krakkanna í skólanum, við UNICEF og mennta- og barna- málaráðuneytið um að Skagaströnd verði barnvænt sveitarfélag. - - - Framkvæmdir við Þverárfjalls- veg og Skagastrandarveg frá Blönduósi og út fyrir Laxá í Refa- sveit ganga nokkurn veginn eftir áætlun. Nú er verið að byrja á smíði nýrrar 106 metra langrar brúar yfir ána með tilheyrandi tengingum við gamla hluta Skagastrandarvegar norðan við Höskuldsstaði. Það er fyrirtækið Skagfirskir verktakar ehf. á Sauðárkróki sem sér um fram- kvæmdirnar en tilboð þeirra í verk- ið, sem opnað var 17. ágúst 2021, var upp á tæplega 1.500 milljónir. Auk brúarinnar inniber verkið 8,5 km langan veg sunnan Laxár og 3,3 km norðan hennar auk 4,5 km af nýjum tengingum og heimreiðum. Verkinu skal að fullu lokið fyrir 1. nóvember 2023. - - - Vegagerðin ætlar líka á þessu ári að auka grjótvörn við víkina norðan við Höfðann og tengja þann- ig saman núverandi varnargarða við Réttarholt frá 2017 og þess við Sól- vang. Þrátt fyrir óvissu með markaði og lágt verð fyrir grásleppuafurðir á þessu vori verða tíu bátar gerðir út á grásleppu frá Skagaströnd. Kall- arnir eru þessa dagana í óða önn við að gera sig klára og koma netunum í sjóinn. 25 veiðidögum er úthlutað að þessu sinni en reynslan sýnir að oft hefur dögunum verið fjölgað þegar á líður. Íbúum fjölgar á Skagaströnd Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Skagaströnd Til að koma frárennslisrörum fyrir þarf landfyllingu framan við Strandgötuna. BækurÞað er dágóður bunki af fróðleik sem Lárus Ægir Guðmundsson hef- ur tekið saman um sögu Skagastrandar frá ýmsum hliðum. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Borgarráð samþykkti á fundi sínum á fimmtudaginn tillögu borgar- stjóra um uppfærða áætlun um lóðaúthlutun til 2030 til svokallaðra óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga. Meirihlutaflokkarnir samþykktu tillöguna en borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við af- greiðslu málsins. Lóðirnar sem um ræðir eru víðs vegar í Reykjavík. Athygli vekur að lóðum verður úthlutað á tveimur umferðarstokkum sem til stendur að byggja í borginni, þ.e. Miklu- brautarstokk og Sæbrautarstokk. Áætlað er að úthlutun lóða á stokk- unum hefjist árið 2026. Borgar- stjóri hefur boðað að Miklubraut- arstokkur gæti verið tekinn í notkun á árunum 2025-2026 og bíla- umferð verði þá komin í jörðu. Þá stendur til að úthluta lóðum í nýju hverfi við flugvöllinn í Skerjafirði. Afgreiðsla lóðarvilyrða og vilja- yfirlýsinga til fimm óhagnaðar- drifinna félaga verður sem hér seg- ir: - Að teknu tilliti til þeirra lóða sem Bjarg, íbúðafélag verkalýðs- hreyfingarinnar, hefur þegar feng- ið úthlutað eða vilyrði fyrir er gert ráð fyrir að Bjarg geti á næstu ár- um byggt allt að 905 íbúðir á um 17 reitum víðs vegar um borgina. - Gert er ráð fyrir að Bygging- arfélag námsmanna geti byggt allt að 205 íbúðir á fjórum lóðum. - Gert er ráð fyrir að Fé- lagsbústaðir geti byggt íbúða- kjarna með um 151 íbúð. - Gert er ráð fyrir að Fé- lagsstofnun stúdenta geti byggt allt að 361 stúdentaíbúð á næstu árum. - Gert er ráð fyrir að Búseti geti byggt um 335 íbúðir á næstu árum. Borgarráðsfulltrúar Samfylking- arinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna lögðu fram svo- hljóðandi bókun á fundinum: „Hér er verið að kynna áform um 2.000 íbúðir á ári sem er talsverð aukning í fjölda íbúða sem byggðar eru í Reykjavík. Reykjavík hefur staðið fyrir á bilinu 40-50% af heild- arfjölda íbúða á landinu undanfarin fjögur ár. Fjölgun í Reykjavík hefur verið gríðarleg og hefur íbúum fjölgað um meira en 10.000 á kjör- tímabilinu.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Miklabrautin Bílaumferðin fer í stokk í framtíðinni og þá verður hægt að byggja íbúðarhús ofan á stokknum. Borgin lofar lóðum á umferðarstokkum - Óhagnaðar- drifin húsnæðis- félög fá vilyrði fyrir lóðum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.