Morgunblaðið - 02.04.2022, Síða 22
22 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2022
Vefverslun:www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
S. 555 3100 · donna.is
Honeywell
gæða lofthreinsitæki
Verð kr.
39.420
Hreinna loft
- betri heilsa
STUTT
« Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ)
og Bílgreinasambandið (BGS) hafa nú
runnið í eina sæng undir merkjum fyrr-
nefnda félagsins. Í tilkynningu segir að
frá upphafi síðasta árs hafi samtökin haf-
ið náið samstarf við hagsmunagæslu
og hafi það byggt á undirritun samstarfs-
yfirlýsingar. Markmiðið með samstarfinu
hafi verið að efla þjónustu við félags-
menn í samskiptum við stjórnvöld, í lög-
fræðilegum álitamálum og fræðslu- og
menntunarmálum ásamt því að styrkja
rekstur hvorra tveggja samtaka. Haft
var eftir Halldóri Benjamín Þorbergssyni,
framkvæmdastjóra SA, sem SVÞ á aðild
að, að hann fagnaði sameiningunni og að
hann teldi hana til heilla fyrir alla aðila og
ánægjulegt að yfir 100 fyrirtæki á sviði
bílgreina bættust í hóp fyrirtækja innan
vébanda Samtaka atvinnulífsins.
SVÞ og BGS í eina sæng
Fimmtán fjárfestar sem tóku þátt í
útboði á hlutum ríkissjóðs í Íslands-
banka í liðinni viku keyptu fyrir
meira en milljarð. Langflestir þátt-
takendur í útboðinu, sem voru 209
talsins, keyptu fyrir minna en 200
milljónir eða 69%. Aðeins 24 fjárfest-
ar keyptu fyrir 10 milljónir eða
minna. Heildarstærð útboðsins
reyndist 52,7 milljarðar króna.
Bankasýsla ríkisins hefur nú birt
opinberlega kynningu sem lögð var
fyrir ráðherranefnd um efnahagsmál
í gær.
Þar kemur einnig fram að 85% af
þeim 22,5% hlut sem seldur var í út-
boðinu hafi komist í eigu innlendra
fjárfesta. Þar af keyptu íslenskir líf-
eyrissjóðir fyrir 19,7 milljarða króna,
innlendir einkafjárfestar fyrir 16,1
milljarð og innlendir verðbréfasjóðir
og aðrir fjárfestar fyrir 9,1 milljarð.
Í yfirferð Bankasýslunnar segir að
ríkissjóður Íslands hafi „aflað trú-
verðugleika á hlutabréfamörkuðum í
kjölfar frumútboðsins og sölu með til-
boðsfyrirkomulagi“. Þá hafi jákvæð
þróun hlutabréfa bankans á eftir-
markaði auðveldað frekari sölu hluta
í bankanum á markaði.
Gagnrýnt hefur verið að fjárfestar
hafi fengið 4,1% afslátt á hlutabréf-
um í bankanum frá dagslokaverði
eins og það stóð á markaði daginn
fyrir útboðið. Bendir Bankasýslan á
að slíkir afslættir séu viðurkenndir í
útboðsfyrirkomulagi sem þessu. Sýn-
ir stofnunin í samantekt sinni til ráð-
herranefndarinnar að 2,4% afsláttur
hafi verið gefinn í útboði ABN Amro í
Hollandi árið 2016, 8,1% afsláttur
hafi verið gefinn í útboði Arion banka
árið 2019, 5,9% í útboði Nova Ljub-
anska BAnka í Slóveníu það sama ár
og að í útboði hjá RVRC Holding í
Svíþjóð sem fram fór sama dag og út-
boðið nú hjá Íslandsbanka hafi af-
slátturinn verið 6,1%.
Þreifuðu á eftirlitsskyldum
Bankasýslan upplýsir í samantekt
sinni að sú hætta hafi verið fyrir
hendi að upplýsingar um áform
stofnunarinnar myndu leka út. Ekki
var tilkynnt formlega um útboðið
fyrr en eftir lokun markaða 22. mars.
Því áttu sér aðeins stað þreifingar um
mögulegan áhuga á útboðinu meðal
„stórra innlendra eftirlitsskyldra að-
ila“ og hófust þær mánudaginn 21.
mars. Þegar áhugi úr þeirri átt lá
fyrir hófust markaðsþreifingar meðal
erlendra fjárfesta og minni innlendra
þann 22. mars. Það var sama dag og
útboðið sjálft fór fram.
Lífeyrissjóðir fyrirferðarmiklir
Ríkissjóður Íslands er eftir sem
áður stærsti hluthafi bankans með
42,5% hlut en með sölunni er hann
ekki lengur meirihlutaeigandi að
hlutum í bankanum. Næststærsti
hluthafinn er nú Lífeyrissjóður
starfsmanna ríkisins sem fer með
5,1% en fyrir útboðið var eignin kom-
in í 4,1%. Fyrir útboðið var Capital
Group með 4,4% en fjárfestirinn jók
aðeins hlut sinn í 5,1% og er eftir það
jafnstór og Gildi lífeyrissjóður sem
jók hlut sinn úr 3,4%. Þá hefur Líf-
eyrissjóður verslunarmanna einnig
aukið við hlut sinn og stendur hann
nú í 4,6% en var 3,7% fyrir vendingar
liðinnar viku.
Stefnt er að því að ríkið verði búið
að losa að fullu um hlut sinn í Íslands-
banka á næsta ári.
Morgunblaðið/Eggert
Breytingar Ríkissjóður er ekki lengur meirihlutaeigandi að Íslandsbanka.
Fyrir 22,5% hlut fékk ríkið 52,7 milljarða króna. Eftirstæður hlutur ríkis-
sjóðs í bankanum er nú metinn á markaði á 109 milljarða króna.
15 keyptu fyrir
meira en milljarð
- LSR nú orðinn
næststærstur í
Íslandsbanka
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Mikill ferðahugur er í Íslendingum
þessa dagana og hefur fjöldi fólks
annaðhvort nú þegar lagt land undir
fót á nýju ári eða er með á stefnu-
skránni að leggja í víking á komandi
vikum. Af þeim sökum horfa margir
til þess hvernig kaupin gerast á eyr-
inni þegar kemur að flugfargjöldum
til og frá landinu. Átök milli Rússa
og Úkraínumanna hafa ekki orðið til
þess að dempa verð á markaðnum
enda flugfélög mjög háð eldsneytis-
mörkuðum sem síðastliðinn mánuð
hafa verið í hæstu hæðum.
Það vakti því óneitanlega nokkra
athygli þegar Hagstofan birti nýja
mælingu sína á vísitölu neysluverðs
fyrir marsmánuð. Þar reyndust flug-
fargjöld ekki hafa tekið stórt stökk
upp á við. Gerði greiningardeild Ís-
landsbanka t.a.m. ráð fyrir að undir-
flokkur vísitölunnar sem mælir ferð-
ir og flutninga myndi hækka hana
um 0,34% í því ljósi en raunin varð
sú að framlag flokksins til hækkunar
var aðeins 0,22%. Þá benti Una
Jónsdóttir, nýr aðalhagfræðingur
Landsbankans, á það í Dagmálum
sem birt voru á fimmtudag að bank-
inn hefði gert ráð fyrir að farmiða-
verð myndi hækka meira í mars-
mánuði. Tafir á því bentu til að þær
væru þó enn í pípunum og skammt
undan. Morgunblaðið lagðist í könn-
un á verði á þremur þekktum og vin-
sælum flugleiðum til og frá Keflavík
og byggist hún á gögnum sem sótt
voru á bókunarsíður flugfélaga í
gær. Um er að ræða leiðirnar til
Kaupmannahafnar, Lundúna og
New York.
Ferðir til tveggja fyrrnefndu
borganna voru dagana 12.-15. maí en
gagnvart New York voru valdar
tímasetningar inn í júnímánuð þegar
Play hefur hafið flug til og frá
Bandaríkjunum.
Líkt og meðfylgjandi tafla sýnir
getur munað talsverðu á verðlagn-
ingu félaganna. Þess var gætt þegar
upplýsingar um verð voru sóttar að
tilgreina bæði handfarangur og eina
innritaða tösku. Til þess að átta sig
fyllilega á verði milli félaganna þarf
að halda nokkuð langt inn í bókunar-
ferlið. Skýrist það m.a. af því að ekki
er hægt að bóka gjaldfrjálst sæti hjá
Play, ólíkt Icelandair, jafnvel þótt
ódýrustu sætin hjá fyrrnefnda félag-
inu kosti innan við 600 krónur í flest-
um tilvikum. Þá verða ferðalangar
einnig að taka inn í reikningsdæmið
að flugfélögin beina vélum sínum á
mismunandi flugvelli í nágrenni
Lundúna og New York og getur það
haft áhrif á ferðatíma og -kostnað en
það er þó breyta sem ræðst af því
hvar endanlegur áfangastaður er.
Mikill verðmunur milli flug-
félaga á vinsælum leiðum
- Verðboð á bókunarsíðum gefur misvísandi mynd - Fargjöld munu hækka
Verð á flugi út í heim
Kaupmannahöfn 12.-15. maí Verð, kr.*
Play Kastrup 43.066
Icelandair Kastrup 48.915
SAS Kastrup 47.575
London 12.-15. maí Verð, kr.*
British Airways Heathrow, brottför kl. 07.30 27.835
Play Stansted, brottför kl. 06.50 28.302
Icelandair Gatwick, brottför kl. 13.05 44.115
New York 9.-12. júní Verð, kr.*
Play New York Stewart Int. Airp. 50.086
United Airlines La Guardia 75.211
Delta La Guardia 75.471
Icelandair Newark Liberty Int. Airp. 79.865
*Miðað er við verð í leitarvélum flugfélaganna sjálfra,
handfarangur og innritaður farangur innifalinn
Toyota á Íslandi hagnaðist um
1.080 milljónir króna eftir skatta á
árinu 2021. Á aðalfundi félagsins
sem haldinn var fyrir skemmstu
var ákveðið að greiða 800 milljónir
til hluthafa í formi arðgreiðslu.
Eigandi Toyota á Íslandi er
félagið UK fjárfestingar ehf. Það
félag er í jafnri eigu ÞK fjárfest-
ingar ehf. og JÚ ehf. Fyrrnefnda
félagið er í jafnri eigu hjónanna
Kristjáns Þorbergssonar og Þór-
unnar Sigurðardóttur en síðar-
nefnda félagið í jafnri eigu
hjónanna Úlfars Steindórssonar og
Jónu Óskar Pétursdóttur.
Tekjur Toyota á Íslandi námu
12.222 milljónum króna í fyrra og
jukust um 32,9% frá árinu 2020. Þá
reyndist EBITDA af starfseminni
vera 1.449 milljónir.
Eignir félagsins námu 4.280
milljónum í lok síðasta árs og þar af
voru birgðir 1.810 milljónir. Eigið
fé þess stóð í 2.567 milljónum og
eiginfjárhlutfallið var 60%. Í til-
kynningu frá félaginu segir að á
árinu 2021 hafi selst alls 2.064
Toyota- og Lexus-bílar en að á
árinu 2020 hafi þeir verið 1.587
talsins. Þá segir að Toyota hafi ver-
ið mest selda bílategundin 32. árið í
röð.
Hagnast
um 1.080
milljónir
Pallbíll Rauður Toyota Hilux.
- Toyota á siglingu
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
2. apríl 2022
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 127.92
Sterlingspund 167.86
Kanadadalur 102.19
Dönsk króna 19.091
Norsk króna 14.623
Sænsk króna 13.737
Svissn. franki 138.31
Japanskt jen 1.0505
SDR 176.88
Evra 142.0
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 175.7406