Morgunblaðið - 02.04.2022, Síða 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2022
ÚTSALA
Smiðjuvegur 1, s. 419 7300, sportval.is
20-80% afsláttur
Þ
egar ég var
blaðamaður
á þessu
blaði tók ég
eitt sinn viðtöl við
forsvarsmenn fjög-
urra félaga sem not-
uðust öll við skamm-
stöfunina FÍT. Þetta
voru félög teiknara,
tónlistarmanna, tann-
læknanema og trygg-
ingastærðfræðinga og
mig minnir að
kveikja greinarinnar
hafi verið starfsheitið
trygginga-
stærðfræðingur. Mig
fýsti að vita hvað þeir gerðu, sem kom einmitt fram í greininni
(ásamt því að fólk í fermingarveislum hefur „engan skilning og það-
an af síður áhuga á vinnunni minni“, skv. sposkum formanni). Mér
flaug þetta skemmtilega starfsheiti í hug nýlega þegar ég hnaut um
annað ámóta langt, fjölbreytileikafræðingur. Og þá rann upp fyrir
mér að veröldin er krökk af löngum titlum, sem sumir eru jafnvel
svo nýir að við vitum ekki
endilega hvað viðkomandi
gerir í vinnunni.
Í heimsfaraldri var reglu-
lega í fréttum talað við pró-
fessor í líftölfræði og í gos-
inu var hópstjóri
náttúruvár tíður gestur –
vegna þess hve oft þau voru í sviðsljósi höfum við þó að mestu áttað
okkur á inntaki þeirra starfa. Sumir eru sjaldnar nefndir. Fóst-
urtalningamanni brá fyrir um daginn, sá starfar í sauðfjárrækt, og
hláturjógakennari birtist líka – segir sig sumpart sjálft. Einhverjir
ná að ímynda sér hvað fjármálamarkþjálfi gerir, en andlegur einka-
þjálfari er aftur óræðari. Nám var auglýst fyrir þá sem vilja verða
stafrænir markaðssérfræðingar og banki nokkur lýsti eftir hönn-
unarstjóra stafrænnar upplifunar – ýmsu framferði er nú líka mark-
aður bás í stafrænum heimi, sem kallar á öðruvísi þekkingu.
Já, liðin er sú tíð fyrir löngu þegar landsmenn voru ýmist bændur,
sýslumenn, ljósmæður eða prestar. Lífið var ekki endilega einhæft,
en viðurkennd störf voru fá. Á leiðinni hefur svo aragrúi starfa orðið
til og dottið upp fyrir. Sútari, setjari, snikkari, einhver? Sitt er líka
hvað, embætti, menntun og starf.
Þegar blómatími nafnspjalda ríkti fann maður oft til með hönnuð-
um þeirra. Titill þurfti að fara vel undir nafni og helst ekki skiptast
á milli lína. Þá var ekkert grín að vera spendýravistfræðingur, land-
mælingaverkfræðingur eða vararíkisendurskoðandi. Eða gæðaeftir-
litsmaður við framleiðslulínu í frystihúsi …
Heilt yfir eru starfsheiti afar heillandi heimur og mörg beinlínis
falleg; lyfsali, hvíslari, matráður, vitavörður, dávaldur … Stundum
leikur á tvennu hvort flokka skuli titil sem starfsheiti – stundum er
lífsstarfið bara það sem þú gerir, án þess að nokkur greiði þér fast
fyrir. Landnámsmaður, galdrakarl, húsfreyja og já, segjum þetta
aftur, húsfreyja.
En aftur að nafnspjöldunum. Hvert ætli sé stysta starfsheitið í ís-
lensku? Ég fleygi þessu bara fram til gamans og dettur fyrst í hug
þjónn. Eða, við nánari umhugsun, skáld. Það verður varla toppað,
nema kannski með hinu nánast aflagða heiti, sem þótti þó lengi
ómissandi, og var einhverra hluta vegna alltaf kvenkennt: Þula.
Smíða skútu,
skerpi skauta …
Tungutak
Sigurbjörg Þrastardóttir
sitronur@hotmail.com
Ljósmynd/Colourbox
Fjölbreytileikafræðinga er nú víða að finna.
Í
fyrra birtist ritgerð í Tímariti lögfræðinga eftir
Kristrúnu Heimisdóttur lögfræðing. Hún kom
síðan út sérprentuð í bókinni Landfesti lýðræðis
– breytingarregla stjórnarskrárinnar.
Kristrún braust í gegnum allar umræður um „nýju
stjórnarskrána“ frá því að Jóhanna Sigurðardóttir
hratt þeim af stað sem forsætisráðherra fyrri hluta árs
2009. Kristrún leiðir í ljós að efnislega stendur ekki
steinn yfir steini í „nýju stjórnarskránni“ enda kjósa
þeir sem helst tala fyrir henni nú að gera það með
veggjakroti ef ekki dansi.
Ritgerð Kristrúnar átti örugglega mikinn þátt í því
hve stjórnarskrármálið fór lágt fyrir kosningarnar 25.
september 2021. Þegar málið er brotið til mergjar birt-
ast mörg þúsund orð en að þau séu „ný stjórnarskrá“
er af og frá. Helst má álykta að talsmenn „nýju
stjórnarskrárinnar“ voni að upplýsingaóreiða bjargi
þeim frá efnislegri umræðu um málið. Alið er á spennu
um ferlið en ekki það sem stendur í stjórnarskránni.
ESB-málinu hefur verið siglt í svipaðan farveg. Þar
er höfuðáherslan nú á ferlið, þjóðaratkvæðagreiðslu. Í
upphafi töldu aðildarsinnar þjóðaratkvæðagreiðslu um
ESB-umsókn fráleita. Nú tala þeir ekki um annað.
Forðast að ræða efnisþættina.
ESB-aðild var ekki frekar en „nýju stjórnarskránni“
hampað af neinum flokki fyrir kosningarnar 25. sept-
ember 2021. ESB-málinu var klúðrað á árunum 2009
til 2013 vegna óðagots og lélegs undirbúnings. Hraðinn
útilokaði umræður innan lands, ætlunin var að tryggja
aðild á mettíma. Meirihlutinn á alþingi hafnaði sum-
arið 2009 tillögu Sjálfstæðisflokksins um þjóð-
aratkvæðagreiðslu um umsóknina.
Allar ábendingar um að í óefni væri stefnt voru hafð-
ar að engu. Slegið var úr og í
þegar spurt var um samnings-
markmið og sagt að mestu skipti
að fá nasasjón af því sem ESB
hefði að bjóða. Allt var þetta á
skjön við sjónarmið ESB-manna.
Þeir telja eðlilega að umsækj-
andinn hafi gert aðild upp við sig
með umsókn sinni og viðræðurn-
ar snúist um fyrirkomulag aðlögunar að kröfum ESB.
Gömlu, úreltu viðhorfin um umsókn án aðlögunar-
skuldbindinga ráða enn innan þingflokka Samfylk-
ingar, Viðreisnar og Pírata. Nú á bara að „kýla á
þetta“ og efna til þjóðaratkvæðagreiðslu án samnings-
markmiða. Tilefnið er innrás Rússa í Úkraínu.
Í óðagotinu gleymist stjórnarskráin. Er í raun póli-
tísk sátt um að hefja skuli aðildarviðræður við ESB að
óbreyttri stjórnarskrá og án þess að hafið sé ferli sem
leiði til stjórnarskrárbreytinga ESB-aðild í hag? Tek-
ur ESB mark á umsókn nema sátt sé um nauðsynlega
breytingu á stjórnarskránni og unnið sé að henni?
Sumarið 2009 gaf meirihluti alþingis sér ekki tíma til
að semja um breytingu á stjórnarskránni áður en hann
sótti um ESB-aðild. Meirihlutamenn gátu hins vegar
sagt að samhliða viðræðum við ESB væri unnið að
gerð nýrrar stjórnarskrár. Ekkert slíkt er á döfinni nú
og enginn áhugi á að fulltrúar stjórnmálaflokkanna
ræði stjórnarskrármálið.
Þingmenn eiga lokaorð um hvort efnt sé til þjóðar-
atkvæðagreiðslu um ESB-aðildarviðræður nú eins og
árið 2009. Í stjórnarskrám sumra landa eru ákvæði um
að tilgreindur fjöldi almennra borgara geti knúið fram
þjóðaratkvæðagreiðslu um eitthvert baráttumál sitt.
Hér er ekkert slíkt ákvæði og þess vegna ákveður
meirihluti alþingis hvort gengið sé til þjóðaratkvæða-
greiðslu.
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Við-
reisnar, gagnrýnir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráð-
herra í grein í Fréttablaðinu þriðjudaginn 29. mars
fyrir að „reisa girðingu milli þings og þjóðar, með um-
mælum sínum um að þingmeirihluta þurfi til að þjóðin
megi segja sitt í þjóðaratkvæðagreiðslu“. Þetta er
marklaus gagnrýni. Forsætisráðherra sagði ekki ann-
að en henni er skylt. Þjóðaratkvæðagreiðsla verður
ekki án ákvörðunar meirihluta alþingis.
Þorbjörg Sigríður segir sterk rök nú hníga að því að
Ísland taki afstöðu til aðildar að Evrópusambandinu
vegna nýs veruleika í varnar- og öryggismálum og
hlutverks Evrópusambandsins í þeim efnum. Þorbjörg
Sigríður vill með öðrum orðum innlenda rökræðu um
varnar- og öryggismál á forsendum ESB, þjóðar-
atkvæðagreiðsla um ESB-aðild sé nauðsynleg til þess.
Það er misskilningur á stöðu mála innan ESB að
ætla nú að gera varnar- og öryggismál að tilefni
þjóðaratkvæðagreiðslu um
hvort Ísland eigi að sækja um
aðild að Evrópusambandinu.
Varnar- og öryggismál á Norð-
ur-Atlantshafi eru í höndum
þjóða sem eru utan ESB: Norð-
manna, Breta, Bandaríkja-
manna og Kanadamanna auk
okkar Færeyinga og Grænlend-
inga.
Þá er blekking að láta eins og unnt sé að halda
áfram þar sem frá var horfið í janúar 2013 þegar Össur
Skarphéðinsson utanríkisráðherra setti ESB-aðildar-
viðræðurnar á ís af ótta við neikvæð áhrif þeirra á
þingkosningarnar þá um vorið.
Sama á við um þetta mál og „nýja stjórnarskrár-
málið“, glöggur fræðimaður verður að brjóta það til
mergjar og kynna heildarmyndina áður en lengra er
haldið. Svo margt hefur gerst og verið sagt á undan-
förnum 13 árum frá því að ESB-umsóknarmistökin
voru gerð samhliða stjórnarskrármistökunum undir
forystu Jóhönnu Sigurðardóttur að nauðsynlegt er að
kortleggja það áður en lengra er haldið.
Eitt er víst: Það er hættulegur leikur að láta innrás
Rússa í Úkraínu rjúfa samstöðu um íslenska þjóðarör-
yggisstefnu. Tillaga stjórnarandstöðunnar um að ekki
sé unnt að tryggja þjóðaröryggi Íslendinga án ESB-
aðildar rýfur þessa samstöðu.
Eitt er víst: Það er hættulegur
leikur að láta innrás Rússa í
Úkraínu rjúfa samstöðu um
íslenska þjóðaröryggisstefnu.
Björn Bjarnason
bjorn@bjorn.is
ESB-leikur gegn þjóðaröryggisstefnu
Úkraínumenn hafa verið óheppn-
ari með nágranna en Íslend-
ingar. Einn hræðilegasti atburður
tuttugustu aldar í Evrópu var hung-
ursneyðin í Úkraínu árin 1932-1933.
Talið er, að fjórar milljónir manna
hafi þá soltið í hel. Orsök hennar var,
að Kremlverjar vildu koma á sam-
yrkju, en bændur streittust á móti.
Kremlverjar brugðust við með því
að gera mestalla uppskeru þeirra
upptæka. Þeir reyndu síðan að koma
í veg fyrir allan fréttaflutning af
hungursneyðinni.
Tveir breskir blaðamenn í
Moskvu, Malcolm Muggeridge og
Gareth Jones, leituðust þó við að
fræða heimsbyggðina á því, sem
væri að gerast. Hersveitir Stalíns
„höfðu breytt blómlegri byggð og
frjósamasta landi í sorglega auðn“,
hafði Morgunblaðið eftir Mugger-
idge 19. júlí 1933. Vísir birti 2. ágúst
lýsingu Jones á hungursneyðinni.
Nýlega var gerð kvikmyndin Mr.
Jones, þar sem lýst var baráttu hans
fyrir að fá að segja sannleikann, en
fréttaritari New York Times í
Moskvu, Walter Duranty, tók fullan
þátt í því með Kremlverjum að
kveða niður frásagnir af þessum
ósköpum.
Íslenskir stalínistar létu ekki sitt
eftir liggja. Í október 1934 andmælti
Halldór Kiljan Laxness skrifum
Morgunblaðsins í tímaritinu Sovét-
vininum: „Ég ferðaðist um Ukraine
þvert og endilángt í „hungursneyð-
inni“ 1932. Það var yndisleg húng-
ursneyð. Hvar sem maður kom, var
alt í uppgángi.“ Vitnaði hann óspart í
Duranty.
Þótt ótrúlegt megi virðast, eiga
þeir Stalín, Laxness og Duranty enn
sína liðsmenn. Í kennslubókinni
Nýjum tímum eftir Gunnar Karls-
son og Sigurð Ragnarsson, sem kom
út árið 2006, var ekki minnst einu
orði á hungursneyðina, heldur að-
eins sagt, að Stalín hefði komið á
samyrkju „í óþökk mikils hluta
bænda“.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
„Yndisleg
húngursneyð“