Morgunblaðið - 02.04.2022, Qupperneq 27
UMRÆÐAN 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2022
Leirdalur 19, 260 Reykjanesbæ
Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is
Glæsileg 4ra herb. neðri hæð með bílskúr og sólpalli í mjög
nýlegu tvíbýli í Dalshverfi Reykjanesbæ.
Nýr grunn- og leikskóli í göngufæri.
Jóhannes Ellertsson
Löggiltur fasteignasali
s. 864 9677
Júlíus M Steinþórsson
Löggiltur fasteignasali
s. 899 0555
Bjarni Fannar Bjarnason
Aðstoðamaður fasteignasala
s. 773 0397
Verð 73.500.000 Birt stærð 139,5 m2
U
ngverjar hafa löngum átt
frábæra skákmenn og
meðal karlpeningsins var
sá frægasti án efa Lajos
Portisch, einn stöðugasti stórmeist-
ari heims sem tefldi í áskorenda-
keppninni nær óslitið frá 1965 til
1985. Arftakarnir voru margir hverj-
ir undir greinilegum áhrifum frá
Portisch en virtist stundum skorta
þor og þrek til að ná hæstu hæðum.
Samt tefldi Peter Leko einvígi um
heimsmeistaratitilinn við Vladimir
Kramnik árið 2004 og var nálægt því
að sigra, en þá voru tveir heims-
meistaratitlar „í gangi“ og einvígið
haldið undir merkjum PCA, sam-
taka atvinnuskákmanna, sem voru
lögð niður stuttu síðar.
Judit Polgar, sem hætti árið 2014,
hafði flesta kosti fram yfir landa
sína. Stíll hennar einkenndist af
sókndirfsku og keppnishörku.
Nokkur bið varð á því að Ungverjar
eignuðust slíka meistara aftur eða
þar til Richard Rapport kom fram á
sjónarsviðið. Hann hefur tekið þátt í
nokkrum Reykjavíkurskákmótum
og oft náð eftirtektarverðum
árangri. Stíl hans er að sumu leyti
erfitt að flokka en óvenjuleg
byrjanataflmennska hefur lengi vel
verið eitt einkenna hans. Hann hefur
tekið stór skref fram á við undan-
farið sem hefur þokað honum í 10.
sæti á stigalista FIDE.
Rapport sigraði á FIDE Grand
Prix-mótinu í Belgrad í byrjun mars
en mótið var eitt þriggja sem velja
þátttakendur í áskorendamótið sem
á að hefjast í Madrid á Spáni 17. júní
nk. Með því að Sergei Karjakin hef-
ur verið dæmdur í sex mánaða
keppnisbann af siðanefnd FIDE er
enn óljóst hvernig endanlegur kepp-
endalisti lítur út. Þar við bætist
óvissa um hvort Magnús Carlsen
muni yfirhöfuð verja heimsmeistara-
titilinn, en hann hefur látið í veðri
vaka að það muni hann ekki gera –
nema áskorandinn verði íranska
ungmennið Alireza Firouzsja, sem
nú teflir fyrir Frakka.
Í eftirfarandi skák, sem tefld var í
Belgrad, mætir Rapport einhverjum
mesta byrjanasérfræðingi sem um
getur. Það er ekki nokkur leið að
koma Maxime Vachier-Lagrave á
óvart í byrjun tafls – en samt tókst
Rapport það:
FIDE Grand Prix; Belgrad 2022,
1. umferð úrslita:
Richard Rapport – Maxime
Vachier-Lagrave
Grünfelds-vörn
1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4.
cxd5 Rxd5 5. e4 Rxc3 6. bxc3 Bg7 7.
Bc4 c5 8. Re2 0-0 9. Be3 Rc6 10.
Hc1!?
Óvenjulegur leikur því oftast
hrókerar hvítur. Sennilega vildi
Rapport halda því opnu að leika h-
peðinu með stuðningi hróksins á h1.
Vachier Lagrave þekkir Grünfelds-
vörnina betur en nokkur annar og
hróksleikurinn hefði ekki átt að
koma honum á óvart.
10. … cxd4 11. cxd4 Da5+ 12.
Hc3 e5 13. d5 Rd4
Sennilega var 13. … b5!? betri
leikur.
14. Bd2! Bd7 15. Rxd4 exd4 16.
Hc1 Da3 17. Db3!
Hann skynjar vel að hvíta staðan
er alltaf betri eftir drottninga-
uppskipti, aðallega vegna veika
peðsins á d4.
17. … Dxb3 18. Bxb3 Hae8 19. f3
f5 20. Hc7 Bb5 21. a4 Bd3
Sækir að e4-peðinu en hvítur á
kröftuga gagnsókn!
22. d6+! Kh8 23. d7 Hb8 24. Bb4!
Allt hárbeittir leikir, 24. … Hfd8
strandar á 25. Be7 o.s.frv.
24. … Be5 25. Bxf8 Bxc7
26. Be7!
Hótar 27. Bf6 mát.
26. … Kg7 27. e5! b5 28. Bf6+ Kf8
29. e6 Bd8 30. Be5 Hb6 31. Bxd4
Hc6 32. axb5 Bxb5 33. Kf2 Ke7 34.
Be3 Bb6 35. Hd1 Bxe3 36. Kxe3 Hc3
37. Kf4
– og svartur gafst upp.
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Morgunblaðið/Ómar Óskarsson.
Stórstígar framfarir Richard Rapport er fremsti Ungverjinn í dag í skák.
Rapport sigraði á
FIDE Grand Prix-
mótinu í Belgrad
Að undanförnu hefur
mikið verið rætt um
hlýnun jarðar og þær
ráðstafanir sem Íslend-
ingar eigi að gera til að
draga úr losun koldíox-
íðs. Þær aðgerðir sem
fyrirhugaðar eru af
stjórnvöldum munu
verða mjög kostnaðar-
samar og hafa veruleg
áhrif í virkjunar- og um-
hverfismálum. Spurningin er hvort
þessi stefna stjórnvalda sé réttlæt-
anleg. Um 90% af orkunotkun Ís-
lendinga styðst við endurnýjanlega
orkugjafa. Það er því ekki við Íslend-
inga að sakast ef koldíoxíð í andrúms-
loftinu er farið að hafa áhrif á lofts-
lagið. Þeir eru á grænni grein. Aðrar
þjóðir eru hinir eiginlegu sökudólgar,
og þeim ber að hafa forgöngu um að-
gerðir. Margar þjóðir eiga þarna hlut
að máli, en mest er ábyrgð Kína, sem
reiðir sig mjög á kolaorku. Úr henni
fá Kínverjar um 1.000 gígavött, og
kolaorkuverum í Kína fjölgar stöð-
ugt. Árið 2020 bættist 41 gígavatt við
kolaorkuframleiðslu Kínverja, og ár-
ið 2021 var lagður grunnur að orku-
verum sem framleiða munu 33 gíga-
vött til viðbótar. Jafnframt gáfu
kínversk stjórnvöld til kynna að þau
myndu ekki geta staðið við fyrri áætl-
anir um að minnka losun koldíoxíðs
þar sem atvinnulífið yrði að reiða sig
svo mjög á brennslu kola. Til sam-
anburðar skal bent á að heildarorku-
notkun á Íslandi er aðeins þrjú gíga-
vött, þ.e. minna en tíundi hluti af
árlegri aukningu kola-
orku í Kína. Það er því al-
gjör barnaskapur og
sjálfsblekking að ímynda
sér að ráðstafanir Íslend-
inga skipti einhverju
máli.
Áhersla íslenskra
stjórnvalda á orkuskipti í
vegasamgöngum með
fjölgun rafmagnsbíla er
sömuleiðis vafasöm. Þar
er aðeins um að ræða lítið
brot af fyrrnefndum
þremur gígavöttum, auk
þess sem framleiðsla bílrafgeyma og
förgun þeirra vekur alvarlegar
spurningar af umhverfisástæðum.
Sett hafa verið metnaðarfull al-
þjóðleg markmið til að takmarka
hitastigshækkun á jörðu. Ekkert
bendir til þess að þeim markmiðum
verði náð. Því ættu menn fremur að
búa sig undir þá hlýnun sem í vænd-
um er. Hinn þekkti stjörnufræðingur
Fred Hoyle sagði á sínum tíma að ef
hlýnunin væri af mannavöldum mætti
líta á hana sem jákvætt skref, því að
hún gæti bjargað mannkyninu frá ís-
öld sem annars væri líkleg að hans
mati. Hvort sem menn eru sammála
Hoyle eða ekki er þetta umhugsunar-
vert.
Barnaskapur og
sjálfsblekking
Eftir Þorstein
Sæmundsson
» Íslendingar geta
sparað sér kostn-
aðarsamar aðgerðir í
umhverfismálum.
Þorsteinn Sæmundsson
Höfundur er stjörnufræðingur.
halo@hi.is
Steingrímur Magnússon
fæddist 2. apríl 1895 í Gull-
berastaðaseli í Lundar-
reykjadal. Foreldrar hans
voru hjónin Magnús Magnús-
son, f. 1868, d. 1949, bóndi á
Krossi í sömu sveit, síðar
verkamaður í Reykjavík, og
Guðlaug Steingrímsdóttir, f.
1865, d. 1949, húsfreyja.
Steingrímur stundaði versl-
un með fisk frá árinu 1914 til
ársins 1970. Hann var forstjóri
Fiskhallarinnar í Reykjavík
1938-70, og rak fjölda fisk-
verslana í borginni. Fyrirtæki
hans var það stærsta sinnar
tegundar hér á landi.
Fiskhöllin var móttöku-
staður fyrir fisk, sem sóttur
var í báta er lögðu upp í
Reykjavíkurhöfn og í höfnum
á Reykjanesi og víðar. Gert
var að fiskinum í „Höllinni“ og
hann síðan sendur út í búðir,
sem Steingrímur rak með öðr-
um. Fiskhöllin var við
Tryggvagötu 10.
Fyrri eiginkona Steingríms
var Kristjana Einarsdóttir, f.
1895, d. 1938. Seinni eiginkona
hans var Sigríður V. Einars-
dóttir, f. 1907, d. 1993. Með
fyrri eiginkonu sinni eignaðist
Steingrímur átta börn, en eitt
með þeirri seinni.
Steingrímur lést 4.12. 1991.
Merkir Íslendingar
Steingrímur
Magnússon
Óréttlæti, eymd og stríð,
yfirgangur, þvingun, níð,
bera vott um mesta mein
mannkyns, það er illskan hrein.
Saklaust fólk á sinni leið
sætir grimmd og býr við neyð.
Hvað ef yrði næstur nú
náinn vinur, jafnvel þú?
„Vita skaltu, vina mín,
víst ég hugsa oft til þín.
Fús ég vildi veita þér
vernd og lið, en trúðu mér:
Ef ég vel að verja þig
verður ráðist næst á mig.
Hetjudáð er hættuspil,
heldur þér ég fórna vil.“
Þannig vini vill ei neinn,
virðist betra’ að standa einn
þegar reynir eitthvað á,
ekki slíkum treysta má.
Sannur vinur vex í raun,
verður smyrsl á lífsins kaun.
Þótt hann missi mannorð sitt
mun hann bera okið þitt.
Traustur vinur?
Ólafur Jóhannsson hagyrðingur.