Morgunblaðið - 02.04.2022, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.04.2022, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2022 ✝ Egill Viðar Þráinsson fæddist 24. apríl 1951 í Ólafsvík. Hann lést á Dval- arheimilinu Jaðri 21. mars 2022. Foreldrar Egils voru Þráinn Sig- tryggsson, útgerð- armaður og skip- stjóri, frá Mosfelli í Ólafsvík, f. 1. sept- ember 1928, d. 7. mars 2008, og Guðbjörg Elín Sveinsdóttir hús- móðir, frá Fossi í Staðarsveit, f. 6. október 1932, d. 21. desem- ber 2018. Egill var elstur sjö systkina og á eftir honum koma í aldursröð Pálína Svanhvít, f. 24. mars 1952, Bryndís Jenný, f. 3. september 1954, Sigur- björg Erla, f. 12. janúar 1957, Lilja Björk, f. 15. desember 1959, Berglind Sigrún, f. 25. september 1961, og Sigtryggur Sævar, f. 2. júní 1967. Egill kvæntist Hrefnu Guð- björnsdóttur verkakonu þann 31. desember 1975. Hún er fædd í Reykjavík 9. maí 1953. Foreldrar Hrefnu voru Guð- björn Sigfús Halldórsson, leigu- björn Ásbjörnsson. Börn þeirra eru: a) Ásbjörn, b) Særún, c) Margrét Elín og d) Jóhanna Brynja. Egill og Hrefna byggðu sér heimili að Skipholti 12 í Ólafs- vík árið 1975 og bjuggu þar öll sín hjúskaparár. Þau hjón voru samstiga og ferðuðust mikið um landið. Egill var mikið nátt- úrubarn og þekkti vel staðhætti hér á landi, nánast hverja þúfu og stein sama hvar hann kom. Egill lauk gagnfræðaprófi frá Grunnskólanum í Ólafsvík árið 1967. Hann hóf sjómanns- feril sinn ungur að aldri og að- eins 14 ára var hann ráðinn há- seti á sumarvertíð á Hrönn SH 149. Eftir það varð ekki aftur snúið. Hann lauk fyrsta stigi í Vélskóla Íslands og tók skip- stjórnarpróf fyrsta stigs í Ólafs- vík 1972. Hann starfaði fyrst sem vélstjóri og síðan yfirvél- stjóri á Hrönn SH 149 á ár- unum 1967-1974, stýrimaður á Sveinbirni Jakobssyni SH 10 frá 1975 og tók við sem skip- stjóri þegar Þráinn, faðir hans, fór í land árið 2000. Eftir það gerði hann út og stýrði skipinu í tvo áratugi eða til ársins 2020 þegar hann lét af störfum vegna hrakandi heilsu. Sjó- mennskan átti hug hans allan fram á hinsta dag. Útför Egils fer fram frá Ólafsvíkurkirkju í dag, 2. apríl 2022, klukkan 14. bifreiðarstjóri í Reykjavík, f. 26. desember 1916, d. 25. febrúar 1960, og Hansína Metta Kristleifsdóttir verkakona, f. 25. maí 1918, d. 1. maí 1997. Börn Egils og Hrefnu eru: 1) Guðbjörn Sigfús, f. 13. desember 1971, maki Guðrún Anna Oddsdóttir. Dætur þeirra eru: a) Hrefna Rún, sambýlismaður Guð- mundur Reynir, b) Unnur Eir, sambýlismaður Snæþór Bjarki og c) Bryndís Brá. 2) Þráinn Viðar, f. 2. júlí 1974, maki Svandís Jóna Sigurðardóttir. Börn þeirra eru: a) María Ýr, sambýlismaður Bergur Már og barn þeirra Birnir Óli, b) Elín Dögg, sambýlismaður Jón Gísli Eyland, og c) Hafsteinn Þorri. 3) Elísabet Hrönn, f. 21. ágúst 1978, maki Jón Hjörtur Harð- arson. Börn þeirra eru: a) Anna Rut, sambýlismaður Ásgeir Páll, b) Aníta Eik, c) Hörður Máni og d) Egill Viðar. 4) Soffía Elín, f. 2. maí 1984, maki Frið- Í dag kveð ég elsku pabba minn og mig langar að minnast hans í örfáum orðum. Það er sárt að hugsa til þess að pabbi eigi aldrei eftir að hringja aftur til að fá fréttir af okkur fjölskyldunni og spyrja um nákvæma staðsetningu okkar. Hann mun ekki setjast framar í sætið sitt í Skipholtinu með rist- að brauð og kaffi í glasi með vel sykruðum botni og sussa á mig af því að „við þurfum að hlusta á fréttirnar Soffía“. Nær allt sem tengdist sjávar- útvegi var aðaláhugamál pabba og heima var mikið rætt um veð- ur og fiskirí. Pabbi sagði mér að fyrsta orðið sem ég sagði hafi verið „bræla“. Ég held að hann hafi verið nokkuð montinn með það enda þótt þessi kenning hans hafi e.t.v. ekki verið alveg sann- leikanum samkvæm. Pabba fannst skemmtilegt að rúnta og oft fór ég með. Smá rúntur á bryggjuna og vigtina endaði samt oftast í löngu spjalli við hina kallana um sjóinn. Mér fannst það ekkert sérstaklega gaman en alltaf gleymdi ég þess- ari löngu bið og fór yfir mig glöð með í næsta bíltúr. Pabbi var stríðinn og lék sér að því stundum að æsa fólk upp. Við krakkarnir fengum okkar skerf og árum saman lék hann leikritið um að hann ætlaði að leggja sig eftir matinn á aðfanga- dagskvöld áður en pakkarnir yrðu opnaðir. Til er myndband af viðbrögðum mínum, yngsta barnsins, eitt árið og er það vart talið sýningarhæft sökum eðlis þeirra mótmæla sem gripið var til. Þegar ég flutti til Reykjavíkur í skóla hringdi pabbi í mig á hverju kvöldi og eiginlega alltaf á slaginu klukkan ellefu. Hann vildi vita hvernig dagurinn hefði verið, hvernig gengið hefði í skól- anum, hvað ég hefði borðað yfir daginn og síðast en ekki síst hvernig blóðsykurinn hefði verið. „Þú passar þig eska,“ voru gjarn- an kveðjuorðin hans fyrir svefn- inn. Í fyrstu fannst mér þetta óþarfa áhyggjur en fór svo að þykja ótrúlega vænt um þessi símtöl og beið eiginlega eftir þeim alla daga. Þá sjaldan sem síminn hringdi ekki um ellefu- leytið sló ég því sjálf á þráðinn og þá brást það ekki að hann hafði sofnað yfir sjónvarpinu. Þegar ég svo flutti aftur til Ólafsvíkur fækkaði símtölunum en í staðinn var hann duglegur að kíkja til okkar. Þar átti hann sitt fasta sæti, fékk kaffið sitt og kandís með og leiddi að venju fróðlegt spjall um málefni líðandi stund- ar. Árið 2014 greindist pabbi með Parkinsons-sjúkdóminn. Hann hætti á sjónum í júní 2020 vegna hrakandi heilsu en sagði engu að síður alltaf við mig að hann ætl- aði svo að taka stöðuna eftir ára- mót og þess vegna væri nauðsyn- legt að endurnýja öll réttindi og passa að þau væru í fullu gildi. Síðastliðið ár reyndist pabba mjög erfitt, hreyfigetan var orðin lítil og röddin veik. Það var erfitt að vera fjarri og geta ekki átt samskipti við hann símleiðis eins og í daglegu spjalli okkar forð- um. Ég vona að hann hafi samt vitað að ég hugsaði alltaf til hans. Elsku pabbi. Takk fyrir allt. Þú ert örugglega frelsinu feginn og farinn á sjóinn. Ég passa mig. Þín dóttir, Soffía Elín. Nú hefur hann Egill tengda- pabbi fengið hvíldina eftir erfið veikindi. Ég kynntist honum fyrst þegar ég kom inn í fjöl- skylduna fyrir 28 árum. Það má segja að mín fyrstu kynni af hon- um hafi verið þegar hann sótti mig oft á rútuna þegar ég var að koma vestur í heimsókn til hans Bjössa míns. Síðar flutti ég til Ólafsvíkur og við Bjössi hófum sambúð í íbúð á neðri hæðinni hjá þeim Agli og Hrefnu í Skip- holtinu. Það var mikil gleði þegar við eignuðumst svo hana Hrefnu Rún, sem var fyrsta barnabarn þeirra. Egill og Hrefna komu keyrandi á móti okkur upp á Fróðárheiði til að fylgja okkur yfir heiðina í vetrarfærðinni. Á hverjum degi kom hann svo að kíkja á litlu prinsessuna. Þessi þrjú ár sem við bjuggum hjá þeim má segja að Egill hafi verið tilraunadýr mitt þegar kom að bakstri því hann sá um að smakka það sem ég var að prófa mig áfram með í eldhúsinu. Ég á margar góðar minningar um elsku tengdapabba. Hann var glettinn og náði mér nokkrum sinnum með því að spyrja rétt fyrir hádegisfréttir á Rás 1 hvaða lag væri í útvarpinu. Ég lagði mig fram um að reyna að greina lagið, enda þrjósk, en þeg- ar ég gafst upp kom svar hans sem var „síðasta lag fyrir frétt- ir“. Egill bjó alla tíð hér í Ólafsvík og vann við það sem hann hafði mestan áhuga á en það var allt sem tengdist sjómennsku. Bryn- dís mín tók viðtal við afa sinn fyr- ir nokkrum árum um uppvaxt- arár hans. Þar lýsir hann vel hvernig hann lék sér sem barn á túnunum hér efst í bænum, klæddist útvíðum buxum og háum hælum sem unglingur og segir frá því að þeir strákarnir hafi látið smíða fyrir sig byssur eftir að hafa horft á bíómynd í fé- lagsheimilinu. Það er einstakt að eiga þessar upplýsingar um hann sem ungan mann. Það var ánægjulegt að við náð- um að fagna 70 ára afmælinu með honum á síðasta ári þrátt fyrir samkomutakmarkanir og ég veit að hann naut þess að hitta allt fólkið sitt þann dag. Í minningunni sé ég hann fyrir mér sitja við gluggann í eldhús- inu í Skipholtinu og horfa út á sjó en það átti hug hans allan. Þar eru stórir gluggar og hægt að horfa yfir Breiðafjörðinn. Ég held að hann hafi verið sáttur við lífið, hann bjó þar sem honum leið best, átti dugleg börn og vann við það sem honum þótti skemmtilegast. Nú er komið að kveðjustund og hann siglir á önnur mið. Síð- ustu ár hafa verið honum erfið enda tók sjúkdómurinn meira og meira af honum. Hann dvaldi á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi, dvalarheimilinu Brákarhlíð og dvalarheimilinu Jaðri síðustu misseri. Starfsfólki þökkum við fjölskyldan fyrir einstaka umönnun og hlýhug. Hafðu þakkir fyrir allt, Guðrún Anna (Gunna). Ég minnist Egils Þráinssonar tengdaföður míns með virðingu og þakklæti. Hann var sterk fyr- irmynd hvort heldur sem var í sjómennskunni, sem hann helg- aði líf sitt, eða í ræktarsemi við fjölskyldu sína sem hann hélt ávallt vakandi verndarhendi yfir. Undir hrjúfu yfirborði sjósókn- arans sem í áratugi reri af miklu harðfylgi í bland við farsæla yf- irvegun sló mjúkt hjarta sem ekkert aumt mátti sjá og þurfti alla tíð að vita allt um líðan og ferðir sinna nánustu. Egill átti það sameiginlegt með svo mörgum skyldmennum sínum að svo virtist sem honum væri aldrei kalt. Kannski hafa öll þessi annáluðu hörkutól þraut- seigjuna frá ættmóður sinni í Mosfelli í Ólafsvík, Guðbjörgu Jenný, sem hélt stórt heimili og þvoði af börnum sínum og vinnu- fólki allan ársins hring í ískaldri Lindinni. Egill byrjaði ungur til sjós og var farsæll skipstjóri, traustur, öruggur og fiskinn. Hann þekkti Breiðafjörðinn eins og lófann á sér, hvern klett, sandbreiðu, snaga og fláka og vissi upp á hár hvar og hvernig hann ætti að haga skipi sínu og veiðarfærum til þess að hámarka aflabrögðin. Hann var af þeirri kynslóð sjó- manna sem lærði að fiska eftir landmiðum til staðsetningar og þurfti því ekki endilega plotter eða tölvu til þess að vita hvar nót- in ætti að fara niður. Þokan gat þó byrgt mönnum sýn og þekk- ingin þannig gagnslaus ef ekki sást í fjöllin, kirkjuna, Búrfellið, útvarpsmastrið á Gufuskálum eða önnur gagnleg kennileiti. Tengdafaðir minn kom ávallt til dyranna eins og hann var klæddur. Hann var hreinskiptinn og heiðarlegur í öllum sínum samskiptum og fór í þeim efnum aldrei í manngreinarálit. Fyrir- mennin fengu það óþvegið jafnt sem aðrir viðmælendur ef Agli fannst þeir af einhverjum ástæð- um „út af“. Raddir álíka reynslu- bolta, dugnaðarforka í öllum landshornum sem gjörþekkja fiskistofnana jafnt á heimaslóð- um sem úthafsmiðum, eiga ávallt erindi. Oft mættu ráðamenn leggja betur við hlustir. Þegar illvígir sjúkdómar knýja dyra verður oft fátt um varnir enda þótt vel sé barist. Egill glímdi í átta ár við Park- insons-sjúkdóminn af öllu afli en neyddist að lokum til að játa sig sigraðan þegar kórónuveiran gerði vart við sig og batt enda- hnútinn á þrautagönguna. Að baki er langvarandi bræla, stórsjóir og brimskaflar veikind- anna. Nú hvílir hann í friðsælli og öruggri höfn með vakandi auga á sínu fólki. Ég vil að lokum þakka tengda- föður mínum fyrir umhyggju hans, ráðgjöf og handleiðslu. Samband hans og Soffíu var ein- stakt og hann gætti hennar eins og sjáaldurs augna sinna eftir að hún greindist með sykursýki á barnsaldri. Ég vil koma á fram- færi innilegu þakklæti til allra þeirra sem önnuðust Egil í veik- indum hans. Ég kveð tengdaföð- ur minn með söknuði og votta Hrefnu eiginkonu hans, börnum þeirra og öðrum ættingjum inni- lega samúð mína. Friðbjörn Ásbjörnsson. Egill Viðar Þráinsson - Fleiri minningargreinar um Egil Viðar Þráinsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Stapahrauni 5, Hafnarfirði Sími: 565 9775 www.uth.is - uth@uth.is Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Kristín 699 0512 Elskulegur eiginmaður minn, faðir, afi, bróðir og mágur, ÁSMUNDUR KARLSSON, Brekkubyggð 40, lést á blóðlækningadeild Landspítalans mánudaginn 21. mars. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju fimmtudaginn 7. apríl klukkan 13. Sérstakar þakkir til starfsfólks blóðlækningadeildar 11G og göngudeildar 11B/C fyrir einstaklega hlýja og góða umönnun. Útförinni verður streymt. Hlekkur á streymi: https://www.netkynning.is/asmundur-karlsson Guðbjörg Alfreðsdóttir Axel Ásmundsson Máni Snær Axelsson Brynja M. Dan Gunnarsdóttir Guðríður Karlsdóttir Guðni R. Eyjólfsson Hólmfríður K. Karlsdóttir Friðrik Sigurgeirsson Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ESTER ÚRANÍA FRIÐÞJÓFSDÓTTIR frá Rifi, lést á Hrafnistu mánudaginn 28. mars. Útförin fer fram frá Ingjaldshólskirkju í Snæfellsbæ laugardaginn 9. apríl klukkan 14. Baldur Freyr Kristinsson Guðrún Elísabet Jensdóttir Elvar Guðvin Kristinsson Þórdís Bergmundsdóttir Dóra Sólrún Kristinsdóttir Guðbrandur Jónsson Jóhann Rúnar Kristinsson Katrín Gísladóttir Helena Sólbrá Kristinsdóttir Guðmundur Gunnarsson Snædís Elísa Kristinsdóttir Andrés Helgi Hallgrímsson Guðbjörg Huldís Kristinsd. Óskar Guðjónsson ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubarn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ANNA DAGMAR DANÍELSDÓTTIR, Hringbraut 9, Hafnarfirði, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 24. mars. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 7. apríl klukkan 13. Innilegar þakkir færum við starfsfólki Ægishrauns fyrir einstaka umönnun og hlýju. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Rauða kross Íslands til stuðnings flóttafólki frá Úkraínu. Athöfninni verður streymt á vefslóðinni https://youtu.be/3Ooai4-jr9A. Hlekk á streymi má einnig nálgast á mbl.is/andlat María Kristín Sigurðardóttir Kristinn G. Garðarsson Dagný Bergvins Sigurðard. Guðmundur Þórarinsson Elías Rúnar Elíasson Albert Júlíus Sigurðsson Daníel Sigurðsson Ethel Brynja Sigurvinsdóttir Hafdís Sigurðardóttir Pálmi Helgason Hjördís Anna Sigurðardóttir Vilhelm Pétur Pétursson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Elsku hjartans pabbi okkar, sonur, bróðir og vinur, ÁRNI GUÐJÓNSSON, Gunnlaugsgötu 6, Borgarnesi, er látinn. Útför hans fer fram frá Borgarneskirkju þriðjudaginn 5. apríl klukkan 14. Streymi frá athöfninni má nálgast á vef mbl.is/andlat. Þeim sem vildu minnast Árna er bent á styrktarreikning til stuðnings barna hans, 0370-22-043542, kt. 290858-2409. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug. Guðjón, Ísak Atli, Alexander Aron, Elísa, Þorsteinn og Kristján Ingibjörg Hargrave og Guðjón Árnason Bjarni, Freyja, Hreinn og fjölskyldur Brynja Þorsteinsdóttir Ástkær sonur okkar, BRYNJAR LOGI BARKARSON, lést 9. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð. Marta Karlsdóttir Börkur Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.