Morgunblaðið - 02.04.2022, Side 31

Morgunblaðið - 02.04.2022, Side 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2022 ✝ Helga Guð- mundsdóttir fæddist 17. maí 1917 á Blesastöð- um á Skeiðum. Hún lést á sjúkra- skýlinu í Bolung- arvík 18. mars 2022. Foreldrar Helgu voru hjónin Krist- ín Jónsdóttir, f. 16.5. 1886, d. 2.9. 1971, húsfreyja á Blesastöðum, og Guðmundur Magnússon, f. 11.5. 1878, d. 20.10. 1972, bóndi á Blesastöðum. Systkini Helgu: Jón, f. 1911, d. 2003, Magnús, f. 1912, d. 1997, Her- mann, f. 1913, d. 1980, Guðrún, f. 1914, d. 1997, Elín, f. 1916, d. 2013, Þorbjörg, f. 1918, d. 2016, Magnea, f. 1919, d. 2000, Ingigerður, f. 1921, d. 2018, stúlka, f. 1922, d. 1922, Óskar, Börn Helgu og Gunnars eru: 1) Agnar Halldór, f. 23.1. 1953, bóndi og fyrrverandi oddviti á Miklabæ í Blönduhlíð. Maki: Dalla Þórðardóttir, prófastur á Miklabæ í Blönduhlíð. Synir þeirra eru Trostan, f. 1981, og Vilhjálmur, f. 1985. Barna- börnin eru þrjú. 2) Kristín, f. 12.8. 1954, d. 30.6. 2014, kenn- ari í Keflavík. Maki: Benedikt Ketill Kristjánsson versl- unarmaður, d. 2019. Börn þeirra eru Ragnhildur Helga, f. 1973, Kristján Heiðberg, f. 1977, og Aron Ívar, f. 1995. Barnabörnin eru átta og eitt barnabarnabarn. 3) Ósk, f. 26.12. 1956, kennari í Kópa- vogi. Barnsfaðir: Haukur Þor- valdsson sölumaður, d. 2007. Dóttir þeirra er Agnes Vero- nika, f. 1981. Barnabörnin eru þrjú. Útför hennar verður gerð frá Hólskirkju í Bolungarvík í dag, 2. apríl 2022, klukkan 14. Streymt verður frá athöfn- inni á facebook-síðu við- burðastofu Vestfjarða. Einnig er hlekkur á streymi: https://www.mbl.is/andlat f. 1923, d. 1924, Svanlaug, f. 1924, d. 2007, Ingibjörg, f. 1925, Hrefna, f. 1927, Óskar, f. 1929, d. 2013. Hálfsystir Helgu, samfeðra, Laufey, f. 1920, d. 2019. Helga ólst upp í stórum systk- inahópi við venju- leg sveitastörf og stundaði barnaskólanám eins og þá gerðist á Skeiðum. Hún fór snemma að vinna fyrir sér. Fyrst á bæjum í nágrenninu og svo lengra til. Um tíma vann hún suður með sjó og síðar við eitt og annað í Reykjavík. Helga fluttist til Bolung- arvíkur árið 1952 og giftist Gunnari Hirti Halldórssyni sjó- manni. Sjálf vann hún lengst af á sjúkraskýlinu í Bolungarvík. Ferðalok. Hún mamma hefur lokið sinni ferð um lífið, þetta hefur verið langferð um lífsins haf. Það að ná rúmlega 104 ára aldri er ekki lítið afrek, því líf mömmu var ekki alltaf auðvelt. Það að fá tvisvar berkla auk annarra áfalla og komast heil frá þeim raunum er afrek. Ég held að það sem bjargaði mömmu hafi verið þessi takmarkalausa já- kvæðni, að sjá alltaf björtu hlið- arnar á tilverunni, geta hlegið og látið sig hlakka til. Það var afskaplega gott að vera sonur hennar mömmu, hún bar mig á höndum sér, þegar ég var ungur og var latur að vakna á morgnana hafði hún enda- lausa þolinmæði að vekja mig, oft, oft, alltaf með hlýlegum orðum: „Agnar minn, klukkan er að verða hálfátta og þú þarft að fara að vakna.“ Hún mamma var kjölfestan í lífi mínu í uppvextinum, alltaf til staðar og alltaf hægt að treysta á hana. Það er sérstök tilfinning hjá mér, manni sem er að verða sjötugur, að kveðja móður sína, sem ég hef getað heyrt í reglu- lega nú seinni árin, en áður fengið í heimsókn til lengri eða skemmri dvalar. Síðast þegar hún kom var hún 100 ára, fékk svo ljómandi gott far með ungri stúlku, sem var að fara til Akureyrar. Á afmælisdegi sínum þegar hún varð 100 ára fór hún í leik- hús og sá sýninguna um Ellý Vilhjálms og var alsæl, því mömmu fannst svo gaman að gera sig fína og fara í leikhús. Mamma gekk alltaf mikið, eftir að hún hætti að vinna fyrir rúmu þrjátíu árum fór hún í langar gönguferðir, gekk alltaf rösklega og hljóp jafnvel við fót stuttan spöl. Mamma sagðist vera þakklát fyrir lífið, sem Guð hefði gefið sér, hefði eignast þrjú heilbrigð og vel gerð börn. Þetta sagði hún stuttu eftir að hún missti Stínu dóttur sína, sagði að það væri erfitt að kveðja Stínu, en hún væri þakklát fyrir allt sem hún hefði gefið sér. Það var stundum erfitt að vera unglingur á gelgjuskeiði, óviss um líf sitt og framtíð. Þá var mér ómetanlegt að eiga mömmu sem strauk mér um vangann og sagði svo: „ Á ég ekki að baka pönnukökur og þú færð þér sykur á þær og kalda mjólk með?“ Ferðalok. Orðið sjálft hefur í sér fólg- inn ljúfsáran söknuð . Þannig vil ég kveðja mömmu mína, Skeiðakonuna, sem bjó fyrir vestan og gaf mér líf mitt. Agnar. Það er sérstök tilfinning að skrifa síðustu kveðjuna til mömmu. Kveðjustundin er allt- af tímamót og ættmóðirin kveð- ur eftir langt og farsælt líf. Mamma var sátt og tilbúin að kveðja enda á hundraðasta og fimmta aldursári. Þeim fer fækkandi hér á landi sem hafa lifað af tvær heimsstyrjaldir, spænsku veik- ina, berklafaraldur og Covid. En allt þetta stóð hún mamma af sér. Mamma var alin upp á Blesa- stöðum á Skeiðum í Árnessýslu, á þessu fallega víðlendi eins og hún komst sjálf að orði. Hún var alin upp í stórum systkinahópi, voru 14 talsins. Í hópnum ríkti mikil glaðværð og samheldni sem einkenndi hóp- inn alla tíð. Hún hitti pabba lífsförunaut sinn í Reykjavík þegar hún var rúmlega þrítug og það varð úr að þau fluttu til Bolungarvíkur, þaðan sem pabbi var ættaður. Mikil viðbrigði fannst mömmu að flytja vestur á firði. Henni fannst þröngt um sig og fjöllin óþarflega nálægt. Eftir að hún veiktist aftur af berklum og þurfti að fara á Víf- ilsstaði frá frumburðinum Agn- ari nýfæddum, hét hún sjálfri sér því að ef hún læknaðist ætl- aði hún aldrei að láta sér leiðast á Vestfjörðum. Við þetta stóð hún og undi glöð við sitt, og bjó í Bolungarvík í 70 ár. Mamma var kát og lífsglöð kona sem kunni svo sannarlega að sjá það jákvæða sem lífið hefur upp á að bjóða og sagði sjálf að það væri lykillinn að hennar langlífi. Mamma trúði alltaf á það góða í fólki. Þegar hún var ný- látin rifjuðum við ættmenni hennar upp að við myndum ekki eftir því að hún hefði sagt styggðaryrði um nokkurn mann. Á unglingsaldri þegar við systkinin vorum að tuða og agnúast út í einhvern var alltaf viðkvæðið hjá mömmu er hann/ hún ekki að lagast, sá alltaf bjartari hliðina. Margar góðar minningar koma upp í hugann sem nota- legt er að rifja upp brosa og hlæja, af nægu er að taka . Sé fyrir mér okkur systkinin hlaupa heim úr skólanum í morgunkaffi, þar beið smurt brauð og mjólk allt tilbúið. Kakó á borðum, hveitibrauð með smjöri til að dýfa ofan í, það var sko best. Alltaf gátum við treyst á að mamma var heima þegar við komum heim úr skólanum. Mamma var lítið fyrir athygli eða hrós. Þegar hún sigraðist á Covid elst allra Íslendinga og vakti athygli fyrir það, spurði hún mig hvort hún væri bara fræg fyrir að vera svona gömul, og hló sínum smitandi hlátri. Húmorinn og hláturinn voru aldrei langt undan, og mikið hlógum við oft dátt þegar við töluðum saman í síma. Hún hafði oft á orði eftir að hún fór að eldast og var hætt að ferðast að síminn væri hennar ferðalög. Lífspeki mömmu finnst mér vera til eftirbreytni, alltaf þakk- lát og velviljuð. Henni þótti undurvænt um fjölskyldu sína og fylgdist vel með hvað allir voru að gera. Mamma hafði sterka trú og var sannfærð um að hún hitti fólkið sitt, pabba, Stínu systur og Benna mág minn hinum megin. Hún var æðrulaus og tók líf- inu eins og það var. Ekkert að æsa sig eða tuða yfir hlutum því hún vissi vel að það breytti engu. Elsku mamma, takk fyrir langa og góða samfylgd. Guð geymi þig. Þín dóttir Ósk Gunnarsdóttir. Það er komið haust og afi og amma í Bolungarvík eru komin eins og venjulega. Það er farið í að slátra og í framhaldinu er gert slátur. Amma fer í stígvél- in í þvottahúsinu, hakkar, sker, hrærir og saumar uns allt er tilbúið. Um kvöldið kemur hún inn til okkar, spjallar, fer með bænir og um leið og hún fer út úr her- berginu staldrar hún við á þröskuldinum og segir: Guð geymi ykkur. Út frá þeirri kveðju sofnum við. Nýr dagur rís og allt í einu er amma ekki lengur hér. Kallið er komið. Þó að mörg ár hafi liðið í millitíðinni var eins og ekkert hefði breyst. Hún alltaf á sínum stað. Alloft á ferðinni. Tók á móti gestum, spjallaði í síma og fylgdist með sigrum okkar og ósigrum eins og þorpið sem fer með manni alla leið. Amma var ekki ung þegar við kynntumst henni, en ekki held- ur gömul. Hún var á óræðum aldri sem fór henni vel, enda fylgdust þau lengi að. Segja má að fjöll hafi mótað líf hennar. Í æsku úti við sjón- deildarhring, blá og fögur og héldu þau þessum lit æ síðan, líkast til fjarlægðarinnar vegna. Síðar fjöll sem voru nær, jafnvel óþægilega nærri en vöndust vel og veittu gott skjól og gat hún fengið að njóta þess að dvelja í skugga þeirra fjalla og láta ekki á sér bera. Endur fyrir löngu fór hún með okkur í fjallgöngu. Við tók- um með nesti og útvarp og nut- um útsýnisins af toppi fjallsins og glöddumst yfir afreki okkar og dugnaði. Þegar við uxum úr grasi sáum við að fjallið var ekki hátt, en í huga okkar lifði þetta æv- intýri lengi og lýsti ömmu vel. Hún kunni að gera mikið úr hinu hversdagslega og að gera það minnisstætt og nú svo miklu síðar munum við svo ótal- margt smálegt og hversdags- legt en samt svo skemmtilegt. „Bölvuð þvæla er þetta,“ var hún vön að hafa að orði þegar hún hafði lokið við að horfa á sjónvarpsþátt eða kvikmynd sem var að hennar sögn óttaleg vella. Henni var þó ljóst hvers konar efni hún var að setjast við, en það lýsti þrautseigju hennar vel að ljúka alltaf við myndina eða þáttinn. Ef við lögðum eitthvað til sem henni leist ekki á sagði hún annaðhvort: Ég ansa þessu ekki, eða gerði það sem var enn róttækara, hreinlega ansaði til- lögunni ekki. Ekki var þetta al- geng ráðstöfun, en hún greip þó til hennar þegar þörf krafði. Þó að hún hafi fylgt okkur lengi og við vissum að einhvern tímann kæmi að lokabrottför finnst okkur eins og við ættum að segja: Ég ansa þessu ekki, við þessu tiltæki hennar. Það er víst ekki til neins. Hver og einn siglir sína leið þegar kallið kem- ur. Amma í Bolungarvík tekur ekki lengur á móti okkur því dvölinni á milli fjallanna er lok- ið. Trostan og Vilhjálmur. Elsku amma. Það var mín mikla gæfa að eiga svona góða ömmu eins og þú varst. Þegar ég var lítil beið ég alltaf spennt að koma til Bol- ungarvíkur til þín og afa. Ég man bara hversu góð tilfinning það var að koma sem barn í öll rólegheitin úr Reykjavík. Þegar páskafrí, sumarfrí og jólafrí fóru að nálgast voruð þið afi fljót að fara á Ísafjörð og kaupa flugmiða fyrir mig svo ég gæti komið. Svo þegar ég lenti á vell- inum voruð þið búin að bíða spennt í svona klukkutíma þar, því það átti nú ekki að koma of seint að sækja mig. Það var allt- af svo gott að koma til Bolung- arvíkur og alltaf nóg að gera. Garðvinna, bakstur, fara á trill- una með afa, rúnta á höfnina og athuga hvernig þeir voru að fiska, fara í heimsóknir og margt margt fleira. Það var ekki hægt að finna jákvæðari og hlýrri einstakling en og þig, alltaf hlæjandi og nenntir aldrei að velta þér upp úr einhverju neikvæðu. Amma var mikil fjölskyldu- kona, lifði fyrir fjölskylduna sína og fylgdist með öllu sem var að gerast. Hún var dugleg að hringja og spyrjast fregna og lét fátt fram hjá sér fara. Þegar amma kom til Reykja- víkur fórum við ófáar ferðir til systra hennar í heimsókn og þar var hlegið mikið og haft gaman. Þar var farið yfir stöð- una og spurt mikið og aflað sér upplýsinga. Lífið hjá ömmu var ekki allt- af auðvelt, hún veiktist af berkl- um tvisvar, lenti fyrir bíl þegar hún var gangandi og slasaðist mikið. Hún sigraðist á þessu og tel ég að lífsgleðin og jákvæðnin hafi átt stóran þátt í því að hún náði næstum 105 ára afmælinu. Þegar fyrsta bylgjan af Covid skall á í mars 2020 smitaðist amma og lenti í einangrun á hjúkrunarheimilinu. Þar sem amma var mikil félagsvera vissi ég að þetta yrði henni afar þungbært að lokast inni í her- bergi í einangrun. Ég er svo óendanlega þakklát að hafa get- að farið vestur og unnið á hjúkr- unarheimilinu og hjálpað henni í gegnum þessi veikindi. Ég vann á hverjum degi og biðum við alltaf spenntar eftir að hitt- ast. Þegar hurðin opnaðist og manneskja kom inn í herbergið hennar í hlífðarfatnaðinum var alltaf það fyrsta sem hún sagði: Er þetta Agnes mín? Það sem þetta var dýrmætur tími fyrir okkur báðar. Þar sá ég svart á hvítu hversu mögnuð amma var, hún var að verða 103 ára og alls ekki tilbúin að gefast upp, henni fannst einfaldlega of gaman að vera til. Hún stefndi alltaf á að komst yfir þessi veikindi þrátt fyrir að þetta hafi herjað illa á hana því við ætluðum sko að halda veislu í maí þegar hún átti afmæli og fagna með fjölskyld- unni. Það var stór dagur þegar ljóst var að hún hafði sigrast á Covid og gátum við haldið fal- lega veislu í ömmu og afa húsi og var hún þá kjörin heiðurs- borgari Bolungarvíkur. Ég fór til Bolungarvíkur núna í febrúar til að hitta ömmu og var hún eldhress, spjallaði mikið og vildi fá nýjustu frétt- irnar sem voru að gerast innan fjölskyldunnar. Núna í mars greindist hún aftur með Covid og stefndi í að hún myndi ná sér, var farin að koma fram og borða en svo kom bakslagið og hún kvaddi nokkrum dögum seinna. Amma var á frábæru hjúkr- unarheimili í Bolungarvík þar sem allir hugsuðu svo vel um hana og henni leið svo vel, per- sónulegra hjúkrunarheimili er varla hægt að finna. Elsku amma mín, takk fyrir allt sem þú gafst mér, betri ömmu og fyrirmynd er ekki hægt að eiga. Góða ferð í sum- arlandið, elsku amma. Við allt viljum þakka amma mín indælu og blíðu faðmlög þín þú vafðir oss vina armi Hjá vanga þínum var frið að fá þá féllu tárin af votri brá, við brostum hjá þínum barmi. Við kveðjum þig elsku amma mín í upphæðum blessuð sólin skín þar sem englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag því komið er undir sólarlag en minninga ljós þitt lifir. Leiddu svo ömmu góði Guð í gleðinnar sælu lífsfögnuð, við minningu munum við geyma. Sofðu svo amma sætt og rótt, við segjum af hjarta góða nótt. (Halldór Jónsson frá Gili) Þín dótturdóttir, Agnes Veronika. Helga Guðmundsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku amma Helga. Ég vildi að þú værir enn á lífi því þú varst góð við okkur. Hafðu það gott með afa Gunnari hjá Guði. Kveðja. Þinn langömmustrákur, Frosti Vilhjálmsson. - Fleiri minningargreinar um Helgu Guðmunds- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA ÓLAFSDÓTTIR, Miðengi 15, fyrrum bóndi á Skúfslæk, lést á hjúkrunarheimilinu Lundi miðvikudaginn 30. mars. Útförin fer fram frá Selfosskirkju miðvikudaginn 13. apríl klukkan 13. Sigurður Einarsson Magnús Eiríksson Magdalena Lindén Árni Eiríksson Sólveig Þórðardóttir Ólafur Eiríksson Halla Eiríksdóttir Erling Valur Friðriksson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir, dóttir, amma, systir og mágkona, FREYJA KJARTANSDÓTTIR húsmóðir, lést 28. mars á Alicante General-sjúkrahúsinu á Spáni. Útförin mun fara fram í kyrrþey, þeir sem vilja minnast hennar eru beðnir um að sýna mönnum og dýrum ást og kærleika, það væri í hennar anda. Þorsteinn Christensen og börn Ásta Sigurðardóttir Guðfinnur Kjartansson Jóna Fanney Hólm Sigurður Óli Kjartansson Anna Kristín Tómasd. Olsen Emma

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.