Morgunblaðið - 02.04.2022, Síða 38
38 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2022
–– Meira fyrir lesendur
NÁNARI UPPLÝSINGAR
um auglýsingapláss:
Berglind Bergmann
Sími: 569 1246
berglindb@mbl.is
fylgir Morgunblaðinu þriðjudaginn 26. apríl 2022
Auglýsendur athugið
SÉRBLAÐ
B A
BLAÐ
40 ÁRA Katrín er frá Fáskrúðsfirði
en býr í Steinholti á Fljótsdalshéraði.
Hún er þýskukennari við Mennta-
skólann á Egilsstöðum. Katrín er í
stjórn Kennarafélags ME, starfs-
mannafélagsins Búbótar og Kvenfélags
Eiðaþinghár. „Áhugamál Katrínar er
samvera með góðu fólki. „Ekki skemm-
ir ef skíðin eða veiðistöngin er með í
för.“
FJÖLSKYLDA Eiginmaður Katrínar
er Björgvin Steinar Friðriksson, f.
1979, véltæknifræðingur hjá Verkráði.
Börn þeirra eru Daníel Friðrik, f. 2005,
Freyja, f. 2011, Elínborg, f. 2014, og
Haukur Högni, f. 2016. Foreldrar Katr-
ínar: Högni Skaftason, f. 1946, d. 2017,
skipstjóri og Ingeborg Eide Hansdóttir,
f. 1947, leiðbeinandi á leikskóla og hús-
móðir. Hún er búsett á Egilsstöðum.
Katrín Högnadóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Peningar renna milli fingranna á þér
um þessar mundir vegna óvæntra útgjalda
og óhaminnar eyðslu. Ræddu sameiginlega
ábyrgð við maka og gakktu frá smáatriðum.
20. apríl - 20. maí +
Naut Líttu á björtu hliðarnar og gerðu þér
sem flest að gamni. Skrifaðu, málaðu,
syngdu, allt eftir þínu höfði og þú munt
yngjast um mörg ár!
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Það er óðs manns æði að leggja út
í vandasamar samningaviðræður án þess að
kynna sér málin fyrst ofan í kjölinn. Stígðu
varlega til jarðar.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Farðu varlega í samskiptum þínum
við vini og vandamenn. Varastu að dæma
hlutina af fyrstu kynnum því oft ber yf-
irborðið ekki með sér hvað undir býr.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Þú hefur lokað á sköpunarhæfileika
þína um tíma svo nú verður ekki lengur við
unað. Láttu það eftir þér að gera eitthvað
það, sem hugurinn þinn stendur til.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Þú stendur á krossgötum þessa dag-
ana. Vinátta sem rænir þig krafti og ást-
arsambönd sem ýta undir allt annað en ást-
ríki verða að heyra sögunni til.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Þú ert fullur af orku og veist ekki alveg
hvernig þú átt að þér að vera. Einbeittu þér
að heimili og fjölskyldu í dag.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Þú hefur hæfileika, en stund-
um er erfitt að vita hvernig maður á að nota
þá sem best. Samstarf þitt við aðra byggist
á því að þú getir breytt til.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Nú þarftu að taka þig á hvort
sem þér líkar betur eða verr. Enginn bíður af
því meiri hnekki en þú sjálfur ef þú reynir að
olnboga þig áfram á annarra kostnað.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Þú þarft að færa fórnir, en þær
eru ekki of erfiðar þegar þú gerir þér grein
fyrir öllu það góða sem af þeim getur leitt.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Þú færð tækifæri til þess að
hitta skemmtilegt fólk og skalt njóta augna-
bliksins. Skyldan kallar svo þú þarft að gera
þitt besta til að skipuleggja þig.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Nú þarft þú að taka frumkvæðið og
laða svo aðra til samstarfs við þig. Sýndu
fyrirhyggju og gerðu áætlanir um framtíðina
og mættu erfiðleikum með bros á vör.
brennandi áhuga á sögu og bók-
menntum og hefur sótt mörg nám-
skeið við Endurmenntun Háskóla
Íslands því tengd og les mikið enn í
dag. Samfélagsmál hafa einnig átt
hug hennar, enda alin upp hjá
þekktum vinstrimanni. Sjálf var
hún í framboði fyrir Framsóknar-
flokkinn í bæjarstjórnarmálum og
sótti líka fundi hjá Rauðsokkum.
Í gegnum nám og störf sín sem
atvinnurekandi og á sjúkrahús-
unum hefur Hrafnhildur eignast
stóran og tryggan vinahóp sem hef-
ur verið henni mjög mikilvægur og
kær. Hún hefur ferðast mikið og
var tíður gestur á heimili barna
sinna en þau dvöldu langtímum er-
lendis við nám og störf og býr
yngsta dóttirin enn erlendis.
„Maður er búinn að eiga svo
margar góðar stundir og það sem
lífið býður upp á, en mínar bestu
stundir voru á kvöldin þegar ég
breiddi yfir öll börnin mín þrjú og
kyssti þau á heitar og rjóðar kinn-
arnar. Þá fannst mér ég vera full-
komlega hamingjusöm.“
Fjölskylda
Hrafnhildur giftist 26.5. 1951
Guðbirni Guðjónssyni, f. 21.6. 1925,
d. 6.6. 2000, bryta og síðar stór-
hún æfðu úrvalsliði á að skipa.“
Enn fremur segir: „Yfir staðnum
og sumarstarfinu þar svífur andi
húsmóðurinnar Hrafnhildar Helga-
dóttur. Henni hefur tekist að setja
mildan, hlýjan og persónulegan
svip á þetta stóra gestaheimili eins
og góðri húsfreyju best sæmir.“
Eftir 13 ára hótelstjórn í Bifröst
í Borgarfirði tók hún sér stutt leyfi
frá hótelrekstri en opnaði síðan
Sumarhótelið að Hallormsstað í
barnaskólanum þar í skóginum og
rak það í sex sumur.
Eftir að þessum starfsferli lauk,
hóf hún nám að nýju og innritaði
sig við öldungadeild Menntaskólans
við Hamrahlíð sem þá hafði nýtekið
til starfa og lauk þaðan stúdents-
prófi vorið 1976. „Mér fannst námið
afar skemmtilegt og naut ég þess
að stunda nám á þessum árum með
öðrum „öldungum“.“ Eftir stúd-
entsprófið lá leiðin í nám í líf-
eindafræði við Tækniskólann sem
Hrafnhildur lauk árið 1977. Hún
starfaði síðan í 4 ár á Landakots-
spítala og síðan á ísatópastofu
Landspítalans í 19 ár. „Þetta var
mikil vinna eins og kvartað er yfir í
dag, en maður vann með úrvalsfólki
og hitti fullt af öðru góðu fólki.“
Hrafnhildur hefur alltaf haft
H
rafnhildur Helgadótt-
ir fæddist 3. apríl
1932 á Hrafnagili
sem stóð við Vest-
mannabraut 29 í
Vestmannaeyjum. Hún verður því
níræð á morgun.
Í æsku bjó Hrafnhildur hjá for-
eldrum sínum í Vestmannaeyjum,
fyrst á Hrafnagili ásamt Guðmundi
afa sínum og Soffíu ömmu, síðan á
Brekku við Faxastíg 4 með stuttu
stoppi á Hásteinsvegi 7, en síðan á
Heiðarvegi 40, þar til hún flutti frá
Vestmannaeyjum árið 1952. „Ég
minnist ástríks og góðs uppeldis í
foreldrahúsum en um leið fjölda
ævintýra með bestu æskuvinkonu
minni Laugu [Guðlaugu Kristínu
Runólfsdóttur]. Við nutum frjáls-
ræðisins í Eyjum með því að busla í
sjónum við Eiðið eða ganga á fjöll.
Þá voru ótal stundirnar úti í
Hrauni þar sem faðir minn var með
kartöflugarð.“
Hrafnhildur lauk landsprófi frá
Gagnfræðaskólanum í Vestmanna-
eyjum árið 1949 og nam síðan við
Menntaskólann á Laugarvatni vet-
urinn 1950-51. Þá starfaði skólinn
sem útibú frá Menntaskólanum í
Reykjavík. Hins vegar kölluðu
skyldurnar hana út til Eyja að nýju
og var hún því bara eitt námsár á
Laugarvatni en hún átti eftir að
bæta það upp síðar. Einkunnarorð
skólans á Laugarvatni voru mann-
gildi, þekking og atorka og má
segja að hún hafi gert þau að sín-
um og flestir sem til hennar þekkja
telja að þau lýsi henni vel.
Sumarið 1953 tóku þau hjónin að
sér að hefja rekstur gistihúss að
Bifröst í Borgarfirði á vegum SÍS.
Guðbjörn, eiginmaður Hrafnhildar,
var með menntun frá svissneskum
hótelskóla og Hrafnhildur vann
með honum í þessu brautryðjanda-
starfi og tók alfarið við stjórn Hót-
els Bifrastar árið 1956. Í tímaritinu
Samvinnan frá 1961 segir: „Hún
breytir á skömmum tíma námssetri
í gististað og gerir það af slíkri
prýði að frægt er. Hún býr þannig
að starfsstúlkum sínum að þær
vilja vinna undir hennar stjórn
sumar eftir sumar, þess vegna hefir
kaupmanni og forstjóra. Fór
Hrafnhildur í nokkrar siglingar
með honum er hann var bryti, m.a.
á Hamrafellinu. Foreldrar Guð-
björns voru hjónin Guðjón Júlíus
Jónsson, f. 22.7. 1896, d. 4.7. 1968,
málarameistari á Akranesi, og
Anna Björnsdóttir, f. 19.10. 1899, d.
30.11. 1979, húsfreyja. Hrafnhildur
Hrafnhildur Helgadóttir, lífeindafræðingur og fv. hótelstjóri – 90 ára
Fjölskyldan Stödd í Gautaborg árið 1996 þegar yngsta dóttirin varði
doktorsgráðu í læknisfræði við Gautaborgarháskóla.
Búin að eiga margar góðar stundir
Með langömmubarni Hrafnhildur
og yngsti afkomandinn.
Afmælisbarnið Hrafnhildur í stúd-
entsveislu sonarsonar síns 2000.
Kría Burgess og Laufey Lilja Leifs-
dóttir máluðu myndir og seldu þær í
Laugardalnum í Reykjavík. Þær söfn-
uðu 10.738 kr. til styrktar Úkraínu.
Hlutavelta
Til hamingju með daginn