Morgunblaðið - 02.04.2022, Blaðsíða 40
40 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2022
Olísdeild karla
Grótta – Víkingur ................................. 33:21
Haukar – KA......................................... 27:24
Stjarnan – HK ...................................... 27:21
Afturelding – Valur .............................. 18:26
Staðan:
Haukar 20 14 4 2 605:544 32
Valur 20 14 2 4 574:496 30
ÍBV 19 12 3 4 577:563 27
FH 19 12 2 5 537:491 26
Stjarnan 20 10 2 8 569:559 22
Selfoss 19 10 2 7 524:504 22
KA 20 9 2 9 550:567 20
Afturelding 20 6 7 7 554:557 19
Grótta 20 7 3 10 546:552 17
Fram 19 6 2 11 522:543 14
HK 20 1 2 17 521:589 4
Víkingur 20 1 1 18 459:573 3
Grill 66 deild karla
ÍR – Berserkir ...................................... 36:22
Staðan:
ÍR 19 15 1 3 660:547 31
Hörður 18 15 0 3 624:500 30
Þór 17 13 1 3 523:457 27
Fjölnir 18 13 0 5 552:508 26
Selfoss U 19 10 0 9 595:565 20
Haukar U 17 10 0 7 492:458 20
Valur U 18 8 1 9 542:514 17
Kórdrengir 19 4 1 14 481:554 9
Afturelding U 18 4 1 13 459:552 9
Vængir Júp. 18 3 1 14 436:553 7
Berserkir 19 2 0 17 456:612 4
Danmörk
Bjerringbro/Silkeborg – Kolding..... 35:31
- Ágúst Elí Björgvinsson varði 2 skot í
marki Kolding.
Svíþjóð
8-liða úrslit, annar leikur:
Hammarby – Skövde........................... 24:30
- Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði 4
mörk fyrir Skövde.
_ Skövde er komið í 2:0 í einvíginu.
Frakkland
B-deild:
Nice – Billere ....................................... 30:30
- Grétar Ari Guðjónsson varði 8 skot í
marki Nice.
E(;R&:=/D
1. deild karla
Umspil, undanúrslit, fyrsti leikur:
Höttur – Fjölnir................................ 107:106
Sindri – Álftanes................................... 98:90
Spánn
Valencia – Tenerife............................. 92:88
- Martin Hermannsson skoraði 22 stig og
gaf 5 stoðsendingar á 28 mínútum hjá Val-
encia.
_ Efstu lið: Barcelona 40, Real Madrid 38,
Manresa 34, Joventut Badalona 34, Val-
encia 34, Tenerife 30, Baskonia 28, Murcia
26, Gran Canaria 26, Breogan 24.
Þýskaland
Hamburg – Crailsheim ..................... 113:63
- Jón Axel Guðmundsson skoraði 7 stig og
tók 1 frákast fyrir Crailsheim á 18 mín-
útum.
NBA-deildin
Detroit – Philadelphia........................ 102:94
Brooklyn – Milwaukee ............. (frl) 119:120
Atlanta – Cleveland.......................... 131:107
Chicago – LA Clippers ............. (frl) 135:130
Utah – LA Lakers ............................ 122:109
_ Miami, Milwaukee og Boston eru komin í
úrslitakeppni í Austurdeildinni.
_ Phoenix, Memphis og Dallas eru komin í
úrslitakeppni í Vesturdeildinni.
>73G,&:=/D
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin:
Eyjar: ÍBV – Stjarnan ........................... L14
Varmá: Afturelding – Fram .................. L16
KA-heimilið: KA/Þór – HK.................... L16
Hlíðarendi: Valur – Haukar .............. S16.30
Úrvalsdeild karla, Olísdeildin:
Selfoss: Selfoss – ÍBV ............................ L16
Framhús: Fram – FH ....................... L18.30
1. deild karla, Grill 66-deildin:
Ásvellir: Haukar U – Þór....................... L16
Hlíðarendi: Valur U – Þór ................. S14.30
Ásvellir: Haukar U – Afturelding U ..... S16
Ísafjörður: Hörður – Fjölnir ............. S18.30
1. deild kvenna, Grill 66-deildin:
Seltjarnarnes: Grótta – Stjarnan U ...... S14
Eyjar: ÍBV U – Fjölnir/Fylkir............... S14
Selfoss: Selfoss – Fram U ...................... S14
Kórinn: HK U – Valur U ........................ S14
BLAK
Bikarkeppni kvenna, undanúrslit:
Digranes: Afturelding – Álftanes.......... L13
Digranes: KA – Þróttur F................. L15.30
_ Bikarúrslitaleikur karla fer fram í Digra-
nesi kl. 13 á morgun og bikarúrslitaleikur
kvenna kl. 15.15.
KÖRFUKNATTLEIKUR
1. deild kvenna, undanúrslit, oddaleikur:
Seljaskóli: ÍR – KR (2:2) ................... L19.15
UM HELGINA!
HANDBOLTINN
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Haukar og Valur, tvö efstu lið Olís-
deildar karla í handbolta, mætast í
leik sem gæti reynst hreinn úrslita-
leikur um deildarmeistaratitilinn
næstkomandi miðvikudag en þau
fögnuðu bæði sigri í 20. umferðinni í
gærkvöldi.
Eftir leikina í gær eru Haukar í
toppsætinu með 32 stig, tveimur
stigum á undan Val. Liðin gerðu
jafntefli í fyrri leiknum og nægir Val
því sigur í leik liðanna á Hlíðarenda
á miðvikudag til að ná toppsætinu.
Valur mætir svo Selfossi í loka-
umferðinni. Haukar eiga eftir leik-
inn við Val og svo erkifjendurna í
FH.
Haukar mættu KA á heimavelli í
gær og fögnuðu 27:24-sigri. KA-
menn voru sterkari í fyrri hálfleik og
var staðan í hálfleik 13:11, KA í vil.
Haukar jöfnuðu í 15:15 í seinni hálf-
leik og komust síðan tveimur mörk-
um yfir þegar seinni hálfleikur var
hálfnaður og tókst KA ekki að jafna
eftir það. Guðmundur Bragi Ást-
þórsson skoraði sex mörk fyrir
Hauka og Heimir Óli Heimisson
gerði fimm. Óðinn Þór Ríkharðsson
skoraði sjö fyrir KA og Patrekur
Stefánsson fimm.
Á sama tíma vann Valur öruggan
26:18-útisigur á Aftureldingu. Eftir
jafnan fyrri hálfleik voru Valsmenn
mun sterkari í seinni hálfleik og
vörn og markvarsla voru til fyrir-
myndar. Björgvin Páll Gústavsson
varði 15 skot í marki Vals og Arnór
Snær Óskarsson skoraði sjö mörk,
eins og Úlfar Páll Monsi Þórðarson
fyrir Aftureldingu.
Stjarnan upp um eitt sæti
Stjarnan fór upp fyrir Selfoss og
upp í fimmta sætið með 27:21-sigri á
föllnu liði HK á heimavelli. Stjarnan
kemst ekki ofar en í fimmta sæti og
byrjar því á útivelli í úrslitakeppn-
inni. Selfoss getur endurheimt 5.
sætið með sigri á ÍBV í dag en
Stjarnan og Selfoss eru bæði með 22
stig. KA er í sjöunda sæti með 20 og
berjast þau um 5.-7. sætið. Starri
Friðriksson var markahæstur hjá
Stjörnunni með 5 mörk og Einar
Bragi Aðalsteinsson skoraði 9 fyrir
HK.
Grótta á enn möguleika
Grótta á enn veika möguleika á að
ná áttunda sætinu af Aftureldingu
og komast í úrslitakeppnina eftir
33:21-sigur á föllnum Víkingum.
Grótta verður að vinna ÍBV á útivelli
og KA á heimavelli í tveimur síðustu
umferðunum og treysta á að Aftur-
elding tapi fyrir FH á útivelli og
Fram á heimavelli. Andri Þór
Helgason skoraði 8 mörk fyrir
Gróttu og Einar Baldvin Baldvins-
son varði 19 skot í markinu. Jóhann
Reynir Gunnlaugsson skoraði átta
fyrir Víking.
Tveir leikir verða í deildinni í dag
en ÍBV heimsækir Selfoss og Fram
og FH eigast við í Safamýri. ÍBV er í
þriðja sæti með 27 stig og FH í
fjórða með 26 og eru liðin í hörðum
slag um þriðja sætið. Fram er í tí-
unda sæti og fer ekki í úrslitakeppn-
ina og fellur ekki.
Úrslitaleikur
Vals og Hauka?
- Valur getur farið upp fyrir Hauka
Ljósmynd/Kristinn Steinn
Toppliðin Haukar og Valur mætast í stórleik í toppbaráttunni í Olísdeildinni
í handbolta á miðvikudaginn kemur eftir sigra í gærkvöldi.
Íslands- og bikarmeistarar Hamars
frá Hveragerði mæta KA frá Akur-
eyri í úrslitum Kjörísbikars karla í
blaki í Digranesi á morgun eftir að
þau sigruðu andstæðinga sína í und-
anúrslitum í gærkvöldi.
Meistararnir lentu undir gegn HK
eftir tap í fyrstu hrinu en svöruðu
með sigrum í næstu þremur hrinum
og varð 3:1-sigur Hamars niðurstað-
an. Radoslaw Rybak var stigahæstur
hjá Hamri með 18 stig og Jakub Ma-
dej gerði 16. Hjá HK var Hristiyan
Dimitrov stigahæstur með 27 stig.
Lokatölurnar urðu einnig 3:1 í
leik KA og Vestra. KA vann tvær
fyrstu hrinurnar áður en Vestri
minnkaði muninn með sigri í þriðju
hrinu. KA tryggði sér hinsvegar
sigurinn með sigri í fjórðu hrin-
unni. Miguel Castrillo var stiga-
hæstur hjá KA með 28 stig. Hjá
Vestra var Carlos Rangel með 16
stig. Úrslitaleikurinn hefst klukk-
an 13 á morgun. Afturelding og
Álftanes og KA og Þróttur Fjarða-
byggð mætast í undanúrslitum í
kvennaflokki í dag.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hávörn Landsliðsmaðurinn Hafsteinn Valdimarsson úr Hamri leitar leiða
framhjá hávörn HK-inga í undanúrslitum í Digranesi í gærkvöldi.
KA mætir meistur-
unum í úrslitum
Höttur og Sindri eru komnir í 1:0 í einvígum sínum í
undanúrslitum umspilsins í 1. deild karla í körfubolta
eftir sigra í gærkvöldi.
Höttur hafði betur gegn Fjölni á heimavelli, 107:106,
eftir æsispennandi leik. Fjölnir náði mest 13 stiga for-
skoti en Höttur neitaði að gefast upp og vann eftir
spennandi lokakafla. Timothy Guers skoraði 35 stig og
gaf 9 stoðsendingar fyrir Hött. Mirza Sarajlija og
Dwayne Foreman gerðu 32 stig hvor fyrir Fjölni.
Í Hornafirði hafði Sindri betur gegn Álftanesi, 98:90.
Sindri lagði grunninn að sigrinum með góðum fyrri hálf-
leik. Detrek Browning gerði 28 stig fyrir Sindra og Dino
Stipcic 27 fyrir Álftanes.
Leikir númer tvö í einvígunum fara fram næstkomandi mánudag. Þau lið
sem eru fyrri til að vinna þrjá leiki mætast í úrslitum um sæti í efstu deild á
næstu leiktíð, en Haukar hafa þegar tryggt sæti sitt í úrvalsdeildinni eftir
sigur í 1. deild.
Höttur og Sindri byrja betur
Adam Eiður
Ásgeirsson
Friðrik Ingi Rúnarsson er hættur
störfum sem þjálfari karlaliðs ÍR í
körfuknattleik og ætlar jafnframt
að hætta alfarið í þjálfun eftir lang-
an feril. Friðrik hefur þjálfað í
meistaraflokki frá 22 ára aldri, árið
1991. Hann hefur stýrt liðum í 444
deildaleikjum og í 130 leikjum í úr-
slitakeppni sem hvort tveggja er Ís-
landsmet og tvisvar stýrt Njarðvík
og einu sinni Grindavík til Íslands-
meistaratitils, ásamt því að verða
bikarmeistari fjórum sinnum sem
þjálfari.
Friðrik Ingi
er hættur
Morgunblaðið/Unnur Karen
Reyndur Friðrik Ingi Rúnarsson á
langan þjálfaraferil að baki.
_ Guðmundur Ágúst Kristjánsson
komst í gegnum niðurskurðinn eftir
tvo hringi á Limpopo-mótinu í golfi í
Suður-Afríku. Mótið er hluti af Áskor-
endamótaröð Evrópu. Guðmundur lék
fyrsta hring á 68 höggum og annan
hring á 69 höggum og er á sjö höggum
undir pari. Verr gekk hjá Haraldi
Franklín Magnús en hann lék báða
hringina á 71 höggi og er úr leik á sam-
anlagt tveimur höggum undir pari.
_ Harry Kane, sóknarmaður Totten-
ham, var í gær út-
nefndur besti
leikmaður mars-
mánaðar í ensku
úrvalsdeildinni í
knattspyrnu.
Hann skoraði
fjögur mörk og
lagði upp tvö í
fjórum leikjum
Tottenham í deild-
inni í mars en lið-
ið vann þrjá þeirra. Þetta er í sjöunda
sinn sem Kane er valinn leikmaður
mánaðar og hann jafnaði þar með met
Sergio Agüero, fyrrverandi framherja
Manchester City.
_ Mikel Arteta var valinn besti knatt-
spyrnustjóri marsmánaðar í ensku úr-
valsdeildinni. Undir hans stjórn vann
Arsenal þrjá af fjórum leikjum sínum í
mars og styrkti stöðu sína í fjórða
sætinu. Arteta var einnig valinn bestur
í september og þetta er í fyrsta sinn
síðan 2007-08 sem stjóri Arsenal er
valinn tvisvar á sama tímabilinu. Þá
var það Arsene Wenger.
_ Úkraínski knattspyrnumaðurinn
Oleksiy Bykov er kominn til liðs við
KA-menn. Hann kemur í láni frá úr-
valsdeildarliðinu Mariupol, frá borg-
inni sem hefur orðið verst úti í innrás
Rússa í Úkraínu. Bykov er 24 ára mið-
vörður sem ólst upp hjá Shakhtar Do-
netsk og á 61 leik að baki í úkraínsku
úrvalsdeildinni. Hann var fyrr í vetur í
láni hjá Lokomotiv Plovdiv í Búlgaríu
og lék þar í efstu deild. Bykov á að
baki níu leiki með
21-árs landsliði
Úkraínu.
_ Bandaríski
kylfingurinn Scot-
tie Scheffler er
kominn í efsta
sæti heimslistans
í golfi. Er þetta í
fysta skipti sem
hann toppar
listann yfir bestu kylfinga heims.
Scheffler, sem er 25 ára gamall, hefur
þegar unnið þrjú mót á PGA-
mótaröðinni á árinu.
_ Kristján Flóki Finnbogason, fram-
herji KR-inga, missir af fyrstu mán-
uðum Íslandsmótsins í knattspyrnu.
Eitt
ogannað