Morgunblaðið - 02.04.2022, Page 41
Hann fótbrotnaði í æfingaleik KR gegn
HK í fyrrakvöld. Kristján Flóki, sem er
27 ára, lék átján leiki með KR í úrvals-
deildinni á síðasta ári og skoraði þrjú
mörk.
_ Mikael Anderson, landsliðsmaður í
knattspyrnu, leikur ekki næstu tvo
leiki AGF í dönsku úrvalsdeildinni.
Hann hefur verið úrskurðaður í
tveggja leikja bann vegna framkomu
sinnar eftir leik liðsins gegn Viborg
um síðustu helgi. Mikael gekk þá á út-
rétta hönd dómarans og sparkaði síð-
an í míkrófón sem eyðilagðist. Í máls-
vörn AGF var sagt að Mikael hefði
reiðst vegna framkomu leikmanna Vi-
borg í garð samherja hans.
_ Baldur Sigurðsson, knatt-
spyrnumaðurinn
reyndi, er kom-
inn til uppeldis-
félags síns, Völ-
sungs, og leikur
með því í 2.
deildinni á kom-
andi tímabili.
Baldur, sem er
36 ára gamall, á
að baki 389
deildaleiki á ferl-
inum, þar af 352 hér á landi, en hann
lék með Völsungi 2001-2004, síðan
með Keflavík, Bryne í Noregi, KR,
SönderjyskE í Danmörku, Stjörnunni,
FH og loks var hann spilandi aðstoð-
arþjálfari Fjölnis á síðasta tímabili.
_ Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri
Liverpool, sagði í gær að bakvörð-
urinn Trent Alexander-Arnold væri
búinn að ná sér af meiðslum fyrr en
reiknað var með. Líklegt sé að hann
nái að spila fyrri leikinn gegn Benfica
í átta liða úrslitum Meistaradeild-
arinnar á þriðjudagskvöldið kemur.
_ Portúgalski knattspyrnumaðurinn
Bruno Fernandes hefur skrifað undir
nýjan samning við Manchester Unit-
ed en hann gildir til ársins 2026.
Fernandes kom til United frá Sport-
ing Lissabon fyrir tveimur árum og
hefur skorað 49 mörk í 117 leikjum.
_ Knattspyrnusamband Evrópu hef-
ur tilkynnt að uppselt sé á leik Ís-
lands og Ítalíu á EM kvenna í fótbolta
á Englandi í sumar. Áður hafði verið
tilkynnt að upp-
selt væri á leik Ís-
lands og Belgíu.
Báðir leikir fara
fram á aka-
demíuvelli Man-
chester City í
Manchester en
völlurinn tekur
um 7.000 manns í
sæti.
_ Pétur Ingvarsson hefur framlengt
samning sinn við körfuknattleiksdeild
Breiðabliks til ársins 2024 sem aðal-
þjálfari meistaraflokks karlaliðs fé-
lagsins. Pétur stýrði liðinu til sigurs í
1. deild tímabilið 2020-21 og var ná-
lægt því að koma liðinu í úrslitakeppn-
ina í ár.
ÍÞRÓTTIR 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2022
Það er ekki laust við að það sé
farið að gæta spennings hjá
manni vegna EM 2022 í knatt-
spyrnu kvenna, þar sem Ísland er
ein af þátttökuþjóðum. Kvenna-
landsliðið hefur raunar komist á
fjögur Evrópumeistaramót í röð,
allt frá árinu 2009.
Líklega hefur Ísland aldrei
átt jafn spennandi kvennalands-
lið í íþróttinni og nú. Mikill fjöldi
ungra og öflugra leikmanna er að
festa sig í sessi sem lykilmenn í
liðinu auk þess sem fyrir er fjöldi
reynslubolta sem hafa leikið í
fremstu röð í áraraðir.
Af því leiðir að blanda leik-
manna í liðinu er afar góð. Fjöldi
íslenskra knattspyrnukvenna í
atvinnumennsku er gífurlegur og
því er það gjarna mikill haus-
verkur fyrir Þorstein Halldórsson
landsliðsþjálfara að velja lands-
liðshópa sína þar sem hann þarf
ávallt og óumflýjanlega að skilja
hörkuleikmenn eftir heima. Já-
kvæður hausverkur þó vitanlega.
Lengst hefur kvennalands-
liðið komist í fjórðungsúrslit, á
EM 1995 og 2013, og miðað við
gæði liðsins á það sannarlega að
geta leikið það eftir á EM á Eng-
landi í sumar, þó vissulega verði
það snúið verkefni verandi með
Frakklandi, Ítalíu og Belgíu í riðli.
Nú í vor og í haust er ekki síð-
ur stórt verkefni sem liðið stend-
ur frammi fyrir, að freista þess
að tryggja sér sæti á HM í fyrsta
skipti. Liðið á eftir fjóra leiki í
undankeppninni, tvo núna í apríl
og síðustu tvo í haust.
Það getur með sigri í C-
riðlinum tryggt sér beint sæti á
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-
Sjálandi og annað sætið gefur
svo sæti í umspili. Hvernig sem
fer er ég þess sannfærður að lið-
ið nái öðru af efstu sætunum,
skrifi söguna og tryggi sér sæti á
HM.
BAKVÖRÐUR
Gunnar Egill
Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Lengjubikar kvenna
Úrslitaleikur:
Stjarnan – Breiðablik............................... 1:2
Lengjubikar karla
B-deild, undanúrslit:
ÍR – Þróttur R .......................................... 3:0
Þýskaland
Jena – Eintracht Frankfurt ................... 0:4
- Alexandra Jóhannsdóttir kom inn á hjá
Frankfurt á 66. mínútu.
B-deild:
Dynamo Dresden – Schalke ................... 1:2
- Guðlaugur Victor Pálsson kom inn á hjá
Schalke á 70. mínútu.
Holland
B-deild:
Breda – Jong Ajax ................................... 0:0
- Kristian Nökkvi Hlynsson lék allan leik-
inn með Jong Ajax.
Pólland
Slask Wroclaw – Lech Poznan............... 0:1
- Daníel Leó Grétarsson lék fyrri hálfleik-
inn með Slask Wroclaw.
Danmörk
Fallkeppnin:
Viborg – SönderjyskE ............................ 2:1
- Atli Barkarson var allan tímann á
bekknum hjá SönderjyskE og Kristófer
Ingi Kristinsson var ekki í hópnum.
Svíþjóð
Häcken – Hammarby .............................. 4:1
- Agla María Albertsdóttir kom inn á hjá
Häcken á 68. mínútu. Diljá Ýr Zomers var
allan tímann á bekknum.
Kalmar – AIK........................................... 3:1
- Hallbera Guðný Gísladóttir lék allan
leikinn með Kalmar.
England
B-deild:
Hull – Huddersfield ................................. 0:1
4.$--3795.$
Breiðablik er deildabikarmeistari
kvenna í fótbolta eftir 2:1-sigur á
Stjörnunni í úrslitaleik Lengjubik-
arsins á Samsung-vellinum í Garða-
bænum í gærkvöldi. Öll þrjú mörk
leiksins komu í fyrri hálfleik.
Hildur Antonsdóttir kom Breiða-
bliki yfir strax á 8. mínútu en Jasmín
Erla Ingadóttir jafnaði á 17. mínútu.
Aðeins þremur mínútum síðar skor-
aði Taylor Ziemer sigurmark
Breiðabliks.
Katrín Ásbjörnsdóttir fékk besta
færi Stjörnunnar í seinni hálfleik en
Telma Ívarsdóttir í marki Breiða-
bliks varði glæsilega frá henni þegar
skammt var eftir og Breiðablik fagn-
aði eins marks sigri.
Breiðablik varð deildabikarmeist-
ari árið 2019 eftir 3:1-sigur á Val í
úrslitaleik en ekki tókst að klára
mótið árin 2020 og 2021 vegna kór-
ónuveirunnar. Er þetta í áttunda
sinn sem Breiðablik verður deilda-
bikarmeistari. Kópavogsliðið vann
alla sjö leiki sína í mótinu en næst á
dagskrá hjá Breiðabliki er Meistara-
keppni KSÍ þar sem liðið mætir Val
18. apríl. Breiðablik er ríkjandi bik-
armeistari og Valur Íslandsmeistari.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Deildabikar Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, fagnar sigri á
Stjörnunni í úrslitum Lengjubikarsins á Samsung-vellinum í gærkvöldi.
Áttundi deildabik-
artitill Breiðabliks
- Mótið klárað í fyrsta sinn frá 2019
HM 2022
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Hollendingar duttu í lukkupottinn
en Spánverjar þurfa að takast á við
Þjóðverja í riðlakeppni heimsmeist-
aramóts karla í Katar. Þá er mögu-
leiki á grannaslag breskra liða.
Þetta eru nokkrar af helstu niður-
stöðunum úr drættinum fyrir loka-
keppni HM 2022 sem fram fór í
Doha í Katar í gær en keppnin sjálf
er haldin í Katar dagana 21. nóv-
ember til 18. desember.
Gestgjafarnir í Katar eru með af-
gerandi veikasta liðið af þeim átta
sem voru í fyrsta styrkleikaflokki í
drættinum og þess vegna er óhætt
að segja að Hollendingar megi vera
sáttir við að hafa verið sú þjóð úr
öðrum flokki sem dróst í A-riðil
keppninnar.
Þar mæta þeir einnig Afríku-
meisturunum frá Senegal og liði
Ekvador sem kom mjög á óvart með
því að ná þriðja sætinu í Suður-
Ameríku.
Þjóðverjar hafa ekki átt eins góðu
gengi að fagna undanfarin ár og oft-
ast áður og voru því aldrei þessu
vant í öðrum styrkleikaflokki. Það
var því viðbúið að þeir færu í riðil
með einu af allra bestu liðunum og
Spánverjar eru meðal andstæðinga
þeirra. Stórveldin tvö ættu þó að
vera ákaflega líkleg til að fara bæði
áfram úr E-riðlinum.
Englendingar mega vera nokkuð
sáttir við sinn riðil þar sem þeir
mæta Íran og Bandaríkjunum, en
fjórða liðið gæti orðið önnur hvor
grannþjóða þeirra, Wales eða Skot-
land, eða þá Úkraína, en eftir er að
útkljá þann umspilsriðil.
Riðlarnir á HM eru þannig skip-
aðir, sæti á nýjasta heimslista er
innan sviga hjá hverri þjóð fyrir sig:
A-RIÐILL:
1 Katar (51)
2 Ekvador (46)
3 Senegal (20)
4 Holland (10)
_ Katar og Ekvador mætast í
upphafsleik HM 2022 þann 21. nóv-
ember og Senegal mætir Hollandi í
1. umferðinni.
B-RIÐILL:
1 England (5)
2 Íran (21)
3 Bandaríkin (15)
4 Wales (18), Skotland (39) eða
Úkraína (27).
_ England og Íran mætast í 1.
umferð.
C-RIÐILL:
1 Argentína (4)
2 Sádi-Arabía (49)
3 Mexíkó (9)
4 Pólland (26)
_ Argentína – Sádi-Arabía og
Mexíkó – Pólland mætast í 1. um-
ferðinni.
D-RIÐILL:
1 Frakkland (3)
2 Perú (22), Ástralía (42) eða Sam-
einuðu furstadæmin (68).
3 Danmörk (11)
4 Túnis (35)
_ Danmörk og Túnis mætast í 1.
umferð.
E-RIÐILL:
1 Spánn (7)
2 Nýja-Sjáland (101) eða Kosta-
ríka (31)
3 Þýskaland (12)
4 Japan (23)
_ Þýskaland og Japan mætast í 1.
umferð en Spánverjar mæta Nýja-
Sjálandi eða Kostaríka.
F-RIÐILL:
1 Belgía (2)
2 Kanada (38)
3 Marokkó (24)
4 Króatía (16)
_ Belgía – Kanada og Marokkó –
Króatía mætast í 1. umferð.
G-RIÐILL:
1 Brasilía (1)
2 Serbía (25)
3 Sviss (14)
4 Kamerún (37)
_ Brasilía – Serbía og Sviss – Ka-
merún mætast í 1. umferð.
H-RIÐILL:
1 Portúgal (8)
2 Gana (60)
3 Úrúgvæ (13)
4 Suður-Kórea (29)
_ Portúgal – Gana og Úrúgvæ –
Suður-Kórea mætast í 1. umferð.
Heppnin var
á bandi Hol-
lendinganna
- Spánn og Þýskaland saman í riðli og
möguleiki á bresku einvígi í Katar
AFP
Frakkar Didier Deschamps, þjálfari frönsku heimsmeistaranna, mætti með
heimsstyttuna á sviðið í Doha ásamt Joris, ungum landa sínum.