Morgunblaðið - 02.04.2022, Page 45

Morgunblaðið - 02.04.2022, Page 45
MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2022 Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Í leikhópnum Skýjasmiðjunni er að finna helstu frumkvöðla í íslensku heilgrímuleikhúsi. Sýningin Hjarta- spaðar vakti mikla lukku árið 2013 og nú er komið að frumsýningu nýrrar sýningar úr smiðju hópsins. Sú ber titilinn Hetja og verður frumsýn- ingin í Tjarnarbíói í kvöld, laugardag, klukkan 20. „Verkið fjallar um þennan mann- lega kærleika sem myndast í erfiðum aðstæðum,“ segir leik- og grímu- gerðarkonan Al- dís Davíðsdóttir um verkið. „Sýningin er aðallega innblásin af þeim mannlega kærleika sem myndast þegar fólk þarf einhvern til að halla sér upp að og því þeg- ar fólk reynir að gleðja þá sem eru í kringum það þótt aðstæðurnar séu hrikalegar, reynir að halda í gleðina til þess að geta tekið næsta skref í þessu lífi.“ Að miðla gleðinni Leikritið gerist á sjúkrastofnun. „Þetta snýst eiginlega um viðbrögð starfsfólks og fórnfýsi þess þegar kemur að því að hjálpa langveiku barni í sínum bata. Þetta er svona grátbroslegt og svolítið draumkennt á köflum. Gríman er þannig að þegar þú situr og horfir á hana á sviðinu þá er eins og þú þurfir ekki að meðtaka jafn mikið með rökhugsun og heil- anum heldur meðtekurðu beint inn í hjartað. Og við erum svolítið að vinna þaðan, að vinna með þetta hjarta. Hvernig maður hjálpar næsta manni með því að vera með hjartað á rétt- um stað og miðla gleði til þess að fólk geti tekið næsta skref inn í daginn sinn.“ Auk Aldísar mynda hópinn þau Ágústa Skúladóttir sem leikstýrir verkinu og leikararnir Stefán Bene- dikt Vilhelmsson, Orri Huginn Ágústsson, Ellen Margrét Bæhrenz og Fjölnir Gíslason. Greta Clough er í hlutverki verkefnisstjóra. „Gríman er svolítið okkar form í Skýjasmiðjunni og við erum eini heil- grímuleikhópurinn hér á landi eftir því sem við best vitum. Við settum upp Hjartaspaða árið 2013 og það var fyrsta heilgrímusýningin sem hefur verið sýnd á landinu og Hetja er önnur.“ Í heilgrímuleikhúsinu er sagan sögð með hreyfingum og líkamstján- ingu. „Það er enginn texti í sýning- unni þannig að hún fer yfir þessi tungumálalandamæri. Það getur hver sem er komið óháð tungumáli og jafnvel heyrn. Þetta er rosalega opið og það er þannig sem við viljum hafa það.“ Grímurnar hafa sem von er stóru hlutverki að gegna í heilgrímuleik- húsinu og Aldís hlaut tilnefningu til grímuverðlaunanna fyrir grímugerð- ina í Hjartaspöðum. Aldís býr þær til úr efni sem kallast „worbla“. Við gerð grímanna fyrir Hjartaspaða hafði hún notað pappamassa en þetta nýja efni gerir grímurnar enn ná- kvæmari en áður. „Þetta er rosa skemmtilegt efni og létt. Þetta er í rauninni plastefni sem maður getur brætt með hitabyssu yfir leir og mót- að eftir því sem maður er búinn að leira.“ Gerir svipinn tvíræðan „Mér finnast grímurnar bara svo- lítið koma til mín. Ég sest bara niður með leirinn og þær sem vilja koma koma. Svo þegar ég leira grímuna þá birtast þessi föstu svipbrigði. En ég geri svipinn tvíræðan, jafnvel pínulít- ið ólíkan milli hægri og vinstri vanga- svips, þannig að leikarinn geti svolít- ið leikið sér með það.“ Þá hafa ljósin sem falla á grímuna líka áhrif. Halli leikarinn sér fram virðist persónan leiðari en ef hann lítur upp. „Gríman virðist þannig skipta svip á sviðinu. Það er rosalega mikið tungumál í gangi, þótt það sé bara líkami og föst gríma sem tjáir það,“ segir Aldís. Liðin eru heil níu ár síðan hið vin- sæla leikverk Hjartaspaðar var sett upp og beðið hefur verið með eftir- væntingu eftir nýju verki úr smiðju leikhópsins. Hópurinn setti að vísu upp eina barnasýningu í millitíðinni, Fiskabúrið, árið 2014, í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Skýjasmiðjan hefur hins vegar viljað setja upp aðra sýn- ingu á borð við Hjartaspaða og sótt um styrki til þess síðustu ár, sem skilaði sér loks árið 2020. „Við erum ekkert smá glöð að hafa fengið þenn- an styrk. Svo vegna Covid dróst það að koma sér inn í hús og ýmislegt svoleiðis en við erum búin að vera að vinna að þessu verki síðan þá.“ Aldís segist finna fyrir miklum spenningi meðal leikhúsáhugafólks og aðdáenda Hjartaspaða. „Það eru svo margir sem koma til manns og segjast hafa verið að bíða eftir þess- ari sýningu í mörg ár. Þannig að það er mikil spenna fyrir því að koma og upplifa þetta aftur.“ Meðtekur „beint inn í hjartað“ - Önnur heilgrímusýning Skýjasmiðjunnar, Hetja, frumsýnd í Tjarnarbíói - Grímugerðarkonan Aldís segir leikverkið ná yfir landamæri tungumálsins Heilgrímur Aldís Davíðsdóttir segir leikverkið Hetju vera grátbroslegt og svolítið draumkennt á köflum. Aldís Davíðsdóttir Myndlistarkonan Rut Rebekka Sigurjónsdóttir opnar sýningu á málverkum og grafík í sal Ís- lenskrar graf- íkur hafnar- megin í Hafnar- húsinu í dag, laugardag, kl. 14. Málverkin eru gerð með olíu- litum á striga, máluð á síðustu þremur árum, grafíkin er olíu- sáldþrykk. Þetta er 24. einkasýning Rutar Rebekku (f. 1944). Hún hefur lagt stund á myndlist í 48 ár og hefur meðal annars verið með einkasýn- ingar á Kjarvalsstöðum, í Hafnar- borg, í Norræna húsinu, Gallerie Gammel Strand í Kaupmannahöfn, Hamar Kunstforening í Noregi og Piteaa Kunstforening í Svíþjóð. Rut Rebekka nam við Mynd- listaskóla Reykjavíkur, MHÍ og í Skidmore Collage í Bandaríkj- unum. Rut Rebekka sýnir í Grafíksalnum Rut Rebekka Tvennir tón- leikar verða í Hallgrímskirkju um helgina. Í dag, laugardag, kl. 12 heldur Kári Þormar dómorganisti hádegistónleika. Flytur hann fjög- ur tónverk, eftir J.S. Bach, Messiaen, Langlais og Duruflé. Á morgun, sunnudag, kl. 17 held- ur kvennakórinn Vox Feminae síð- an tónleika í kirkjunni ásamt sópransöngkonunni Hrafnhildi Árnadóttur Hafstað og Birni Stein- ari Sólbergssyni organista. Gesta- stjórnandi á tónleikunum er Stein- ar Logi Helgason. Á efnisskránni eru Messe Basse eftir Gabriel Fauré, hið áhrifamikla kórverk Lit- anies a la vierge noir eftir Francis Poulenc, Panis angelicus eftir César Franck, en nú er minnst 200 ára afmæli tónskáldsins, auk verka eftir Lili Boulanger og Camille Saint-Saëns. Tónleikar Kára og Vox Feminae Kári Þormar AF LISTUM Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is H ow to make love to a man nefnist rannsóknarsýning sviðslistahópsins Toxic King sem nýverið var frum- sýnd undir merkjum Umbúðalauss í Borgarleikhúsinu. Í sýningarrýminu á þriðju hæð leikhússins hafa ungir sviðshöfundar á síð- ustu misserum skapað einstaklega frumlegar, skemmtilegar og áhugaverðar sýningar og er nýjasta afurðin þar engin undantekning. Í verki sínu rannsaka Andrés P. Þorvaldsson, Ari Freyr Ísfeld Óskarsson, Helgi Grímur Her- mannsson og Tómas Helgi Baldursson karl- mennskuna út frá ýmsum vinklum. Þeir skoða hlutverkin sem karlar taka á sig í samskiptum sínum við aðra, hvernig karlmenn geta elskað sjálfa sig nú þegar umræðan um eitraða karl- mennsku er orðin opnari og þeir neyðast jafnvel til að horfast í augu við það að framkoma þeirra og kynbræðra hefur meitt aðra, hvernig tilfinn- ingalíf þeirra birtist og hvernig þeim gengur (eða gengur ekki) að tjá líðan sína. Sýningin er eins og mósaík þar sem við blasa margar og ólíkar myndir sem saman skapa ákaflega sterka og góða heild. Á sviðinu mætir áhorfendum fjöldi dekkja sem kveikir hugrenningartengsl við verkstæði og bíla, sem eru tengdir karlmennskunni órjúf- anlegum böndum. Í loftinu hanga jakkaföt sem Andrés, Ari og Helgi mæna á og reyna að ná. Freistandi er að sjá þessa mynd sem hugleið- ingu um það hvernig karlar máta sig inn í hlut- verkin sem þeim eru ætluð. Á milli þess sem leikararnir þrír smella sér í búninga úr villta vestrinu þar sem átök feðga í Kúrekabæ eru til umfjöllunar eða bera boli með áletruninni „Pússíkall heima“ í tengslum við fyrirlestur kvöldsins sem er samnefndur sýningunni klæð- ast þeir gráum jogginggöllum sem minnir okk- ur á saklausu drengina sem þeir eitt sinn voru. Lengsta drengjasena verksins er ein sú áhrifa- ríkasta og átakanlegasta. Þar sjáum við þre- menningana fyrst á barnsaldri þar sem þeir skylmast málglaðir með trésverðum meðan þeir láta sig dreyma um að verða ríkir frægir læknar á fullorðnisárum. Þegar í ljós kemur að einn úr hópnum er að flytja burt úr hverfinu einsetja þeir sér að hittast á sama stað eftir nákvæmlega 18 ár, en þegar kemur að þeim endurfundum virðast þeir hafa misst getuna til tjáskipta og þögnin ein ræður ríkjum meðan bjórinn er þambaður. Þetta kallast sterklega á við lýsingu hópsins í viðtali við Morgunblaðið á frumsýn- ingardag þar sem þeir minntu á að „tilfinn- ingagáfan er vöðvi sem þarf að æfa, og þeir sem ekki æfa hann þorna upp og enda sem sveskj- ur“. Hugmyndin um mikilvægi þjálfunar til að skapa meistarann birtist líka með skýrum hætti í ramma sýningarinnar, sem hefst og endar á því að Helgi leikur intróið af „Smoke on the Water“ á rafmagnsgítar. Líkt og loðir við marga vill hann geta masterað hluti án þess að þurfa að hafa fyrir þeim, en þannig gengur lífið ekki fyrir sig. Framfarir nást ekki nema með æfingunni og iðkun, hvort sem ætlunin er að bæta spilamennsku eða tjáskipti. Andrés, Ari og Helgi, undir styrkri leikstjórn Tómasar nálgast efniviðinn af húmor og hlýju. Við hlæjum að strákunum í heita pottinum sem missa málið þegar þeir sjá sæta stelpu ganga fram hjá eða pabbanum sem hefur ekki verið mikið til staðar fyrir fermingarbarnið í gegnum tíðina og veit því ekkert hvað hann á að segja í ræðu sinni. Önnur ræða föður var mun grát- legri, en þar reyndi viðkomandi að útskýra fyrir næstum kynþroska dóttur sinni hvers vegna hann myndi af vanmætti sínum bregðast henni um leið og samfélagið færi að kyngera hana. Loks verður að nefna frábærlega sterka senu þar sem þremenningarnar reyndu að stappa í sig stálinu áður en þeir hugðust setja vini sínum stólinn fyrir dyrnar vegna eitraðrar karl- mennsku hans. How to make love to a man er kjörin sýning fyrir öll sem vilja bæði fá að hlæja og klökkna. En hún er ekki síður mikilvæg þar sem hún set- ur fókus á brýnt samfélagslegt málefni; hvernig opnum við og þróum samtalið um, við og milli karla með öllum sínum blæbrigðum. Liggur þér eitthvað á hjarta? Ljósmynd/Vigdís Perla Maack Fókus „How to make love to a man er kjörin sýning fyrir öll sem vilja bæði fá að hlæja og klökkna. En hún er ekki síður mikilvæg þar sem hún setur fókus á brýnt samfélagslegt málefni; hvernig opnum við og þróum samtalið um, við og milli karla með öllum sínum núönsum.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.