Morgunblaðið - 09.04.2022, Page 15
15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2022
i á Akranesi
Akranes
Ak
ra
fja
lls
ve
gu
r
Blautós
og Innstavogsnes
Krossvík
Le
yn
ir
Faxa-
flói
AKRAFJALL
Kalm
ansbraut
Akranes
Staðsetning, helstu staðreyndir og kosningaúrslit
Úrslit í síðustu sveitarstjórnarkosningum
Kosið var 26. maí 2018
Kjörskrá:
Atkvæði:
Kjörsókn:
5.183
3.583
69%
ÍBÚAR
7.841
AFGANGUR*
214 m.kr.
HEILDARSKULDIR 2022
6,5 ma.kr.
SKULDAHLUTFALL**
2021: 75%
2024: 84%
KYNJASKIPTING ALDURSSKIPTING
ÍBÚAR 18 ÁRA & ELDRI
5.898
FLATARMÁL
9 km²
52%
Karlar
Konur
48%
Frjálsir með Framsókn og Samfylking mynda meirihluta
Bæjarstjóri: Sævar Freyr Þráinsson
Forseti bæjarstjórnar: Valgarður Lyngdal Jónsson (S)
*Áætlanir um A- og B-hluta 2022 **Áætlanir um A- og B hluta.
0
500
1000
1500
2000
2500
> 7051-7031-5018-30< 18
■ B Frjálsir með Framsókn 21,8% 2
■ D Sjálfstæðisflokkur 41,4% 4
■M Miðflokkur 5,6% 0
■ S Samfylking 31,2% 3
Byggð hefur verið á Akranesi frá landnámsöld. Það er eitt af smærri sveitarfélögum landsins
þegar litið er til landrýmis, en er fjölmennasta þéttbýli á Vesturlandi. Þar er öflugt atvinnulíf
og þjónusta í ört fjölgandi bæjarfélagi. Sjósókn hefur alla tíð verið mikil á Skipaskaga og
Skagamenn löngummeð eitt sigursælasta fótboltalið landsins.
DAGMÁL
Andrés Magnússon
Stefán E. Stefánsson
Það er gott samkomulag í bæjar-
stjórn Akraness og rík hefð fyrir
samráði þvert á flokkslínur. Þar eru
nú Samfylking og Frjálsir með
Framsókn í meirihluta eftir að
hreinn meirihluti sjálfstæðismanna
var felldur. Þótt menn gangi
óbundnir til kosninga er ekkert sem
bendir til annars en að meirihluta-
samstarfið haldi áfram fái framboðin
tilskilinn fjölda bæjarfulltrúa.
Líf Lárusdóttir er nýr oddviti
Sjálfstæðisflokksins á Akranesi.
Hennar bíður það verkefni að koma
flokknum aftur í meirihluta. Hún
segist munu leggja aukna áherslu á
að laða fyrirtæki til bæjarins. Mikil-
vægt sé að efla atvinnuuppbyggingu
og að tryggja störf á svæðinu fyrir
þann mikla fjölda fólks sem vill búa í
bænum. Líf telur að til þess þurfi
heilsteyptari stefnu og framtíðar-
sýn.
Gríðarleg uppbygging hefur átt
sér stað í bæjarfélaginu síðustu ár
og hefur m.a. verið unnið að því að
koma upp nýju iðnaðarhverfi sem
byggist á grænum áherslum.
Valgarður Lyngdal Jónsson, odd-
viti Samfylkingarinnar, segir að
uppbyggingin hafi gengið mjög vel
en hann varar við því að fara út í að-
gerðir sem felist í að gefa afslátt á
gatnagerðargjöldum eða setja „lóðir
á brunaútsölu“. Miklu skiptir að laða
réttu fyrirtækin til bæjarins, sem
hafi raunverlega burði til þess að
vaxa og efla samfélagið. Ragnar
Baldvin Sæmundsson situr í bæjar-
stjórn og leiðir lista framsóknar-
manna. Hann segir að enn verði gef-
ið í varðandi þessa uppbyggingu á
komandi mánuðum. Ráðist verði í
nýjar gatnaframkvæmdir í hinu nýja
iðnaðarhverfi í sumar og á því svæði
verði sérstök áhersla lögð á mat-
vælaframleiðslu.
„Við erum í viðræðum við þrjú
mjög öflug fyrirtæki á því sviði,“
upplýsir hann. Ragnar bendir á að
bæjarfélagið hafi vaxið að mann-
fjölda um 2,1% að meðaltali undan-
farin ár. Tekist hafi að halda í við þá
þróun varðandi uppbyggingu inn-
viða. Áfram þurfi að tryggja að þjón-
ustan við bæjarbúa sé góð og rýrni
ekki. Bæjarfulltrúar þurfi að vinna
fyrir núverandi bæjarbúa en ekki þá
sem mögulega muni í framtíðinni
flytjast á svæðið. Allt að 5% fjölgun
sé viðráðanleg, en allt umfram það
muni valda vanda og vaxtarverkjum.
Morgunblaðið/Brynjólfur Löve
Frambjóðendur Valgarður Lyngdal Jónsson leiðir lista Samfylkingar, Ragnar Baldvin Sæmundsson fer fyrir Fram-
sókn og Líf Lárusdóttir er nýr oddviti Sjálfstæðisflokks. Valgarður og Ragnar fara fyrir núverandi meirihluta.
Óljósar átakalínur
milli framboðanna
- Sammála um að atvinnuuppbygging verði í brennidepli
Morgunblaðið/Brynjólfur Löve
Horft yfir Langasand og Krossvík út á Skipaskaga þar sem gömul iðnaðar- og
fiskvinnslusvæði fá nú ný hlutverk, en mikil atvinnuuppbygging blasir við.