Morgunblaðið - 09.04.2022, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.04.2022, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2022 9. apríl 2022 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 129.17 Sterlingspund 168.96 Kanadadalur 102.89 Dönsk króna 18.957 Norsk króna 14.75 Sænsk króna 13.672 Svissn. franki 138.44 Japanskt jen 1.042 SDR 177.35 Evra 141.0 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 175.3983 « Ein af þeim af- leiðingum sem inn- rás Rússa í Úkraínu hefur í för með sér er að matvörur í heiminum hafa hækkað umtals- vert. Meðal þeirra matvara sem Úkra- ína, sem er rík að gróðursælum jarð- vegi, framleiðir eru sólblómaolía, maís og hveiti. Þessar vörur hafa hækkað nokkuð á heimsvísu þar sem rof hefur orðið í framleiðslu og flutninga- leiðum vegna stríðsins en það hafa staðgengilsvörur einnig gert vegna auk- innar eftirspurnar. Matvælavísitala Sameinuðu þjóð- anna hækkaði um 13% í mars, en vísi- talan mælir allar helstu matvælateg- undir. Matvæli á borð við grænmætis- olíu, sykur, kjöt og kaffi hafa hækkað á bilinu 5-20%. Þessar hækkanir skila sér ekki strax út í verðlag á matvörum ein- stakra landa, en gefa þó góða vísbend- ingu um horfur á næstu misserum. Matvælaverð hafði fyrir stríðið í Úkraínu verið það hæsta í tíu ár skv. fyrrnefndri vísitölu, sem á rætur að rekja til minni uppskeru víða um heim sl. 2-3 ár. Sú hækkun mun að öllum líkindum halda áfram og á vef BBC kemur fram að sérfræðingar telji að matvöruverð muni hækka um að minnsta kosti 15-20% á heimsvísu á þessu ári. Búast við 15-20% hækkun á matvörum Hækkun á hveiti veldur hækkun á öðrum matvælum. STUTT BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Sprotafyrirtækið Tyme Wear sendi í janúar frá sér fyrstu fullbúnu ein- tökin af snjallfatnaði sem það hefur þróað fyrir íþróttafólk. Búnaðurinn er eingöngu til sölu og afhend- ingar í Banda- ríkjunum en stefnt er á Evr- ópumarkað á næsta ári. Fatnaðurinn er þróaður í sam- starfi við afreks- íþróttafólk, eins og keppendur í hjólreiðum, hlaupum, þríþraut og skíðagöngu, og gæti valdið straumhvörfum í þjálfun að sögn Arnars Lárussonar framkvæmdastjóra. „Framtíðin í íþróttum felst í ein- staklingsmiðaðri þjálfun þar sem æfingar eru sérsniðnar að líkams- ástandi hvers og eins,“ segir Arnar. 40-60 ára fólk Uppistaðan í notendum kerfisins er að sögn Arnars 40-60 ára fólk sem er að reyna að bæta árangur sinn í íþróttum. „Búnaðurinn hjálp- ar fólki að fylgjast með þröskuldum sínum sem aftur aðstoðar það við að bæta heilsufar sitt,“ útskýrir Arnar. Búnaður Tyme Wear er eins og Arnar lýsir honum tæki sem mælir líkamlegt þol út frá öndun. Skoðað er hvernig hún bregst við líkamlegu álagi. „Þetta byggist á þremur þröskuldum sem tengjast því hvern- ig líkaminn brennir kolvetnum og fitu. Eftir því sem álagið á líkamann eykst brennir hann meira af fitu inni í vöðvunum sem er hagkvæm- asti orkuforði líkamans. Þar erum við öll með tveggja vikna forða. Tæknin hjálpar þér að fylgjast með hvernig þú nýtir þennan orkugjafa. Fyrir íþróttafólk skiptir það gríðar- legu máli að vita hversu vel þau geta nýtt fituforða líkamans og hversu langt hann getur spyrnt þér.“ Nýtist sykursjúkum En það eru ekki bara íþróttamenn sem njóta góðs af hinni nýju tækni. Hún kemur líka að gagni fyrir sykur- sjúka. „Hjá sykursjúkum eru sömu ferlar að verki nema á hinum enda kúrfunnar. Vandamálið hjá sykursjúk- um er meðal annars að fólk hættir að geta brennt fituforðanum.“ Eftir því sem þátttaka almennings í hvers konar íþróttum eykst hefur eft- irspurnin eftir mælitækjum eins og þessum aukist að sögn Arnars. „Menn borga gjarnan tugi þúsunda fyrir eina mælingu á rannsóknarstofu. Það má segja að við séum að gera þessar mæl- ingar aðgengilegar fyrir hvern sem er á mun hagkvæmara verði.“ Nemi á treyju Eins og Arnar útskýrir fær búnaður Tyme Wear upplýsingar um öndunina frá nema sem festur er á sérútbúna treyju. Hjartsláttarupplýsingar frá snjallúri eru einnig nýttar. „Við lesum þetta gagnastreymi inn og mælum hve- nær líkaminn skiptir úr fitubruna yfir í kolvetnabruna. Fólk getur svo notað upplýsingarnar við æfingar sínar.“ Síðar á þessu ári mun Tyme Wear bjóða upp á samtímavinnslu gagna en í dag þurfa notendur að taka sérstakt 15 mínútna próf heima hjá sér til að fá fram niðurstöður. Um framleiðsluhraða búnaðarins segir Arnar að fyrsta framleiðslan hafi innihaldið innan við þúsund vörur. „Við erum að vinna í að skala upp fram- leiðsluna þannig að við getum framleitt nokkur þúsund eintök í hverri lotu. Þetta er í raun mjög nýstárlegt verk- efni. Þetta er eins og að framleiða iP- hone-síma sem þarf að þola það að fara hundrað sinnum í þvottavélina.“ Eingöngu áskrift Salan fer öll fram í gegnum heima- síðu Tyme Wear, tymewear.com, og er um áskriftarfyrirkomulag að ræða. „Þjónustan gengur út á að þú hefur alltaf aðgang að þínum þröskuldum, sem svo aftur hjálpar þér að stilla æfingaálagið af.“ Hvað fjármögnun félagsins varðar segir Arnar að Nýsköpunarsjóður at- vinnulífsins sé meðal hluthafa auk nokkurs hóps englafjárfesta. Stefna á Evrópumarkað með snjallfatnað 2023 Áreynsla Arnar segir framtíðina í íþróttum felast í einstaklingsmiðaðri þjálfun þar sem æfingar eru sérsniðnar að líkamsástandi hvers og eins. - Tyme Wear hefur þróað búnað sem fylgist með þröskuldum íþróttafólks Arnar Lárusson Íslandsbanki hefur ákveðið, eftir ítar- lega greiningu á starfsemi salatfram- leiðandans VAXA, að flokka alla fjár- mögnun fyrirtækisins sem græn lán. Í tilkynningu frá VAXA kemur fram að Íslandsbanki hafi verið helsti lán- veitandi VAXA síðustu ár. Aukin veiting grænna lána er eitt af sjálf- bærnimarkmiðum Íslandsbanka en VAXA þurfti að uppfylla þröngt skil- greindan sjálfbærniramma bankans sem nær til verkefna í umhverfis- málum, sjálfbærra verkefna í sjávar- útvegi og verkefna sem styðja við fé- lagslega uppbyggingu. „Við erum Íslandsbanka þakklát fyrir að hafa trú á okkar sýn og við hlökkum til að vinna áfram með þeim að næstu stóru áföngum á leið okkar að bjóða fólki betra grænmeti á grænan og sjálfbæran hátt,“ segir Andri Björn Gunnarsson, stofnandi VAXA, í tilkynningunni. VAXA er afurð á svonefndum lóð- réttum landbúnaði, sem starfræktur er af fyrirtækinu Hárækt ehf. Stærsti hluthafi VAXA, með um 40 prósenta hlut, er félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, Andra Sveinssonar og Birgis Más Ragnarssonar, sem oftast eru kenndir við fjárfesting- arfélagið Novator. Þórey G. Guðmundsdóttir var ný- lega ráðin fjármálastjóri VAXA og mun leiða uppbyggingu fjármálasviðs félagsins. Hún var áður fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs Bláa lónsins um árabil. Þar áður var Þórey forstöðumaður hagdeildar Samskipa og á árunum 2004 til 2011 var hún for- stöðumaður fjármálasviðs Straums fjárfestingarbanka. Vistaskipti Þórey G. Guðmunds- dóttir, nýr fjármálastjóri VAXA. VAXA fær græna fjármögnun - Þórey kemur frá Bláa lóninu sem nýr fjármálastjóri ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (með Visa / Euro) í allt að 6 mánuði. ESTRO Model 3042 L 164 cm Leður ct. 25 Verð 439.000,- L 198 cm Leður ct. 25 Verð 489.000,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.