Morgunblaðið - 09.04.2022, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.04.2022, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2022 Mótmæli Flóttafólk frá Úkraínu, aðallega konur og börn, tók sér stöðu við sendiráð Rússlands í Reykjavík gær með þögul en táknræn mótmæli. Búið var að mála á stéttina með rauðri málningu „lygarar“ og málningu einnig atað á barnaföt og bangsa á rimlahliðinu við sendiráðið. Þau sem voru við sendiráðið þegar ljósmyndara bar að garði höfðu ekki sett þetta upp. Um 700 manns frá Úkraínu hafa komið til landsins á síðustu vikum og mánuðum. Kristinn Magnússon Það hefur verið opinber stefna ís- lenskra stjórnvalda um árabil að Íslend- ingar eigi að fá heil- brigðisþjónustu á kostnað hins opinbera; ríkiskassans (sjúkra- húsin t.d.) eða Sjúkra- trygginga Íslands. Sú stefna hefur kristallast fyrst og fremst í and- stöðu Sjúkratrygginga við starf Klíníkurinnar í Ármúla, sem er einkarekin og fá skjólstæðingar hennar ekki niðurgreiddan kostnað við heilbrigðisþjónustu þar eins og annars staðar. En þjónusta sjálfstætt starfandi sérfræðilækna á stofum er margfalt stærra verkefni, læknarnir skipta hundruðum og komur til þeirra eru mörg hundruð þúsund á hverju ári. En stjórnmálamenn hafa haft illan bifur á sjálfstætt starfandi sérfræðilæknum og hafa því fyrir- skipað Sjúkratryggingum að semja ekki um kaup og kjör við sérfræð- ingana, sem hafa nú verið utan samnings í um fjögur ár. Meðan samningar voru við lýði skuldbundu sérfræðingar sig til að innheimta ekki önnur komugjöld en um var samið við sjúkratryggingar. Nú hafa samningar ekki verið í gildi í þessi fjögur ár og því geta sérfræðingarnir rukkað skjólstæð- inga sína eins og þeim sýnist. Ýms- ir þeirra hafa notfært sér þetta og taka mishá gjöld af skjólstæðingum sínum umfram það sem gömlu samningarnir kváðu á um, stundum býsna há gjöld, sem koma hvergi opinberlega fram og nýtast ekki fólki til að leggja inn á afsláttar- reikning sinn hjá sjúkratrygg- ingum. Aðrir læknar eins og ég sjálfur rukka eftir gamla samn- ingnum og hef ég því ekki fengið greiðsluhækkun fyrir verk mín eins og aðrir landsmenn í fjögur ár. Það eru því lögmál villta vestursins sem gilda við sjúkratrygg- ingar íslensks almenn- ings, þær eru frjálsar og alls ekki í samræmi við yfirlýsta stefnu stjórnvalda. Við það bætist að sjúkratryggingar al- mennings gagnvart sérfræðilæknisþjón- ustu hafa verið í skötulíki árum saman, þær greiða niður þjónustu sér- fræðilækna langtum minna en t.d. þjónustu heilsugæslulækna, sá sem fær þjónustu heilsugæslunnar greiðir aðeins um 800 kr. fyrir komuna, en fari hann til sérfræði- læknis með sama vandamál gæti greiðslan farið upp í 10-20 þúsund krónur. Ástæðan er sú að tryggingarnar greiða á pólitískum forsendum nið- ur hið fyrrnefnda um 10-20 þúsund krónur en hið síðarnefnda með kannski aðeins eitt þúsund krónum og láta skjólstæðinginn sjálfan greiða rest. Niðurstaðan er því sú að það rík- ir annaðhvort stefnuleysi og/eða yfirgengilegt ranglæti í kerfinu, í öllu falli gilda lögmál villta vesturs- ins gagnvart notendum íslensks heilbrigðiskerfis. Það sætir undrum að íslenskur almenningur skuli láta þessa óstjórn og ranglæti ganga yfir sig. Eftir Árna Tómas Ragnarsson » Það eru því lögmál villta vestursins sem gilda við sjúkratrygg- ingar íslensks almenn- ings, þær eru frjálsar og alls ekki í samræmi við yfirlýsta stefnu stjórn- valda. Árni Tómas Ragnarsson Höfundur er læknir. Sjúkratryggingar og villta vestrið Eftir hrun eða árið 2012 setti Alþingi lög um sölu á eignar- hlutum ríkisins í fjár- málafyrirtækjum. Lögunum er ætlað að gera hlutverk Alþing- is veigameira í sölu- meðferðinni en áður. Lögin innihalda meginreglur og fast- mótaðan ramma utan um tilhögun sölunnar. Þessar meginreglur kveða á um að áhersla skuli lögð á opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni. Með hagkvæmni er átt við að leit- að sé hæsta verðs fyrir eignar- hluti. Þess skal gætt að skilyrði sem tilboðsgjöfum eru sett séu sanngjörn og að þeir njóti jafn- ræðis. Þá skal kappkosta að efla virka og eðlilega samkeppni á fjármálamarkaði. Reglur vísvitandi þverbrotnar Ekki þarf að rýna lengi í útboð ríkisins á hlutabréfum í Íslands- banka til að sjá að ekki hefur ver- ið farið að þessum einföldu megin- reglum. Þær hafa augljóslega verið þverbrotnar vísvitandi. Ástæður þess eru rannsóknarefni í ljósi sögunnar. Bankasýslan lagði upp með fjögur markmið í sölumeðferðinni. Þau voru að salan: 1) speglaði markmið stjórnvalda (stjórn- arsáttmála), 2) drægi úr fjárhags- legri áhættu ríkisins, 3) hámarkaði endurheimtur og ávöxtun fjárframlaga ríkissjóðs til Íslands- banka, 4) samræmdist öðrum lögbundnum markmiðum stofn- unarinnar. Útboðið nær bara að uppfylla stjórn- arsáttmála ríkis- stjórnarinnar. Það er allt og sumt. Hverju er um að kenna? Fúski, vanhæfni eða bara hreinni og klárri spillingu? Í ljósi sög- unnar er því miður hætt við að al- menningur telji síðastnefndu skýr- inguna líklegasta. Hvernig samrýmist það mark- miðinu um að draga úr fjárhags- legri áhættu ríkissjóðs með söl- unni þegar einungis er gerð krafa um að kaupendur séu fagfjár- festar? Miðað við alla smáfjárfest- ana sem tóku þátt í útboðinu hafði krafan um fagfjárfesta enga þýð- ingu aðra en þá að halda almenn- ingi utan við útboðið. Engin krafa var um að fagfjár- festarnir hefðu þekkingu á fjár- málastarfsemi eða að þeir væru metnir út frá því hvernig þeir hygðust reka bankann á ábyrgan hátt. Saga hrunsins virðist ekki skipta neinu máli rétt eins og hún væri öllum gleymd. Halda menn virkilega enn að fólk sé fífl? Viðmið virt að vettugi Í frumvarpi að lögum um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármála- fyrirtækjum segir eftirfarandi: „[Æ]skilegt að við framkvæmd sölu sé lögð áhersla á að söluferli sé skýrt og opið, frá því að ákvörðun er tekin um sölu og þar til skrifað hefur verið undir sölu- samninga, og hlutverk allra aðila þannig vel skilgreind, að í flestum tilvikum sé óskað tilboða með ákveðnum skilyrðum, sem oft er vænlegasta leiðin til að ná skýrum markmiðum með sölu, sem og að við framkvæmd sölunnar sjálfrar horfi ríkið til ábyrgs rekstrar. Með því er átt við að þegar sala fer fram á eignarhlutum séu mögulegir kaupendur metnir með hliðsjón af því hvernig þeir hyggj- ast reka fyrirtækið í framtíðinni, svo sem með tilliti til samfélags- legrar ábyrgðar og framtíðarupp- byggingar þess. Með því er reynt að horfa til framtíðar og sjá fyrir sér hvernig rekstur fyrirtækisins verður í framtíðinni.“ Þessi viðmið voru algjörlega virt að vettugi í útboðinu. Í útboðsferl- inu voru mögulegir kaupendur ekki metnir út frá ofangreindu, þrátt fyrir skýran vilja Alþingis í frumvarpinu. Ekki var gerð krafa um orðspor, reynslu af fjármála- starfsemi, fjárhagslegt heilbrigði (e. financial soundness) eða önnur atriði sem veita upplýsingar um gæði væntanlegra kaupenda. Fjárhagsleg áhætta ríkisins af sölu banka eykst stórlega með því að selja til óábyrgra aðila. Það lærðum við af biturri reynslu hrunsins. Hlutverk fjármála- eftirlita heimsins er að koma í veg fyrir óábyrgan rekstur banka og að ríkið þurfi ekki að grípa inn í rekstur þeirra þegar í óefni er komið. Þrátt fyrir þetta var engin krafa sett um gæði nýrra eigenda í útboðinu. Alls engin! Íslandsbanki bar fyrir sig per- sónuverndarlög og neitaði að upp- lýsa um nöfn minni fjárfesta. Það stenst ekki skoðun vegna al- mannahagsmuna og lagaskyldu um gagnsæi við söluna. Persónu- verndarlögin eru skýr um vinnslu persónupplýsinga vegna bæði al- mannahagsmuna og lagaskyldu. Gagnsæi án upplýsinga er ekki gagnsæi. Áður en bankinn bar fyr- ir sig persónuverndarlög virðist sem hann hafi ekki leitað samráðs við Persónuvernd varðandi upp- lýsingagjöf um þá sem keyptu í útboðinu fyrir litlar fjárhæðir og urðu hluthafar (minni en 1%) í bankanum. Persónuverndarlög kveða á um slíkt samráð og því er illskiljanlegt að bankinn skuli ekki hafa óskað þess í ljósi almanna- hagsmuna og gagnsæis. Bankaleynd nær ekki til hluthafa Stjórnarformaður Bankasýsl- unnar kom einnig fram og bar fyr- ir sig bankaleynd sem rökum fyrir því að birta ekki nöfnin. Banka- leynd nær til viðskiptavina banka, ekki hluthafa. Hluthafar eru eig- endur banka en ekki sem slíkir viðskiptavinir hans. Um þetta er fjallað í lögum um fjármála- fyrirtæki. Fullyrðing um banka- leynd á hluthöfum undir 1% eign- arhluta er brosleg. Ekki nóg með það; stjórnarformaðurinn heldur því fram í fjölmiðlum að ekki sé hægt að girða fyrir viðskipti þeirra sem hafa fengið dóm eða eru til rannsóknar. Þessi ummæli hans eru óskiljanleg. Lögin um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjár- málafyrirtækjum gera einmitt ráð fyrir því, líkt og áður segir, að óskað sé tilboða með ákveðnum skilyrðum, sem vænlegustu leið- inni til að ná skýrum markmiðum með sölu, sem og að við fram- kvæmd sölunnar sjálfrar horfi rík- ið til ábyrgs rekstrar. Augljóst er að við útboðið á hlutabréfum í Íslandsbanka var ekki farið að lögum. Meginreglur um sölu á ríkisbanka, um opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni, voru þverbrotnar. Þetta lögbrot verður Alþingi að rannsaka, eigi að takast að byggja upp traust sem hefur beðið alvar- legan hnekki og var ekki mikið fyrir. Fjármálaráðherra og rík- isstjórnin ber ábyrgð á mjög al- varlegum trúnaðarbresti gagnvart þjóðinni og ber að axla ábyrgð á honum. Þjóðin krefst þess í ljósi biturrar reynslu. Lærdómurinn af hruninu er enginn. Eftir Eyjólf Ármannsson » Þessar einföldu meg- inreglur hafa aug- ljóslega verið þver- brotnar vísvitandi. Eyjólfur Ármannsson Höfundur er alþingismaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi og 2. varaformaður fjárlaganefndar. Útboð hlutabréfa Íslandsbanka er ólöglegt!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.