Morgunblaðið - 09.04.2022, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2022
Við erum stolt fyrirtæki á
2022 SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR
Morgunblaðið/Eggert
Akranes
Íbúar sveitarfélagsins eru
tæplega 8.000 og mikil
fjölgun er í kortunum
samfara aukinni atvinnu-
uppbyggingu. Tæki-
færin virðast liggja
við hvert fótmál á
Skipaskaga.
BAKSVIÐ
Andrés Magnússon
Stefán E. Stefánsson
Mikil íbúafjölgun hefur átt sér stað
á Akranesi síðustu árin og virðist
ekkert lát þar á. Þegar ekið er inn í
bæinn blasa við byggingarkranar og
fjölbýlishús af fjölbreyttu tagi rísa í
bænum. Mörg þeirra stutt á veg
komin en önnur bíða þess að kom-
ast í hendur nýrra eigenda innan
tíðar.
Bæjarfélagið hefur tekið meðvit-
aða ákvörðun að byggja upp í loftið
enda landlítið. Umkringt minni
sveitarfélögum sem af ólíkum
ástæðum hafa kosið að standa utan
seilingar þegar sameiningar hafa
verið ræddar og reyndar.
Sævar Freyr Þráinsson hefur
verið bæjarstjóri á Akranesi frá
árinu 2017, var ráðinn til starfa af
meirihluta Sjálfstæðisflokks og
Bjartrar framtíðar. Þegar nýr
meirihluti Samfylkingar og Fram-
sóknarflokks tók við völdum 2018
var umboðið við hann endurnýjað.
„Ég gerði það upp við mig nýver-
ið að mig langar til þess að halda
áfram, þ.e. ef eftirspurn er eftir
mínum kröftum,“ útskýrir Sævar en
hann segir ekki minni uppgangs-
tíma framu ndan en þann sem ríkt
hefur síðustu árin og að það freisti
sín mjög að fá að koma að þeim
málum.
Hann segir að tækifærin fram
undan tengist bæði þeirri starfsemi
sem atvinnulífið byggi nú þegar á
en einnig sé stefnt að því að skjóta
fleiri styrkum stoðum undir at-
vinnulífið þar sem menntun og
færni íbúanna nýtist sem best.
Skuldastaðan góð
Á árunum eftir bankahrun var
fjárhagsstaða Akraness ekki upp á
marga fiska og margt í viðhaldi
bæjarins sem sat á hakanum. Stað-
an nú er gjörbreytt og skulda-
hlutföll með því lægra sem sést á
landinu. Sævar Freyr segir stöðuna
góða og að bærinn hafi m.a. safnað
upp handbæru fé til þess að geta
ráðist í framkvæmdir. Nú sé bærinn
að auka skuldir sínar en það sé gert
hóflega og kjörin sem bjóðist nú á
markaði geri bænum kleift að
greiða upp eldri og óhagstæðari lán
og greiðslubyrðin muni ekki breyt-
ast þótt skuldirnar aukist að nokkru
marki.
Sævar Freyr segir að Akranes
eigi mikið inni þegar kemur að upp-
byggingu ferðaþjónustu. Til dæmis
er ekkert hótel í bænum en öflugir
aðilar skoða nú möguleika á upp-
byggingu slíkrar starfsemi. Þótt
ferðaþjónustan sé ekki mjög sýnileg
í bænum segir Sævar Freyr að
greining á því atvinnuleysi sem kom
upp í bænum í kjölfar kórónuveir-
unnar hafi sýnt að fjöldi fólks hafi
haft lifibrauð sitt af þeirri atvinnu-
grein þótt atvinnan hafi verið sótt
út fyrir bæjarmörkin.
Hann segir forréttindi felast í því
að eiga eftir að sækja fram í þessari
atvinnugrein, eins og raunar mörg-
um fleiri.
Stór tækifæri í burðarliðnum
- Íbúafjölgun á Akranesi - Fjárhagsstaða sveitarfélagsins sterk - Algjör umskipti orðið á innan
við áratug - Búa sig undir enn frekari atvinnuuppbyggingu - Bæjarstjórinn vill halda áfram
Heimamaður Sævar Freyr er borinn og barnfæddur Skagamaður. Hann
hefur verið bæjarstjóri frá 2017 og hefur starfað með tveimur meirihlutum.