Morgunblaðið - 09.04.2022, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.04.2022, Blaðsíða 31
✝ Guðbjörg María Gunnarsdóttir fæddist á Flateyri 8. september 1931. Hún lést 16. mars 2022 á Sóltúni. Foreldrar henn- ar voru hjónin Stef- anía Kristín Guðna- dóttir, f. 15.10. 1895, d. 31.10. 1975, og Gunnar Bene- diktsson, f. 26.8. 1892, d. 27.10. 1934. Tvö eldri systkini Guðbjargar, þau Ingunn Guðrún og Benedikt Vagn, eru bæði látin. Kristín giftist aftur Magnúsi Jónssyni, f. 9.9. 1909, d. 28.5. 1988, sem gekk þeim systk- inum í föðurstað. Guðbjörg giftist 1.3. 1952 Magnúsi H. Magnússyni frá Patreksfirði, f. 21.9. 1929, d. 14.3. 2013. Þau hjón eignuðust þrjá drengi; tví- burana Jón og Gunnar og Magnús, sem lést 21.2. 2018. Afkomendur þeirra eru 23 tals- ins. Útför Guðbjargar Maríu var gerð frá Garðakirkju 30. mars 2022. Í nokkrum orðum vil ég minn- ast föðursystur minnar, Guð- bjargar Maríu Gunnarsdóttur, eða Bubbu eins og hún var köll- uð, sem lést hinn 16. mars síð- astliðinn á 91. aldursári, fædd 8. september 1931. Hún var yngst þriggja barna Kristínar Guðna- dóttur, f. 15.10. 1895, d. 31.10. 1975, og Gunnars Benediktsson- ar, f. 26.8. 1892, d. 27.10. 1934. Systkini hennar, þau Ingunn Guðrún og Benedikt Vagn, eru bæði látin. Amma Kristín giftist aftur 1939 Magnúsi Jónssyni, f. 9.9. 1909, d. 28.5. 1988, og í gegnum árin minntist hún Magnúsar stjúpföður síns oft með mikilli hlýju og þakklæti. Fyrstu kynni mín af Bubbu frænku má rekja til æskuára minna heima á Flateyri og í dag geri ég mér grein fyrir hvers vegna hún er mér svo minnis- stæð sem barni, en það var vegna þess að mér fannst hún alltaf í svo flottum fötum og flott í öllu sem hún gerði, enda var Guðbjörg María Gunnarsdóttir hún ein af þeim konum sem ávallt gæta þess að vera vel til fara og áttu þau það sameignlegt hjónin Magnús H. Magnússon sem hún giftist 1.3. 1952 að fág- uð framkoma og snyrtimennska var höfð í fyrirrúmi. Þau hjón eignuðust þrjá drengi, tvíburana Jón og Gunnar og Magnús sem lést aðeins 56 ára hinn 21.2. 2018 og var henni sonarmissirinn afar þungbær. Þau hjón byggðu sitt fyrsta hús á Sogavegi og bjuggu þar sín fyrstu ár. Magnús var hagleiksmaður mikill og kunnu þau bæði að fara vel með enda bæði af þeirri kynslóð sem þekkti harða lífsbaráttu og að ekkert er sjálfgefið. Eftir árin á Sogaveginum fluttu þau á Haga- flöt í Garðabæ og síðar að Læk- jasmára í Kópavogi. Árið 1972 keyptu þau sig inn í fyrirtækið Skúlason & Jónsson, sem þau eignuðust að fullu skömmu síðar og er rekið í dag af Gunnari syni hennar. Við rekstur þess og upp- byggingu stóð Bubba við hlið Magnúsar og tók fullan þátt í rekstri þess ásamt heimilisstörf- um. Eftir að þau fluttu í Garða- bæinn starfaði Bubba við Tón- listarskólann í Garðabæ í nokkur ár. Á unglingsárum mínum kom ég oft á heimili þeirra á Soga- veginum og dvaldi hjá þeim tíma og tíma. Við Bubba náðum alltaf vel saman, gátum rætt nánast allt milli himins og jarðar og var oft glatt á hjalla. Eftir lát Magn- úsar hinn 14.3. 2013 urðu sam- verustundir okkar tíðari og sér- staklega nú hin síðari ár eftir að sjón hennar fór dvínandi. Ég hafði alltaf gaman af heimsókn- um mínum til Bubbu og þá sér- staklega þegar minningar henn- ar frá uppvaxtarárunum á Flateyri streymdu fram, mann- lífinu og samskiptum fólks, sér- stökum persónum og lífsbaráttu fólks á þeim tíma almennt, og fannst mér þá stundum að amma Kristín væri að segja frá, sé litið til svipbrigða, framsetningar og orðavals. Þó svo að sjónin væri farin að daprast var hún alltaf til í að tala um fataval og tískuna, hvað mér fyndist um þennan klút; á hann við, mér finnst þessi litur ekki klæða mig, þetta pils er of sítt, o.s.frv, eðlileg og góð dægrastytting konu sem var svo sem ekki að fara neitt en hafði alla tíð fylgst vel með tískunni og lagt metnað sinn í að vera alltaf vel tilhöfð og vel til fara. Hin síðari ár treysti hún mikið á aðstoð Jóns sonar síns sem að- stoðaði hana af einstakri um- hyggju sem hún var þakklát fyr- ir. Við lok samferðar er ég þakklát fyrir allar stundir okkar saman og þann minningasjóð sem þær skilja eftir og kveð kæra frænku mína með söknuði. Ég votta öllum ástvinum hennar mína dýpstu samúð. Hafðu þökk fyrir allt Bubba mín. Alda Benediktsdóttir. MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2022 ✝ Alda Eygló Kristjánsdóttir fæddist á Þórshöfn á Langanesi 4. júní 1937. Hún lést á Dalbæ, dvalarheim- ili aldraðra Dalvík, 31. mars 2022. Foreldrar henn- ar voru Kristján Ottó Þorsteinsson, f. 19.1. 1906 á Brekkum, d. 5.6. 1989, og Margrét Halldórsdóttir, f. 30.1. 1911 á Þórshöfn, d. 20.12. 1988. Alda átti þrjár systur: Jó- hönnu, f. 5.9. 1940, d. 14.10. 2007, Halldóru Kristrúnu Briem, f. 16.1. 1948, d. 2.10. 1987, Hrönn, f. 20.4. 1950. Alda kynntist eftirlifandi eiginmanni sínum, Sigurði Jóns- syni slökkvistjóra, f. 15.9. 1941, frá Dalvík, í herstöð Atlants- á Þórshöfn með systrum sínum. Að loknu gagnfræðaskólanámi fór Alda til Ísafjarðar, þaðan sem hún útskrifaðist frá Hús- mæðraskólanum Ósk vorið 1956. Hún hóf störf í eldhúsi her- stöðvarinnar á Heiðarfjalli þá um sumarið, en flutti svo til Dalvíkur árið 1958. Þar byggðu þau hjónin sér fallegt hús á Ásvegi 8, sem var þeirra heimili til hennar síð- asta dags. Á Dalvík starfaði Alda fyrst um sinn í Frystihúsi KEA, en réð sig svo til starfa á Saumastofunni Ýli. Einnig vann hún í Shellskál- anum og í prjónaverksmiðjunni á Dalvík um hríð. Árið 1986 opn- uðu þau Myndabandaleiguna Ásvídeó, sem varð afar vinsæl hjá sveitungum þeirra, og ráku þau hana allt til ársins 2009. Samhliða þeim rekstri settu þau hjónin á laggirnar fyrstu tjaldvagna/hjólhýsaleigu lands- ins, einnig undir merkjum Ás- vídeós, og er hún enn starfrækt í dag. Útför Öldu fer fram í dag, 9. apríl 2022, frá Dalvíkurkirkju klukkan 13.30. hafsbandalagsins á Heiðarfjalli á Langanesi árið 1956. Þau giftu sig í Dalvíkurkirkju 30. des. 1961. Börn þeirra eru: 1) Jón, f. 25.3. 1960, d. 21.9. 1976. 2) Hólmfríður Mar- grét, f. 6.6. 1962, dóttir hennar er Magdalena Ýr, f. 1984, maki Davíð Örn Eggerts- son, f. 1983. Börn þeirra eru: Viktor Máni, f. 2002, Rebekka Ýr, f. 2005, Hólmfríður Bára, f. 2011, Jón Bolli, f. 2018. 3) Jóna Sigurðardóttir, f. 14.11. 1978, maki Jóhann Jónsson, f. 1974, börn þeirra eru: Lovísa Lea, f. 2004, Ívan Logi, f. 2008, Sigurður Nói, f. 2010, Ýmir Áki, f. 2015. Alda ólst upp í foreldrahúsum Elsku mamma. Þakklæti er mér efst í huga á þessari kveðjustund. Þakklát fyrir alla þá hlýju sem þú sýndir mér og öðrum, og fyrir þá hvatningu sem þú veittir mér þegar ég þurfti. Mér er svo minnisstætt eitt augnablik á kaffistofunni í Ásvídeó seint á sumarkvöldi, þegar ég sagði við ykkur pabba að ég vildi fara í skóla til Reykjavíkur. Pabba fannst það nú kannski ekki alltof sniðug hugmynd. Hægt væri að fjár- festa í íbúð og koma sér fyrir, enda var það það sem hann gerði sjálfur svo vel. Þú hafðir önnur ráð og þau voru að ég skyldi gera það sem ég vildi og hæfileikar mínir væru ótak- markaðir, ég gæti allt sem ég ætlaði mér. Svona mömmuráð eru ómetanleg. Heimilið ykkar pabba var alltaf opið fyrir vin- um mínum og ég fann hversu velkomnir allir voru. Það sem ég var búin að sitja yfir ykkur Mæju og Jónu Stínu í kaffi og sígó við eldhúsborðið, og hlusta á alls konar sögur, og mörg voru þau ráðin sem ég heyrði. Skrítið með þessar konur þó í sveitinni … þær virtust alltaf vera svolítið villtar. Elsku mamma mín, af þér lærði ég mikla gjafmildi og væntumþykju sem engin bók getur kennt. Hvernig þú tókst á móti Briem-systkinunum var líka lærdómur og mikil gjöf. Þú varst þessi amma sem settist á teppið með börnunum okkar Jóa og gafst þig endalaust að þeim. Takk mamma mín fyrir allt sem þú hefur gefið mér og mínum. Góðvild þín verður mitt leiðarljós sem móðir sjálf, og fyrir það er ég afar þakklát. Hvíldu í friði mamma mín. Þín Jóna (Jonna). Í dag kveðjum við einstaka konu, tengdamóður og ömmu okkar, Öldu Eygló Kristjáns- dóttur. Fyrir rúmum 28 árum kom ég óheflaður 19 ára ung- lingur inn í líf þeirra hjóna, er við Jonna kynntumst. Mér er það minnisstætt hversu velkom- inn ég var frá fyrsta degi inn á þeirra heimili. Tókust strax með okkur einstaklega góð kynni og vinskapur sem aldrei hefur fallið skuggi á. Alda var dugnaðarforkur, sem hafði sterkar skoðanir á hlutunum og stóð fast á sínu er á reyndi. Hún var einstaklega umhyggju- söm, hlý, natin og gjafmild kona. Hún hafði sem dæmi lengi vel einstakt lag á því að gleðja tengdason sinn með tíð- um sendingum á Héraðsblöðun- um tveim sem gefin voru út í Dalvíkurbyggð, sama hvort við Jonna bjuggum á Dalvík, Akur- eyri, Reykjavík eða í Bandaríkj- unum. Það lýsti hennar gjaf- mildi svo vel, hún var ætíð að passa upp á að okkur liði vel. Það var fátt betra en að kíkja í kaffi til Öldu, ræða heimsmálin yfir rjúkandi kaffibolla og ný- bakaðri köku, því þar var hún á heimavelli, nærvera hennar var engu lík. Alda var handavinnukona mikil og bera mörg glæsileg verk hennar þess glöggt merki. Hún hafði mikið dálæti á alls- kyns útiveru, og voru göngu- túrar og berjatínsla í miklu uppáhaldi hjá henni, þó heima- kær væri. Svo ekki sé talað um hinn margrómaða kvöldrúnt með Sigga sínum eftir lokun í Ásvídeói á kvöldin. Á heimili Öldu og Sigga var ávallt mjög gestkvæmt og hlýtt viðmót þeirra margrómað. Starfsemi Myndbandaleigunnar var til fjölda ára í bílskúrnum á Ásvegi 8, og varð hún nokkurs- konar félagsmiðstöð unga fólks- ins á þeim tíma, þar sem allir voru velkomnir. Samkennd Öldu átti þar stóran þátt í vel- gengni Ásvídeós, enda hafði hún mikla ánægju af því að gleðja þá sem minna máttu sín með fríum spólum og jafnvel snakkpoka með. Alda var mikil fjölskyldu- kona og þótti afar vænt um sína nánustu, enda Ásvegurinn kærleiksríkt heimili, sem hún sinnti af einstakri alúð og myndarskap. Hún reyndist börnum okkar Jonnu einstak- lega vel. Hún var þessi amma sem gaf sér strax að þeim frá fyrsta degi, leit ekki af þeim sama hvað á bjátaði, og lék við þau af mikilli ást við hvert tækifæri. Hún var sannarlega í uppáhaldi hjá þeim, enda besta amma sem þau gátu hugsað sér. Veröld okkar verður snúin Vindar blása hér og þar Eins og auður annar rúinn allra bíður eilífðar. Verndi þitt heilaga himneska ljós Helgi þess aldrei við týnum Veittu þeim gæfu, visku og hrós Vaki yfir börnunum mínum. (Þorsteinn Már Aðalsteinsson) Þín er og verður sárt saknað, elsku Alda okkar, en við Jonna og börnin munum geyma allar góðu minningarnar um einstak- lega fallega og hlýja konu þar til við hittumst aftur. Blessuð sé minning þín. Jóhann, Ívan Logi, Sigurður (Siggi) Nói, Ýmir Áki. Elsku amma. Það sem ég mun sakna þín og allra okkar góðu stunda saman. En ég veit að þú vakir yfir mér núna. Ég held fast um fallegu minning- arnar okkar. Eins og þegar þú gerðir alltaf handa mér lummur með sykri og auðvitað þurfti afi að fá með rúsínum. Líka þegar ég kom til þín og þú gafst mér pening fyrir laugardagsnammi, og þegar við sátum saman með kisunni okkar Rósu og horfðum á Tomma og Jenna og dýralífs- þætti. Þú spurðir mig alltaf hvort ég væri nokkuð svöng og hvort ég vildi fá kex og mjólk, þá sátum við saman og við afi spjölluðum saman meðan ég beið eftir því að Homeblestið mitt yrði mjúkt í mjólkinni. Það var alltaf langbest að vera hjá ömmu og afa. Allar minning- arnar með þér eru mér svo dýr- mætar og mun ég halda þeim djúpt í hjarta mínu. Núna kveð ég þig, elsku amma, en ég mun hitta þig aft- ur síðar. Þín ömmustelpa, Lovísa Lea. Alda Eygló Kristjánsdóttir Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, RUNÓLFUR SIGTRYGGSSON, Krummahólum 4, lést fimmtudaginn 31. mars. Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju miðvikudaginn 13. apríl klukkan 15. Halldóra Bachmann Sigurðardóttir Sigtryggur Runólfsson Árný Birna Runólfsdóttir Arnar Geir Bjarkarson Ragnheiður Sölvadóttir Sigurður Ívar Sölvason Halldór Andri Sölvason Leon og Helena Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, SIGURRÓS PETRA TAFJORD, lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja laugardaginn 2. apríl. Útförin fer fram frá Sandgerðiskirkju (safnaðarheimilið) mánudaginn 11. apríl klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Sérstakar þakkir fá starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir einstaka nærgætni, umhyggju og hlýhug. Ármann Þór Baldursson Sigurður Ármannsson Björg Árnadóttir Ásdís Ármannsdóttir Ólafur Einar Hrólfsson Elí Ágúst Ármannsson Gabríela Ármannsson Helgi Ármannsson Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir og barnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓREY EIRÍKSDÓTTIR frá Egilsseli, Eiríksgötu 9, Reykjavík, andaðist á Hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum þriðjudaginn 29. mars. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 11. apríl og hefst athöfnin klukkan 13. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Droplaugarstaða fyrir einstaka umönnun og aðhlynningu. Guðmundur Snorrason Sigríður Elsa Oddsdóttir Eiríkur Snorrason Ragnheiður Snorradóttir Theodór Guðfinnsson Sigríður Snorradóttir Kjartan Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GUÐRÚN JENSDÓTTIR, Nesvöllum 4, Reykjanesbæ, lést á dvalarheimilinu Hraunbúðum Vestmannaeyjum föstudaginn 1. apríl. Útförin fer fram frá Landakirkju Vestmannaeyjum miðvikudaginn 13. apríl klukkan 14. Athöfninni verður streymt á www.landakirkja.is. Hlekk á streymi má nálgast á www.mbl.is/andlat. Innilegar þakkir færum við starfsfólki á dvalarheimilinu Hraunbúðum fyrir einstaka umönnun og hlýju. Fyrir hönd aðstandenda, Guðný Linda Antonsdóttir Bjarni Valtýsson Jens Kristinn Þorsteinsson Hrafnhildur Hafnfjörð Þórisd. Ásgeir Þorbjörnsson Guðrún Maronsdóttir barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn Elskulegur bróðir okkar, JÓHANNES SIGURBJÖRNSSON bóndi frá Vogalæk á Mýrum, lést laugardaginn 2. apríl á dvalarheimilinu Brákarhlíð í Borgarnesi. Útför auglýst síðar. Þórey Sigurbjörnsdóttir Sjöfn Sigurbjörnsdóttir Maríus Sigurbjörnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.