Morgunblaðið - 09.04.2022, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2022
Þegar Rússar
hörfuðu frá
Bútsja kom í
ljós umfang ódæðis-
verka rússneska
hersins í Úkraínu.
Bútsja er lítil borg í
grennd við Kænu-
garð. Rússneskir
hermenn höfðu
borgina á sínu valdi í nokkrar
vikur og eirðu engu. Aftökur,
pyntingar og nauðganir voru
daglegt brauð og almennir borg-
arar hafa verið stráfelldir.
Rússar hafa reynt að halda því
fram að þeir séu hafðir fyrir
rangri sök, en gervihnattamynd-
ir, sem teknar voru áður en rúss-
neski herinn hörfaði frá Bútsja,
sýna að svo er ekki. Á þeim sést
að lík lágu á víð og dreif um götur
borgarinnar áður en Rússarnir
fóru.
Fjölmiðlar eru nú farnir að
draga upp mynd af því sem gerð-
ist í Bútsja á þeim fjórum vikum,
sem Rússarnir höfðu borgina á
valdi sínu og þegar er farið að
tala um að nafn borgarinnar
verði samnefnari fyrir stríðs-
glæpi Rússa líkt og Srebrenica
fyrir tilraunina til þjóðarmorðs í
Bosníustríðinu.
Konur eru farnar að greina frá
skipulögðum nauðgunum. Karlar
undir sextugu áttu á hættu að
vera teknir af lífi.
Í kjallara í húsi einu voru blóð-
pollar, skotgöt á veggjum og
skothylki á víð og dreif. Þar
fundust fimm lík. Hendur þeirra
voru bundnar aftur fyrir bak og á
líkömunum mátti sjá ummerki
um pyntingar, brotin nef, opin
sár og skotsár á fótum.
Anatolí Fedoruk
hefur verið borgar-
stjóri í Bútsja í 20
ár. Hann segir að
290 íbúar borg-
arinnar hafi verið
skotnir. Hann er
ekki að tala um þá
sem urðu fyrir eld-
flaugum og stór-
skotaliðsárásum heldur þá sem
voru drepnir með byssukúlum.
Fedoruk segir að hernámsliðið
hafi verið með lista með 40 til 50
nöfnum manna, sem hefðu barist
í Donbas og fjölskyldna þeirra,
og stjórnmálamanna. Þar á með-
al var nafnið hans, reyndar vit-
laust stafsett. Kannski varð það
honum til lífs.
Bútsja virðist síður en svo
vera einsdæmi.
Í Borodíanka, sem einnig er
rétt fyrir utan Kænugarð, var að-
koman líka hrollvekjandi. „Þeir
eru byrjaðir að fara í gegnum
rústirnar í Borodíanka,“ sagði
Volodimír Selenskí, forseti
Úkraínu, í daglegu ávarpi sínu á
fimmtudag. „Þar er hrylling-
urinn enn meiri, þar eru fórnar-
lömb rússneska hernámsliðsins
jafnvel fleiri.“
Árás Vladimírs Pútíns, forseta
Rússlands, á Úkraínu er óverj-
andi. Virðing Pútíns fyrir manns-
lífum er engin. Pútín dreymir um
að endurreisa Rússaland í anda
einhverra hugmynda um veldi og
mátt sem hann sér í hillingum.
Honum hefur tekist hið gagn-
stæða. Orðspor Rússlands er í
rúst og með hverri sprengju sem
fellur í Úkraínu, hverju morði
sem er framið, fellur nýr blettur
á orðstír Pútíns.
Með hverri sprengju
sem fellur í Úkraínu,
hverju morði sem er
framið, fellur nýr
blettur á orðstír
Pútíns}
Bútsja
Opinberar stofn-
anir eiga að
fara varlega með
vald sitt og passa
upp á að gætt sé
jafnræðis í ákvörð-
unum þeirra.
Neytendastofa
hefur nú í tvígang
lagt óvenjuþungar
sektir á sama fyrirtækið. Eru
þær með allra hæstu sektum í
sögu stofnunarinnar.
Um er að ræða teppafyrir-
tækið Cromwell Rugs, sem und-
anfarið hefur selt hér persneskar
mottur. Í október í fyrra var
fyrirtækið sektað um þrjár millj-
ónir króna og í þessari viku um
eina milljón króna.
Á viðskiptasíðu Morgun-
blaðsins í gær birtist listi yfir
sektir Neytendastofu á árunum
2020 til 2022. Flestar eru sekt-
irnar upp á 50 þúsund krónur.
Aðeins einu sinni fór upphæðin
yfir milljón. Fyrirtækið BPO
Innheimta var sektað um 1,5
milljónir króna. Áfrýjunarnefnd
neytendamála úrskurðaði síðar
að sú sekt skyldi lækkuð í hálfa
milljón króna.
Fyrirtækið Cromwell Rugs
hefur vakið mikla
athygli með áber-
andi auglýsingum.
Lögmaður fyrir-
tækisins segir að
eigandi þess, Alan
Talib, eigi erfitt með
að skilja að oft
ákveði Neytenda-
stofa að leggja ekki
á neinar sektir þótt mál snúist
um mikilsverðari hagsmuni neyt-
enda og jafnvel skaðlega hátt-
semi og þegar sektir séu lagðar á
séu þær margfalt lægri en Crom-
well Rugs þurfi að þola. Upplifun
Talibs sé að hann fái ekki sömu
meðferð og önnur fyrirtæki á Ís-
landi.
Það er ekki að furða að Talib
skuli fá það á tilfinninguna að
hann sé tekinn öðrum tökum en
önnur fyrirtæki. Ekki er nóg með
að Talib fái margfalt hærri sektir
en aðrir, heldur var mál hans sett
í sérstaka flýtimeðferð og af-
greitt með margfalt meiri hraða
en önnur mál.
Framganga Neytendastofu
gagnvart teppasalanum Alan
Talib vekur óþægilega tilfinn-
ingu um að jafnræðisreglan hafi
verið sett til hliðar.
Framganga Neyt-
endastofu vekur
óþægilega tilfinn-
ingu um að jafnræð-
isreglan hafi verið
sett til hliðar}
Misnotkun valds?
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
É
g held að flest séum við sammála
um að spilling sé slæm, eitthvað
sem við eigum að koma í veg
fyrir. Við hljótum þá líka að geta
sammælst um nauðsyn þess að
fólk sé látið sæta ábyrgð þegar upp kemst um
spillingu á þeirra vegum. En jafnvel þegar vís-
bendingarnar spretta eins og gorkúlur allt í
kringum okkur virðist ekkert gerast. Hvers
vegna?
Mig grunar að kannski vitum við ekki al-
mennilega hvernig spilling lítur út. Við sjáum
fyrir okkur atriði í bíómynd þar sem leikarar
skiptast á brúnum pappírsumslögum og skjala-
töskum í bílakjallara, rétt áður en Leðurblöku-
maðurinn kemur aðvífandi og lemur spillingar-
pésana til hlýðni. Túlkunin á hvíta tjaldinu er
æsilegri en veruleikinn, sem er sá að spilling er
ósköp hversdagsleg.
Nóg er til af nýlegum dæmum um spillingu í íslenskum
stjórnmálum. Þegar fjármálaráðherra stakk skýrslu um
skattaskjólseignir Íslendinga undir stól fyrir kosningarnar
2016 var það spilling. Þegar Alþingi var látið borga fyrir
framleiðslu á sjónvarpsþætti um þingmann var það líka
spilling. Þegar fjármálaráðherra seldi pabba sínum banka á
afslætti á dögunum þá var það spilling – sama hvað fjár-
málaráðherra dettur í hug að segja til að afsaka þann gjörn-
ing. Þegar faðir fjármálaráðherra kaupir eitthvað í lokuðu
útboði sem sonur hans ber ábyrgð á kallast það spilling.
Í stuttu máli eru skilyrðin fyrir því að selja megi banka
samkvæmt lögum eftirfarandi:
„Þegar ákvörðun er tekin um undirbúning og
framkvæmd sölumeðferðar eignarhluta skal
áhersla lögð á opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni
og hagkvæmni. Með hagkvæmni er átt við að
leitað sé hæsta verðs eða markaðsverðs fyrir
eignarhluti. – Þegar tilboð í eignarhlut liggja
fyrir skal Bankasýsla ríkisins skila ráðherra
rökstuddu mati á þeim. Ráðherra tekur ákvörð-
un um hvort tilboð skuli samþykkt eða þeim
hafnað og undirritar samninga fyrir hönd rík-
isins um sölu eignarhlutarins.“
Athugið sérstaklega þessi þrjú mikilvægu
orð – ráðherra tekur ákvörðun. Ef ráðherra veit
ekki að pabbi hans er að kaupa í bankanum sem
hann er að selja, þá er hann að vanrækja skyld-
ur sínar. Ef ráðherra er meðvitað að selja pabba
sínum hlut í bankanum … þá er hann að beita
embætti sínu til að selja pabba sínum ríkiseigur
með afslætti!
Mér finnst satt best að segja ótrúlegt að ráðherra reyni
að snúa út úr þessu, að hann hafi svo litla trú á vitsmunum
fólks að hann telji það yfirhöfuð mögulegt. Réttlætingin fyr-
ir því að ráðherra selji pabba sínum þjóðareign á afslætti er
ekki til.
Ef við leyfum Bjarna Benediktssyni að slá ryki í augu
þjóðar og komast upp með enn einn embættisglæpinn sem
ráðherra í ríkisstjórn Íslands er ég ansi hræddur um að
hvorki Geir né guð dugi til að blessa Ísland.
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Þjónn, það er ryk í augunum mínum
Höfundur er þingmaður Pírata.
bjornlevi@althingi.is
BAKSVIÐ
Dóra Ósk Halldórsdóttir
doraosk@mbl.is
Æ
fingin hefur gengið al-
veg ljómandi vel og
allt sem við höfum
komið að hefur verið
mjög lærdómsríkt fyrir okkur Ís-
lendingana,“ segir Einar H. Valsson,
skipherra nýja varðskipsins Freyju,
um varnaræfinguna Norður-Víking
2022 á Íslandi sem hófst 2. apríl og
stendur yfir til 14. apríl nk. Varnar-
æfingin Norður-Víkingur grundvall-
ast á ákvæðum varnarsamnings Ís-
lands og Bandaríkjanna frá árinu
1951 og hefur verið haldin reglulega
frá árinu 1982, en féll niður í fyrra
vegna kórónuveirufaraldursins.
Farið er yfir varnir sjóleiðanna í
kringum landið á æfingunum og
varnir mikilvægra mannvirkja og ör-
yggisinnviða, til dæmis fjarskipta-
kapla. Fyrirhuguð er lending banda-
rískra landgönguliða við Miðsand í
Hvalfirði 11. apríl og gætu þá orðið
einhverjar takmarkanir á umferð
um svæðið.
„Við höfum tekið þátt í æfing-
unni með öðrum skipum alla vikuna.
Við byrjuðum á mánudaginn og sett-
um út hérna suður af landinu
gúmmíbát sem var notaður til leitar-
æfinga fyrir flugvél og svo enduðum
við á því að nýta bátinn í leitar-
æfingu fyrir okkur sjálfa.“ Æfinga-
svæðið hefur aðallega verið suður af
Reykjanesinu og úti á Faxaflóa og
skipin sem Íslendingarnir hafa verið
að vinna með eru frá Þýskalandi,
Frakklandi, Bandaríkjunum og Nor-
egi.
Gott að læra betur á Freyjuna
„Það hefur verið mjög fín
stemning. Við höfum notið góðs af
því að hafa þessar samstarfsþjóðir
með okkur, og ekki síst til að læra á
þetta nýja skip, Freyjuna. Við höfum
verið í samæfingum í aðförum og
uppgöngum í skip með samstarfs-
þjóðum okkar að ógleymdum drátt-
aræfingum, þar sem við höfum verið
að æfa aðför og líkja eftir því að taka
skip í tog.“
Einar segir mikilvægt að
styrkja og auka samstarfið milli
þessara þjóða og samræma aðferða-
fræðina sem notuð er í varnarstarfi.
„Við erum til dæmis að læra af sam-
starfsþjóðunum um uppgang og yfir-
töku á skipum og fyrir okkur hér á
Íslandi er mikilvægasti þátturinn
leit, björgun, aðför og aðstoð.“
Einar segir að samvinnuþjóð-
irnar séu helst að læra á þessar sér-
stöku aðstæður á hafsvæðinu við Ís-
landsstendur. „Þetta er erfitt haf-
svæði að vinna á, bæði vegna kulda
og hafstrauma. Það er talsvert öðru-
vísi aðferðafræði við það að fara um
borð í skip hér, miðað við öldur og
sjólag sem er mismunandi milli haf-
svæða.“
Hlé á æfingu vegna veðurs
Sem dæmi um óvanalegar að-
stæður segir hann að á þriðjudaginn
hafi þeir verið að æfa aðför að skipi.
„Við áttum að stöðva það sem átti að
vera skip grunað um að flytja ólög-
legan varning til landsins. En við
urðum að gera hlé á æfingunni af því
að veður leyfði ekki að við færum
með mannskap milli skipa. Við klár-
uðum svo æfinguna í gær, tveimur
dögum seinna. Það er bara svolítið
öðruvísi veðurfar hérna en í Miðjarð-
arhafinu og það þarf alltaf að taka
með í reikninginn.“
Einar segir að Ísland komi eðli-
lega minna að hernaðarþættinum en
hinar þjóðirnar. „Við erum jú her-
laus þjóð. En þetta er hluti af varn-
arsamningnum milli þjóðanna og við
Íslendingar stólum svolítið á að
þessar vina- og nágrannaþjóð-
ir aðstoði okkur ef heims-
málin fara að snúast á ein-
hvern veg sem við viljum
ekki sjá.“
Lærdómsríkt sam-
starf og íslenskt veður
Ljósmynd/Guðmundur St. Valdimarsson
Varnaræfing Einar H. Valsson, skipherra varðskipsins Freyju, fylgist með
æfingu úr brúnni og sér yfir til bandaríska þyrlumóðurskipsins Kearsarge.
„Heræfingin sem er núna í gangi
í landinu hefur ekkert að gera
með Úkraínustríðið, enda eru
þessar æfingar skipulagðar með
miklum fyrirvara,“ segir Albert
Jónsson, sérfræðingur í varn-
armálum og fyrrverandi sendi-
herra Íslands í Rússlandi. „Hún
er þáttur í tvíhliða varnar-
samstarfi Íslands og Bandaríkj-
anna frá 1951.“ Hann bætir við
að eftir 2014 hafi orðið ákveðin
endurkoma á samstarfi Banda-
ríkjanna og Íslands þegar Banda-
ríkjaher fór í vaxandi mæli að
nota aftur aðstöðu á Keflavík-
urflugvelli á sama tíma og sam-
skipti NATO og Rúss-
lands hafa versnað
vegna Úkraínu.
„En það er með
mun veigaminni
hætti en var á tím-
um kalda
stríðins.“
Engin tengsl
við Úkraínu
SAMSTARF ÍSLANDS
OG BANDARÍKJANNA
Albert
Jónsson