Morgunblaðið - 09.04.2022, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2022
Borgarstjórn vísaði á dögunum
tillögu Eyþórs Arnalds, borg-
arfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um
að Orkuveitunni, OR, verði falið að
skoða virkjunarmöguleika á starfs-
svæði sínu til stjórn-
ar OR. Inntur álits á
þessu sagðist Bjarni
Bjarnason, forstjóri
OR, „vara stórlega
við virkjanagræðgi“
og sagði „enga
ástæðu til að hlaupa
núna“. Hann sagði
þó að fylgt væri
„fullnýtingarstefnu“, nema hvað,
og að vilji væri til að nýta virkjanir
betur.
- - -
Vissulega er jákvætt að forstjór-
inn sé ekki alfarið á móti orku-
vinnslu, en í ljósi þess að skortur
hefur verið á orku og að ekkert út-
lit er fyrir að það breytist, nema
síður sé, þá gefa viðbrögðin ekki
góðar vonir um að OR verði hluti af
lausn orkumála landsins.
- - -
Fyrir þinginu liggur nú frum-
varp umhverfis-, orku- og
loftslagsráðherra um að breyta lög-
um um verndar- og orkunýting-
aráætlun á þann veg að hægt verði
að stækka virkjanir með það að
markmiði að hraða framkvæmdum
við að auka afkastagetu.
- - -
Þetta er jákvæð lagfæring á lög-
unum, en dugar ekki til þegar
fyrir liggur að lagaramminn um
þessi mál hefur ítrekað verið mis-
notaður til að koma í veg fyrir
framkvæmdir.
- - -
Augljóst er að þörf er á viðhorfs-
breytingu í þessum málaflokki
sé alvara á bak við þau orð að Ís-
land eigi að auka innlenda orku-
notkun, og þó ekki væri nema til
þess eins að tryggja nauðsynlega
orku við núverandi skipan orku-
mála.
Þörf er á
viðhorfsbreytingu
STAKSTEINAR
Til stendur að gera landfyllingar við Leiruveg á
Akureyri. Tilgangurinn er að koma fyrir aðflugs-
ljósum fyrir Akureyrarflugvöll til að uppfylla
kröfur um bætt aðflugsskilyrði og flugöryggi.
Vegna þessa hefur Akureyrarbær auglýst
breytingu á deiliskipulagi að beiðni Isavia, sem
rekur flugvöllinn.
Skipulagssvæðið afmarkast af Leiruvegi til suð-
urs og Drottningarbraut til vesturs. Tillagan gerir
ráð fyrir að austast á skipulagssvæðinu verði bætt
við landfyllingu út í sjó til suðurs og norðurs frá
Leiruvegi. Landfyllingin mun ná tæplega 200
metra í norður frá Leiruvegi og verður um 0,5
hektarar að flatarmáli. Fyllingin verður afgirt og
ekki ætluð almenningi. Aðflugsljós verða sett upp
í átta ljósasamstæðum með 30 metra millibili. Þau
verða 4,8 metra yfir miðlínu Leiruvegar þar sem
þau verða hæst en lækka fjær veginum. Ljósin
verða einungis kveikt meðan á aðflugi stendur og
blikka ekki, heldur lýsa stöðugt.
Fram kemur í auglýsingunni að með uppsetn-
ingu búnaðarins aukist einnig öryggi í sam-
göngum við landið í aðstæðum eins og voru í Eyja-
fjallagosinu 2010. Þá gegndi Akureyrarflugvöllur
mikilvægu hlutverki sem varaflugvöllur fyrir
Keflavíkurflugvöll. Tillöguna er að finna á heima-
síðu Akureyrarbæjar og er athugasemdafrestur
til 10. apríl. sisi@mbl.is
Aðflugsljós sett upp á landfyllingu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vél í aðflugi Hin nýju aðflugsljós verða sett upp
á landfyllingu við norðurenda flugbrautarinnar.
Jóhann Már Maríus-
son, verkfræðingur og
fyrrverandi aðstoðar-
forstjóri Landsvirkj-
unar, er látinn, 86 ára
að aldri.
Jóhann Már var
fæddur 16. nóvember
1935 í Reykjavík. For-
eldrar hans voru Vig-
dís Eyleif Eyjólfs-
dóttir húsfreyja og
Maríus Jóhannsson
verkamaður.
Jóhann Már var
stúdent frá MR og
stundaði að því búnu
spænskunám á Spáni. Hann lauk
fyrrihlutaprófi í verkfræði frá Há-
skóla Íslands 1959 og síðan prófi í
verkfræði frá Tækniskóla Danmerk-
ur árið 1962.
Að loknu námi starfaði hann sem
verkfræðingur í Kaupmannahöfn og
hjá Vita- og hafnarmálastjórn.
Stofnaði og rak ásamt fleirum verk-
fræðistofuna Hönnun hf. og var
verkfræðingur hjá Rögnvaldi Þor-
lákssyni.
Jóhann Már kom beint að virkj-
anaframkvæmdum árið 1966 þegar
hann var eftirlitsverkfræingur við
virkjun Þjórsár og fór í framhaldi af
því til starfa hjá Landsvirkjun árið
1970, fyrst sem
deildarverkfræðingur
og síðan aðstoðaryfir-
verkfræðingur og yfir-
verkfræðingur frá
1977. Hann var ráðinn
aðstoðarforstjóri
Landsvirkjunar árið
1983 og gegndi því
starfi til starfsloka
2002.
Hann sat í ýmsum
nefndum í tengslum
við starf sitt og var
formaður Verkfræð-
ingafélagsins 1994-
1995. Hann var gerður
að heiðursfélaga Verkfræðinga-
félagsins 2007. Hann skrifaði fjöl-
margar greinar um orkumál. Hann
var forseti Rotaryklúbbsins Reykja-
vík-Austurbær 2002 til 2003. Jóhann
Már var unnandi ljóða og birtust ljóð
eftir hann í Lesbók Morgunblaðsins.
Eftirlifandi kona hans er Sigrún
Gísladóttir lyfjafræðingur. Þau eiga
fjögur börn og tólf barnabörn.
Börn þeirra eru Gísli Másson,
framkvæmdastjóri hjá Íslenskri
erfðagreiningu, Már Másson, pró-
fessor í lyfjaefnafræði við Háskóla
Íslands, Guðrún Másdóttir tölv-
unarfræðingur og Vigdís Másdóttir
víóluleikari.
Andlát
Jóhann Már Maríusson
verkfræðingur
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/