Morgunblaðið - 21.04.2022, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 21.04.2022, Qupperneq 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2022 Bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill ur .H ei m sf er ði rá sk ilj a sé rr ét tt il le ið ré tti ng a á sl ík u At h að ve rð ge tu rb re ys tá n fy rir va raVerona á sl ík g re ys tá n BEINT FLUG Í ALLT SUMAR a. Flugsæti 595 1000 www.heimsferdir.is 19.950 Flug aðra leið frá Flugsæti Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Inga Þóra Pálsdóttir ingathora@mbl.is Ekki er órofa samstaða innan mið- stjórnar ASÍ með að fordæma hóp- uppsögn Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, á öllu starfsfólki félagsins. Þetta sagði Drífa Snædal, forseti ASÍ, í samtali við mbl.is að loknum fundi miðstjórnar í gær þar sem mál- ið var tekið fyrir. Drífa segir að hugsanlega hafi meirihluti fundarmanna viljað for- dæma uppsagnirnar, en samstaðan hafi ekki verið órofa. „Það var ekki órofa samstaða um að fordæma hópuppsögnina. Ég hefði lagt til drög að ályktun um að fordæma þetta hefði ég skynjað að það væri órofa samstaða um málið. Það var því miður ekki og því lagði ég það ekki til.“ Drífa hefur áður fordæmt upp- sagnirnar og sagt að ekki sé hægt að réttlæta þær, en stjórn Eflingar seg- ir þær komnar til vegna skipulags- breytinga. Eðlilegt að boða til fundar Í fyrradag var greint frá því að hátt í 500 félagsmenn Eflingar hefðu skilað inn undirskriftum til stjórnar félagsins til að knýja fram félags- fund. Stjórnin á eftir að boða fundinn en ljóst er að af honum verður þar sem félaginu er skylt að boða til fundar ef minnst 300 félagsmenn krefjast þess. Að sögn Agnieszku Ewu Ziól- kowska, varaformanns Eflingar, hef- ur Sólveig Anna boðað til stjórnar- fundar á sunnudaginn til þess að ákveða dagsetningu fyrir félags- fundinn. „Mér finnst gott að það sé boðað til félagsfundar í félagi þar sem það eru svona mikil átök. Við höfum allt- af hvatt til þess að svona hlutir séu unnir á hinum félagslega vettvangi aðildarfélaga, þannig að mér finnst það eðlilegt framhald að það sé boð- að til félagsfundar hjá Eflingu,“ seg- ir Drífa. »32 Ekki samstaða innan ASÍ - Mögulega sé meirihluti miðstjórnar sammála - Hefði lagt fram tillögu að álykt- un ef full samstaða hefði verið um málið - Gott að boðað verði til félagsfundar Morgunblaðið/Eggert Efling Drífa Snædal, forseti ASÍ, hef- ur áður fordæmt hópuppsögnina. Taktur var sleginn með tilþrifum í Ingunnarskóla í Grafar- holti í Reykjavík í gærmorgun þar sem nemendur léku múr- verk. Ungmenni úr þremur grunnskólum í Reykjavík hafa hlotið þjálfun hjá tónskáldinu Rune Thorsteinssyni í því að slá bala eins og notaðir eru við múrverk. Með slíku má skapa skemmtilegan rytma eins og heyrðist svo vel í Grafarholtinu í gær. Viðburður þessi var hluti af barnamenningarhátíð í Reykjavík, en undir þeim merkjum hefur verið bryddað upp á mörgu skemmtilegu síðustu daga, sem lifa mun í minni. Morgunblaðið/Eggert Tónar, taktur og mikil tilþrif í Grafarholtinu Andrésar Andar-leikarnir á Akur- eyri voru settir formlega í gærkvöldi. Að þessu sinni taka 780 krakkar á aldrinum 4-15 ára þátt í þeim og koma þeir frá 18 félögum hvaðanæva af landinu. Hófu þeir hátíðina í gær með því að fara í skrúðgöngu frá Lundarskóla að íþróttahöllinni, þar sem opnunarhátíðin fór fram. Þetta er í 46. sinn sem leikarnir eru haldnir, en aflýsa þurfti þeim bæði í fyrra og hittifyrra vegna kórónuveirufaraldursins. Var því mikil eftirvænting í hópnum í gær að fá að hefja leik. Keppni hefst í dag, sumardaginn fyrsta, og standa leik- arnir yfir þar til síðdegis á laugar- dag. Keppt er í alpagreinum, og eru flestir keppendur í þeim flokki, en einnig er keppt í skíðagöngu. Þá hafa snjóbretti verið að ryðja sér til rúms á síðustu árum. Sérstakur stjörnu- flokkur er einnig á leikunum, þar sem fatlaðir og hreyfihamlaðir geta keppt. Leikarnir haldnir í 46. sinn - 780 keppendur skráðir á Andrésar Andar-leikana Morgunblaðið/Margrét Þóra Skrúðganga Krakkarnir voru spenntir að fá að taka þátt í leikunum. Gabríel Douane Boama, sem strauk úr gæslu- varðhaldi á þriðjudaginn, er ekki enn fund- inn. „Við viljum finna þennan mann sem fyrst en hann er ákærður meðal annars fyrir ofbeldisbrot. Hvað vakir fyrir honum með því að strjúka veit ég ekki, en þetta er varhugaverður maður,“ segir Sveinn Ingiberg Magnússon yfir- lögregluþjónn í samtali við mbl.is. Hann skorar á Gabríel að gefa sig fram. „Við skorum á manninn að gefa sig fram en allir sem sjá hann eru hvattir til þess að láta lög- reglu vita í 112.“ „Þetta er varhuga- verður maður“ Gabríel Douane Boama
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.