Morgunblaðið - 21.04.2022, Side 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2022
9 DAGAR Á ALBÍR EÐA TENERIFE
ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 INFO@UU.IS
24. APRÍL - 03. MAÍ 9 DAGAR
HG TENERIFE SUR 3*
VERÐ FRÁ117.900 KR
ÍBÚÐ MEÐ EINU SVEFNHERBERGI
Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN
24. APRÍL - 03. MAÍ 9 DAGAR
ALBÍR GARDEN RESORT 3*
VERÐ FRÁ67.500 KR
ÍBÚÐ MEÐ EINU SVEFNHERBERGI
Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Við kíktum á vélina í síðustu viku
með neðansjávardróna. Hún er í
fínu standi, ekkert hefur breyst og
því er ekkert því til fyrirstöðu að
flytja hana,“ segir Lárus Kazmi,
stjórnandi köfunarhóps sérsveitar
ríkislögreglustjóra.
Stefnt er að því að hífa flugvélina
TF-ABB upp úr Þingvallavatni á
morgun, föstudag. Flugvélin, sem
fórst í byrjun febrúar með fjóra
karlmenn um borð, liggur á 48
metra dýpi í Ölfusvatnsvík.
Í tilkynningu frá lögreglu í gær
kom fram að undirbúningur vegna
verkefnisins hefði staðið yfir frá því
ís hvarf af vatninu. Uppsetning
vinnubúða vegna aðgerðanna hefst
í dag en setja þarf upp tjaldbúðir
með aðstöðu fyrir björgunarmenn
og öryggisbúnað vegna köfunar.
Vanda þarf til verka við varð-
veislu muna og passa gögn
Lárus segir í samtali við Morg-
unblaðið að aðgerðin verði flókin.
Búist er við því að um 30 manns
taki þátt í henni, þar af 12 kafarar.
Um er að ræða samstarfsverkefni
lögreglunnar á Suðurlandi, sér-
sveitar Ríkislögreglustjóra,
slökkviliðs og fleiri aðila.
„Við sendum tvo kafara niður að
flugvélinni sem liggur á 48 metrum
og þeir festa stroffur í vélina. Því
næst verður hún hífð upp á töluvert
minna dýpi og tryggð fyrir flutning.
Þá verður siglt með vélina nær
landi, um 1,5 kílómetra, þar sem við
vinnum meira í henni,“ segir Lárus.
„Þá byrjar hin eiginlega rann-
sóknarvinna. Vélin verður ljós-
mynduð í bak og fyrir, allt innihald
hennar, mælaborð, stjórntæki og
annar búnaður. Annað verður svo
tekið til hliðar,“ segir Lárus enn
fremur og bætir við að huga þurfi
vandlega að varðveislu þeirra muna
sem finnast um borð. Mikilvægt sé
að raftæki eins og símar og mynda-
vélar séu flutt í vatni til rannsóknar
svo gögn og fleira spillist ekki. Þeg-
ar rannsókn á vélinni er lokið mun
krani hífa flugvélina upp á pall og
hún verður flutt í land.
Vel þjálfaðir kafarar
Lárus segir enn fremur að að-
stæður til þess að sækja vélina séu
betri nú en þegar hún fór í vatnið í
febrúar. „Þetta verða vitaskuld erf-
iðar kafanir. Það er alltaf hætta að
fara svona djúpt en við höfum gert
allar ráðstafanir til að bregðast við
slysum. Við erum líka með vel þjálf-
aða menn sem eru vanir því að fara
djúpt og kafa mikið.“
Drónaflug verður
bannað á svæðinu
Gert er ráð fyrir að aðgerðir á
svæðinu hefjist með sjósetningu og
prófunum á tækjabúnaði klukkan
níu á morgun. Björninn, fjarskipta-
bíll Landsbjargar, verður á vett-
vangi til að tryggja fjarskipti. Jafn-
framt verða prammar nýttir sem
aðstaða úti á vatninu og einnig til að
hífa flugvélina af botni Þingvalla-
vatns og færa að landi.
Lögreglustjórinn á Suðurlandi
hefur ákveðið að banna yfirflug
allra loftfara um svæðið frá klukk-
an átta á föstudagsmorgun og þar
til aðgerðum er lokið. Fyrir liggur
að nota þarf dróna lögreglu við að-
gerðina og eins mun þyrla Land-
helgisgæslunnar vera í viðbragðs-
stöðu til flugs á vettvang ef þörf
krefur.
Björgun flugvélarinnar
úr Þingvallavatni
1-2° Hitastig vatnsins
er um 1-2 gráður
48m
Vélin liggur á 48 metra
dýpi. Hún verður
flutt um 1,5 km frá
köfunarstaðnum að
landi þar sem unnið
verður nánar í henni.
30 Áætlað er
að um 30
manns taki þátt í
aðgerðunum. Þar
af eru 12 kafarar.
Um er að ræða
samstarfsverkefni
lögreglunnar á
Suðurlandi, sérsveitar
Ríkislögreglustjóra,
slökkviliðs og fleiri
aðila.
Tjaldbúðir verða
settar upp með
aðstöðu fyrir
björgunarmenn og
öryggisbúnað vegna
köfunar. Einnig
verður Björninn,
fjarskiptabíll
Landsbjargar, á
vettvangi til að
tryggja fjarskipti.
Tveir kafarar verða sendir
niður að flugvélinni til að
festa stroffur í hana. Því
næst verður vélin hífð upp á
um það bil 5 metra dýpi.
5
10
15
20
25
30
35
40
45
Kafari í
réttum
hlutföllum
Þar fer fram rannsókn
á vélinni og hún verður
tryggð fyrir flutning.
Krani mun hífa vélina upp á
pramma og þannig verður
hún flutt í land
Vélin í
réttum
hlutföllum
Heimild: Köfunarhópur sérsveitarinnar
Prammi
Um 30 manns í
björgunarliðinu
- Flugvélin TF-ABB verður hífð upp úr Þingvallavatni á
morgun - Kafarar þurfa að kafa á niður á 48 metra dýpi
Morgunblaðið/Eggert
Aðgerðir Mikið mun mæða á lögreglu, slökkviliði o.fl. við Þingvallavatn.
Sorglegt slys
» Vélin sem fórst í byrjun febr-
úar var af gerðinni Cessna
172N.
» Um borð voru Haraldur
Diego, 49 ára flugmaður, og
þrír farþegar; Josh Neuman, 22
ára frá Bandaríkjunum, Nicola
Bellavia, 32 ára Belgi, og Tim
Ailings, 27 ára Hollendingur.
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
Freyr Bjarnason
Bjarni Benediktsson fjármálaráð-
herra sagði í gær í viðtali við mbl.is
að hann bæri að sjálfsögðu pólitíska
ábyrgð á sölu 22,5 prósenta hlut rík-
isins í Íslandsbanka með því að setja
ferlið af stað.
Hann sagðist aðspurður hins veg-
ar ekki sjá ástæðu til að íhuga stöðu
sína eða jafnvel segja af sér. Hann
teldi margt af því sem sagt hefði ver-
ið um þetta mál einfaldlega rangt.
Bjarni sagðist í viðtalinu standa
með þeirri sannfæringu sinni að rík-
ið ætti að losa sig úr samkeppnis-
rekstri.
Hann er enn þeirrar skoðunar að
salan hafi verið vel heppnuð þegar á
heildina er litið, en spurningar um
framkvæmdina varpi skugga á
árangurinn.
Bjarni telur að ekki hafi verið far-
ið á svig við lög á nokkurn hátt af
hálfu fjármálaráðuneytisins og að
mikið af þeirri gagnrýni sem komið
hafi fram sé eftiráspeki. Bankasýsl-
unni hafi hins vegar mátt takast bet-
ur til við útboðið og það kunni að
vera að þátttakendur í því hafi ekki
uppfyllt skyldur sínar. Þá hafi sumt
varðandi framkvæmdina orðið til
þess að skapa tortryggni.
Þingmenn stjórnarandstöðunnar
hafa kallað eftir því að Alþingi komi
saman fyrr en áætlað var vegna
málsins en Birgir Ármannsson for-
seti þingsins segir útlit fyrir að svo
verði ekki. Hann gerir ráð fyrir að
þing komi saman næsta mánudag
líkt og er á áætlun. Óvíst er hvert
fyrirkomulagið verður til þess að
ræða söluna á þinginu.
Margt rangt í
umræðunni
- Þing kemur líklega ekki saman fyrr
Morgunblaðið/Eggert
Bankasýslan Bjarni Benediktsson
fjármála- og efnahagsráðherra.