Morgunblaðið - 21.04.2022, Page 10

Morgunblaðið - 21.04.2022, Page 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2022 DAGMÁL Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is „Bara það að átta sig á því hversu mörg leyfi eru í gistingu á landinu, hvað það eru mörg herbergi á bak við það og af hvaða týpu. Þetta er allt til í lokuðu skjali hjá sýslumann- inum á Ísafirði sem þverneitar að af- henda okkur. Bara til að nefna eitt dæmi um það hvernig kerfið er ekki alveg að vinna með okkur við að halda utan um þessar tölulegu upp- lýsingar.“ Er ekki hægt að kalla þetta skjal fram á einhverri opinni heimasíðu? „Nei það er því miður ekki hægt. Við höfum sent nokkra tölvupóst um að fá aðgang að þessu opinberlega en það gengur illa.“ Hvað er svona leynilegt og hættu- legt í þessum gögnum? „Ég held að það væri upplagt að þú spyrðir sýslumanninn út í það.“ Þessi orð lætur Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Sam- taka ferðaþjónustunnar, falla í nýju viðtali á vettvangi Dagmála þar sem farið er vítt yfir sviðið og staðan tek- in á greininni sem nú er að vakna af eins konar þyrnirósarblundi eftir hamfaraár kórónuveirunnar. Líkt og hafrannsóknir Segir hann að gera þurfi mun bet- ur í því að greina stöðu ferðaþjón- ustunnar og áhrif hennar á íslenskt hagkerfi en nú er gert. Nefnir hann sem dæmi að Hafrannsóknastofnun haldi úti öflugu starfi vegna nýtingar fiskistofna og að fara þyrfti jafn öfl- uga leið þegar kemur að atvinnu- grein sem til skamms tíma var orðin sú mest gjaldeyrisskapandi í land- inu, þ.e. áður en veirufaraldurinn setti allt úr skorðum. Jóhannes segir tækifærin blasa við greininni og að mikil eftirspurn sé eftir því að komast til landsins. Eftirspurnarhlið jöfnunnar sé því nokkuð sterk en meiri óvissa sé uppi um getu ferðaþjónustufyrirtækja til þess að anna henni svo að vel sé. Manna þurfi stöður og koma inn- viðum, sem legið hafa ónotaðir að nokkru marki síðustu tvö árin, aftur í gang. Það geti tekið tíma. Hann er þó trúaður á að vel muni takast til. Viðtalið við Jóhannes Þór geta áskrifendur Morgunblaðsins nálgast á mbl.is eða með því að skanna inn kóðann hér að neðan. Fá ekki upplýsingar frá sýslumanni - Samtök ferðaþjónustunnar hafa kallað ítrekað eftir gögnum um skráningu gististaða en fá engin svör - Eftirspurnarhlið greinarinnar í góðum gír - Flóknari staða með framboðið vegna áfalla síðustu ára Viðspyrna Ferðaþjónutan er að ræsa vélarnar að nýju eftir dapurt tímabil. Skeifudagur Grana, hestamanna- félags nemenda við Landbún- aðarháskóla Íslands (Lbhí) á Hvanneyri, verður haldinn í dag í reiðhöllinni á Mið-Fossum. Dag- skráin hefst kl. 13. Skeifudagurinn er uppskeruhátíð nemenda í reið- mennskuáföngum skólans. Að þessu sinni verður því fagnað sér- staklega að Lbhí hefur eignast Mið- Fossa. Verður hægt að skoða að- stöðuna að dagskrá lokinni. Á Skeifudeginum er keppt um Morg- unblaðsskeifuna, verðlaun sem veitt hafa verið í 64 ár. Einnig um Gunnarsbikarinn. Meðal annarra verðlauna má nefna ásetuverðlaun FT og Framfaraverðlaun Reynis. Hvanneyringar halda Skeifudaginn í dag Ljósmynd/Rósa Björk Jónsdóttir Viðurkenning Laufey Rún Sveins- dóttir vann Skeifuna á síðasta ári. - Aðstaðan á Mið-Fossum kynnt Starfsmannafatnaður fyrir hótel og veitingahús Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | Sími 561 9200 | www.eddaehf.is Hótelrúmföt kristin@run.is | Starfsmannafatnaður thorhildur@run.is Eigum allt fyrir: • Þjóninn • Kokkinn • Gestamóttökuna • Þernuna • Hótelstjórnandann Hótelrúmföt Sérhæfum okkur í sölu á rúm- fatnaði og öðru líni fyrir hótel Dagskrá: Hefðbundin ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins Önnur mál Við bjóðum sjóðfélaga velkomna á fundinn. Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs. Grand Hótel Reykjavík, fimmtudaginn 28. apríl kl. 17:00 Gildi-lífeyrissjóður Ársfundur 2022 ▪ ▪ ▪ Lífeyrissjóður www.gildi.is Bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill ur .H ei m sf er ði rá sk ilj a sé rr ét tt il le ið ré tti ng a á slí ku .A th .a ð ve rð ge tu rb re ys tá n fy rir va ra . yr irv yr irv arar a.a.Porto tin ga á slí ku . ík u. At h. að ve rð ge tu rb re ys tá n f án fy rir v yr irv 5. MAÍ Í 3 NÆTUR Vila Galé Porto Centro 595 1000 www.heimsferdir.is Flug & hótel frá 116.300 3nætur aaaa Atvinna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.