Morgunblaðið - 21.04.2022, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 21.04.2022, Qupperneq 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2022 Ferðalög, fjallgöngur, fjölskyldustund, samvera, ævintýri, gróður og gott á grilli. Sumarið er tíminn er sungið í laginu og hið sama segja þau sem Morgunblaðið ræddi við um gæðatíma sem er fram undan.Sumargleði „Íslenska sumarið er ævintýri,“ segir Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæð- isflokksins. „Við fjöl- skyldan búum í Graf- arvogi, sem er hverfi margra möguleika þegar kemur að úti- veru og leikjum. För- um oft til dæmis á hjóli í Spöngina þar sem er frábær ísbúð – eða þá í frábæra gróðurreiti sem svo víða má finna í borginni. Börnin okkar tvö, þau Jökull Róbert átta ára og Susie Rut sex ára, eru eftir síðustu sumur orðin ágætlega ferðavön og fær í flest. Sumarið 2020 fórum við með góðum vinahópi í göngu um Laugaveginn og í fyrra um Víknaslóðir austur á landi. Sonurinn var þarna með og lét sig ekkert muna um að ganga 18 kílómetra á einum degi. Í sumar förum við eitthvað annað skemmtilegt með þessum sama hópi og þar gætu Strandirnar komið til greina. Ég hlakka mjög til þessara ferða, ekki síst fyr- ir hönd barnanna minna.“ Starf Alþingis stendur eitthvað fram í júní, en ógerlegt er að slá föstu hver lokadagurinn verður. „Oft tekur pólitíkin nýja og óvænta stefnu og bregðast þarf við aðstæðum. Ég geri því ekki miklar áætlanir vegna fyrri hluta sumarsins. Ef stund gefst kemst ég vonandi í hlaup með skemmtilegum hópi vinkvenna minna úr menntaskóla. Þá hittumst við gjarn- an í Breiðholti eða Bryggjuhverfi og skokkum þaðan fram Fossvogsdal, þar sem er frábær stígur í fallegu umhverfi. Eftir hlaupasprett er þá gjarnan tekin hressing á Kaffi Nauthól – góðum stað í fallegu umhverfi.“ Fjölskyldan, leikir og útivera „Samvera og að mað- ur er manns gaman er kjarni starfs íþróttahreyfing- arinnar. Því eru tæki- færin nýtt nú þegar veiran er að baki,“ segir Jóhann Stein- ar Ingimundarson, formaður Ung- mennafélags Íslands. Í sumar eru fjórir viðburðir á dagskrá undir merkjum Íþróttaveislu, sem verður í um- sjón Ungmennasambands Kjalarnesþings sem er 100 ára um þessar mundir. Vettvangur þessa verður á Álftanesi, í Kópavogi, á Sel- tjarnarnesi og í Mosfellsbæ. Landsmót UMFÍ fyrir fólk 50 ára og eldra verður í Borgarnesi 24. til 26. júní og um verslunarmannahelgina er Unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi. Vegna sóttvarna hefur slíkt mót ekki verið haldið frá 2019. „Unglingalandsmótin voru áður fyrr haldin í júlí en voru fyrir tuttugu árum eða svo færð á verslunarmannahelgina. Sú ákvörðun þótti á sínum tíma djörf en sannaði sig fljótt. Hamrað var á banni við allri vímuefnanotkun og mikil- vægi samveru fjölskyldunnar og þau skilaboð náðu í gegn. Ávinningurinn af þessu er marg- þættur. Raunar fylgist fólk víða erlendis af áhuga með hvernig þessu starfi okkar er hátt- að, til dæmis í Danmörku.“ Þegar félagsstarfi sleppir segir Jóhann Steinar margt fram undan. Foreldrar hans séu sjötug um þessar mundir og af því tilefni stefni stórfjölskyldan – alls 17 manns – til Tenerife í júní. „Ég hlakka mikið til þeirrar ferðar, að vera í sólinni með mínu besta fólki.“ Landsmótin og sól á Tenerife „Sú hefð hefur skap- ast að skátar sjái um ýmsa viðburði á sum- ardaginn fyrsta. Fyr- ir vikið hefur þetta á vissan hátt orðið há- tíðin okkar, sem er bara skemmtilegt, rétt eins og allt okk- ar starf,“ segir Erika Eik Bjarkadóttir, verkefnastjóri hjá Skátasambandi Reykjavíkur. Hún er jafnframt nemi í útivist- ar- og uppeldisfræðum við háskóla í Finn- landi. Nú á sumardaginn fyrsta verða skátar með lifandi og ævintýraríka dagskrá í boði í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal í Reykjavík. Afsláttur er af aðgangseyri og frítt í valin leiktæki og á viðburði skátanna. Þá verður dagskrá við skátaheimilin í Árbæjar- hverfi, Vesturbæ og Grafarvogi og víðar eftir atvikum. Allt er þetta upptaktur að þeirri skemmtilegu dagskrá fyrir börn og unglinga sem skátarnir standa fyrir í sumar. „Í sumar hittast yngri skátar á móti á Úlf- ljótsvatni og unglingarnir á Hömrum við Akureyri. Skátar, átján ára og eldri, mætast síðan inni í Landmannalaugum og ganga Laugaveginn. Áður en að því kemur þarf ég að koma mér sjálfri í form og er þegar komin á fullt. Ég geng oft á fjöll og fer þá á tindana nærri Mosfellsbæ. Er búin að taka Esjuna, en svo eru þarna líka Grímmannsfell, Helgafell, Mosfell og fleiri. Þá reyni ég líka að príla upp á öll þau Búrfell sem ég finn, en eins og sjá má á kortum skipta þau tugum ef allt landið er tekið í talningunni.“ Upptaktur að sumarstarfinu „Nú blómstrar allt og ástæða er til að gleðjast,“ segir Björgvin Örn Egg- ertsson, sem er brautarstjóri í garð- yrkjuskóla Landbún- aðarháskóla Íslands á Reykjum við Hveragerði. Skv. langri hefð er þar opið hús á sum- ardaginn fyrsta. Húsið verður opnað kl. 10 og tekið er á móti gestum til kl. 17. Hátíðardagskrá hefst kl. 14 og þar mun forseti Íslands, Guðni Th. Jó- hannesson, veita garðyrkjuverðlaun þeim sem lagt hafa gott af mörkum til grein- arinnar. Á sölutorgi verður hægt að fá ferskt grænmeti, blóm, kryddolíur, plöntur og fleira gott. Í gróðurhúsi má kynna sér íslenska ban- anarækt og í verknámshúsi verða verkefni nemenda til sýnis, tjarnir og náttúrugrjót. „Garðyrkjuskólinn iðar af lífi á sumardag- inn fyrsta, hér er gleði og góð stemning. Margir hafa fyrir venju að koma austur fyrir fjall á þessum degi, til dæmis fólk sem er að leita hugmynda í sinni eigin garðrækt,“ segir Björgvin Örn sem ætlar líkt og aðrir svo sannarlega að njóta alls þess góða sem ís- lenska sumrinu fylgir. „Við fjölskyldan eigum hjólhýsi, en slíku fylgja margir möguleikar þegar velja skal næturstað. Ég á fjölda ættingja á Austurlandi og þangað förum við oft. Vorum eystra í fyrra og veðurteppt þar í þrjár vikur; í 25° hita marga daga í röð. Í sumar geri ég síðan ráð fyrir að leiðin liggi á Vestfirði, þar sem er margt sem mig langar að sjá og kynnast.“ Allt er í blóma og húsið opið Ef þú hefur ekki heimsótt Færeyjar nýlega skaltu láta verða að því. Þangað er heillandi að koma, stórbrotið landslag, gott vegakerfi, góður matur og rómuð gestrisni eyjaskeggja. Ferðaskrifstofa eldri borgara býður sérferð fyrir eldri borgara til Færeyja dagana 22.-26. ágúst. Flogið frá Keflavík með Atlantic Airways og gist á hinu glæsilega Hótel Brandan 4* Fararstjóri: Gísli Jafetsson. Innifalið í verði: Flug báðar leiðir frá Keflavík til Færeyja. Gisting á Hótel Brandan 4* í 4 nætur, morgunverður og kvöldverður alla daga. Auk þess skoðunarferðir til Götu, Klaksvíkur, Fuglafjarðar, Gásadals og víðar. Heimsókn í Norðurlandahúsið og einnig að Kirkjubæ þar sem hádegisverður er snæddur í elsta timburhúsi sem búið er í í Evrópu. *Aukagjald fyrir einbýli: 39.500 kr. FÆREYJAR með flugi 22.-26. ágúst Sérferð eldri borgara Það er mikil stemning í okkar ferðum Verð kr. 199.900 á mann m.v. gistingu í tvíbýli* Nánari upplýsingar eru veittar hjá Ferðaskrifstofu eldri borgara í símum 783-9300 og 783-9301, einnig með tölvupósti í gegnum netfangið hotel@hotelbokanir.is og á www.ferdaskrifstofaeldriborgara.is Niko ehf | Austurvegi 6 | 800 Selfoss | kt. 590110-1750 Hótel Brandan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.