Morgunblaðið - 21.04.2022, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 21.04.2022, Qupperneq 16
16 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2022 Atli Vigfússon laxam@simnet.is Þ að er skemmtilegt að gera vefnaðarlistaverk því efnin, áferðin og hvernig áferðin mótar formin er það sem gerir þetta svo spennandi. Ég er bæði með stól og einfaldan ramma og uppi- staðan er oftast hör. Ég nota aðallega ullargarn, gamla Gefjunargarnið sem er mjög gott og svo lita ég sumt sjálf,“ segir Hólmfríður Bjartmarsdóttir, fyrrverandi myndmenntarkennari í Hafralækjarskóla í Aðaldal, en nú er uppi sýning í Safnahúsinu á Húsavík þar sem hún sýnir nokkuð mörg vefn- aðarlistaverk sem vakið hafa athygli og góða umsögn gesta. Hólmfríður hefur tekið þátt í mjög mörgum sýningum um dagana eða allt frá því að hún var um þrítugt. Hún er menntuð frá Myndlista- og handíðaskólanum en hefur auk þess sótt margs konar námskeið í list- greinum. Hugmyndirnar koma víða að Hún segir að hugmyndirnar að verkum hennar komi dálítið mikið sjálfar til hennar, en hún fæst bæði við landslagsmyndir og fólk. Hún seg- ir að tæknilega séð sé fólkið vanda- samara, en hins vegar séu fjöllin flóknari í litbyggingu. Hún sækir efni- við í goðafræðina og hjá henni má sjá Frigg, Freyju og Hel, einnig má sjá ýmsar aðrar gyðjur og huldufólk. Þá birtast í myndum hennar draugar og tröll svo efniviðurinn er margbreyti- legur. Nýjar myndir á hverjum degi Landslagsmyndirnar eru mest úr Aðaldal og skipa Kinnarfjöllin þar veglegan sess. Þó má sjá aðrar mynd- ir eins og nokkur önnur fjöll sem gefa sýningunni meiri vídd. Hólmfríður, sem býr á Sandi í Aðaldal, segir það mjög skapandi og hvetjandi að búa í svona stórbrotinni náttúru þar sem gróðurinn, hraunið og Kinnarfjöllin taka á sig nýjar myndir allt eftir veðri og birtu. „Maður sér nýja mynd á hverj- um degi bara út um gluggann,“ segir Hólmfríður en það er þetta sérstaka umhverfi sem kallar á hana til þess að skapa þessa list. Fæst við margar listgreinar Vefnaðarlist er ekki eina list- greinin sem Hólmfríður fæst við þó auðvitað sé sú list í uppáhaldi. Hún hefur fengist við myndlist með nem- endum sínum í áratugi og var óþreyt- andi að koma upp sýningum með krökkunum sem kunnu vel að meta. Allt var það mikil hvatning og á öllum skólasamkomum voru listaverk víða um veggi. Þá var hún ómissandi við að mála og móta sviðsmyndir þegar kom að leiklistinni í skólanum og oft voru margir með pensla á lofti þegar mikið stóð til. Hólmfríður er hlédræg þegar rætt er um málaralistina og segist ekki ná alveg sambandi við efnið. Hins vegar hefur hún teiknað og málað myndir í nokkrar barnabækur með góðum árangri svo það má segja að verkefnin séu mörg. Þá skal geta þess að fyrir utan vefnaðarlistina hefur hún verið virkur þátttakandi í félagi hagyrðinga í Þingeyjarsýslu og hvað er skemmtilegra en yrkja um Kinnar- fjöllin, vefa þau, teikna og mála? En þótt aldurinn færist yfir þá er Hólmfríður hvergi hætt og nú, þegar hún hefur hætt kennslu og farið á eftirlaun, gefst e.t.v. meiri tími til þess að gera vefnaðarlistinni meiri skil. Hún er ánægð með sýninguna í Safnahúsinu á Húsavík og hlakkar til að takast á við ný verkefni sem tengj- ast þessari skemmtilegu og verulega spennandi listgrein. Annars heims Reisn er yfir þessum dularfullu konum sem eru gyðjum líkar og nokkuð samvaxnar trjágreinum. Konur eru oft í verkum Hólmfríðar. Tröllkonur Hólmfríður segir þessar konur vera tröllkonur og að tæknilega sé mun vandasamara að vefa manneskjur en fjöll. Litbygging fjalla er flóknari. Tunglkonur Þess- ar rauðhærðu og stórskornu konur eru eflaust undir áhrifum tunglsins, kannski að þær séu huldukonur. Vefnaðarlist er verulega spennandi Hinni hagmæltu Hólm- fríði á Sandi er margt til lista lagt og er vefnaður þar á meðal. Hún sækir efnivið í goðafræðina og hjá henni má sjá Frigg, Freyju og Hel og ýmsar gyðjur og huldufólk. Í myndum hennar birtast draugar og tröll. Sýning á verkum hennar stendur nú yfir á Húsavík. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Sandshjón Hólmfríður og Sigurður Ólafsson. Stórt verk af Kinnarfjöllum. Atli Ingólfsson, tónskáld og prófess- or við LHI, ætlar að kynna bók sína Veðurskeyti frá Ásgarði – Ferða- handbók um tónverk, nk. laugardag, 23. apríl, í Bókakaffinu á Selfossi. Í tilkynningu kemur fram að bók Atla hverfist í kringum tónverkið Elsku Borga mín, sem er verk fyrir 24 radd- ir. Textar verksins eru upp úr sendi- bréfum Lilju Magnúsdóttur til dóttur sinnar Guðborgar Aðalsteinsdóttur, rituð 1948 og ’49. Verkið myndar einn stóran hljóð- flöt þar sem margvíslegar hugleið- ingar Lilju birtast og hverfa í alls kyns umhverfi, draumkenndu, áköfu, hik- andi, glaðlegu eða ísmeygilegu. Atli segir í stuttu máli frá verkinu og útskýrir nokkur atriði í byggingu þess. Síðan býður hann gestum að hlusta á upptökuna sem er 25 mín- útur. Að því loknu svarar hann spurn- ingum ef einhverjar eru. Þetta er liður í baráttu Atla Ingólfssonar fyrir því að hljómgæði og innileg hlustun fái aftur þann sess sem þau höfðu áður. Viðburðurinn hefst kl. 17 og er hluti af menningarhátíðinni Vor í Árborg. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Veðurskeyti frá Ásgarði í Bókakaffinu á Selfossi Textar verks eru upp úr sendi- bréfum móður til dóttur Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Atli Vill að hljómgæði og innileg hlustun fái aftur þann sess sem þau höfðu. SPORTÍS SKE I FAN 1 1 1 0 8 REYKJAV ÍK S POR T I S . I S 520-1000 SVÍFÐU YFIR JÖRÐINA Í HOKA UTANVEGASKÓM!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.