Morgunblaðið - 21.04.2022, Síða 20

Morgunblaðið - 21.04.2022, Síða 20
20 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2022 Hafnfirðingum og vinum Hafnar- fjarðar er boðið í heimsókn á Lífs- gæðasetur St. Jó í dag en þar verður opið hús frá klukkan 12 til 15. Fyrr í mánuðinum afhenti Styrkt- ar- og líknarsjóður Oddfellowregl- unnar á Íslandi Alzheimersamtök- unum og Parkinsonsamtökunum 530 fermetra húsnæði til afnota fyrir starfsemi samtakanna á þriðju hæð hússins. Í dag verða fleiri rými í hús- inu opnuð formlega. Lífsgæðasetrið er í húsinu þar sem St. Jósefsspítali var áður en Hafnarfjarðarbær eignaðist húsið að fullu sumarið 2017 eftir samninga við ríkið. Skuldbatt bærinn sig sam- hliða til að reka almannaþjónustu í fasteigninni að lágmarki í 15 ár frá undirritun samnings og hefja rekst- ur í eigninni innan þriggja ára frá undirritun samnings. Tveimur árum frá undirritun samnings, á 92 ára vígsluafmæli hússins 5. september 2019, var húsið opnað formlega sem lífsgæðasetur og samhliða fluttu inn fimmtán fyrir- tæki sem öll hafa það að markmiði að auka lífsgæði fólks. Nú verða all- ar hæðir í húsinu opnaðar formlega að undanskildum kjallara en vinna er hafin við endurgerð kjallara húss- ins. Sumarhátíð Opna húsið er hluti af Björtum dögum, menningar- og þátttöku- hátíð sem hófst í Hafnarfirði í gær og stendur í allt sumar. Er sumar- deginum fyrsta fagnað með fjöl- breyttum hátíðarhöldum um allan Hafnarfjörð, s.s. fuglaskoðun í Höfðaskógi, víðavangshlaupi í hjarta Hafnarfjarðar, alþjóðlegri söng- stund og perlukóðun, skátamessu og skrúðgöngu. Hægt er að sjá dag- skrána á heimasíðu Hafnarfjarðar- bæjar, hafnarfjordur.is. Opið hús í Lífsgæðasetri St. Jó í dag Morgunblaðið/Árni Sæberg Lífsgæðasetur Opið hús verður í dag í Lífsgæðasetri St. Jó í Hafnarfirði en húsið hefur verið endurnýjað. - Sumrinu fagnað á Björtum dögum Næturlíf í Reykjavíkurborg hefur alltaf þótt með eindæmum fjörugt og hefur litla borgin okkar í norðri dregið að sér margan gestinn sem vill upplifa hömlulaust djamm fram á nætur. Á litlu svæði í miðbænum eru skemmtistaðirnir úti um allt og glaumurinn frá Laugavegi heyrist upp að Hallgrímskirkju og jafnvel lengra. Eins skemmtilegt og það er að lyfta glasi í góðra vina hópi fylgir djamminu mikill hávaði og þegar gengið er um miðborgina snemma morguns um helgar má sjá rusl og sóðaskap sem djamm- ararnir skilja eftir sig í óminni fjörs- ins kvöldið áður. En miðbærinn er ekki bara partí- staður. Þar búa líka fjölskyldur, eldri borgarar, einstaklingar og alls konar fólk. Nú finnst mörgum íbú- um í hverfinu lætin og sóðaskap- urinn fara yfir öll mörk, en eftir að samkomubanni létti hefur ástandið verið með versta móti og læti og ösk- ur fram eftir nóttu. Nú gætu sumir sagt að partístand fylgi alltaf mið- borgum og eitthvað er til í því, en þó er leitun að öðrum eins hamagangi og í miðbæ Reykjavíkur. „Ég vil benda á að ástandið hér í miðbænum er alveg á skjön við þró- unina í helstu borgum Vesturlanda, þar sem gefist hefur verið upp á því að hrúga öllum næturklúbbunum saman í miðborginni,“ segir Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. „Síðan er næturlífið í miðbænum í hrópandi mótsögn við áherslu borg- arinnar á vistvænt og heilsusamlegt umhverfi, sem og hljóðlátan ferða- máta og önnur græn markmið. Þetta er blönduð byggð og í miðbænum býr vinnandi fólk sem þarf á svefni sínum og hvíld að halda.“ Í Lögreglusamþykkt fyrir Reykjavíkurborg frá 2008 segir í 6. gr.: „Lögreglan getur vísað þeim mönnum í burtu af almannafæri sem með háttsemi sinni valda vegfar- endum eða íbúum í nágrenninu ónæði. Sama á við um þá sem valda óspektum, hættu eða hneykslan á al- mannafæri sökum ölvunar eða af öðrum ástæðum.“ Kolbrún segir að í nóvember 2018 hafi Flokkur fólksins lagt fram tillögu um að borgin tryggði eftirlit með framkvæmd reglugerðar frá árinu 2008 um há- vaðamengun í borginni. Hún segir að það hafi ekki verið gert. „Það er ekkert eðlilegt að nætur- klúbbar séu opnir fram á morgun í blandaðri byggð og það er mikilvægt að finna lausnir á þessu ófremdar- ástandi,“ segir Kolbrún sem segist þó alls ekki á móti skemmtistöð- unum. „Ég skemmti mér í Holly- wood, Klúbbnum og Sigtúni í eina tíð, en það voru allt staðir sem voru í jaðri byggðarinnar sem var þá.“ Hún leggur til að skipta borginni í hljóðsvæði þar sem hávaðasvæðin yrðu fjærst íbúabyggð og talar til dæmis um Granda eða önnur iðn- aðarhverfi sem mögulega kosti fyrir næturklúbba, en stöðum í mið- bænum yrði þá lokað fyrr. Þá væri hægt að hafa næturstrætó til að skila fólki aftur til síns heima. „Síðan væri gott að ráða hér næt- urlífsstjóra sem héldi alveg utan um þennan málaflokk, sæi um kvartanir, hefði eftirlit með að reglugerðum væri fylgt eftir og lögum væri fram- fylgt. Þá væri komið miklu skilvirk- ara samtal milli borgaranna, veit- ingahúsanna og borgaryfirvalda sem myndi skila sér í betri lausnum fyrir alla.“ Kolbrún segir að mikilvægt sé að finna nýjar lausnir. „Ég er menntað- ur sálfræðingur og er reynd í því að hlusta. Ég hlusta á íbúana í mið- bænum og einnig eigendur fyrir- tækjanna og það þarf að ræða þetta þótt þetta sé flókið mál. Það hjálpar engum að forðast að ræða um erfiða hluti. Miðbærinn er bærinn okkar allra, en líka heimili fjölda manns. Það má ekki gleyma því.“ doraosk@mbl.is Næturlífsstjóri óskast í miðbæinn - Leita þarf nýrra lausna í miðbænum segir Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík mbl.is/Ari Miðbærinn Mikill hávaði og sóðaskapur fylgir skemmtanalífinu í miðbænum og íbúar langþreyttir á ástandinu. Kolbrún Baldursdóttir STREET 1 10.995 kr. / St. 27-35 ECCO SUMARSKÓR Biom K1 12.995 kr. / St. 27-35 Biom K1 12.995 kr. / St. 27-35 STREET 1 10.995 kr. / St. 27-35 KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.