Morgunblaðið - 21.04.2022, Qupperneq 24
24 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2022
titlinum „The Other Jagger“ og
reyndar víðar þar sem hlaðvarp Al-
mars ratar út á lýðnetið allt í senn
um veitur Apple, Google og Spotify.
Má þar sjá Bretann í makindum
á gömlum sveitabæ í Glastonbury
þar sem hann býr og heldur skepn-
ur, þar af hund nokkurn sem sótti
mjög fast að narra eiganda sinn í
boltaleik meðan á viðtalinu stóð en
hafði ekki erindi sem erfiði. Í spjall-
inu ræðir Jagger meðal annars ung-
lingsárin í Dartford þar sem ekki
hafi alltaf verið mikið við að vera á
árunum eftir heimsstyrjöldina síð-
ari. Þar, og í Bretlandi almennt,
hafi kvikmyndahúsin gegnt veiga-
miklu menningarhlutverki á meðan
sjónvarpsútsendingar voru skammt
á veg komnar. „Bíó var snar þáttur
í lífinu, fólk fór í bíó, sjónvarpið var
ekki stórt á þessum tíma, einhverjir
áttu sjónvarpstæki en dagskrárliðir
voru mjög af skornum skammti,“
segir Jagger, „útvarpið og dag-
blöðin voru þýðingarmiklir miðlar
og svo fór fólk á krána, það var það
sem almenningur gerði,“ heldur
hann áfram og rifjar upp þá breyt-
ingu á samfélaginu sem innflutt am-
erísk dægurmenning hafði í för með
sér um miðbik síðustu aldar og upp
úr því.
„Hérna byrjaði vesenið“
Almar vill þá vita hvort og þá
hvers konar stuðnings þeir bræður
hafi notið frá foreldrum sínum þeg-
ar áhugi þeirra á tónlist var að taka
á sig mynd fyrir rúmum 60 árum og
hvernig ungum Bretum hafi gengið
að fóta sig á þeirri vegferð sem að
lokum gat af sér eina nafntoguðustu
rokkhljómsveit sögunnar.
„Bróðir minn stóð undir sér pen-
ingalega, hann naut styrks þar sem
hann var í háskólanámi og þurfti
ekki að fá sér vinnu. Meira að segja
Keith [Richards] fór í listaskóla sem
þýddi að hann þurfti heldur ekki að
vinna fyrir sér. Brian Jones hafði
vinnu, eða hlutastarf, ég man eftir
honum að vinna og ég held að Bill
Wyman hafi unnið, Charlie [Watts]
líka, Charlie var grafískur hönn-
uður,“ segir Jagger frá upphafs-
árum Rolling Stones. Áskoranirnar
voru þó skammt undan.
„Hérna byrjaði vesenið. Þarna er
spilamennska á tónleikum farin að
taka á sig mynd og þá þarf að taka
ákvörðun …“ hér er þolinmæði
hunds Jaggers endanlega á þrotum
og hann geyr mjög, eins og skepnan
Garmur fyrir Gnipahelli í frásögn
Völuspár, og Jagger skipar dýrinu
höstugum rómi að liggja sem kyrr-
ast.
Snýst um að koma fólki í gang
„Þarna þurftu menn að gera það
upp við sig hvort þeir ætluðu að
verða farsælir tónlistarmenn eða
hvort þeir ætluðu að tilkynna hljóm-
sveitinni að þeir gætu aðeins sinnt
tónlistinni í hlutastarfi sem táknaði
þá að þeir gætu bara spilað um helg-
ar,“ heldur Jagger áfram og rifjar
upp sögu af frænda þeirra bræðra,
Richard Taylor, sem lék á bassa í
Rolling Stones um fimm mánaða
skeið í árdaga sveitarinnar en gerði
garðinn mun frægari með hljóm-
sveitinni The Pretty Things. „Konan
hans krafðist þess að hann hætti al-
farið í tónlistinni, en hann fór nú aft-
ur í tónlistina,“ rifjar Jagger upp og
rekur upp hlátrasköll.
„Oftast snýst þetta bara um að fá
fólk til að byrja að tala, á endanum
segja flestir eitthvað áhugavert
þegar maður kemur þeim á sporið,“
segir Almar af rekstri hlaðvarps
síns en reyndar þarf ekki að horfa
lengi á spjall þeirra Jaggers þar til
ljóst verður að fyrirhöfnin við að
losa um málbein Bretans var ekki
ærin, Jagger tekur hreinlega á
sprett þar sem hann situr í mak-
indum í stól sínum og má Almar
hafa sig allan við til að fylgja hon-
um eftir úr einu umræðuefni í ann-
að auk þess að skjóta inn spurn-
ingum og í kjölfar einnar sögunnar,
í það sinnið af samstarfi Jaggers við
tónlistarmanninn Ike Turner heit-
inn, þagnar Jagger skyndilega og
spyr í hálfgerðum kæruleysistón:
„Jæja, var það eitthvað fleira?“
Biðu við Akrópólis daglega
Jagger er nokkrum árum yngri
en bróðir hans í Rolling Stones,
varð 74 ára nú skömmu fyrir jól, og
hefur því farið gegnum nokkrar
tæknibyltingar, í tónlist sem á öðr-
um vettvangi, en sérstaklega
áhugaverð er þó frásögn hans af því
þegar þeir vinirnir fóru á puttanum
frá Bretlandi til Aþenu í Grikklandi
og urðu fljótlega á ferðalaginu við-
skila þegar sömu ökumenn höfðu
eðlilega ekki rými fyrir þá alla.
Engir voru farsímarnir og því
brugðið á það ráð að hittast við há-
borgina Akrópólis.
„Þeir vissu auðvitað ekkert hve
langan tíma það tæki hvern þeirra
að húkka sig til Grikklands svo hver
og einn fór bara upp að Akrópólis á
hverjum degi og beið þar uns hóp-
urinn var að lokum allur kominn
saman,“ segir Almar og leynir ekki
hrifningunni á þrautseigju Bret-
anna ungu fyrir mörgum áratugum.
„Núna yrði þetta bara leyst með
SMS-skilaboðum eða á Messenger
en þetta og fleira sem hann sagði
mér frá sýnir okkur bara hvað þetta
er fjarlægt því sem við nú erum
vön.“
Almar segir vinnuframlagið við
hvern þátt hlaðvarpsins samanlagt
nálgast einn vinnudag eða svo.
„Maður tekur á móti gestinum, býð-
ur kaffi og talar við hann og svo set
ég tónlist inn á og tek upp einhverja
stutta kynningu á þættinum. Að
lokum ýti ég þessu út á samfélags-
miðla og læt vita af nýju efni, ætli
þetta séu ekki svona átta tímar, ég
er að garfa í þessu á kvöldin og um
helgar eða áður en ég byrja að
vinna á morgnana,“ segir hann og
játar að á óvart hafi komið hve
tæknihliðin sé í raun einföld, klipp-
ingar og því um líkt.
„Ég heyri af fólki sem langar að
vera með podcast en er eitthvað að
mikla það fyrir sér, en þetta er
miklu minna mál en maður heldur,“
segir Almar sem horfði á kennslu-
myndbönd á lýðnetinu, prófaði sig
áfram og hreinlega spurði sér
reyndari hlaðvarpara. Þekkingin sé
þó verðmæt og fróðlegt að fylgjast
með því hve vandað efni þaulsætnir
grúskarar sendi frá sér. „Fyrst var
ég fjóra-fimm tíma að klippa til
þáttinn, nú er ég kannski 40 mín-
útur að því,“ segir hann af lærdómi
sínum.
Úr forstjórastólnum í allt annað
Dagleg störf Almars snúast þó
um atvinnuvefsetrið Alfreð sem fyrr
segir. Eins og svo víða annars stað-
ar blés þar stífur mótvindur í
heimsfaraldrinum þegar snarhægði
á ráðningum og leit að starfs-
kröftum um allan heim. „Síðasta
haust fór þetta svo að fara aftur af
stað. Ég er fyrst og fremst í mark-
aðsmálum og samskiptum við við-
skiptavini. Kerfið sem við notum er
þannig að endalaust er hægt að
breyta og bæta við og við skoðum
notendahegðun og notendaupplifun.
Þetta er kannski ekki það sem ég
hef verið þekktastur fyrir gegnum
tíðina,“ segir Almar sem margir
minnast sem forstjóra danska flug-
félagsins Sterling og þar á undan
Iceland Express, „en þetta er bara
það sem fyrirtækið hefur þurft á að
halda.
Þú getur verið með stórt fyrir-
tæki og fullt af einhverjum sérfræð-
ingum og vinnan snýst þá um að
stýra þeim og ná því besta út úr öll-
um, hérna þarf maður meira að
gera hlutina sjálfur, ég hef verið að
fara yfir blogg-greinar og alls konar
hluti og koma með ábendingar um
hluti sem við ættum að skrifa um á
okkar vef, hvað er heppilegt að
setja í tölvupóst til okkar viðskipta-
vina og svoleiðis. Maður er bara
kominn niður á gólf,“ segir Almar
Örn Hilmarsson að lokum léttur í
bragði, frá Prag í Tékklandi þar
sem hann fæst við svo ólíka þætti
sem að þjónusta notendur íslensks
atvinnuleitarvefjar og rekja garn-
irnar úr bróður einnar elstu rokk-
stjörnu heimsbyggðarinnar.
Bauð Stones-bróðurnum í spjall
- Rekur hlaðvarp í Prag í Tékklandi - Christopher Jagger til í að ræða við Íslendinginn - „Meira
að segja Keith fór í listaskóla“ - Tæknihlið hlaðvarpsins engin hindrun - Kominn niður á gólf aftur
Rokkmenni Hvorugt þessara myndefna lítur beinlínis út fyrir að hafa vermt forstjórastóla flugfélaga um dagana en það hefur Almar Örn Hilmarsson,
hægra megin, þó á sinni ferilskrá. Hann sinnir atvinnuleitarvefnum Alfreð á skrifstofutíma en dundar sér við hlaðvarpið The Bla Bla Bunker í hjáverkum.
Kent-bræður Christopher og Mick Jagger slitu barnsskónum í Dartford í
Kent þar sem bíóið var ævintýri eftirstríðsáranna. Dálítið eins og á Íslandi.
VIÐTAL
Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
„Þegar kórónufaraldurinn var að
byrja fannst mér einhvern veginn
eins og mig vantaði eitthvað meira,
einhvern vettvang til að tjá mig.
Mér hefur alltaf fundist það mjög
athyglisvert sem ég hef sjálfur frá
að segja, en eftirspurnin hefur
kannski verið eitthvað minni,“ segir
Almar Örn Hilmarsson, lögfræð-
ingur og hlaðvarpsstjórnandi í hinni
fornu og fögru Prag í Tékklandi,
þetta síðasta með nokkurri glettni í
röddinni.
Það sem kom út úr þessari inni-
byrgðu tjáningarþörf Almars var
hlaðvarpið The Bla Bla Bunker,
sem ef til vill mætti snúa yfir á ís-
lensku sem Blaðurbyrginu þótt tit-
illinn bjóði reyndar upp á gnótt
þýðingarmöguleika. Einn nýjasti
gestur Almars nú á vordögum er
Christopher Jagger, breskur tón-
listarmaður, leikari og rithöfundur
frá Dartford í Kent sem lifað hefur
langa ævi í skugga náins ættingja
og þarf vart að segja mörgum les-
endum að hér er kominn litli bróðir
Rolling Stones-líkneskisins Micks
Jaggers.
Örlítið meira þó af aðdraganda
Blaðurbyrgis Almars sem hann
reyndar lifir ekki af, saltið í graut-
inn mylur hann úr eignarhlut sínum
í atvinnuleitarvefnum Alfreð sem
senn fagnar tíu ára afmæli sínu og
fjölmargir Íslendingar kannast við.
Almar á hlut í tékkneska útibúi Al-
freðs. „Þannig að mér datt í hug að
búa til podcast [hlaðvarp] og fara að
tala um einhverja hluti og rak mig
þá næst á að ég vissi í raun ekki
nógu mikið um neitt sérstakt til að
það gengi upp svo hugmyndin varð
eiginlega að fara að tala við fólk
sem ég þekkti og sá hópur spannar
auðvitað allt frá eiturlyfjasölum upp
í stjórnmálamenn,“ heldur hann
sköpunarsögunni áfram.
Ábendingar úr ýmsum áttum
Stefnan hafi því verið sett á al-
mennt rabb við Pétur og Pál um
hvað þeir væru að fást við, almenna
sýn á lífið og tilveruna og þar fram
eftir götunum. Verkefnið hafi svo
fljótlega undið upp á sig og þróast
úr því að vera einn til tveir þættir í
mánuði yfir í vikulegan þátt. „Ég
fór að fá ábendingar úr ýmsum átt-
um um fólk sem sniðugt væri að
tala við og ég bryddaði líka upp á
því að fá viðmælendur sem geta
rætt um atburði sem eru að gerast,
ég var með fólk um daginn sem var
að tala um stríðið í Úkraínu en svo
koma svona menn eins og Chris
Jagger og þá snerist spjallið um
hann og hans ferðalag gegnum líf-
ið,“ útskýrir Almar.
Tilurð þáttarins með Jagger var
hálfgerð tilviljun. Almar spjallar
reglulega við náunga sem selur vín-
ilplötur í Prag og er einnig tónlist-
armaður og sá hafi nefnt við hann
að á prjónunum væri að taka upp
tónlist með Jagger á næstunni sem
er með mörg járn í eldinum og
sendi í september frá sér plötuna
Mixing Up The Medicine samtímis
því sem sjálfsævisagan Talking To
Myself kom út en platan var sú
þrettánda úr smiðju Jaggers sem
starfrækir hljómsveitina Atcha þótt
ekki hljómi hún á öllum plötunum.
Bíóið, blöðin … og kráin
Almar lét þá slag standa og sendi
Jagger erindi með tilboði um viðtal
sem Bretanum leist vel á. „Hann
tók svona hrikalega vel í þetta og
ætlaði að koma í stúdíóið en tafðist
svo í öðru og komst ekki svo við
tókum þetta upp á netinu,“ lýsir Al-
mar og geta áhugasamir horft og
hlustað á viðtalið á YouTube undir